Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR16. AGUST1985. 13 Kjallarinn Svoer þaðþorsk- urrnn... Grænfriðungar eru mættir á ný. Þeir komu líka fyrir nokkrum árum. Þá voru þeir á móti hvalveiðum í at- vinnuskyni. Nú segja þeir megin- markmiðið að hindra rannsóknir á hvalastofninum. Og hótanirnar vantar ekki. Þetta þýðir að þeir geta með engu móti þolað svo mikið sem áhættuna af því að leitt veröi í ljós enn betur en áöur aö hvalastofnar KJARTAN JÓHANNSSON ALÞINGISMADUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN - ' •••■> „Með þvi að hindra rannsóknir geta þeir þannig haft atvinnu af öðrum >il að tryggja eigin hag." við Islandsstrendur eru ekki í hættu og alls ekki ofnýttir. Þeir þola þá ekki sannleikann. Eru þeir kannske að hugsa um eigið skinn? Forsendan fyrir því að þeir hafi sjálfir lífsviður- væri af því að hindra hvalveiðar verður vitaskuld veikari, ef rannsóknir sýna enn skýrar að sú út- rýmingarhætta sem þeir boða er ekki fyrir hendi. Með því að hindra rannsóknirnar geta þeir þannig haft atvinnu af öðrum til að tryggja eigin hag. Nú er hins vegar upplýst að bar- átta grænfriöunga fyrir banni á nýtingu hvala og sela er einungis fyrsti áfanginn. Talsmaður þeirra hefur upplýst í fjölmiðlum að næst muni þeir hyggja að friðun þorsksins. Þetta kemur auðvitað heim og saman við hugmyndafræði þeirra. Alfriðaður hvalastofn verður aö hafa nóg að eta. Sama gildir um alfriðaðan selastofn. Hitt skiptir minna máli að mannfólkið skorti mat og enn síður er litiö til þess að Islendingar hafa lífsviðurværi sitt af því að nýta þá nánast einu auðlind sem þeir eiga, auðlind hafsins. Þeir grænfriðungar vilja sjálfsagt líka tryggja hringorminum sem best viðurværi, enda er hann hluti af líf- ríki hafsins. Þegar selastofninn hefur stækkaö og getur hýst ógrynni af hringormi gefur augaleið sam- kvæmt þessari hugmyndafræði að friða verður þorskinn svo nægir bústaðir séu í þorskstofninum fyrir þar. ógrynni af hringormi sem selurinn leggur til. Grænfriðungar eru sem sagt að uppgötva að Islendingar raska lífríki hafs og hvals og sels og liringorms með fiskveiðum og eru þar á ofan hræðilegir fiskmorðingjar. Sjálfskipaðir „lögreglumenn” hafsins hljóta aö gripa í taumana gegn slíku ofbeldi. Islendingana má samkvæmt þessu flytja á Jótlands- heiðar, eins og útlendir hafa áður gert „skynsamlegar” tillögur um. Þar geta Islendingar verið í sláturhúsum Dana við að aflífa svín og beljur. Það er hvorki dráp né morð, samkvæmt þessum kokka- bókum. Verst er náttúrlega ef úr- gangurinn úr sláturhúsunum lenti svo að einhverju leyti í hafinu og raskaði lífríki þess. Undarlegt kannske, en samt er það svo, að hugsanagangur sá sem grænfriöungar boða leiðir til þessarar niðurstöðu. Því afþökkum viðþessa „fílósófíu.” Isiendingar eru vitaskuld reiöubúnir til að ræða við hvern sem er um umgengnina við hafið og auð- lindir þess, hverju nafni sem þær nefnast, en það er á þeirri forsendu aö við Islendingar lifum á auölindum hafsins og verndum þær og nýtum með skynsamlegum hætti til þess að halda velli sem þjóð. Við afhendum hins vegar ekki öðrum ákvörðunar- rétt eða dómarasæti yfir tilverugrundvelli okkar. Kjartan Jóhannsson. • „Grænfriðungar eru sem sagt að uppgötva að íslendingar raska líf- ríki hafs og hvals og sels og hringorms með fiskveiðum og eru þar á ofan hræðilegir fiskmorðingjar.” Fréttir úr friðarbúðum Við slógum upp tjöldum, nokkrar fjölskyldur með böm sín, og héldum friðarbúðir í Njarðvík í síöustu viku. Vorum að minnast þess að 40 ár eru síðan kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiró- shima og Nagasaki. Við vorum einnig að mótmæla þeim glæp gagn- vart mannkyninu og raunar öllu líf- riki jarðar sem felst í áframhaldandi kjarnorkuvopnasmíði. Við völdum okkur stað utan við herstöð sem for- seta Bandaríkjanna hefur þóknast að heimila flutning á kjarnorku- vopnum til ef generálar hans telja hættuástand ríkja. Við hlóðum vörðu við aðalhlið Keflavíkurflugvallar og kveiktum þar lítinn friðareld, settum upp spjöld, drógum þjóðfánann að húni og reistum niðstöng gegn kjarnorku- eldinum og kjarnorkuvopnaber- endum og -boöberum. Við fórum í leiki við bömin, fórum í fjöruferð, dreifðum dreifiritum, máluðum tákn og vígorð utan við herstöðvarnar, hengdum blóm og kransa á girð- inguna umhverfis völlinn, héldum kvöldvökur, töluðum gegn stríði, töluðum fyrir friði, sungum gegn stríði og fyrir friði