Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR16. AGUST1985. 5 Rís stóriðja milli BlönduóssogSkagastrandar? Heimamenn velta fyrir sér mögulegu hafnarstæði „Heimamenn hafa rætt viö iðnaðarráðuneytiö, stóriöjunefnd og staðarvalsnefnd og í framhaldi af þeim viðræðum var ákveðið að gera þarna dýptarmælingar,” sagði Sig- fús Jónsson, sveitarstjóri á Skaga- strönd, en Húnvetningar hafa verið að velta fyrir sér möguleika á að gera höfn á ströndinni milli Blöndu- óss og Skagastrandar í sambandi við stóriðju á svæðinu. „Hugmyndin er að þarna rísi stóriðjuver sem nýtti orku úr Blönduvirkjun. Enn eru menn ekki farnir aö velta fyrir sér hvers konar framleiðsla yrði þarna enda er það í raun stóriðjunefndar að segja til um það. Málið er enn allt á byrjunarstigi en heimamönnum hef- ur sýnst að það sé möguleiki á góðri höfn við bæina Syðriey og Eyjakot. Þar er eyja skammt undan landi og ef hún yröi tengd því væri þegar kominn skjólgarður fyrir væntan- lega höfn. Þessar dýptarmælingar ættu aö skera úr um hvort hafnar- aðstaða sé möguleg þarna.” Sigfús sagði aö þetta breytti hug- myndum manna um hafnargerð á Skagaströnd og Blönduósi. Höfnin á Skagaströnd er þegar mikið notuð, meðal annars af aðkomubátum en á Blönduósi hafa sjómenn verið að ýta á sveitarfélagið með að bæta hafnar- aðstöðuna þar. Slíkar framkvæmdir yrðu vafalaust kostnaðarsamar. Hins vegar, ef að höfn yrði gerð við stóriðjuna, þá mætti nýta hana fyrir aðkomubáta og báta frá Blönduósi. „Menn eru ekkert farnir að líta á þetta sem raunhæfan hlut ennþá,” sagöi Sigfús. „Þetta er bara hug- mynd sem menn eru uð vinna að.” -JKH. Þetta er eyjan sem Húnvetningar telja að gæti nýst sem skjólgarður fyrir stóriðjuhöfn milli Blönduóss og Skagastrandar. DV-mynd PK. ÁVONÁ JÁKVÆÐ- UM VIÐBRÖGÐUM — frá Kísilið junni og iðnaðarráðherra, segir formaður Rannsóknastöðvarinnar við Mývatn „Okkur hafa ekki borist svör ennþá, enda gáfum við þeim frest til 20. þessa mánaðar, en ég á von á því að viðbrögðin verði jákvæð,” sagði Þóroddur Þóroddsson, formaður stjórnar Rannsóknastöðvar Náttúru- verndarráðs við Mývatn, í samtali viöDV. Náttúruverndarráð hefur boðið iðnaöarráðuneytinu og Kísiliðjunni að skipa fulltrúa í fimm manna nefnd sérfræðinga til að vera ráðgef- andi fyrir stjórn Rannsóknastöðvar- innar varðandi komandi rannsóknir á lífríki vatnsins og áhrifum efnis- töku Kísiliðjunnar á það. I vor neit- aði Náttúruverndarráð að tilnefna mann í fjögurra manna nefnd iðnaðarráðherra sem hann skipaði til þessara rannsókna. Taldi ráöiö aö það ætti að leiöa rannsóknirnar sam- kvæmt lögum. „Við erum þegar byrjaðir að vinna úr þeim gögnum sem safnast hafa á undanförnum árum,” sagöi Þórodd- ur. — Er langt starf framundan? „Þaö er erfitt að dæma um það hversu langt það er. Hins vegar hefur Líffræöistofnun gert áætlun upp á þrjú til fjögur ár. Vísinda- mennirnir, sem við þetta starfa, gera sér grein fyrir aö þetta eru mjög viðamiklar rannsóknir og tímafrekar þótt ekki séu þær mann- frekar.” — Hversu mikið fjármagn hafiö þið til þessa á þessu ári? „Á fjárlögum höfum viö 1,3 millj- ónir. Það er að vísu mestallt bundið, helmingurinn