Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Qupperneq 22
22 DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGUST 1985. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Heimsmet í lyftingum — á HM í Svíþjóð Búlgarinn Main Suleimanov setti nýtt heimsmet í fyrsta keppnisflokkn- um, 60 kg, á helmsmeistaramótinu í lyflingum i Södertalje í Svfþjóð á laugardag. Snaraði 143 kg. Það var í aukatllraun en í keppninni hafði hann jafnað heimsmetið, 142,5 kg. Átti það sjálfur. Orsiit: 1. Maim Suleimanov, Búi. 322,5 2. Yurik Sarakisia, Sovét. 307,5 3. Andrea Letz, A-Þýskal. 292,5 4. Daniel Munez, Kúbu 282,5 5. Jan Wan Chang, N-K6reu 277,5 6. Dorel Matess, Rúmeniu 272 Sigurður Einarsson. Siggi stór- bætti sig „Ég er mjög ánægður með þennan árangur, ég bætti árangur minn mjög og átti annað kast lengra en ég átti best áður,” sagði Sigurður Einarsson, Ármanni, eftir að hann sigraði í spjót- kasti í Innsbruck í síðustu viku. Kastaði lengst 87,80 m, var góðum tiu metrum á undan næsta manni. Sigurð- ur kastaði einnig 82,92 m á mótinu í Áusturríki. Nær logn var þegar keppn- in fór fram. Sigurður hefur keppt talsvert erlend- is að undanförnu, kastaði m.a. 82,28 m á móti í Finnlandi. Samkvæmt árangri í spjótkasti undanfarin ár ætti Sigurð- ur að vera í 20.—25. sæti í ár heimsafrekaskránni. hsim. Einar Vilhjálmsson. Einar nú í áttunda sæti Spjótkastararnir eru alltaf að bæta sig og Einar Vilhjálmsson er nú i áttunda sæti hvað besta heimsárangur í ár snertir. Tíu bestu eru: 96,90 — Uwe Hohn, A-Þýskalandi 95,10 — Brian Crouser, USA 94,04 — Duncan Atwood, USA 93.70 — Viktor Jevsjukov, Sovét 92,94 — Zdanek Adamec, Tékk. 92,42 — Dumitru Negoiti, Rúmeniu 92,20 — Dag Wennlund, Svíþjóð 91,84 — Einar Vilhjálmsson, Isl. 91.70 — Bob Rogghy, USA 91,56 — Tom Petranoff, USA -hsim. Breiðablik er nú eitt á toppnum í 2. deild Virðist líklegt til að komast upp í 1. deild á ný eftir 2:0 sigur á KS Said Aouita á nú heimsmetin i 1500 og5000m. Heimsmet Aouita — í 1500 m hlaupi Stórhlauparinn Said Aouita frá Marokkó setti heimsmet i 1500 m hlaupi á móti i Vestur-Berlín á föstudagskvöld. Hljóp vega- lengdina á 3:29,45 min. og bætti nokkurra vikna gamalt heimsmet Steve Cram. Það var 3:29,67 min., sett í Nice, og þá var Aouita sekúndubroti á eftlr. 1 hlaupinu i Berlin hélt Volker Blumenthal uppi hraðanum fyrstu 800 m. Hljóp á 1:53,50 mín. Þá tók Frank O’Mara, írlandi, við og hljóp þriðja hringinn á 55 sek. Aouita geystist siðan fram úr og setti heimsmetið. Frægir hlauparar, eins og Sydney Maree, USA, og Pierre Deieze, Sviss, komu i mark 25—30 m á eftir honum á 3:32,90 og 3:33,04 min. -hsim. Breiðabiik skaust í toppsætí 2. deildarinnar á laugardaginn er liðið vann tilþrifalítiiin sigur á KS á Kópa- vogsvelUnum, 2—0, eftir að jafnt hafði verið í hálfleik, 0—0. Strax á 3. mínútu leiksins fékk Jón Þór Jónsson gott færi fyrir Breiðablik en skalii hans af stuttu færi fór rétt framhjá. Jón Þór þessi átti eftir að koma meira við sögu en Jón er marka- hæsti maður Blikanna og hefur verið mjög markheppinn í sumar. Nóg um það. Liðin skiptust á aö sækja. Blika- markvörðurinn Sveinn Skúlason þurfti að taka á honum stóra sinum til að verja skot Harðar Júlíussonar og stuttu seinna fór Siglfirðingurinn Oli Agnarsson illa með upplagt færi, skaut framhjá frá markteig. Jón þáttur Þórs hófst síðan á 6. minútu seinni hálfleiksins er hann skoraöi fyrsta mark leiksins fyrir Blikana. Hann fékk þá boltann eftir þóf í vítateignum og skallaði boltann í netið. Á 33. mínútu var þessi mark- heppni piltur síðan aftur á ferð er hann náði að skalla boltann í net KS-inga eftir langt innkast. Jón Þór fékk síöan vítaspyrnu til að gera þriðja mark sitt í leiknum en þar brást honum bogalistin og markvörður