og hlýddum á frá- sögn japanskra félaga af hinni hræði- legu kjarnorkuárás á Hiróshima. Fjöruferð Er nokkuð frásagnarvert við fjöruferð? Eg hélt ekki. En þessi fór fram undir ströngu eftirliti hers og lögreglu. Nokkuð sem er ekki alvanalegt á gönguferðum. Við fórum á tveim bilum eftir veginum að Höfnum, lögöum þeim við Ösa- botna og gengum eftir ströndinni sem leiö liggur um 10 km að Staf- nesi. Er viö höfðum gengiö skamma stund birtist lögreglubíll innan vallargirðingarinnar nokkur hundruð metra frá okkur. Tveir ís- lenskir lögreglumenn komu gangandi til móts við okkur og sögðu að við mættum ekki vera þarna því þetta væri bannsvæði. Við mót- mæltum, sögðum þetta svæði ekki af- girt, engin skilti sem bönnuöu um- ferð og aö samkvæmt íslenskum náttúruverndarlögum væri öllum heimilt að ferðast með ströndum landsins. Við héldum okkar striki. Lögreglunni reyndist ekki stætt á að hindra ferð okkar. Annar lögginn sneri til baka en sagði hinum að fylgja okkur eftir. Hvað átti hann að passa? Á vinstri hönd sjórinn, f jaran, urð og grjót, hraun með grá- mosa og krækiberjalyngi, fjær til hægri girðing og handan hennar enn- þá hraun með grámosa og kræki- berjalyngi. Hvað gátum við gert af okkur þarna? Pissað í sjóinn eða ullað á girðinguna? Eftir klukku- tíma göngu með lögregluna á hælunum komum við þar að sem SOSUS-hlustunarkaplar hersins ganga í sjó fram og skammt þar frá nokkur hús umkringd tvöfaldri víg- girðingu og vopnuðum vöröum, þar hjá nokkur möstur. Við mættum þarna öðrum hópi friöarsinna sem var á leið frá Stafnesi að Osabotnum. Þau höfðu líka fengið fylgd. Fylgdar- sveinar þeirra spöruðu sér skóslitið en fylgdust með þeim með f jölmennu liði úr nokkrum lögreglubílum og herbílum með kíkjum og mynda- vélum. Og sama hersing fylgdi okkur áleiðis að Stafnesi. I þessum eftirlits- SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR HÚSMÖÐIR hópi var Bandaríkjamaður sem við kölluöum okkar í milli „manninn í gráa bílnum”. Hann hafði meðferðis forláta myndavél og myndaði í gríð og erg, sagðist aðspurður vera að taka náttúrulífsmyndir. Hefur sam- kvæmt því trúlega verið að mynda sjaldgæfa tegund í útrýmingarhættu er hann lagði bíl sínum skammt frá tjaldbúöum okkar! Reyndar sögðu aðrar heimildir að hann væri eins konar leyniþjónustumaður í banda- ríska hernum og hefði þann starfa að afla upplýsinga á „óvissutímum”. „Maðurinn í gráa bflnum" Eg ók eftir islenskum þjóðvegi, lagði bílnum og gekk eftir íslenskri strönd. „Maðurinn í gráa bílnum” kom fljótlega að bíl mínum (skrifaði hann niöur?), ók að girðingunni, dró fram myndavél með aðdráttarlinsu og tók mynd af mér, lagði bíl sínum við tjaldbúðirnar og myndaði bömin mín, ók inn um vallarhliöið og ís- lenskur lögregluþjónn gjóaði augunum út um gluggann á skýlinu, kinkaöi kolli og veifaöi honum að aka inn. Eg ætlaði lika inn á völl. Fór ásamt fleirum með dreifirit. „Soldiers of the United States go home — peace be with you! ” stóð þar m.a. Islenskur lögregluþjónn stökk út úr skýlinu, hristi höfuöiö og veifaði okkur að snúa við. Upplýsingafrelsi átti ekki að ná inn fyrir girðinguna. En við hlupum inn um hliðið og stefndum að íbúðar- húsum. Ég opnaði dyr, stakk inn bréfum, lokaði dyrum. Lögreglu- bílar og herbílar brunuðu um svæðið á eftir okkur. — Gerðu svo vel að koma inn í bíl- inn. — Já, alveg sjálfsagt. Ekiö aö aöalhliöinu. — Nafn? — Heimilisfang? —Fæðingardagur - Nafnnúmer? — Þið megiðfara. Frammi fyrir íslensku lögregl- unni fékk „maöurinn í gráa bílnum” að vaða um utan vallar meö mynda- vél og skrifblokk og njósna um fólk. Þegar ég fór inn á völlinn með friðar- boöskap í dreifiriti var ég handtekin, skrifuö niður af lögreglunni og vísað útfyrir. Annars voru samskipti friðarsinna og lögreglumanna ósköp kurteisleg þessa dagana og hvorugur reyndi að espa hinn. Hinu er ekki að neita að mér finnst það undarleg stefna ís- lenskra lögregluyfirvalda að láta menn sína þeytast á hundavakt um holt og móa fyrir bandariska herinn og að leyfa útsendara erlends hers að halda uppi njósnum um þegna lands- ins. Hvers land er þetta? Soffía Sigurðardóttir húsmóðir a „Hinu er ekki aö neita aö mér ^ ifinnst þaö undarleg stefna ís- lenskra lögregluyfirvalda að láta menn sína þeytast á hundavakt um holt og móa fyrir bandaríska herinn og að leyfa útsendara erlends hers aö halda uppi njósnum um þegna landsins.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.