Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR16. AGUST1985. 11 Bogi Þorsteinsson, yfirflugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli, lætur af störfum: Langar ekki beint úr starfi á elliheimili laus viö áhyggjur og ábyrgð sem starfinufylgja.” „Viö vonumst samt til að þú komir og lítir inn til okkar hinna strákanna, af og til,” sagöi Guðmundur Öli Olafsson flugumferöarstjóri í stuttu ávarpi sem hann flutti í kaffi- og rjómatertuboði sem Bogi hélt sam- starfsmönnum og vinum í flug- umferðarturninum á Keflavíkurflug- velli í tilefni þessara tímamóta. „Og hérna er ég með gjöf handa þér sem þakklætisvott fyrir góða samvinnu í gegnum árin, — landakortabók, atlas, sem vonandi kemur þér til góöa þegar þú ferð að skoöa það litla sem þú átt eftir af heiminum.” Ásgeir Einarsson, skrifstofustjóri Flugmálastjórnar á Keflavíkurflug- velli, afhenti Boga einnig gjöf frá vinum og kunningjum og þakkaði honum góð kynni. Fyrst í kúlubragga Bogi Þorsteinsson hóf störf hjá Flug- málastjórn árið 1947, í Reykjavík, en þann 15. júní 1951 var hann sendur suður á Keflavíkurflugvöll, eftir að varnarliðiö hafði tekiö sér bólfestu þar. „Framfarir hafa orðið miklar á þeim 34 árum sem liðin eru síðan ég kom hingaö á Keflavíkurflugvöll,” sagði Bogi í rabbi við DV. „Fyrst vorum við í „kúlubragga”, leiðslur lágu ofanjarðar, svo oft var erfitt um fjarskipti þegar rigndi. Lockheed hafði annast flugumferðarstjórnina um nokkurra ára skeiö, svo ég var fyrsti Islendingurinn sem hóf þar störf og þá sem flugumferðarstjóri og hef verið það síðan. I dag er Keflavíkurflug- völlur búinn bestu tækjum sem völ er á í heiminum í dag og vinnuaðstaða hin ákjósanlegasta. Og héöan úr turninum sést yfir allan völlinn en ekki hluta hans, eins og úr fyrsta turninum sem byggöur var á öfugum enda. „Mig langar ekki að fara beint úr starfi og á elliheimili. Ég tók því þann kostinn að hætta núna, 67 ára aö aldri,” sagði Bogi Þorsteinsson, yfir- flugumferðarstjóri á Keflavíkurflug- velli, sem settist í stólinn sinn í seinasta skiptiö þann 31. júlí sl. eftir 34 ára starf þar syðra. „Eg sótti ekki um að vera til sjötugs, eins og margir gera. Ég vil heldur nota tímann á meöan heilsan er góð og sinna ýmsum hugðarefnum mínum, en ég kveö þennan staö með blöndnum huga. Hér hef ég átt góöa daga, ég kem til með að sakna starfsins og allra minna ágætu vinnufélaga en á móti kemur að ég er • Bogi Þorsteinsson yfirflugumferðar- stjóri sem nú hefur látið af störfum. í turninum í síðasta sinn, a.m.k. á vakt. • Guðmundur Óli Ólafsson flugumferðarstjóri heiðrar Boga Þorsteinsson með gjöf fyrir langt og giftudrjúgt starf. Ýtinn og seigur Margs er að miunast eftir allan þennan tíma, en Bogi sagðist aldrei hafa verið með neiun hávaða við að reyna að bæta aðstöðuna, — heldur verið ýtinn og náð hlutunum fram með seiglunni. Eitt aðalmálið var að fá sem flesta íslendinga til starfa við flugumferðar- stjórnina. Flugherinn var í fyrstu með fingurna í turninum, „en þegar sjóherinn tók við stöðinni árið 1960 sáu þeir ekki neinn tilgang í því að láta mann hanga yfir okkur, svo að viö höfum haft flugumferðarstjórnina í okkar höndum síðan. Ég vil aö það komi fram að aldrei hefur oröið flugslys hér á Kefla- víkurflugvclli, sem hægt er að rekja til mistaka flugumferðarstjóra. Osk min er sú að svo megi verða um alla ^^3^110.” emm Far vel. Bogi kveður vinnustaðinn eftir langa þjónustu. DV-myndir Magnús Gíslason. Staðarskáli í Hrútafirði: LAGÐIÚT í KOSTNAÐARSAMAR ENDURBÆTUR — en var samt synjað um vínveitingaleyfi „Hér stendur allt klárt,” sagði Magnús Gislason, einn eigenda Staðar- skála í Hrútafirði, þegar blaöamenn DV áttu leið þar hjá, en eins og greint hefur verið frá í blaðinu er Staöarskáli einn þeirra veitingastaða sem var synjað um vínveitingaleyfi vegna and- stöðu áfengisvarnarnefndar. Var Staöarskála synjað um leyfiö þrátt Hluti af veitingasalnum i Staðarskála, Hrútafirði, eftir endurbæturnar og setustofan i kjallaranum. fyrir að miklar endurbætur hefðu verið gerðar á húsnæði hans eftir ábending- um frá matsnefnd vínveitinga þegar skálanum var synjað um vínveitinga- leyf i árið 1982. Forráðamenn Staðarskála tóku sér þrjú ár í kostnaöarsamar endurbætur, breyttu innréttingu í eldhúsi og veitingasal og innréttuðu notalega setustofu í kjallara hússins sem ætluö er matargestum. Þegar þeir sóttu svo um vínveitingaleyfi á ný sl. vetur var umsókninni synjaö vegna andstöðu áfengisvarnarnefndar hreppsins. Sveitarstjórn, hreppsnefnd og mats- nefnd vínveitinga voru hlynnt þvi aö leyfiö yröi veitt og gáfu staðnum góðan vitnisburð. „Ég skrifaöi dómsmálaráðherru bréf og baö hann um að endurskoða þetta mál. Eg bíö núna eftir svari frá honum,” sagði Magnús Gislason. -JKll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.