Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 20
Þegar skugg- arnir lengjast Sumarið er skrýtin tíö. Það ruglar marga illa í ríminu; enda ekki við öðru að búast. Það læðist að manni þegar enn er vetur, kemur hægt og sígandi, eiginlega í dulargervi og kallar sig vor. En svo eru dagarnir allt í einu orönir óþolandi langir, samanstanda af mörg- um klukkustundum sem aldrei ætla að taka enda. Og næturnar, oft sagðar stuttar, eru í raun mjög, mjög langar og fastar viö daginn, kvöldið, morgun- inn. Það er ekki að undra þótt maður tapi áttum. Þannig er það viðtekin ranghug- mynd um sumarið að það sé árstíð úti- vistar, orlofs og leikja. Ogað alvarlega hugsun megi alls ekki láta sér um heilabú fara og ekki lesa neitt merki- legra en myndasögu í dagblaði. Stjórnvöld ýta og undir þennan hugs- unarhátt þjóðarinnar, fara sjálf í langt frí og láta ábyrgðarleysingjum eftir landsstjórnina. Sýnist mér. En það var þetta með léttmetið. Sjálf- sagt halda menn að hið andlega fóður verði að standa í samhengi við annað sem sumrinu tengist og er í léttavikt, svo sem klæðnað og mataræði. En því fer auðvitað víös f jarri. Sumarið er vit- anlega tími hinni þungu bókmennta, margra punda doðranta sem maður stautar í gegnum á löngum tíma, lang- ar bjartar nætur og verður ruglaður í kollinum af að skoöa. Þeir Islendingar sem sólarstrendur sækja ættu aö prófa það einhvern tíma að hvolfa þungri bók yfir andlitið þar sem þeir liggja sveittir í sandinum — þeir draga það án efa við sig að hlaupa á næsta strandbar til að steypa í sig gini og tónik við þorstanum. Þannig geta bókmenntimar hamlað gegn landlægri drykkjusýki sumarfrís- manna. Bók í bflnum Ferðafólk ætti aö temja sér þann góöa sið aö hafa jafnan bók í bílnum. Og langbest að sú bók sé bæði löng og strembin. Þegar bílgreyiö gefst upp fyrir horngrýti íslenskra vega og eigin- maðurinn baksar undir bílnum við að skipta um dekk ellegar festa upp ónýtt púströr getur frúin látið fara vel um sig og leitað að gömium (eöa jafnvel nýjum) sannindum í einhverjum doð- rantinum, kannski heimspeki Kants eða Heideggers, skáldskap Prousts eða Joyce — Laxness eða Eyrbyggju- höfundar. Það er ótrúlegt hve bóklest- ur við daufa týru inniljóss í bíl eða vasaljóss í tjaldi eflir fólki þolinmæði og breytir tímaskyni til hins betra. Bók í bakpoka Þeir sem hafa bitið það í sig aö sum- arið sé sá tími sem best sé fallinn til að eyöa í fjallgöngur eöa langar göngu- ferðir yfir óbyggt land, þeir ættu ekki að láta hjá líöa að stinga erfiðri lesn- ingu í bakpokann. Þungur, erfiður texti getur ekki síður en líkamleg áreynsla kallaö fram svitann á göngu- garpinum. Og þegar landið er erfitt yfirferðar, brekkan um of á fótinn, er oft affarasælast að koma sér fyrir í góðu skjóli og grauta í heimsbók- menntunum. Áður en maður veit af hefur magnaður texti hrifið mann á braut frá brjáluðum sumarhugmynd- um um líkamsrækt ellegar landkönn- un. Maður röltir sæll og glaður í hjarta til byggða og helgar sig göfugri vísind- um en fjallganga getur talist. Bók í sólbaðinu Á sumrin heldur fólk oft kyrru fyrir langtímum saman. Menn slóra á ströndinni. Fólk hangsar viö sumarbú- staðinn, situr tímunum saman á ver- öndinni eða liggur heilu dagana í sól- baði úti undir vegg eða í skjólgóöri laut. V'ó þannig kringumstæður er nauðsynlegt að hafa bók nærhendis. Þegar maöur liggur út af og lætur sól- ina skína á sig, er upplagt aö hvolfa bók yfir sig (eða jafnvel halda á henni og lesa) og Iáta gripinn þannig halda sér niðri, og oft ekki vanþörf á í því roki sem stöðugt næðir um fósturjörð- ina. Á íslandi er og hollt að gá aö því hvaöa bókmenntir henta hverjum landshluta. Dvelji maöur á Þingvöll- um á maður vitanlega aö hvolfa Is- landsklukkunni yfir andlitiö. Á Kjalar- nesi Kjalnesingasögu. I