Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Síða 2
54 DV. LAUGARD AGUR 7. DESEMBER1985. Leikfimi nauðsynleg- ogarðbær IsTu eru þeir búnir að sanna það vísindalega: Það borgar sig að stunda líkamsrækt af einhverju tagi. Það voru sænskir vísindamenn sem fylgdust gaumgæfilega með tveimur hópum karla og kvenna sem komust að þessari niðurstöðu. I fyrsta lagi fundu þeir út að eftir að hafa stundað leikfimi í 45 mínútur tvisvar í viku í tvö ár leið þeim leikfimihópi marg- falt betur heldur en sams konar hópi sem enga leikfimi hafði stundað. Og það sem meira var: Leikfimihópurinn hafði að meðaltali ekki nema 5,4 daga fjarvistir frá vinnu sinni en hinir sem enga leikfimi stunduðu voru að meðaltali veikir í 19 daga. Miðað var við heilt ár. Það voru 47 manns sem tóku þátt í þessari tilraun, 26 konur og 21 karl. Þau voru á aldrinum 18 til 50 ára, meðalaldur 31,5 ár. 18 í hópnum reyktu eða notuðu neftóbak. 10 voru bindindismenn á áfengi. Meðalaldur kvennanna í leikfími- hópnum var 29 ár. Þær voru fjarver- andi í 6,5 daga allan timann sem tilraunin stóð. Meðalaldur karlanna var 34 ár. Þeir voru fjarverandi í 4,4 daga. Skýringin á því að konurnar voru lengur frá vinnu en karlamir er sú m.a. að ein þeirra handleggs- brotnaði í umferðarslysi meðan á athuguninni stóð. Breiðsíðunefndir, tekur að sjálf- sögðu enga afstöðu í þessu máli - en hefur pantað sér tíma í heilsuræktar- st.öð hér í borg. Þreytirþig fundarseta? Nú eru framtakssamir menn i Bandaríkjunum farnir að selja „falskt" leitartæki. Þetta tæki er gott að hafa í vasanum þegar maður þarf að dúsa á löngum fundum sem maður nennir ekki að vera á. Þetta er auðvitað smáskrípi sem pípir á fyrirfram ákveðnum tíma, rétt eins og vekjaraklukka, og selst sem heitar lummur vestra. Sagt er að það hafi verið stjórnandi Omega Contract Design í Kalifomíu sem fékk hugmyndina. Hann sat í kirkju og langaði svo út að fiska en gat sig ekki hrært. Setunautur hans í kirkjunni gat hins vegar farið út þar eð leitartæki hans byrjaði að pípa. I auglýsingum segir að „falska“ leitartækið losi mann ekki bara út af fundum heldur sé það upplagt til að hafa áhrif á gagnstæða kynið. 13.400 tæki hafa selst síðan í ágúst. Qfrfldr Rússar Þjóðfélagsskipan þeirra í Sovétinu virðist ekki koma í veg fyrir að ein- hverjir þar eystra geti orðið auðugir. Og nú hefur Flokkurinn ákveðið að gera eitthvað í því máli. Þeir sem eru ríkir verða nefnilega þegar í stað grunsamlegir því að í Rússíá er það eins og hér að hæpið telst að heiðar- legir launamenn og skattgreiðendur verði auðugir af sinni iðju. Ætlunin er að byrja á erfðaskattin- um. Sérfræðingur nokkur hefur sagt í Prövdugrein að ótækt sé að sumir æskumenn fái hagstæðari byrjun á lífsleiðinni með því að erfa vel stæða foreldra. Flestir erfi hins vegar ekk- ert og þurfi síðan að olnboga sig áfram gegnum lífið upp á eigin spýt- ur. Og upp er risin deila í Sovét um réttmæti þess að foreldrar líti til með börnum sínum - hjálpi þeim af stað. Sérfræðingurinn segir að erfðamál séu hin verstu mál þvi að jafnvel svokallaðir „svartir peningar" verði „hvítir“ þegar einhver erfir þá. Já. Nefndinni er fullkunnugt um það að efnahagsmálin í Sovét eru í steik - eins og víðar. Elstaatvinnu- greiiiináuridir höggaðsækja Stelpumar á Rue St. Dems í París halda þvi fram að sagan standi með Sjálfsölukona á Rue St. Denis. þeim. Þær stunda atvinnu sem átt hefur sér griðastað í sömu París- argötunni síðan á dögum Karla- magnúsar. Sagt er að orðið „bordel" (vændishús) sé dregið af því að fyrr- um hafi þær stundað atvinnu sína í kofagörmum, gerðum úr borðum. Á þrettándu öld lifði sérgrein þeirra af árás sem Loðvík níundi stóð fyrir. Sömuleiðis komust þær klakklaust gegnum frönsku byltinguna. Sökum þessarar glæstu fortíðar trúa skyndikonurnar á St. Denis því að þær muni standast nýjustu árás- ina. Það er borgarstjórinn í „öðru arrondissementinu" - þ.e. hverfinu sem St. Denis er í - sem stendur fyrir árásinni. Hann heitir Alain Dumait. Umráðasvæði hans er svæðið kring- um „Hallana". Og hann vill einfald- lega að stelpurnar hypji sig. Hann byrjaði að angra þær í fyrra- vor. Hann lokaði húsdyrum þeirra, meinaði