Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR16. ÁGUST1985. útgáfuféldg: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. Stjórnarformaöurogútgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og ótgáfustióri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla.áskriftir, smáauqlýsinqar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Áskriftarverð á mánuði 360 kr. Verð í lausasölu 35 kr. Helgarblaö40kr. .............. Linkind viö sjóræningja Sjóræningjaskipið Sea Shepherd hafði viðdvöl í Reykjavíkurhöfn í nokkra daga og lét úr höfn í fyrra- kvöld. Þarna voru hermdarverkamenn á ferð. íslendingar fóru fremur blíðlega að þeim. Sprengjuleit var ekki gerð í skipinu, þótt ekki sé ólíklegt, að slíkt hafi verið þar að finna, ef þeir félagar eru sjálfum sér líkir. íslendingar létu skipið hafa olíu, þótt meö semingi væri. Síðan fer Sea Shepherd að berja á Færeyingum. Fólk þekkir af fréttum, hvers konar menn voru þar á ferö. Grænfriöungar eru sem sakleysingjar í samanburði. Samtökin, sem að skipinu standa, eru róttækir „friöunarmenn”, sem hika ekki við að beita ofbeldi til að stöðva veiðar á stofnum, sem þeir telja í útrýmingar- hættu. Þeir hafa sökkt þremur hvalveiðiskipum fyrir Spán- verjum og Portúgölum. Þar af var tveimur sökkt með sprengjum í höfn en einu með ásiglingu. Á síðastnefnda skipinu voru 42 menn, sem björguðust. Paul Watson, skipstjóri á Sea Shepherd, var eitt sinn í félagsskap grænfriðunga en gekk úr honum, þar sem honum þóttu aðferðir þeirra of friðsamlegar. Sums staðar erlendis er að finna hópa „vigilantes”, eða þeirra sem telja sig standa vörð um mannréttindi með því að koma fyrir kattarnef þeim, sem þeir telja bófa en dómstólar ná ekki til. Eðlilega eru helzt bilaðir menn í slíkum hópum. Þeir eru skyldir morðsveitum, sem fasistastjórnir beita gjarnan til að granda athafna- sömum stjórnarandstæðingum. Á slíkum forsendum telur Watson, að megi hætta mannslífum til að ná fram því markmiði, sem hann setur sér. Sea Shepherd mun vera á leið til Færeyja til að hegna Færeyingum fyrir grindhvaladráp. Vissulega má færa rök að því, að aðferðir Færeyinga við grindhvaladráp séu ógeðfelldar. En mikið má vera, ef ekki er að búast við óhugnanlegum tíðindum frá Færeyjum innan skamms, eftir aö Sea Shepherd lætur til skarar skríða. Meö í ferð Sea Shepherd eru þeir, sem ætla að kvik- mynda bardagann. Þeir búast við „spennu” og munu selja þættina sjónvarpsstöðvum. Þá er að búast við, að við íslendingar kynnumst þessum sjóræningjum nánar á næsta ári. Paul Watson sagði í viðtali við DV, að hugsanlega kæmi hann hingað til lands á næsta ári, þegar hvalveiði- bann gengur í gildi en íslendingar halda áfram hval- veiðum í vísindaskyni. Hindra þyrfti þessar veiðar Islendinga, sagði Watson. Annaðhvort yrði að fá bandarísk stjórnvöld til að beita ís- lendinga viðskiptaþvingunum eða hindra veiðarnar á hafi úti. Við getum því búizt við „bardaga” við þessa menn, þar sem mannslíf verða í hættu. Lögregluvakt var við Sea Shepherd, meðan skipið var í Reykjavíkurhöfn. Þá lét Hvalur hf. fylgjast með hvalveiðibátum sínum í höfninni, ef vera kynni, að komið yrði fyrir sprengjum undir þeim. Allt eru þetta uggvænlegri tíðindi en Islendingar eiga