Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 57 Hjalti Jón Sveinsson skrifarfrá Þýskalandi ökufæri hef ég síðustu morgna verið helmingi lengur á leiðinni í skólann en endranær vegna þess hve hægt umferðin gengur. Ökumenn gera sér einfaldlega grein fyrir því að það er kominn vetur og að hálka getur hvarvetna leynst þó svo að allt líti vel út á yfirborðinu. Ég var lengi að venjast hinni takmarkalausu þolin- mæði og tillitssemi í umferðinni hér í Siegen. - Þó svo allir séu jafnmikið að flýta sér til vinnu á morgnana er eins og þeir hafi samt nægan tíma. Hér þarf maður t.d. að bíða lon og don eftir grænu ljósi og við liggur að umferðarvitar séu á hverju götu- homi. Aldrei heyrist þó flautað og framúrakstur þekkist varla. Þar sem tvær akreinar eru nota ökumenn þá vinstri því aðeins að þeir séu þess fullvissir að aka hraðar en þeir á hinni hægri. - Frumskógalögmál, t.d. Miklubrautarinnar í Reykjavík, er hér ekki í gildi. Það er líka aðdáun- arvert hve tillitssemi samferðafólks- ins er mikil þegar einhver þarf t.d. að komast úr bílastæði og inn á mikla umferðargötu. Um leið og þú gefur stefnuljós og gerir þig líklegan til að komast í röðina stöðvar ein- hver og gefur þér færi á að komast inn í. Af þessu getur ökumaður á borð við mig, alinn upp á götum Reykjavíkur, mikið lært. - En snúum okkur að þýsku hrað- brautunum eða „átóbönunum“ svo- kölluðu. Ævintýri á „átóbönum“ Mér varð um og ó þegar ég loksins vogaði mér út á þýska hraðbraut í fyrsta sinn - þar sem óheimilt er að aka hægar en sem nemur 80 km á klst. og engar reglur gilda um há- markshraða. Fyrst í stað þorði ég alls ekki að fara hraðar en á 100 km/klst. Þegar ég var orðinn því vanur vissi ég ekki fyrr en meðal- hraðinn var korninn í 120. Nú orðið þykir mér sjálfsagt að aka á 140 ef aðstæður eru góðar, ég verð að við- urkenna að mér þykir það skrambi skemmtilegt. Hraðar þori ég helst ekki að aka því óneitanlega skýtur þeirri hugsun oft upp í huga mér hvað gerast myndi ef t.d. spryngi á framhjólbarða. - En þó svo að mér finnist ég vera á ógnarhraða, allt að því lífshættulegum, kemur það A ferð um saltborin stræti og dauðvona skóga Allir fá sitt tækifæri á götunum í Eiserfeld. Hér bregður lúðrasveitin fyrir sig betri fætinum nokkrum dögum áður en fór að snjóa. Á fyrsta sunnudegi í aðventu 1985. Jæja, þá er farið að snjóa um gerv- allt Þýskaland og landsmenn ekki par ánægðir með hve vetur konungur er snemma á ferðinni að þessu sinni. Þeim er enn í fersku minni veturinn í fyrra sem nærri tókst að frysta hér allt í hel. Mannlífið er þegar farið að bera keim af hinni köldu árstíð, allir eru kappklæddir, börnin í snjókasti eða rennandi sér á sleðum - og ekki spyr maður að snyrtimennskunni. - Hver einasti húseigandi er í því að hreinsa snjóinn af gangstéttinni fyrir framan hjá sér og ekki sést heldur snjókorn fyrir framan verslanir og þjónustu- fyrirtæki. Þetta finnst mér alveg til fyrirmyndar vitandi það að heima í Reykjavík komast fótgangandi veg- farendur helst ekki leiðar sinnar í tíð sem þessari nema skríðandi á fjórum fótum. ósjaldan fyrir að fram hjá mér bruni bílar á enn meiri hraða og hverfi á andartaki út í buskann. Sumum ökumönnum finnst þeir ekkert kom- ast áfram nema á 160-180 km/klst. Aðstæðurnar bjóða sannarlega upp á hraðakstur, akreinarnar