Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 8
60 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. ¦£****** 5S*—*" SBeffiV*""56'"' og skáldbræður hans Davíð Oddsson borgarstjóri lætur sér ekki nægja að slá í gegn í prófkosningum, nú er hann líka kominn á dægurlagaplötu. Á hljóm- plötu Guhnars Þórðarsonar, Borgarbragur, á borgarstjórinn einn texta sem fjallar um gönguferð við Tjörnina eftir dansleik. Göngu- ferð sem að lokum endar í gömlu bárujárnshúsi við Bergþórugötu og ósk um bjartsýni, gleði og trú til handa æsku þessa lands. UTBREIÐSLA OG EINANGRUN Með kveðskapnum er borgar- stjórinn í Reykjavík kominn í góðan félagsskap fjölmargra tón- listarmanna og annarra sem fást við að yrkja á plastplötur. Kostur- inn við það form yrkinga er helst að ljóðin eiga meiri möguleika á að heyrast í Ríkisútvarpinu og verða fleyg meðal hlustenda og reyndar allra landsmanna. Eða eins og skáldið sagði: „Ljóð sem ekki nær útbreiðslu verður ein- angrað." DAVÍÐÍMINNIHLUTA Með ljóðinu um Reykjavíkurt- jörn og bárujámshúsið hefur Davíð Oddsson | skipað sér í minnihluta- hóp íslenskra plastskálda; þeirra er yrkja á íslensku. Ljóð borgar- stjórans er á lýtalausu máli og til fyrirmyndar í hvívetna. Þá er það einnig kostur að Davíð hefur fá orð í hverri línu og ætti það að auð- velda þýðingu textans yfir á ensku ef hljómplatan slær í gegn erlendis. „BYTHELAKE" Samkvæmt óstaðfestum fréttum er þegar búið að þýða fyrsta versið í texta bprgarstjórans og það er svona: „By the lake in Reykjavík the ball is over and I'm walking around suddenly I saw a girl andnowlknow that I went upside down." Meira er ekki búið að þýða af Reykjavíkurljóði Davíðs Oddsson- ar en það er í bígerð. ÍSLENSKA OG UTLENSKA Hér á síðunum látum við fylgja ljóð nokkurra íslenskra skáld- bræðra borgarstjórans og eru þau sitt á hvað á íslensku eða ensku. Herbert Guðmundsson lýsti því yfir í viðtali við helgarblað DV fyrir skömmu að hann kysi að yrkja ljóð sín á ensku í þeirri von að hljóm- plata hans næði fótfestu á Norðurl- öndum. Það sama má segja um Magnús Þór Sigmundsson en Ric- hard Scobie og félagar hans í Riks- haw syngja á ensku vegna þess að Durán Duran gerir það líka. Magn- ús Eiríksson syngur hins vegar á íslensku, tregablandin ljóð í sér- flokki og Bjartmar Guðmundsson úr Vestmannaeyjum er ekki síður laginn við að smíða texta en skerpa skauta og búa til þrumu osta og grauta - haltu kjafti! Og svo látum við Gylfa Ægisson fljóta með... -EIR. VIÐ RE YKJA VÍ KURT JÖRN - eftir Ðavíð Oddsson Við Reykjavíkurtjörn á rölti eftír dansleik égstúlkuleit ognúégveit aðþáfórlífiðástjá Þá sælu sumarnótt sungu regnvot strætin um hamingjuna sem þá var rétt innan seílingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.