Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 5
DV. MANUDAGUR 26. AGUST1985. 5 — f lökkugestur f rá Norðurlöndum Þeir eru ýmiss konar, gestirnir sem rekast inn á ritstjóm DV. Á fimmtudaginn geröi þessi fluga vart við sig í vinnuhópi sem var við störf í Seláshverfi. Smiður í hópnum rak skyndilega upp óp og var þá þessi stærðar fluga mætt í hópinn. Snarlega var brugðið við og skellt rafmagnsdós yfir hana og síðan fest með iimbandi. Þótti mönnum þetta giska ófrýnilegur gestur. Einn úr hópnum, Birgir Sigurjóns- son rafvirki, tjáði DV að enginn hefði oröið fyrir stungu enda var ekki svo heitt í veðri, sagði hann. Birgir kvaöst ekki hafa séö svona kvikindi áður en gat sér þess til að flugan hefði komið til landsins með timbri. Gísli Már Gíslason liffræðingur segir að þessi tegund sé algeng á Norður- löndunum og slæöist hún oft hingað með timbri. Kvendýrið stingur eggja- leiöara sinum, sem er eins og spjót aftur úr því, inn í viðinn og leynast því lirfumar þar. Trjávespan stingur hins vegar ekki i hömnd. -pá Þegar um matvæli er að ræða, gera neytendur háar kröfur og eins er um yfirvöldin. Því verður að vigta mat- væli nákvæmlega, óháð því hvort þyngdin er nokkur hundruð kíló eða brot úr grammi. Rafvogirnar frá METTLER og SAUTER (dótturfyrir tæki METTLERS) eru réttu tækin í þetta, sterkbyggðar og vel varðar gegn ryki, vatni og höggi, sýna þær þyngdina fljótt og rétt. En ná- kvæmni verður að vera meira en tal- an ein. Gæði og stöðugleiki verða einnig að vera fyrir hendi. METTL- ER og SAUTER rafvogirnar hafa upp á hvort tveggja að bjóða og það á verði sem mun koma ykkur þægi- lega á óvart. Góð og örugg þjónusta. METTLER - SAUTER. Frá míkrógrammi í 6 tonn. Einkaumboð á íslandi, SAUTER KRISTINSSON HF.f Langagerði 7,108 Reykjavík. Sími 30486. —7/Líl/ízL^jl. Maraþonsund HSÞ í Reykjahlíð: Trjávespa þessi er kvendýr. Hún er gul og svört afl lit og um 3 sm afl lengd. Vængir eru fjórir. Hún hefur ekki mitti eins og býflugur heldur er bolurinn samfelldur. DV-mvnd: S METTLER OG SAUTER RAF- VOGIRNAR NÁ TÚKUM Á ÖLLUM ÞYNGDUM. NÁKVÆMLEGA. SYNTU SAMFLEYTT í 88 KLUKKUSTUNDIR Frá Finni Baldurssyni, fréttaritara DV í Mývatnssveit: Maraþonsund HSÞ fer fram þessa dagana i sundlauginni i Reykjahlíð i Mývatnssveit. Sundið hófst sl. fimmtudag kl. 16 og átti því að ljúka í morgun. Það var Sigurður Jónsson í Ystafelli, sem oft hefur verið nefndur Sigurður Þingeyingur, sem hóf sundið og synti fyrstu 200 metrana. Hann keppti í sundi á ólympíuleikunum 1948. Næst syntu Kristján Yngvason, formaður HSÞ, og Ingibjörg Gísladótt- ir sundlaugarstjóri. Þá tóku við böm úr íþróttafélaginu Eilífi í Mývatns- sveit. Oll félög innan HSÞ munu taka þátt i sundinu og synda jafnt böm sem full- orðnir. Reiknað er með að synda í 88 klukkustundir samfleytt og synda 3— 400 kílómetra, alltaf tveir og tveir í einu. Fólki hefur verið boðið að heita ákveöinni upphæð á hvern kílómetra sem sundfólkið syndir. Féð sem safnast rennur til eflingar starfsemi Héraðssambands Suður-Þingeyinga sem stendur fyrir þessu sundi, en sambandið hefur ýmis stórverkefni á prjónunum og mun m.a. sjá um lands- mót UMFI á Húsavík árið 1987. Að öðrum ólöstuöum má telja að Egill Steingrimsson, formaður IFEI, hafi átt mestan þátt í undirbúningi maraþonsundsins en marga samhenta þarf til að undirbúa og sjá um fram- gang svona sunds. Á þessari mynd mó sjá yfir sundiaugina þar sem maraþonsundifl fór fram. DV-mynd Finnur TRJÁVESPA HÉR Á LANDI /upenlech |rábserU frábaer* tæK»»fr ^ I ■ Umboðsmenn um land allt. Póxtkröfusendingar samdægurs. bíltæki 2x8 wö«- FM^stenoM^ Verö aöein' T*nl",n*' SJÖNVARPSBÚNN Lágmúla 7 — Reyhjavík Simi 68 SS SS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.