Mosfellssveit er I túninu heima ómissandi. Á Laug- arvatni, í Haukadal og Skálholti er ágætt að kynna sér allt um gömlu Haukdælina og Skálholtsbiskupa. I Borgarfirðinum les maður Sturlungu, Guðmund Böðvarsson og Jónas Árna- son. Og þannig áfram kringum landið. Bók í hita Löng bókmenntaverk og þung eiga menn vitanlega aðlesa á löngum tíma. Það er góð regla að handfjatla bækur eins og sælgætispoka ellegar harðfisk- pakka — standa ekki á beit heldur tína í sig mola stöku sinnum. Á dögunum fréttist af pilti sem hafði sumar eftir sumar dregiö golfkylfur um golfvelli fyrir hina og þessa. I marga þessara kylfupoka, sem hann dró fyrir kylf- inga, höföu menn stungið doðranti. Einn kylfingurinn var árum saman meö „Stríð og frið” í pokanum. Þegar sá stutti varð almennilega læs og var kominn í háskóla las hann „Stríð og friö” á tæpri viku. Það sagði hann að yröi aö teljast f jórir undir pari. Hiti hefur oft slæm áhrif á bækur; ekki síður en fólk. Bækur sem úr sum- arleyfi koma eöa gleymast í sumarbú- stööum eru oft útataðar í sólolíu, grill- olíu, áfengi, gosi og sóti. Rétt eins og eigendur þeirra. Og hitinn hefur einnig annarleg áhrif á þær á annan máta: Hafi höfundurinn setið í hita og skrifað þegar bókin var aö veröa til endur- speglast sá hiti oft í textanum. Þannig er það greinilegt með suma höfunda lögreglu- eða glæpasagna að þeir hafa orðiö fyrir miklum áhrifum af veðri. George Simenon talar oft og mikiö um rigninguna í París ellegar óbærilegan hitann í þeirri sömu borg ellegar næð- inginn úti við sjóinn. Ed MacBain lýsir í hverri einustu bók sinni ísköldum dög- um í New York (sem hann kallar reyndar Isola í bókum sínum). Stund- um tekst MacBain svo vel upp við að lýsa þeirri vosbúð, sem löggur hans þurfa við að búa, að lesandanum verð- ur kalt á tánum. Þannig bók er óvar- legt að taka með sér í skíðaferðalag. Og ekki tekst honum síður upp þegar hann lýsir sumarhitanum í sömu borg. Þá liggur oft við að svitinn fari aö boga af lesandanum þar sem hann lætur fara vel um sig í eölilegum stofuhita. Svona offors í veðurfarslýsingum gengur náttúrlega of langt — og því enn mælt með hófsemdarmönnum sem skrifa hófsamlega texta — á borð við þáKanteða Heidegger. Bók til hvíldar Það er löngu vitað að ekkert jafnast á við góða bók þegar þörf er á að stansa við í dagsins önn, hvíla hugann, byrja að hugsa upp á nýtt. Það er engin þörf á að leita sálfræðings eða panta herbergi á Kleppi þótt manni viröist veröldin vera farin að hringsnúast of hratt. Það nægir að halla sér á kodd- ann með góöa lesningu. Þetta ráð er a.m.k. óhætt að gefa þeim sem þjást af vinnusemi. En þá fylgir það og með aö þeir ættu að lesa ákaflega skemmti- lega og merkilega bók eftir Rússann Goncharov. Bókin (sem er skáldsaga) heitir „Oblomov” og fjallar um mann sem getur ekki fengið sig til að gera neitt. Sagan er könnun á því hvort iðju- leysið er algjört. Og athugun á því hvort algjört iðjuleysi sé hugsanlegt. Eg man ekki eftir öðru ritverki sem hentar betur sem orlofslesning. Þegar skuggarnir lengjast Sumarið virðist oft vera ákaflega langt og ákaflega bjart. En svo tekur þaö sig skyndilega upp og er horfiö; búið, rétt eins og bók — og ekkert eftir nema minningin ein og eftirsjá vegna alls þess sem átti að framkvæma en ekki varð úr. En hvað bóklesturinn snertir er óþarfi aö burðast meö timburmenn. Olesnu doðrantarnir sem kannski finnast úti í farangursrými bílsins, vafðir innan í rakt tjaldið, á botni svefn- eða bakpokans ellegar neðst í töskunni, sem orðin er útötuö í sólarolíu — þeir hafa ekki farið neitt. Þegar skuggarnir lengjast er fátt skemmtilegra en setjast í þægilegan stól, kveikja á leslampa og byrja að fletta. Haustiö er svo sem okkar eigin- lega bókatíð. -GG V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.