Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 18
18 DV. MANUDAGUR 26. ÁGUST1985. skepna, — Stúdentaleikhúsið leggur nú síðustu hönd á næstu sýningu, rokk- söngleikinn Ekkó eða Guðirnir ungu „Já, viö reynum aö setja efniö þann- ig fram aö þaö lýsi dæmigerðum heimi unglinga. Leikritið er um unglinga og skrifað fyrir unglinga.” Þaö er Andrés Sigurvinsson leikstjóri sem er aö segja frá næsta verkefni Stúdentaleikhúss- ins. Það er rokksöngleikur eftir Claes Andersson sem á íslensku hefur fengið heitiö Ekkó eöa Guðirnir ungu. Þýö- andi er Ölafur Haukur Símonarson er Ragnhildur Gísladóttir, fyrrverandi Grýla, frumsemur tónlistina. I leikritinu er fjallað um unglinginn og umhverfi hans. Þar er sagt frá sam- skiptum hans viö hitt kynið, viö for- eldrana, skólann og vinina. Umgjörö verksins er klíkan og samskipti ungl- inganna innan hennar. Vandamálaleikrit? „1 þessu verki er ekki aö finna lausn- ir á unglingavandamálinu margum- talaöa. Viö reynum aö draga upp myndir af mismunandi aöstæðum unglinganna sem þarna koma fram en látum áhorfendur um aö vinna úr myndunum,” sagöi leikstjórinn um boöskap verksins. „Menn meö ríka skipulagsgáfu mundu auövitaö skipa þessu í flokk vandamálaleikrita. Það er að vissu leyti rétt. Viö fjöllum um vanda unglingsins í heimi hinna full- orönu. Á sviöinu eru þeir fullorönu túlkaðir með brúðum til aö undirstrika skilin á milli þessara tveggja heima. Raddir þeirra hljóma eins og guö Gamla testamentisins: Þú skalt ekki gera þetta og ekki hitt. Aö ööru leyti er þér guðvelkomið aö gera þaö sem þú vilt.” Aldnar brúður — ungir leikarar Nokkrir gamalreyndir leikarar leggja brúöunum til raddir. Þau eru Steindór Hjörleifsson, Sigurveig Jóns- dóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Rúrik Haraldsson og Karl Guðmunds- son. Að ööru leyti er allur leikur í hönd- um meðlima Stúdentaleikhússins. Klíkan, sem allt sýst um, er leikin af Ara Matthíassyni, Berki Baldvinssyni, Guðmundi Karli Friöjónssyni, Örnu Valsdóttur, Ásu Valsdóttur, Astu Arnardóttur, Höllu Helgadóttur, Stefáni Jónssyni, Svanborgu Einars- dóttur, Einari Gunnlaugssyni, Önnu E. Borg og Soffíu Karlsdóttur. „Þaö sem við sjáum á sviöinu er klíkan og vandi hennar,” segir Andrés. „Annars vegar þessi innanflokks krytur sem rekja má til mismunandi sjálfsvitundar félaganna. Sjálfsvitund- in mótast aftur af áhugamálum og til- ætlunarsemi foreldranna. Áherslan í verkinu beinist einkum aö Narsa og Ekkó. Samband þeirra hefur tragísk- an blæ og gerir þaö aö verkum aö á endanum splundrast klíkan í frum- parta sína. Hins vegar eru þaö freistingarnar sem klíkan og einstakir meölimir hennar lenda í og hvernig þeir vinna mismunandi úr þeim. Þar er vikið að eiturlyfjum og brennivíni og hvernig sumir fara verr út úr því en aðrir.” Mál unglinga Nú er þetta verk flutt á máli ung- linga, eins og aö líkum lætur. Þannig máli hættir til aö veröa tilgeröarlegt þegar búiö er aö festa þaö á blaö og færa upp á sviö. Hvernig er hægt aö komast hjá þessum vanda? „Þýöandinn tók þann pól í hæðina að hafa málið sem eðlilegast. Viö höfum reynt í lengstu lög aö forðast aö fara aö leika unglingana eins og þeir eru séöir af fullorðnum. Viö reynum aö nálgast þá eins og venjulegar manneskjur. Þaö eru geröar óhemju kröfur til ungl- inga sem hvorki eru börn né fullórönir. Þeirra skoöanir eru oftar en ekki van- metnar. Svona verk fellur um sjálft sig ef far- iö er að gera grín aö unglingunum. Viö höfuni haft krakka á æfingum ng þau hafa séö sig og vini sína á sviðinu. Sama er að segja um okkur sem vinnum aö þessu. Okkur bregður fyrir þarna á ýmsum skeiöum. Ég held að það hjálpi viö túlkun á þessu verki aö leikararnir eru lítiö eldri en ungling- arnir sem þau leika. Upphaflega var ætlunin aö manna verkið meö yngri leikurum, lærðum. Þaö reyndist ekki hægt, m.a. af fjárhagsástæðum. Þessir krakkar sem nú koma fram hafa öll leikið áöur. Sami kjarninn hefur fylgt Stúdentaleikhúsinu frá byrjun. Á þeim tíma höfum við sett upp um 40 • Moð draumana í bók. Ásta Arnardóttir i hlutvarki Afró. DV-myndir KAE. verkefni. Þau hafa mikinn metnaö og eru tilbúinn aö leggja sig fram. ” Auk leikaranna verður heii hljom- sveit á sviöinu. Hún er skipuö þeim Margréti örnólfsdóttur, Ágústi Karls- syni, Halldóri I.