Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 59 „Bræðrabönd" nefndi Ulfar Þor- móðsson bók sína um íslenska frí- múrara. Sú bók kom út í tveimur hlutum og er nánast upptalning á félögum í þessari hreyfingu. Og þar eð félagatal er jafnan brigðult er hætt við að „Bræðraböndin" séu ekki nein endanleg heimild um þessa hreyfingu þar sem sitja fundi ráða- menn þessarar þjóðar og minni spá- menn; karlar úr ýmsum starfsgrein- um; menn sem setja upp harðan flibba, pipuhatt og skarta sínum sjakkett þegar þeir fara út að hitta reglubræður. Við rákumst á áreiðanlegar heim- ildir um bandarísku frímúrarahreyf- . inguna nú nýlega. Sú hreyfing er ákaflega öflug - eða hefur verið það. Það var einkum á fyrri helmingi þessarar aldar að áhugi ríkti meðal bisnessmanna vestra að vera með í þessum leynifélagsskap. Eitthvað mun sá áhugi hafa dofnað. Frímúrarahreyfing hvers lands er síður en svo kópía af einhverri ann- arri frímúrarahreyfingu. En grund- völlur þessa félagsskapar er þó hinn sami. Islenskir frímúrarar sækja sína fyrirmynd til Danmerkur. Hreyfingin var stofnuð hér á landi 1914 að fengnu leyfi kóngsins, en hið kon- unglega yfirvald hafði reyndar lengi þrjóskast við að veita frímúrurum leyfi til að starfa. Fyrstu forvígis- menn hreyfingarinnar hér voru Nathan Olsen, Kaaber og seinna Sveinn Björnsson - aðallinn, að sjálfsögðu. Þessir frímúrarar eru gyðingar og tilheyra stúku í Brooklyn sem er helguð hofi Salómons. Salóm- on (varla í eigin persónu?) situr fyrir miðri mynd með opna biblíu fyrir framan sig. Æðstiprestur gyðinga krýpur við örkina. 270ARALEYNIFELAG Frímúrarahreyfingin er evrópsk að uppruna og mun nú vera um það bil 270 ára. Leynimakkið á þessari hreyfingu hefur stundum farið í taugarnar á yfirvöldum og einnig kirkjulegum yfirvöldum, einkum þó í kaþólskum löndum. Sjaldgæft mun vera að stjórnmálamenn í fremstu röð, eða valdamenn séu i frímúrara- hreyfingunni (hér vitnar blm. beint í heimild sína, sem er bandarísk - auðvitað mun reyndin önnur víða, svo sem á Islandi) þótt dæmi séu um slíkt. Má t.d. nefna hertogann af Edinburg. Upphaf frímúrarahreyfingarinnar er rakið til ársins 1717. Þá var stofn- uð stúka í London. Frímúraranafnið mun þannig til komið að upp úr miðri sautjándu öld fór nokkuð að draga úr kirkjubyggingum á Englandi. Þar með varð atvinna múrara, eða grjót- höggsmanna, stopulli og þeir stofn- uðu með sér gildi. Þessi gildi voru nefnd „free masons" eða frí-múrarar þar eð þeir voru frjálsir að því að fara borg úr borg í leit að vinnu. Þessir frímúrarar tóku svo stundum menn úr öðrum starfsgreinum i sínar raðir. Smám saman þróuðust þessi „múraragildi" Bretanna. Þeir stofn- uðu þessi iðnaðarfélög sín hvar sem þeir fóru. Og i öðrum Evrópulöndum, þar sem menn voru farnir að van- treysta eða rísa upp gegn stofnunum kirkjunnar, gengu menn gjarna í frímúrarastúku. Það gerðu t.d. menn Dætur Nílar. Myndin er frá Omaha í Nebraska. Þær eru þarna að heilsa „æðstu drottn- ingu" sinni sem situr í hásæti. „Dæturnar" eru í egypskum búningum og leggja hönd á öxl hver annarri til að röðin haldist bein. eins og Yoltaire og Mozart og Friðrik mikli Prússakóngur (þessi sem var svo elskur að hundi sínum). LÁGSTÉTTIRNAR HÖFÐU ILL- AN BIFUR Lágstéttir höfðu frá upphafi illan bifur á frímúrurum. Það stafaði eink- um af því hversu skrautlega þeir reyndu að klæða sig og sérkennilega. Þegar múrverksmenn fóru í skrúð- göngu í London voru þeir grýttir. Og þar eð múrverksmenn voru oft og tíðum andvígir kaþólsku kirkj- unni myndaðist fjandskapur þar á milli sem lengi var við lýði. Því var það að Klementinus 12. páfi sagði árið 1738: „Hefðu þeir ekki illvirkin í heiðri myndu þeir ekki...vera svo ljósfælnir." Þessi orð páfa hafa reyndar oft verið endurtekin - og haldið við þeirri trú manna að þetta leynifélag hafi fátt þokkalegt fyrir stafni úr því ekkert af gjörðum þess, siðum og venjum má gera opinbert. Þegar hreyfingin fór að festast í sessi í Bandaríkjunum kom hún sér upp ýmsum flóknum helgisiðum. Bandaríska hreyfingin tekur einnig inn konur - í sérstaka deild. Þær eru kailaðar „Dætur Nílar". Og synir elta feður inn í hreyfmguna - menn klifra upp virðingarstigann eftir flóknum reglum. Allt gengur þetta út á að innprenta „rétta" siðgæðið, „rétt" viðhorf til lífsins - og mönnum er víst óhætt að trúa því að það viðhorf er hvorki frumlegt né nýstár- legt. -GG SÓKNARFÉLAGAR Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóði stendur frá frá mánudegi 9. desember til 20. desember. Umsækjendur komi á skrifstofu félagsins, Skipholti 50a, eða hafi samband í síma 81150 eða 81876. Stjórn Sóknar. TIL SOLU ýmsar gerðir af gjafa- og jólaumbúðapappír. Einniq dagatöl, mánaöatöl og borðalmanök ið1986. Pantið tímanlega. Ffjicicjsp; :>tilsini<V' Spitnlnstiq (0, v/Óðinstorg. Sí'miri T64Q-. S^ Ríkismat sjávarafuröa Ríkismat sjávarafurða vantar framtakssamt og drífandi fólk í eftirfarandi ábyrgðar- og stjórnunarstörf: REKSTRARSTJÓRA FORSTÖÐUMANN AFURÐADEILDAR rORSTÖÐUMANN FERSKFISKDEILDAR FORSTÖÐUMANN GAGNAVINNSLU- OG UPPLÝSINGASVIÐS HREINLÆTISSÉRFRÆÐING Þeir sem ráðast í þessi störf munu vinna náið saman og með forstöðumanni stofnunarinnar við daglega stjórn og mótun starfshátta. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 13866, 16858 eða 27533. Umsóknir skulu berast Ríkismati sjávaraf- urða, Nóatúni 17,105 Rfeykjavík, fyrir 10. desember nk. Hlutverk Rikismats sjávarafurða er að stuðla að bættum hráefnis- og voru- vörugæðum islenskra sjávarafurða. Stofnunin mun vinna náið með fyrirtækj- um í sjávarútvegi. Ríkismat sjávarafurða mun fylgjast með stoðu islenskra sjávarafurða á mörkuðum erlendis með það að markmiði að tryggja sem bestan orðstir þeirra. DAGS FORSKOT Á ÍÞRÖTTAFRÉTTIR HELGAW/VNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.