eru ávallt tvær í hvora átt og stundum þrjár. Sú regla er því undantekningalaust í hávegum höfð að þú vogir þér ekki út á vinstri akrein nema að þú ætlir þér að aka fram úr. Um leið og því er lokið verður þú að flýta þér aftur yfir á þá hægri enda er óðara kominn bíll í rassinn á þér. Jákvæðu hliðar hraðakstursins eru tvær. Annars vegar sú að unnt er að komast leiðar sinnar á ótrúlega skömmum tíma. Hins vegar verð ég að viðurkenna að mér finnst afar skemmtilegt að eiga þess kost að aka eins hratt og mér sýnist, einkum þegar bíllinn er kraftmikill og vel búinn. Ég velti því samt oft fyrir mér hvort þessi rök séu ekki léttvæg þegar litið er á neikvæðu hliðar málsins, sem eru mengun og slysa- hætta. - Dauðaslys eru daglegt brauð á hraðbrautunum hér og algengt er að 5-6 manns láti lífið í einu og sama tilvikinu þvi oft lenda margir bílar í sömu súpunni. Við þetta bætist síðan mikill fjöldi þeirra sem slasast meira eða minna. Þýsku skógarnir eru að deyja af völdum mengunar og drjúgan hluta hennar má rekja til bílaumferðarinn- ar. - Sannað hefur verið að útblástur eiturefna frá bifreiðum er því meiri sem ekið er hraðar. Hraðatakmarkanir? Þýskaland mun vera eina landið í Evrópu sem ekki hefur þegar komið á hraðatakmörkunum á „átóbön- um“. Hraðanum hafa þá verið sett takmörk fyrst og fremst vegna slysa- hættu. Hér er því þó þannig varið að til stóð að miða hámarkshraðann við 100 km/klst. í því augnamiði að sporna við dauða skóganna. Það er eins og hinn þátturinn hafi algjör- lega gleymst. Síðastliðna 10 mánuði fór fram vísindaleg rannsókn í því skyni að komast að því hvort meng- unin yrði minni ef ekið væri undir 100 km/klst. Niðurstöðumar voru •birtar fyrir skömmu og í ljós kom að svo mun vera. Stjómmálamönnum þótti þó ekki næg ástæða til þess að koma á hraðatakmörkunum á þeim forsendum að þeir töldu ráðlegra að láta tæknina um að minnka útblást- urinn - komið yrði fyrir hreinsunar- búnaði í hverri bifreið. Þeim er kannski vorkunn þvi bif- reiðaframleiðendur hér í Þýskalandi eru áhrifamiklir og hafa löngum lagt áherslu á að framleiða hraðskreiða bíla eins og Benz, BMW og Porche. Furðulegt þykir mér að varla hefur enn verið minnst á það hvaða áhrif hraðatakmarkanir gætu haft á slysa- tíðnina. Friður og tiilitssemi í umferðinni Bæjarstarfsmenn em einnig mjög iðnir við snjómoksturinn og að strá salti og sandi á götur og stræti. Fram að þessu hefur það ekki komið að sök að hafa ekki enn haft efni á því að kaupa vetrarhjólbarða undir bílinn. Ber að þakka það að farartæki mitt er framhjóladrifið og að göturnar eru yfirleitt snjólausar sakir árvekni bæjaryfirvalda. En þrátt fyrir gott Taktu meóí rúmi Litli ljósálfurinn slær birtu á næturlífið. Elskan við hliðina svífur ótrufluð á vit ljúfra drauma. Á með- an festir þú litla ljósálfinn á bókina góðu. Þín bíður langur næturlestur í frá- bærum félagsskap. Litli ljósálfurinn kemur víðar að góðum notum. Hvert sem leið liggur. hafðu þennan upplýsta félaga með í för. Litli ljós- álfurinn getur líka notast við raíLilöður og þannig varpað ljósi sínu — hvar sem er. Þú færð í HILDU. Borgartuni 22. Einnig getur þú hringt í síma 91-81699 og fengið hann sendan um hæl í póstkröfu. HILDA Borgartúni 22, Reykjavík ÓSA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.