KS, Gísli Sigurðsson, náðiaðverja. Þrir Blikar voru spjaldaöir gulu í leiknum. Það voru þeir Gunnar Gylfa- son, Hákon Gunnarsson og Heiðar Heiðarsson. Gunnar Gylfason, Jón Þór og Jóhann Grétarsson áttu allir mjög góðan leik fyrir Kópavogsliöiö. Liðið hlýtur að vera mjög sigurstranglegt í deildinni og mikið má ske eigi liöinu ekki að takast aö endurvinna sæti sitt í 1. deildinni. Liðið á eftir að leika við Skallagrím og Völsung á útivelli og Fylki á heimavelli. Lið KS var mjög jafnt í þessum leik. Enginn leikmanna liðsins skar sig úr heildinni. -fros. Endurkoma Skúla hafði góð áhrif — N jarðvík vann sinn stærsta sigur f deildinni í ár er liðið sigraði Skallagnm 3:0 á laugardaginn Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttaritara DV á Suðurnesjum: Njarðvíkingar mjökuðu sér heldur lengra frá botnliðum 2. deUdarinnar er Uðið vann góðan sigur á Skallagrimi frá Borgarnesi á laugardaginn, 3—0. Það var auðséð á leik Njarðvíkinga að þeir höfðu endurheimt Skúla Rósants- son. SkúU var maðurinn á bak við flest- ar sóknarlotur Uðsins sem skoraði sina fyrstu þrennu í deUdinni í ár. Fyrirliggjandi í birgðastöð PRÓFÍL- PÍPUR DIN 2395 - A/59411 □ [ ] □ □□ Fjölmargir sverleikar. Lengd 6 m. SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Njarðvíkingar léku undan golu í fyrri hálfleiknum og voru heldur betra liðið. Á níundu mínútu náði liðið forystunni með óvæntu marki. Guðmundur Sighvatsson miðvörður hafði þá brugðið sér í sóknina. Hann fékk knöttinn í vítateig Borgnesinga og skaut að markinu, boltinn stefndi á stöngina en fór í Hauk Jóhannsson og breytti um stefnu og hafnaði í mark- neti Skallagríms. Guömundur var síðar í hálfleiknum miðpunktur sóknaraðgerða er hann átti hörkuskot í stöng. En aöeins eitt mark skildi að í hálfleik. Njarðvíkurmark númer tvö kom á 20. mínútu seinni hálfleiksins er Haukur Jóhannsson fékk sendingu inn fyrir vömina og skoraði framhjá Bjarka Þorsteinssyni markverði Skallagrims. Þórður Karlsson átti síðan allan veg og vanda af þriðja markinu er hann fékk boltann rétt utan vítateigs og lyfti honum fallega yfir Bjarka og í marknet Borgnesinga. Liðunum tókst að skapa sér fleiri færi í leiknum en inn fór boitinn ekki. Skúli Rósantsson var sem vítamín- sprauta á Njarðvíkurliðið. Hann reyndist iðinn við að stöðva sóknar- lotur Skallagríms auk þess sem hann Evrópumet í bringusundi Italski sundmaðurinn Gianni Minervinf setti Evrópumet í 100 m bringusundi á ítalska meistaramótinu í síðustu viku. Synti á 1:02,61 min. Hann er 19 ára og býr í Róm. Bætti Evrópumet Dimitri Volkov, Sovét- ríkjunum, um 2/10 úr sekúndu. -hsim. var sífellt að byggja upp spil fyrir lið sitt. Þess má geta að Skúli lék fyrir tveimur árum með IBK í 1. deild. Hann skipti yfir í Njarðvíkurliðið í fyrra en hefur lítið getað leikið með liðinu vegna meiðsla. Annars var liö Njarðvíkinga heiisteypt. Vömin lék mjög vel og virtist Borgnesingum erfitt að komast í gegnum hana. Auk Skúla áttu þeir Þórður Karlsson og Haukur Bragason góðan dag. Olafur Helgason lék vel í liöi Skalla- gríms en auk hans sýndi hinn leikni Bjöm Axelsson góð tilþrif. Magnús Jónatansson dæmdi leikinn mjög vel. Bjöm Axelsson fékk að sjá eina spjald leiksins og var það gult á litinn. -fros. STAÐAN 2. DEILD Úrsiit í leikjunum í 2. deild á laugar- dag urðu þessi: Isafjörður-Vestmanneyjar 2—2 Njarðvík-Skallagrímur 3—0 Breiðablik-KS 2-0 Leiftur-KA 1—í Völsungur-Fylkir frestað Staðan er nú þannig: Breiðablik IBV KA KS Völsungur tsafjörður Njarðvík Skallagrímur Fylkir Lelftur 15 9 4 15 8 6 14 8 3 15 7 3 14 5 3 15 3 7 15 4 4 15 4 4 14 3 3 15 2 3 28—13 31 37—13 30 28—13 27 21— 19 24 22— 22 18 14—21 16 10-17 16 19—34 16 12—18 12 10—31 9 -hsim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.