Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 2
Islenska forritið sem Danir stálu: Bretar vilja bæta skaðann „Þetta er kannski þaö eina sem ég fæ út úr þessu og þetta er vissulega mjög rausnarlegt af breska fyrir- tækinu,” sagöi Guömundur Ragnar Guömundsson tölvufræöingur en hann á nú í viöræöum við Acorn- tölvufyrirtækiö út af bótum vegna forrita sem danskir aöilar stálu. DV greindi frá þessu máli fyrr i sumar. Til umræðu er að Guðmundur fái tölvubúnað frá Acorn fyrir um 200 þúsund krónur. Forsaga málsins er sú að Guömundur samdi íslenskuforrit fyrir BBC-tölvur frá Acom-fyrirtæk- inu. Til tals kom aö hann breytti þessu forriti þannig að það yrði gjaldgengt á Norðurlöndum. Var það kynnt fyrir umboösmönnum Acom í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þeir sýndu því lítinn sem engan áhuga en seinna kom i ljós að danskir aðilar höfðu fjölfaldað það og sett á markaö án vitundar Guðmundar. I síöustu viku kom starfsmaður Acom hingað til lands og átti hann meðal annars viðræður við Guömund um greiðslur fyrir þá vinnu sem hann hafði innt af hendi við samn- ingu forritsins. Vildi fyrirtækið bæta að einhverju leyti þann skaöa sem hann hafði orðið fyrir og þvo hendur sínar af málinu. Fóra einnig fram viðræður um möguleika á áframhaldandi samstarfi og benda líkur til að fyrirtækið sem Guð- mundur starfar hjá eigi eftir að selja forrit til Bretanna í f ramtíðinni. „Eg er mjög sáttur við þetta en hef hugsað mér aö reyna aö ná sam- komulagi við Danina,” sagði Guðmundur. „Maður verður engu að síður að vera tilbúinn aö fara í hart ef þær umleitanir fá engan hljóm- grunn.” -JKH. DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGUST1985. Krœsingar voru á boðstólum þegar KR opnaði hið nýja fólagsheimili á laugardaginn. Gestir kunnu vel að meta þetta og drukku á annað þúsund kaffibolla. DV-mynd P KR-ingar opna nýtt félagsheimili: Gestir drukku á ann- að þúsund kaffiboila „Þetta gekk afskaplega vel. Eg ætla aö þaö hafi komiö tvö til þrjú þúsund manns,” sagði Sveinn Jónsson, formaður Knattspyrnu- félags Reykjavíkur, en á laugardag hélt félagið KR-daginn hátíðlegan. Þennan blíðviðrisdag vígðu KR- ingar meðai annars nýtt félagsheim- ili á tveimur hæðum. Neðri hæðin verður notuð af félagsmönnum en fyrirhugað er að leigja Reykjavíkur- borg efri hæðina. Þar verður starf- rækt æskulýðsmiðstöð í svipuðum dúr og Tónabær, Þróttheimar og Fellahellir. Þarna var fjölmargt til skemmtunar. Keppt var í fiestum þeirra íþrótta sem félagiö hefur á stefnuskrá sinni auk þess sem KR- konur vora með kaffisölu. Að sögn Sveins voru drukknir á annaö þús- und kaffibollar við Kaplaskjólið á laugardaginn. .jkH. áá Mikil þátttaka var i Reykjavikurmaraþoni '85 eins og þessi mynd ber með sár. Á innfelldu myndinni má sjá einn þeirra sem kepptu i hjólastólum Reykjavíkurmaraþon ’85: SJÖ KÍLÓMETRA í HJÓLASTÓLUM Fjórar manneskjur, sem bundnar eru við hjólastóla, tóku þátt i Reykja- víkurmaraþoni ’85 i gær. Það voru Baldur Guönason, Viðar Guðnason, Edda Bergmann og Gróa Kristjáns- dóttir sem fóra sömu leið og þeir sem hlupu í skemmtiskokkinu, um 7 km. Alls voru 546 þátttakendur skráöir til keppni í Reykjavíkurmaraþoninu en það er um helmingi fleiri en í fyrra. Að sögn aðstandenda gekk öll fram- kvæmd að óskum enda veður milt. Nánari fréttir af Reykjavíkurmara- þoni ’85 eru á íþróttasíðum í opnu. -JKH. Loðdýraræktendum fjölgar iim helming á næstunni „Það kom fram þarna á fundinum aö menn eru mjög bjartsýnir á loö- dýrarækt hérlendis og mikill hugur er í mönnum enda reiknum við með mikilli fjölgun í stétt loðdýrabænda á næstu mánuöum,” sagði Jónas Jóns- son búnaðarmálastjóri í samtali