að venjast. Hvalveiðar okkar í vísindaskyni eru studdar hald- góðum rökum. Við megum ekki láta undan, þótt sjóræn- ingjar hafi í hótunum. Við kunnum að hafa sýnt Watson of mikla linkind þessa daga, linkind, sem hann mun ekki endurgjalda. Haukur Helgason. HUGSAÐ UPPHÁTT Vinnukaupendur eru í gífurlegum vandræðum um þessar mundir — reyndar hafa þeir alltaf verið þaö — og ástæöa vandræðanna er sú sama og ávallt áður: Vinnuseljendur eru og hafa alltaf verið svo kröfuharðir, hvað kaup og kjör snertir, að þessir miskunnsömu máttarstólpar verka- lýðsins, vinnukaupendur, hafa átt í verulegum vandræðum með að halda uppi þessum kröfuharða verkalýð. Og á meðan þessi sikrefjandi lýöur hefur uppi hávaða um meira sér til handa, þykjast flestir vinnukaupend- ur lepja dauðann úr skel. Ljótt væri ef sattværi! Launablekking Þaö er annars ætlun mín í þessari grein, að f jalla lítillega um laun fisk- vinnslufólks. Þar er um svo stór- fellda launablekkingu að ræða að jaðrar við harmleik. Lægstu laun fiskverkunarfólks 1. ágúst 1985 eru kr. 90.75. Bónus- greiösla á hverja unna klukkustund getur orðið allt að 120.00 kr. og hún getur líka dottið niður í 0.00. Þar sem um premiu er að ræða greiðast 63 aurar fyrir hvert kíló af framleiddri vöru frá sal til frystiklefa. Þá skiptir að sjálfsögðu miklu máli hvort fram- leidd eru t.d. 6 tonn, 16 tonn eða meira yfir daginn; þar ræður hraði bónusfólks og fjöldi þess í vinnslusal. Auövitað eru fiskvinnslustöðvar misvel í stakk búnar til að greiða laun en þaö á t.d. líka viö hvaö snertir verslanir um land allt. Kaupmaðurinn er ekki spurður hvort hann geti borgað umsamið kaup; ef búðin hans stendur ekki undir launagreiðslum verður hann einfaldlega að hætta og fást við eitt- hvaö annað. Að skoða í kistuna sína Auglýsing birtist í Morgunblaðinu 17. júlí sl., svohljóðandi: „Fiskverk- unarfólk — Vestfirðir —. Dagvinna kr. 160.00, plús orlof, fríar ferðir, fæði og húsnæði”. Og í beinu fram- haldi í Mbl. 19. júlí segir auglýsand- inn aöspuröur um ástæöu þessa „til- boðs”. „Það erfyrst og fremst vegna þess að launin eru of lág”. IDV sama dag er getið um þessa auglýsingu. Þar segir Þórarinn V. Þórarinsson hjá Vinnuveitendasambandinu. „Það er mjög óvenjulegt að fisk- vinnslufyrirtæki geti boöið aökomu- fólki betri kjör en heimamönnum”. Hvers eiga heimamenn að gjalda? Ekki sakar að geta þess í leiðinni að heimamenn greiða gjöld til síns sveitarfélags en aðkomufólk til sinn- ar heimabyggðar. Þennan sama dag, 19. júlí, birtist frétt í Mbl. varöandi kröfugerð VMSl í tengslum við bónussamninga: „Meginkrafa VMSl er að bónusálag komi á fastakaupið, sem nemi 30 kr. á greidda vinnustund, og þetta komi til allra sem vinna í fiskvinnslunni”. í sömu frétt segir að vinnuveitendur hafi tekið sér tima til aö skoða kröfu- gerð Verkamannasambands Islands. Þó nú væri! Auðvitað taka vinnu- kaupendur sér tíma til aö „skoða í kistuna sína”. En tóku forystumenn VMSI sér nægilegan tíma til að skoða ástand, staðreyndir og stöðu þessara mála áöur en kröfumar voru settar fram? Miklir menn Fyrir nokkrum hundruðum ára sagði lítilmenni nokkurt: „Miklir menn erum við, Hrólfur minn” — og þótti þá hafa sýnt ragmennsku sína berlega. I dag liggur við að