Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 10
46, DV. LAUGARDAGUR 24. ÁGUST1985 — innflutningi hans hætt til Evrópu — Mexíkó, Brasilía og l\l Eftir tæplega hálfa öld á götunum virðist bjöllufólksvagninn nálgast feröalok. Fólksvagninn, sem birtist á götunum á stjórnarárum Adolfs Hitl- ers árið 1936, bar nafn með rentu því fleiri eintök hafa verið seld af honum en nokkurri annarri bílategund eða 20,6 milljónir. Otlitið hefur verið nánast óbreytt í 49 ár. ökumenn í 140 löndum hafa tekið ástfóstri við bílinn. Ástæðurnar: hann er ódýr, harðger og um hann ganga sögur sem einkum ganga út á hversu lengi hann endist. Fólksvagninn hefur haft á sér, það sem nú er kallað, „mjög jákvæða ímynd”. Walt Disney gerði f jölda kvik- mynda þar sem „bjallan” lék aðalhlut- veridð, Herbie. .jFóllinn” sá hafði sál,, það var ekki hægt að eyðileggja hann og hann tók upp á skemmtilegum uppátækjum. En nú virðast dagar hans vera tald- ir. „Volkswagen” fyrirtækið hætti framleiöslu hans í Evrópu áriö 1978 og í síöustu viku kom síðasta sendingin, 3145 bílar, á Evrópumarkað frá Mexíkó. I árslok verða einu „fóllarnir” sem ganga kaupum og sölum í Evrópu notaðir. Hekla hf. hefur umboö fyrir Volks- wagen á Islandi. Finnbogi Eyjólfsson, blaðaf ulltrúi Heklu, sagði í samtali við DV að fyrirtækið hefði hætt að flytja inn Volkswagen bjöllu þegar fram- leiðslu var hætt í Þýskalandi að því Hann hefur leikifl aðalhlutverk i myndaflokki sem hét Lukkubíllinn (Herbie the Lovebug). Siflasti Fólksvagninn sem framleiddur var i Wolfsburg, 1978. Nú er hann ekki einu sinni fluttur inn til Evrópu. Voffinn hefur orðifl listamönnum yrkisefni. Söguleg stund: Fólksvagn númer 15007034 tilbúinn: „bjallan" er orðin mest: undanskildu að lítilræði hefði veriö flutt inn framleitt í Mexíkó árið 1980. Hjá bílasölum fengust hins vegar þær upplýsingar að enn væri mjög góð sala á bjöllum — og töluverð eftir- spurn. Einn sölumaður sagði að þetta væri aö verða „kúlt-bíll” og ætti vafa- laust eftir að verða enn vinsælli eftir því sem árin liðu. Ástæða þess að hætt er að flytja bjölluna inn til Evrópu er að sam- keppnin á smábílamarkaðnum er gríð- arlega hörð. Aðeins 14 þúsund bílar voru seldir í Evrópu á síðasta ári enda þótt bjallan væri einn ódýrasti bíllinn á markaðnum. Volkswagen fyrirtækið tapaði því stórfé á innflutningnum. Peter Schlelein, talsmaður fyrirtækis- ins, sagði að það væri hreinlega ekki lengur aröbært að flytja þá inn. „Þetta er orðið of dýrt.” Innflutningur bjöll- unnar til Bandaríkjanna var stöðvaður árið 1981 af sömu ástæðum. Engu að síður hafa borist fregnir af því að slík- um bílum sé'smyglaö þangaö frá Mexíkó og þeir gangi kaupum og sölum fyrir mjög hátt verð. Ekki er þó öll von úti fyrir aðdáendur bjöllunnar. Framleiðslu er enn haldiö áfram í ákaflega smáum stíl í Mexíkó, Brasiliu og Nígeríu, alls 120 þúsund bíl- ar á ári. Heinrich Nordhoff, forstjóri Volkswag frá 1948. Þetta er að öllum líkindum fyrsta bjallan sem fiutt var inn til íslands. Hana átti Viggó Maack skipaverk- fræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.