þeim aðgang að vinnustöð- um ásamt viðskiptavinum á þeirri forsendu að lög væru gegn því að fólk lifði á „siðlausum tekjum". Skækjurnar fóru þá í mótmælagöngu og héldu því fram að athæfi borgar- stjórans væri lögleysa. Þá fór borgarstjóri á stjá og spurði íbúana við Rue St. Denis spumingar sem fól svarið eða æskilegt svar í sér: „Angra þig þau óþægindi sem af vændi og klámverslun stafa hér í hverfinu?" íbúarnir áttu bara að svara með „oui“ eða „non“. í síðustu viku lá útkoman úr skoð- anakönnuninni fyrir: 1.618 svöruðu, 91,2% sögðu já. Þeir sem höfðu ekkert að athuga við vændi og klám í hverfinu sögðu sumir: „Ef þú kýst að búa hér þá veistu að hverju þú gengur." Útkoman úr skoðanakönnuninni varð vatn á myllu borgarstjórans. „Ég er enginn siðgæðispostuli," sagði hann. „Fólk má selja líkama sína ef því sýnist. Það er viðurkennd- ur réttur hvers og eins. En sú starf- semi á ekki að þurfa að leiða vand- ræði yfir aðra. Það er tíu sinnum fleira fólk á ferli í Rue St. Denis klukkan þrjú að morgni heldur en klukkan þrjú síðdegis.“ Aðrir borgarstjórar í París eru ekki sérlega hrifnir af þessari herferð hans gegn skyndikonum. Þeir vilja nefnilega ekki að þær flýi á náðir annarra hverfa með starfsemi sína. I kjölfar þeirra fylgja nefnilega ótal klámverslanir og gægjusýningar - jafnvel skyndibitastaðirnir í St. Denis selja „ástarborgara". „Ríkið sjálft er stærsti melludólg- urinn í þessu landi,“ sagði ein gleði- konan sem sagðist reyndar handviss um að þær stöllur á Rue St. Denis myndu brjóta á bak aftur þessa árás á einkaframtakið. „Við munum rísa upp sem sigurvegarar.“ Breiðsiðunefndin tekur ekki af- stöðu í þessari deilu í París - en bendir á að þótt kátínukonur falli stundum á bakið þá risa þær jafn- harðan upp aftur og snúa sér að næstu fangbrögðum. , ,MIÐ JUVETTLIN G AR£ 1OGBLEYJU- TANGIR MEÐ KLEMMU - undarlegir gjafaöskjum Þeir eiga ekki langan starfsferil að baki. Fortíð þeirra á hinum almenna vinnumarkaði iiggur í Blómavali og Álafossi en nú ætla þeir að reyna að standa á eigin fótum, nota eigið hugmyndaflug og stefna að því að verða milljóna- mæríngar áður en langt um líður. Sama gamla sagan. „Annars yrðum við ánægðir ef okkur tækist að láta þessa fram- leiðslu standa undir sér þannig að hægt væri að halda áfram á sömu braut á nýju ári,“ sögðu þeir Guð- bergur ísleifsson og Örn Smári Gíslason, stofnendur og forstjórar fyrirtækisins „Merkilegt“ sem haf- ið hefur framleiðslu á furðulegum gjafavörum í smáöskjum sem eru einkar hentugar til tækifærisgjafa. Sérstaklega fyrir þá sem alltaf lenda í vandræðum þegar þeir neyðast til að gefa einhverjum gjöf. „Við erum með 7 afbrigði í fram- leiðslu,“ sögðu forstjórarnir i sam- tali við DV. „Fyrst er að nefna eymatappa fyrir þá sem eiga há- væra konu eða of mörg börn. Þá er það nefborinn sem hægt er að þrýsta upp í heila ef engin fyrir- staða er. Bleyjutangir með nef- klemmu eru ætlaðar nýbökuðum hlutir í feðrum sem ekki kunna tökin við að skipta á börnum sínum og óar við lyktinni. Nýstárlegar eyrna- hlífar hafa verið vinsælar, þær eru eins og sckkar sem smeygt er upþ á eyrun og úr svipuðu efni og trimmgallar. Salernisspilið er einn- ig vinsælt; skotskifa sem látin er falla ofan í salernisskálina og síðan miða herramennirnir í miðjuna. Að lokum má svo geta miðjuvettl- ings, en það er draumur hverrar rjúpnasksyttu,“ sögðu forstjórarn- ir og glottu. Þeir gleymdu þó að minnast á sjöundu framleiðslugerðina en utan á þeirri öskju stendur ein- faldlega: „Ég hafði ekki efni á dýrri gjöf handa þér svo ég ákvað að búa bara eitthvað til“. Velsæmisins vegna getum við ekki upplýst hvað getur að líta þegar sú askja er opnuð. „Við stefnum að því að bæta við einni og einni öskju eftir því sem hugmyndir leyfa. Annars er fram- tíðin viðskiptaleyndarmál," sögðu forstjóramir í „Merkilegt", þeir Guðbergur ísleifsson og Örn Smári Gíslason. EIR. kfyptíh, ÍlPiíU SV/ ' ■ yö'»sr, é9 ákvaó ' ettthvað Guðbergur og örn Smári, forstjórar fyrirtækisins „Merkilegt": - Mælum sérstaklega með Draumi ijúpnaskyttunnar. DV-myndir KÁ i Litlu gjafaöskjurnar með stóru leyndarmálunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.