viö DV. Um helgina var haldinn aöalfund- ur Sambands islenskra loðdýrarækt- enda á Hallormsstað. Var fundurinn mjög fjölmennur. Þar kom fram að 141 bóndi stundaði þessa búgrein um síöustu áramót og á þessu ári heföu 120 til viðbótar fengiö leyfi til að hefja loðdýrarækt. „Þarna vora samþvkktar nokkrar tillögur, meðal annars sú að reyna að bæta hlut þeirra sem þegar hafa komiö sér upp loðdýraræktarbúum,” sagði Jónas. „Nýverið var felldur niður söluskattur á byggingarefni til þeirra sem í ár hefja byggingafram- kvæmdir i þessu skyni. Það auöveld- ar til muna að koma sér upp slíkum búum. Þeir sem þegar hafa komið sér þeim upp nutu ekki þessara kjara og því var ákveðið að reyna að styðja við bakið á þeim. Þá var ákveöiö að halda áfram starfinu að rannsókna- áætlun í þágu loðdýraræktar, svo og aö auka þjónustu við loðdýrabændur með meiri og betri uppiýsingamiðl- un, en þegar starfa átta manns á landinu við að leiöbeina þessum bændum. Á fundinum voru þrír danskir gestir, formaður sambands danskra loðdýraræktenda, svo og framkvæmdastjóri þess og fram- kvæmdastjóri danska skinnaupp- boðsins sem er sameig narféiag sambands loðdýraræktenda. Við höfum haft samvinnu við þessa Dani en nú var ákveðið að auka þá sam- vinnu, meðal annars með því að þeir þjálfi okkar fólk. Þessi fundur var ákaflega vel heppnaður og það er greinilegt aö þessi búskapargrein er á uppleið,” sagði Jónas Jónsson. -KÞ Drögaðnýjum kennarasamtökum íburðarliðnum „Stærsta málið á fulltrúaráðs- fundinum var að í framhaldi af úr- sögninni úr BSRB voru samþykkt drög að skipulagi nýrra kennara- samtaka og ákveðið að vinna að þeim áfram,” sagöi Valgeir Gests- son, formaður Kennarasambands Islands, í samtali við DV. A föstudag og laugardag hélt fuil- trúaráöKennarasambands Islands fund, eins og sagt hefur verið frá í DV, þar sem ákveðið var að endurtaka ekki atkvæðagreiðsluna frá í maí, en þá var kosið um áframhaldandi aðild að BSRB. Þaö þýðir að um áramótin næstu veröur Kennarasambandið ekki lengur að- iliaöBSRB. „I þessum drögum að nýjum kennarasamtökum, sem fulltrúa- ráðið tók eindregiö undir, er miðað við að stofnuð verði tvö félög, ann- ars vegar félag grunnskólakennara og hins vegar félag framhalds- skólakennara. Þessi félög myndi svo með sér eitt heildarbandalag,” sagði Valgeir. — Hvenær má búast við að þetta bandalag veröi formlega stofnað? „Eg býst ekki við að það verði fyrr en á aðalþingi Kennarasam- bands tslands og Hins íslenska kennarafélags 1987.” — Hver verður ykkar staða þangaðtil? „Við munum sækja um að fá sjálfstæðan samningsrétt frá næstu áramótum og þar til nýju samtökin verða stofnuð. Við sækjum um það hjá fjármálaráðherra og höfum þegar tilkynnt honum að hann eigi von á slíku erindi frá okkur.” — En hvað um Hið íslenska kennarafélag. Það hefur ekki enn tekið afstöðu til þessara nýju sam- taka? „1 haust mun það halda fulltrúa- ráðsfund og taka afstööu til þessa. Hins vegar eru drögin að nýju sam- tökunum komin frá sameiginiegri nefnd beggja félaganna, þar sem eindregin samstaða rikir,” sagði Valgeir. Þótt úrsögnina úr BSRB og stofn- un nýrra kennarasamtaka haf í bor- ið hæst var fleira rætt á fundinum, meðal annars um kjaramál kenn- ara. Var samþykkt ályktun sem send verður forsætisráðherra, fjár- málaráðherra og menntamálaráö- herra í dag. Þar kemur fram að Kennarasambandiö varar stjórn- völd viö lélegum launakjörum kennara. Þau stofni skólastarfi og menntun í landinu í hættu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna skorar fulltrúaráö Kennarasambandsins á stjórnvöld aö bæta launakjör kennara veru- lega. -kþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.