Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 24. ÁGUST1985 49 FIMMTA KYNSLOD ROCKEFELLERA SELUR SÁL FORFEÐRA SINNA - Rockefeller- ættin er blönkog ætlar að selja Rockefeller Center Hvernig hefur þetta gerst? I raun- inni er þetta engum aö kenna, nema of miklum barneignum! Mikið magn, en ekki mikil ga>ði. Fjórða kynslóð Rocke- fellera er skipuð tuttugu manns. Aðeins einn þeirra hefur náð frama að heitið geti. Þaö er John D., fjórði Rockefeller, sem er ríkisstjóri Vestur- Virginíu. „Við höfum ekki gert neinar rosalegar vitleysur, en eyöslan var orðin meiri en tekjurnar,” segir David, fyrrum forseti Chase. Sem sagt: halli á fjárlögum. Og það sem verra er; David ræður ekki lengur yfir Chase-Manhattan bankanum. Rockefeller Center er því síðasta vígi hinna fimmtíu erfingja af fimmtu kynslóðinni. Og þeim finnst sjálfsagt að koma Rockefeller Center í verð. Miele Rockefeller þarf peninga til að endur- gera íbúð sem hún ætlar að selja dýrt, dýrt, dýrt... Pierson, litli frændi, telur sig ekki minni mann en Woody Allen og vantar pening fyrir kvikmynd... systir hans, hún Louise, er listamaður og maiar ekki gull.... Þau eru öll blönk. Richard Voell tók við stjórn Rocke- fellerhringsins af David Rockefeller í upphafi þessa áratugar. Hann tók þegar til óspilltra málanna því að- gerða var sannarlega þörf. Hann lagði niður eina fasteignasölu, lítið olíufyrir- tæki, kapalsjónvarpskerfi, sem tapaöi 25 milljónum dala á ári, og plastpoka- verksmiðju. 10% hringsins var selt Agnellif jölskyldunni (sem á bæði FIAT og knattspyrnuliðið Juventus!) og Belton Johnson, forríkum bónda í Texas. Að selja Rocky og guð með... Voell ætlar aö setja hlutabréf í hringnum á markað í Wall Street. Erfingjarnir, með David í broddi fylk- ingar, eru á móti því. Þeir vilja fjár- festa og helst á arðvænlegan hátt! Þeim virðist sala Rocky Center skársta lausnin. Sá galli er á gjöf Njarðar að salan mundi kosta hringinn 400 milljónir dala í skatta! Bjargráðið er því að seilast í fasteignafjárfest- ingasjóðinn... Þetta snjallræði gengur þannig upp að stofnað er félag sem gefur út skuldabréf. Hringurinn fær lánaðan milljarö dala hjá þessu fyrir- tæki. Þetta gengur svo þannig upp að baktryggingin, Rockeféller Center, verður slétt árið2000! Nákvæmlega. Fimmta kynslóð Rockefellera virðist ákveöin í að taka örlögin í sínar hendur. Hugsjónamennska verður að víkja fyrir tækifærisstefnu. Mannúðar- mál eru fyrir poppara... Gefum lifinu lit! Við eigum ekki endilega við, að þú eigir að mála bæinn rauðan, en bendum þér á að þú getur gjörbreytt umhverfi þínu með smávegis málningu. Þú málar auðvitað með HÖRPUSILKI. Með HÖRPUSILKI má mála bæði úti og inni. í HÖRPUSILKI fara saman kostir sem birtast í frábæru slit- og veðrunarþoli. HÖRPUSILKI er viðurkennd afburða málning. HÖRPUSILKI er ódýr miðað við gæði. HÖRPUSILKI er fáanlegt f 28 staðal- litum, þar með töldum öllum tískulitun- um, síðan er hægt að fá blandaða liti að vild. Með því að bæta HÖRPUSILKI HERÐI út í málninguna má auka gljástig hennar úr 3% í 10% og þá jafnframt auka slitþol hennar til muna. Nú . . . Hægt er að fá nánari upplýsingar um HÖRPUSILKI í málningarvöruversl- unum, hjá málarameisturum, Bygginga- þjónustunni, sölumönnum okkar eða á rannsóknarstofu, í HÖRPU-handbókinni eða hjá öllum þeim fjölda ánægðra viðskiptavina sem fyrir eru, - vonandi verður þú elnn þeirra. Skúlagötu 42 125 Reykjavík Pósthólf 5056, ® (91)11547 HARPA gefur lífinu litl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.