árussyni og Jóni Stein- þórssyni. Þau hafa áöur getiö sér gott orð með hljómsveitunum „Oxsmá” og „Meönöktum”. Unglingar á ári æskunnar Þetta verkefni Stúdentaleikhússins veröur feröasýning. Strax aö lokinni frumsýningu í Tónabæ á þriðjudags- kvöldið veröur lagt upp í leikför hring- inn í kringum landiö. Hefst hún á Akra- nesi miðvikudaginn 28. ágúst og lýkur á I.augarvatni þann 27. september. I október og nóvember verður fariö í styttri leikferöir um lielgar en verkiö sýnt í Tónabæ í miðri viku. Þaö er álit aöstandenda Stúdentaleik- hússins aö unglingar séu sá hópur ásamt börnum og þroskaheftum sem leikhúsin sinna hvaö minnst. Á þetta er vert aö minna á ári æskunnar. Þetta á sérstaklega viö um unglinga úti á landsbyggðinni. Stúdentaleikhúsiö ætlar meö þessu verki aö leggja sitt af inörkum viö aö bæta þar úr. G.K. • Hvalstöðin i Hvalfirði hefur löngum þótt forvitnilegur staður að skoða — yfir vertíðina hópast þangað þúsundir ferðamanna. Kannski gefst mönnum einhvern tíma kostur ó að skoða þessi stóru spendýr við eðlilegri aðstæður en þessi mynd sýnir. Ferðamenn á hvalaslóð Grænfriöungar stungu upp á því á fundi í Reykjavík um daginn aö Is- lendingar skipulegöu bátsferöir meö feröamenn á hvalaslóö til aö sýna fólki þessi merkilegu dýr — og skjóta á þá úr myndavélum fremur en skutulbyssum. Meö því móti, sögöu grænfriöungar, væri hægt aö hafa tekjur af hvölum — m.a. til að kosta vísindalegar rannsóknir á stærsta spendýri jarðarinnar. Noröan viö Boston á austurströnd N-Ameríku gefst ferðafólki færi á aö fara í slíkar hvalaskoöunarferöir. A þessum slóöum eru auöug fiskimið skammt undan landi og þangaö sækja hvalir í ætisleit. Hvalirnir koma noröur ineö ströndinni úr því hlýja Karíbahafi — og hitta þá oft fjöldann allan af ferðamönnum sem siglt er út til móts viö þá í litlum bát- um eða ferjum. Fyrirtækið sem ann- ast þessar skoöunarferðir notar einn- ig flugvélar. Fólk getur keypt sér far meö lítilli rellu sem sveimar um stund lágt yfir hvalavöðunum og myndavélarnar smella og suöa. Þeir sem hafa séð til hvala í sjón- um segja aö sú sjón sé sannarlega eftirminnileg og skemmtileg — öruggasta aöferð í heimi til aö kom- astígottskap. Oýr skemmtun En hvalaskoðun er dýr skemmtun. Og vestur viö Boston er hún möguleg þar eö dýrin eru skammt undan landi. Viö spuröum Sigurö G. Njáls- son, skipstjóra á Hval 9, hvort hann teldi mögulegt aö stíma meö ferða- fólk út á miðin til að sýna því þess- ar skepnur sem svo heitt er rifist um þessa dagana? „Þaö yröi dýrt,” sagöi Sigurður. „Olían á bátinn kostar 100—150 þús. kr. á sólarhring. Það yröi aö nota einhvern veginn öðruvísi skip en hvalbátana. Kannski væri hægt aö gera þetta meö því aö fara út á fleytu sem væri ódýr í rekstri — kannski seglskipi, og vera á miðunum í tvær eöa þijár vikur. En einnig þaö yröi dýrt. Hér viö land erum við vitanlega háöari veöri og vindum en þeir vestra — og þurfum að fara lengra út.” — Er nóg af hvölum í sjónum til aö skoða? „Já. Þeir eru oft tugum sa nan, kannski 60 eða jafnvel 100 saman í hóp. Þeir viröast helst hópast saman á haustin þegar þeir eru aö búa sig undir aö fara eitthvaö suður. Það er aigengt líka aö sjá tvö dýr eða þrjú í samflotL” Kannski einhverjir reyni að efna til hvalaskoðunar úr lofti — setja sig í samband við hvalveiöimenn og æöa svo í loftiö þegar skyggni er gott og fréttist af hvalavööu. En það virðist ljóst, aö kostnaöur viö hvalaskoðun gæti oröiö í réttu hlutfalli viö stærö þessara skepna — rosalegur! -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.