Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUB 24. ÁGUST 1985 47 selda biltegund frá upphafi. RÐALOK? lígería munu sitja ein að dýrðinni Ferdinand Porsche, hönnuður Fólksvagnsins. Schlelein, talsmaður VW, segir að búast megi við því að biliinn verði framleiddur fyrir innanlandsmarkað í þessum löndum um nokkurra ára skeið enn. Frá 1971 hefur gengi voffans farið þverrandi. Þá voru framleidd 1,29 millj- ón bílar á ári. Árið 1972 fór hann yfir 15 milljón eintaka markið og varð þar með söluhæsta bifreiðateguiid sem framleidd hefur verið. Fyrri methafi var T-módel af Ford sem náði tæpum 15 milljónum frá 1908 til 1927. En þá þegar voru arftakar hans farnir að taka á sig mynd á teikniborðum. VW fyrirtækið gerði sér grein fyrir að bjallan, sem hönnuð var þremur áratugum áður, gæti ekki endalaust séð því fyrir nánast öllum tekjum þess. Árið 1973 kom ný kynslóð bifreiða á markaðinn frá fyrirtækinu. „Golf” var verðugur arftaki bjöllunnar að sögn Volkswagen fyrirtækisins, og hafa ekki selst eins margir bílar á jafnskömm- um tíma og hann. Hann sér fyrirtækinu fyrir megninu af tekjum þess. Volkswagen er nú fimmti stærsti bílaframleiöandi heims. Á fenjasvæði nokkru í vesturhluta Þýskalands var stuggað við kjörbeði moskítóflugunnar og reistar höfuðstöðvar verksmiðjunn- ar. Þar heitir nú Wolfsburg og rúmlega 140 þúsund manns búa þar. Þrír menn eru ábyrgir fyrir vel- gengni bjöllunnar og er þar misjafn sauður í mörgu fé. Fyrstan skal nefna til sögunnar Ferdinand Porsche, sem hannaði bilinn, annan frægan skal nefna Adolf Hitler en hann stofnaði rík- isrekna verksmiðju til að fjöldafram- leiöa þennan bíl fólksins áriö 1938 og svo loks Heinrich Nordhoff en hann kom VW aftur á laggirnar eftir stríðið og veitti fyrirtækinu forustu í tvo ára- tugi. Adolf Hitler hafði ekki bílpróf en var engu að síður áhugamaður um bifreið- ar. Hann kveikti þegar á bjöllunni er Ferdinand Porsche kynnti honum teikningu „fóllans” árið 1934. Hitler gerði sér vel grein fyrir áróðursgildi þess að „bílvæða” þýsku þjóðina. Hann tryggði Porsche því stuðning þriðja ríkisins. Áriö 1938 var bjallan komin í sitt end- anlega horf, og þótti loftkæld vél sem dreif bílinn áfram vera næsta bylting- arkennd nýjung. Það er varla hægt að segja að frá þessum tíma hafi bifreiðin breyst. Verksmiðja ríkisins var komin í gang árið 1939 en þá braust stríðið út. Henni var beitt upp frá því að mestu í þágu hergagnaframleiðslu og því höfðu aðeins 630 bílar fólksins verið framleiddir við stríðslok. Verksmiðjan hafði nánast verið eyðilögð í loftárás- um bandamanna. Það má telja kaldhæðnislegt að her- námsliö Breta átti stóran þátt i að gera draum Hitlers um bílvæðingu Þýska- lands að veruleika. Bretar skipulögöu viðgerðir verksmiðjunnar og voru svo hrifnir af bifreiðinni að þeir pöntuðu 20 þúsund stykki! Nordhoff var gerður að forstjóra árið 1948. Ford fékk tækifæri til að kaupa verksmiðjuna en eftir að því boði var hafnaö afhentu Bretar hinni nýju vestur-þýsku ríkisstjórn verk- smiðjuna. Nordhoff hófst þá handa um að reisa fyrirtækið úr rústum af þeim dugnaði sem einkenndi Þjóðverja á þessum árum. Velmegun heima fyrir og snjöll sölu- herferð heima og erlendis tryggði við- gang farartækisins. Er Nordhof lést árið 1968 var Volkswagen orðið heims- þekkt vörumerki. Og enda þótt fólksvagninn verði ekki eins algeng sjón á meginlandi Evrópu héðan í frá segir VW fyrirtækið næsta víst að síöustu bjöllurnar verði enn á götunum þegar tuttugasta og fyrsta öldin gengurígarð. ás. 99 Fólksvagninn 99 i mu ar segir Páll V. Daníelsson, einn fyrsti Voffaeigandinn