Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 24. ÁGUST1985 Trotsky bjargast En fyrir kraftaverk haföi Trotsky bjargast ásamt eiginkonu sinni. Þau höföu vaknaö viö hávaöa í garðinum og náöu aö komast í skjól. Sængur þeirra og dýnur voru sundurskotnar. Trotsky var ekki í vafa um hver heföi staöið aö árásinni: Stalín og öryggislögregla hans, GPU, sem nú er þekkt undir nafninu KGB. En Mexíkanar höföu enga trú á því. Þeim fannst Trotsky hjónin hafa kom- ist af með svo ótrúlegum hætti aö þeir töldu Trotsky hafa sett tilræðið á svið. Síðar skipti lögreglan um skoðun. Hún taldi líklegt aö lífvörðurinn sem tilræðismennirnir höfðu á brott með sér, Robert Sheldon Hart að nafni, heföi verið í vitoröi með tilræðis- mönnunum. Eftir langar og strangar yfirheyrslur féllst hún á, eftir að for- seti landsins skarst i leikinn, að um raunverulegt tilræði hefði verið að ræða og að lífveröir Trotskys væru ekki samsekir. En nú var um seinan aö þefa illvirkjana uppi. Einum og hálf- um mánuði seinna fannst lík Harts. Líkið fannst er lögreglustjórinn, Salazar að nafni, heyrði á tali manns nokkurs sem var vel við skál. Maður- inn gumaði af því að vita allt um til- ræðið. Hann var handtekinn og við yfirheyrslur kom í ljós að lögreglu- maður var með í spiiinu, svo og mið- stjórnarmaður í mexíkanska kommún- istaflokknum. Slóðin var rakin enn frekar og í ljós kom að málarinn og kommúnistinn, David Akfaris Siqueiros, var heilinn á bak við tilræðið. Siqueiros komst und- an og birti yfirlýsingu um að „tilræðið væri réttlætanlegt því reynt hefði verið að ná til eins mesta svikara við mál- stað byltingarinnar”. „Einn frestur enn" „Forlögin hafa gefið mér enn einn frest og hann er ekki langur,” sagði Trotsky eftir tilræðið. Frank nokkur Jacson hafði hitt Trotsky þremur dögum fyrir tilræðið. Hann hafði borið handrit undir bylting- arforingjann, en farið því næst til New York. Hann mælti sér mót við Trotsky á ný hinn tuttugasta ágúst. Þann morgun sagði Trotsky við eig- inkonu sína, Natalíu Sedovu: „Mér líð- ur svo vel í dag — betur en mér hefur liðið lengi..Fyrriparti dagsins eyddi hann í garðinum, meðal annars gaf hann kanínum sinum. Um eittleyt- ið hitti hann mexíkanskan lögfræðing en því næst sneri hann sér að því að skrifa blaðagrein. „Eg er vel upplagð- ur og það er best ég geri það strax.” Hann kom sér fyrir við skrifborðið, á því lá meðal annars upphafið að ævi- sögu Stalíns sem hann hafði í smíðum. Hann vann í nokkrar klukkustundir en því næst fór hann út í garð. Þar hitti hann Frank Jacson. Natalía Trotsky segir frá því að hún hafi hugsað með sér: hvers vegna kemur þessi Jacson svona oft núna? Þegar hún heilsaði upp á hann tók hann kveðju hennar en bað svo um vatnsglas. „Eg er svo þyrstur,” sagði hann. Hann var fölur og greinilega taugaóstyrkur. „Hvers vegna eruð þér með hatt og með regnkápu í þessum hita,” spurði Natalía. „Hann rignir bráðum,” sagði Jacson, en sól skein í heiöi. Þegar Natalía kom með vatnið spurði Trotsky Jacson: „Líður þér illa?” Skerandi vein Því næst héldu þeir Trotsky og Jacson inn í vinnuherbergið en þar ætl- aði hinn fyrrnefndi að lesa yfir handrit sem hinn síðarnefndi kom með. Þrjár eða fjórar mínútur liðu. „Þá heyrði ég skerandi vein,” segir Natalia, og held- ur áfram. „Eg var ekki viss um hver hefði hrópað en hljóp í áttina að hús- inu. Þá sá ég mér til skelfingar að Lev Davidovich hallaði sér upp að dyrun- um... Andlit hans var alblóöugt og handleggimir héngu máttlausir niður með hliðunum. „Hvað hefur komið fyr- ir — hvað í ósköpunum hefur komiö fyrir,”hrópaðiég. Eg lagði handlegg um axlir hans, en hann sagði ekkert. 53 45 ár frá því Trotsky var myrtur Nokkrum sekúndum síðar hvíslaði hann rólega og æsingalaust: „Jacson”. ísöxin Trotsky hafði sest í skrifborðsstól- inn. Jacson, sem þrýsti regnkápunni að sér, rétti honum fullgert handrit. Trotsky fór að lesa það. Hann var niðursokkinn í lesturinn og tók ekki eft- ir því þegar Jacson dró ísöxi undan regnkápunni. Jacson hóf hana á loft og keyrði hana í höfuðið á Trotsky. Trotsky öskraði ógurlega, blóð gaus á handritið og Stalínshandritið sem lá á borðinu ataðist blóði. Tilræðismaðurinn var sem lamaður. Áður en hann gat reitt öxina aftur til höggs náði Trotsky að slá hana úr höndum Jacsons. Trotsky reikaði til dyra, en Jacson var sem lamaður. Hann stóð grafkyrr þar til lífverðir Trotskys yfirbuguðu hann. Hann hafði samt sem áður rýting og skammbyssu innanklæða. Trotsky var ekið í sjúkrabifreið inn í Mexíkóborg, þar sem örvæntingarfull tiiraun var gerð til að bjarga lífi hans. Það var um seinan. Byltingarhöfðing- inn var fallinn. Isöxi klauf höfuð hans og Stalín gat andað léttar. ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.