verka- lýðsforystan neyðist til að segja um sjálfa sig: Miklir menn erum við for- ystusauðimir en meiri, magnaöri og betur skipulagðir eru þó húsbændur okkar og launaskammtarar; vinnu- kaupendur. Bónusböl I Morgunblaðinu 30. júli sl. er smá- pistill skrifaöur af „Dodda”. Hann segir m.a.: „Væri ekki nær að leggja bónusinn niður og hækka bara kaup- ið hjá öllum sem nemur því sem dug- leg manneskja fær í bónus? Þetta mundi án efa bæta vinnuanda og þá um leið vinnubrögð fólksins til muna, auk þess sem streita mundi minnka og fólk síður slíta sér út fyrir aldur fram”. Það væri bæði fróðlegt og trúlega þjóðhagslega hagkvæmt að fá vitn- eskju um hvað það kostar íslenska heilbrigðiskerfið þetta fmmskógar- fyrirbæri sem í daglegu tali nefnist bónus. Eg vil setja fram einfalda, en um leið þrælflókna spurningu. Svarið, ef það kemur, verður líklega annað- hvort miklu einfaldara en spurningin eða þá enn flóknara: Til hvers erum við að standa í samningum ár eftir ár, þjark- andi um stöðu atvinnuveganna, sultarkjör eigendanna, háifvitalegar framkvæmdir forráðamanna, van- hæfni hvað snertir samspil veiða og vinnslu í fiskiðnaði o.fl.? Hvers vegna hljóða undanfarnir launa- Kjallarinn LÚÐVÍG T. HELGASON FORMAÐUR VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAGS TÁLKNAFJAROAR samningar yfirleitt eitthvað á þessa leið: Lægsti launaflokkur fellur nið- ur kl. 12 þann 23. eitthvað, sem þýðir 2,4% launahækkun, bíddu svo í tvo mánuði og þá hækkar kaupið um 4,7% og bíddu enn og meira; kaupið hækkar um 2, þetta 5, þetta 3, þetta en vertu ekki að hugsa um hvað hækkar á móti, því að það heitir stjómsýsla með þjóðhagsstofuívafi, og þú átt ekki að hafa vit á hvað það merkir. Sök bítur sekan Verkalýöshreyfingin, og þá er ég ekki eingöngu að tala um þá sem kjömir hafa veriö í valdamestu stöð- ur verkalýðshreyfingarinnar, er í stórri sök — við sjálfa sig. Hún hefur verið á undanhaldi en samkvæmt eöli sínu og rökfræði mun hún brjóta þá hlekki sem hafa tengt hana ís- lensku auðvaldi með ýmsum hætti á undanfömum árum. Verka- og launaskipting Fólk getur kallað það sem hér hef- ur verið sagt hugleiðingar. En þaö sem ég raunverulega tel mig vera að segja er þetta: Umsamið kaup er kr. 90,75 en kaupauki, ýmist nefndur bónus, premia, akkorð eöa annaö, er á bilinu 15-115%. Þarna er um yfirborganir að ræða, og þær væru ekki greidd- ar ef fyrirtækin gætu ekki staöið undir þeim. Sem eðlilegan og sanngjaman áfanga í næstu kaup- samningum er rétt að setja þá kröfu fram að lágmarkskaup verði ekki undir 200.00 á tímann í dagvinnu. Ef þeim þykir þetta of há krafa, mönn- unum sem eru á launaskrá hjá okkur, t.d. alþingismönnum og fleir- um, þá ætti að vera einfalt að koma á verka- og launaskiptingu milli þeirra og okkar; við í verkalýðshreyfing- unni erum reiðubúin til þess. Lúðvíg T. Helgason a „Verkalýðshreyfingin, og þá er ég w ekki eingöngu að tala um þá sem kjörnir hafa verið í valdamestu stöður verkalýðshreyfingarinnar, er í stórri sök við sjálfa sig.” „Það vœri fróðlegt og trúlega þjóðhagslega hagkvœmt að fá vitneskju um hvað það kostar islenska heilbrigðiskerfið þetta frumskógarfyrirbœri sem í daglegu tali nefnist bónus."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.