á Islandi „Eg var líklega meö þeim aifyrstu að kaupa Fólksvagninn,” sagði Páll V. Daníelsson, viðskiptafræðingur og áfengisvarnafrömuöur, í samtaii við DV. .Fyrsti Fólksvagninn minn var skráður 30. desember 1954. Þetta var ósköp látlaus bíll sem ég átti í níu ár. Eg keypti næst aðra tegund af Volks- wagen en hef átt tvær bjöllur síðan. Núna keyri ég um á Passat en ég hef alltaf skipt viðHeklu eðaí31ái ” -ás „Þetta var mektarbíir — segir Viggó Maack, fyrsti íslenski Fólksvagnseigandinn „Ég var staddur í Danmörku að fyigjast með smiði Tungufoss og Fjallfoss þegar ég eignaðist mina fyrstu Fólksvagenbjöllu,” sagði Viggó Maack, skipaverkfræðingur hjá Eimskip, í samtali viö DV. Viggó er að öllum líkindum fyrsti Íslendingurmn sem eignaðist þennan geðslega bíl. „Hekla var nýbúin að fá umboð og ég pantaði bíl i gegnum þá í j ú 1953 og fékk hann seinni part sumars. Eg kom heim ineð bílinn í febrúar 1954. Upp úr því eignuöust margir fleiri Fólksvagen, tneöal þeirra Sveinn Torfi Sveinsson og Erlingur Heiga- son. Viö stofnuðum Fólksvagen- klúbbinn til að gæta hagsmuna okkar vegna þess aö okkur fannst erfitt að fá varahluti. Sigfús Bjarnason, eigandi Heklu, var aliur af vilja geröur en eitthvað stóð á þessu hjá honum fyrst í stað. Viö gengum svo langt að skrifa út til Wolfsburg, og inaöur frá verksmiðjunum kom hingaö til iands, bauö okkur út að horða og hlustaði á okkur. Eftir það gekk allt mjög vel og ég held að Sigfús hafi verið okkur þakklátur fyrir framtakið. Þetta var mektarbíll. Við hjónin stóðum í barneignum á þessum tíma. Einu sinni fórum við eilefu í honum til Þingvaila. Þaö voru aö vísu sumir Stnáir cn þaö var alltaf pláss i þessum bil og alltaf gekk hann hvaö sem kom upp. lijailan mín var óskaplega skemmtilegur bíli, með opnu þaki. Eg seidi hann vélstjóra hjá Hafskip, 1957, og liann átti liann í nokkur ár iíka. Kn svo missti ég sjónar á honum, sagði Viggó Maack, fyrsti Fólksvagnseigandi á Islandi. ás „Góðir við- skiptavmir seldu bílinn” —segir Finnbogi Eyjólf sson hjá Heklu, innf lytjanda Fólksvagnsins „Eg man vei eftir því þegar Hekla fékk timboð fyrir Volkswagen," sagöi Finnbogi Eyjólfsson, blaðafull- trúi Heklu hf. Finnbogi hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir 40 árum og nokkrum mánuðum betur, og var verkstjóri árið 1953 þegar fyrstu „fóllarnir” koinu til landsins. „Meðal þeirra .fyrstu sem keyptu bílana voru Guömundur Thoroddsen prófessor, Sigurður Flygering, Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðingur og séra Oskar Þorláksson. Mönnum fannst þetta hálfgert skrímsli. Á þessuin árum áttu allir bílar að vera með langt skott og heföbundnir í sniði. Samt sem áður náði Fólks- vagninn miklum vinsældum. Við vorum ákaflega heppnir meö fyrstu viöskiptavinina. Það voru framámenn sem tekið var eftir og íóru vel með bíiana. Góðir viðskipta vinir eru góð auglýsing og ég er sannfærður um að þessir mam hafa seltbílinn. Saian gekk vel, einkum eftir 1961 þegar innflutningurinn var gefinn frjáls. Viö vorum söluhæstir í 6—8 ár og allt fram til 1973—1974 gekk salan mjög vel, en þá pompaði hún niður Þá kom smá millibilsástand því Golfinn kom ekki alveg strax. Hann tók vel við sér, en náöi ekki sömu viiisældum og Fólksvagninn gamli Hins vegar þurfum við ekki að kvarta núna því fyrstu sex mánuði ársins erum við söluhæstir,” sagði Finnbogi Eyjólfsson aö lokum. Hekla hf. fékk umboð fyrir Volks- wagen árið 1952 og seldi fyrstu bílana ári síðar. Alls voru seldar 14 þúsund bjöllur þar til innflutningi var hætt. -ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.