Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR24. ÁGUST1985
45
MESSAÐ í
MERKIGILI
MYNDIR OG TEXTI: FRIÐRIK INDRIÐASON
Sunnudaginn í 16du viku sumars er
sérstakur fyrir fólkið í Ábæjarsókn,
innarlega í Skagafirði. Sérstakur fyrir
þá sök að það er eini helgidagur ársins
sem messað er í sókninni en hún er
með f ámennustu sóknum landsins þar
sem aðeins tveir bæir teljast til
hennar, Merkigil og Skatastaðir.
sjálfur bærinn, Ábær, lagðist í eyði
árið 1941 en þrem árum síðar komst
kirkjan undir verndarvæng kjarnakon-
unnar Móniku á Merkigili og hef ur hún
haldið kirkjunni og þessum sið við
síðan.
Sá sem tók að sér að messa i Ábæjar-
kirkju í ár er séra Baldur Rafn
Sigurðsson, prestur í Bólstaðarpresta-
kalli, og fékk DV að fljóta með honum
og fjölskyldu hans í messuna.
Með prestinum í för voru f jórir menn
frá Skagaströnd á öðrum bíl, hinni
annáluðu dreifbýlisdrossíu Land
Rover árgerð 1963. Bílstjóri þess bíls,
vörpulegur náungi í blárri vindblússu,
stífpressuðum gallabuxum og breik-
skóm, meðhöndlaöi raunar jeppann
eins og um ítalskan Lamborghini væri
að ræða á veginum inn Skagaf jörðinn.
Prestsfjölskyldan og DV komu svo á
eftir á gamalli Lödu og fylgdu út-
blæstri jeppans sem oft á tíðum minnti
á reykinn úr meðalstórum loðnu-
bræðslustrompi.
Veður þennan sunnudag var fremur
leiðinlegt, rigning og þoka yfir
fjöllunum og spillti það förinni að
nokkru þvi útsýni ku vera mjög fagurt
á þessum sióðum.
Þegar komið var að austari
Jökulsárbrúnni var vegurinn orðinn aö
litlu öðru en troðningi svo að létta
þurfti á Lödunni. Var DV því skipað
aftur í dreifbýlisdrossíuna en þar voru
fyrir meðal annarra þeir Kristján
Hjartarson, bróðir kántrýkóngsins,
sem tekið hafði að sér að vera for-
söngvari í messunni, og Guðmundur
Guðnason, póstur á Skagaströnd, sem
var organisti. Á leiðinni inn að Ábæjar-
kirkju barst talið í bílnum að mórum
og skottum í sveitinni sem nóg var af í
gamla daga og þá einkum að þeim
draug sem Ábær varð hvað þekktastur
fyrir, sjálfri Ábæjarskottu, en meðal
afreka hennar var að angra stór-
skáldið Bólu-Hjálmar. Sló Kristján
botninn í þær umræður með því að
segja:,,Já, þær voru oft skæðar þessar
kerlingar hér í gamla daga."
Vegurinn frá austari Jökulsárbrúnni
nær ekki alveg að Ábæjarkirkju og
þarf að ganga drjúgan spöl til að
komast að staðnum. Þar sá DV eftir að
hafa ekki tekið með sér gamla kúa-
gúmmíið, því diskóbomsurnar frá
Sambandsverksmiðjunum fóru heldur
illa í urðinni. Við kirkjuna var fyrir
hópur hestamanna í tjöldum, en það
voru brúðhjón ásamt gestum sínum.
Hafði verið gift í kirkjunni daginn
áður en fólkið var nú að taka saman
föggur sínar viö ylinn frá brjóstbirtu
úr ýmsum ílátum.
Messan sjálf hjá séra Baldri var
stutt og laggóð eins og vera ber en við
hana naut hann aðstoðar Helga
Jónssonar meðhjálpara og ráðsmanns
á Merkigili. Tókst hún vel þótt kirkju-
gestirnir væru ekki fleiri en 16 talsins.
Mónika á Merkigili haföi svo boðið
öllum kirkjugestum í kaffi að lok-
inni messu og þangað hélt hópurinn en
um 10 km eru á milli Ábæjar og
Merkigils
Skagstrendingarnir í dreifbýlis-
drossíunni skemmtu sér við að kveða
vísur á þessari leið, að gömlum og
góöum sið. Þessi er lýsandi dæmi um
aðstæður:
„Ekki er hér gatan greið
en gagnar hún i bili.
Það er alveg óraleið
útaðMerkigili".
Og Kristján skaut þessari fram að
bragði:
„Þótt við þekkjum ei að sönnu
þessarar sveitar króniku.
Bíður okkar klárt á könnu
kaf f ið hennar Móniku."
Á Merkigili
Á bænum Merkigili tók Mónika sjálf
á móti gestum og er hún vel ern þótt
orðin sé 84 ára gömul. Hjá henni kom
fram að kirkjan er byggð árið 1921 og
vígð árið eftir. Hún sagöi að hún liti á
w4JÞn'
:*>'.-*' ¦ *-*< 'i/.
Séra Baldur ber dóttur sína í fanginu siflasta spölinn afl kirkjunni.
Hluti kirkjugesta kom ríðandi — eins og á hverju ári þegar messafl er í
hinni gömlu Ábœjarkirkju.
kirkjuna sem kjördóttur sína og var
sannfærð um að ekki hefðu verið
beönar heitari bænir við altari hennar
annarsstaðar á landinu.
Kaffiborð hennar var veglegt og oft
hefur hún haft fjölmenni að loknum
þessum messum. Á fimmtíu ára
afmæli kirkjunnar 1972 voru þannig
hvorki meira né minna en 60 kaffi-
gestir á Merkigili.
Þar sem hér voru prúðir menn á ferð
í þetta sinn var sest inn í stofu hjá
Móniku að kaffinu loknu og þökkuðu
menn henni góðgjbrðirnar með því að
syngja fyrir hana nokkur lög við undir-
leik Guðmundar á heimilisorgelið, lög
eins og Frjálst er í fjallasal, Blessuð
sértu sveitin mín og Hvað er svo glatt,
svodæmiséutekin.
Mónika vill að kirkjunni verði breytt
úr safnaðarkirkju í þjóðkirkju, og
hefur hún verið í sambandi við
viðkomandi yfirvöld þess efnis, en enn
hefur ekkert komið út úr þeirri mála-
leitan. Meðan svo er verður þó ugg-
laust haldið áfram að messa þar
sunnudaginn í 16du viku sumars.
-FRI.