til endurbóta á rann- sóknastööinni sjálfri, um 250 þúsund við landvörslu, svo sem launakostn- að og rekstur á bílum, og jafnmikið eða meira vegna kostnaöar við rekst- ur rannsóknastöðvarinnar. Hins veg- ar fengum við nýlega einnar milljón króna aukafjárveitingu til rann- sóknarstarfa á þessu ári. Á næsta ári höfum við svo sótt um tvær og hálfa milljón tii þess. Hversu fljótt þessar rannsóknir ganga svo fyrir sig ræðst aö mestu leyti af fjármagninu sem við höfum,” sagði Þóroddur. Nefnd sú sem Náttúruverndarráð hyggst skipa verður skipuð fimm mönnum. Þrír veröa skipaðir af rannsóknastöðinni, fjórði frá Kísil- iðjunni og sá fimmti frá iönaðarráð- herra ef þeir tveir síðarnefndu þiggja boöið. -KÞ. Framkvæmd- um á Laugar- nesi frestað A fundi bargarráðs nú í vikunni var ákveðið að fresta ölium ákvörðunum um skipulag á Laugar- nesinu. Á að kanna nánar hvort ein- iiverjar fornleifar er að finna á nesinu. Eins og DV hefur skýrt frá hefur Borgarskipulag unnið aö skipulagi á Laugarnesinu í Reykjavík að undan- förnu. Stóð til að taka ákvöröun þar að lútandi í sumar. Var meiningin að leggjavegþarum. Margir borgarar risu þá upp og mótmæltu því aö hróflað yrði við nesinu. I framhaidi af þvi ákvað borgarráö að fela umhverfismála- nefnd að láta kanna nánar hvort ein- hverjar fornleifar væru þar. Á meðan þær kannanir fara fram er öllum framkvæmdum þar skotiö á frest. Ekki er um neina timasetningu að ræöa á þeim fresti. -Kl> ■ Hafnarfjarðarlögreglan losnar úr prísundinni — útboð í innréttingar „Þaö er búið að samþykkja að heimila útboð í innréttingar í nýju lög- reglustöðina í Hafnarfirði,” sagði Þor- steinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, í samtali við DV. „Búist er við að framkvæmdum ljúki þarna um áramótin 1986—’87. Það er kominn skriður á málið,” sagði Þorsteinn. Gamla lögreglustöðin stendur við Suðurgötu 8 í Hafnarfirði. Þarna eru tvö sambyggð hús, annaö byggt um aldamótin en hitt byggt árið 1946. Vinnueftirlitiö og Heilbrigðisráö Hafnarfjarðar hafa lýst því yfir að að- búnaður á lögreglustöðinni sé óvið- unandi. Að sögn lögreglumanns í Hafnar- firöi þá stenst húsnæðið engan veginn nútímakröfur. Þar vinna um 40 manns og er unnið allan sólarhringinn. Fangaklefarnir, sem eru rétt innan við almenninginn, bjóöa ekki upp á lágmarksþrifnað vegna þess hve þeir eru gamlir og lúnir. Þar er heldur engin loftræsting, svo megnan ódaun í nýju lögreglustöðina leggur um bygginguna. „Við komum með fólk hingað í allskyns ásigkomu- lagi og þegar ekki er hægt að þrífa nægjanlega vel á eftir, þá byrjar auð- vitað aö lykta,” sagði lögreglumaður- inn. Nýja hús lögreglunnar í Hafnarfirði stendur á mótum Helluhrauns og Flatahrauns. Húsið stendur tUbúiö undir tréverk. Það var keypt fyrir tveimur og hálfu ári en var áður í eigu Blikksmiöju Hafnarf jarðar. -EH. Maður á lyftara slasaö- ist töluvert þegar lyftar- inn valt í Traöarholti í fyrradag. Var lyftaran- um ekiö undan halla og í beygju meö þeim afleiðingum aö hann fór á hliðina. Ökumaöurinn tvíbrotnaöi á fæti og skarst í slysinu. EH/DV-mynd S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.