Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 18
54 DV. LAUGARDAGUR 24. ÁGUST1985 Bryan Adams kanadiski rokkarmn Því er haldlð fratn — með réttu — að frægðin sé oft dýru verði keypt, stjörnur leiðist útí sukk og svall eða eitthvað þaðan af verra og fórni lífi og heilsu fyrir frægðina. En það verður að minnsta kosti ekki sagt um kanadíska rokkarann Bryan Adams að hann hafi keypt frsgðina dýru verði í bókstaflegri merkingu: hann skrifaði undir hljómplötusamning og fékk að launum einn doilara! Svo sterk var löngunin i frægð og frama að hann freistaðist til þess að selja sig hljómplötufyrirtæki fyrir smánarpenlng, á verðl hálfrar öl- krúsar, segja bresku blöðin. Einn dollara! Tæplega hafa fyrr verið gerð jafn- mikil reyfarakaup á tónlistarmanni og þessi því Bryan Adams er í dag annar vinsælasti (og söluhæsti) rokkarinn í Bandaríkjunum á eftir sjálfum Brúsa Springsteen. Reyndar segir sagan af ýmsum reyfarakaupum og til dæmis má nefna þegar indíánar seldu Banda- rikjunum eyjuna Manhattan á tíu dollara, þegar Rússar seldu Bandaríkjamönnum Alaska á fimmtíu dollara, — nú eða þegar Tottenham keypti Glen Hoddle á tíu pund. En það er önnur saga. „Ég átti alltaf í basli með að vekja á mér athygli,” er haft eftir Bryan Adams í nýlegu viðtali, „og það var meira að segja erfitt að fá fólk til þess aö hlusta á hljómsveit mina eftir að ég var kominn á samning. En mér var það kappsmái að ná samningi við hljómplötufyrirtæki og þessi eini doliari, sem ég fékk fyrir POPP KVIKMYNDIR POPP Manual Puig, höfundurinn að bókinni um kónguló- arkonuna, var heillaður af Hollywoodmyndum i æsku. Argentínski leikstjórinn Hector Babenco öðlaðist heimsfrægö árið 1981 með kvikmynd sinni Pixote, hörmulegri frásögn af lífi tíu ára gamals glæpamanns, sem leikstjórinn segir reyndar sjálfur að sé eins og Walt Disneymynd í samanburði við raunveruleikann á götum Brasilíu. Fyrsta mynd Babencos sem gerð er með ensku tali, Kiss of the Spider Woman, hlaut aukaverðlaun á kvimyndahátíðinni í Cannes og William Hurt var valinn besti leikarinn á hátíðinni fyrir frammistöðu sína í öðru af tveim aðalhlutverkum myndarinnar. Kiss of the Spider Woman byggir á samnefndri bók Manuels Puig og segir af Molina nokkrum (William Hurt), gluggaskreytingamanni sem situr i fangelsi, ákærður fyrir að hafa ósiöleg og spillandi áhrif á pilta undir lögaldri. Með honum í klefa situr Valentin (Raoui Julia), undirskriftina, gaf mér þó tækifæri sem ég hefði kannski ella misst af.” Bryan Adams segist hafa verið viss um það aö þegar löppin væri á annað borö komin inn fyrir þröskuldinn yrði ekki aftur snúiö, hljómplötufyrirtækið yrði að hafa mikið fyrir því að losa sig við hann og honum ynnist tími til þess að sanna hæfni sína og hljóta virðingu fyrirtækisins. 200 hljómleikar Ekki verður annað sagt en Bryan Adams hafi tekist ætlunarverkið. Síðastliðna mánuði hefur hver smellurinn rekið annan á bandaríska listanum — Run To You, Somebody, Heaven (fór alla leið á toppinn) og það nýjasta: Summer of 69. Þá hefur hann vakið verðskuldaða athygli í Evrópu, einkanlega í Bretlandi, og velgengnina má sumpart skrifa á reikning mikillar eljusemi; hann hefur á tíu mánuöum haldið um 200 hljómleika, þar af komið við í fimmtíu borgum Evrópu með Tinu Turner. Bryan Adams þykir óhemju stór- brotinn á sviði og sá orðstír sem fer af hljómleikum hans varð til þess að honum bauðst að hefja Live Aid hljómleikana í Bandaríkjunum. „Á hljómleikum gef ég áheyrendum allt sem ég á til, þeir hafa borgað sig inn og eiga skilið að fá fína skemmtun,” segir hann. Flökkukind Þegar Bryan Adams var tólf ára gamall haföi hann þegar átt heima í tíu löndum, meðal annars fsrael, Portúgal og Bretlandi. Foreldrar hans eru breskir og hann fæddist í Kanada árið 1959. Faðir hans starfaði i utanrikisþjónustunni og er þar aö finna skýringuna á flökkulífi stráksa í bernsku. Bryan Adams segir sjálfur aö hann hafi fengið strangt uppeldi, foreldrar sínir séu dæmigerðir Bretar sem fylgi ákveðnum reglum og íhaldssemi í KVIKMYNDIR marxisti og verkalýðsforkólfur, inni fyrir þátttöku i verkfalli í bíla- iðnaðinum. Molina segir félaga sínum sögur sem í raun eru nákvæmar lýsingar á kvikmyndum og þannig verða til stuttir þættir innan kvikmyndarinnar; önnur frá- sögn Molina fjallar um ástir í hita- _ _ „Taoul Ju«a m00 , Molinas og hlutvefk fango

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.