Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Side 10
62 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. Hagnaður af eiturlyljasölu Framleiösla og sala eykst þrátt fyrir aukna baráttu yfirvalda gegn vandanum Mjög margt bendir til þess að eitur- lyfjaneysla í heiminum fari enn vaxandi þrátt fyrir auknar aðgerðir yfírvalda til að stemma stigu við eiturlyfjasölu. I Bandaríkjunum hef- ur athygli manna mjög beinst að þessari staðreynd að undanförnu og þykir Ijóst að sumir eiturlyfjasalar eru svo fjársterkir að fjárveitingar til stofnana eins og DEA, sem fram- fylgja á lögum um eiturlyfjavamir, séu enn allt of litlar. Þá hefur at- hyglin einnig beinst að því hverjir það em sem eiturlyfjanna neyta. Hallast nú ýmsir að því að greina verði betur á milli glæpastarfsem- innar, sem stunduð er, og neytend- anna sem kunni að vera sjúklingar. Nokkur dæmi um hagnað Jack nokkur Devoe var flugmaður í Miami á Flórídaskaga. Hann flutti á fjórðu smálest af kókaíni í um 100 flugferðum frá Suður-Ameríku til Bandaríkjanna.' Hagnaðurinn af þessu smygli varð svo mikill að hann' kom á fót flugskóla, flugfélagi og fimm öðrum fyrirtækjum. Hann flutti fé sitt í bankann í plastpokum sem notaðir eru undir sorp. Louis Garcia var einnig flugmaður sem sneri sér að eiturlyfjasmygli. Hann bar síðar vitni fyrir rannsókn- arnefnd og greindi þar frá manni sem hann nefndi Viktor og var yfirmaður hans: „Hann geymdi alltaf mikið fé í farangursgeymslunni á bílnum sín- um og sagði mér að taka úr henni það sem ég þyrfti.“ Mikil eignaupptaka Á árinu 1983 gerði DEA upptækar SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Það ber árangur! Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auðvitað einkamál hvers'og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seðlum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaðstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. - Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...2 Við birtum... Smáauglýsingadeildin er i Þverholti i 1. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjálst.óháo dagblaö eignir og peninga (eiturlyf ekki talin með) að upphæð 235 milljarðar dala. Einn af þeim sem starfsmenn stofn- unarinnar handtóku var Paolo nokkur Laporta. Hann var hand- tekinn í Fíladelfíu og af honum tekn- ar eignir og peningar að upphæð tvær og hálf milljón dalir. Þá var tekin ljósmynd af manni nokkrum sem var að flytja fé í banka á hand- vagni. Seðlana geymdi hann í pappa- kassa og upphæðin var fjórar og hálf milljón dalir. Þetta var aðeins ein af mörgum ferðum hans í ban- kann. Nokkru síðar var hann hand- tekinn. Árið 1978 hafði Donald nokkur Steinberg um 100 milljónir dala í tekjur af eiturlyfjasölu en það svarar nú til um helmings þeirrar fjárhæðar sem veitt er til DEA á ári. Sumir hafa atvinnu af því að koma fé, sem fengið er fyrir eiturlyfjasölu, í umferð fyrir þá sem selja. Einn þeirra var Isaac Kattan og hafði hann komið 200 milljónum dala í umferð á einu ári. Hann var með rúmlega 383 þúsund dali á sér er hann var handtekinn. Kattan átti margar seðlatalningarvélar og al- gengt er nú að umfangsmiklir eitur- lyfjasalar vigti nú seðla í stað þess að telja þá. Eiturlyfjabaróninn í Kólumbíu Einn af umfangsmestu eiturlyfja- sölum í Kólumbíu er Gonzales Rodr- íguez. Mánaðartekjur hans eru sagð- ar tuttugu milljónir dala. Það svarar til 666.666,67 dala á dag. Margir myndu láta sér nægja minna. Reynd- ar gætu þeir sem slíkar tekjur hefðu reist sína eigin borg, komið á fót sínum eigin her og sagt sig úr lögum við föðurlandið. Reyndar hafa marg- ir umfangsmestu eiturlyfjasalarnir í Suður-Ameríku og Asíu komið á fót sínum eigin her. Þannig hefur Pablo Escobar Gavir- ia, maðurinn, sem talinn er hafa lagt grundvöllinn að eiturlyfjaiðnaðinum í Kólumbíu, eins og hann er rekinn nú, 2000 manna einkaher. (Til sam- anburðar má geta þess að starfsmenn DEA eru 1800.) Talið er að eignir Gaviria kunni að vera rúmlega tveggja milljarða dala virði. Þá má nefna Roberto Suárez Gómez sem stjómar nokkurs konar sjóræningjaríki austanvert við An- desfiöll í Bóliviu. Bændurnir þar eru þrælar hans. Suárez er talinn hafa um 33 milljónir dala í tekjur á mán- uði. Aukin og umfangsmeiri viðbrögð Ofannefnd dæmi sýna hve um- fangsmikil framleiðsla, smygl og sala eiturlyfja er orðin og áþví er enginn vafi talinn leika í Bandaríkjunum að meira er þar nú af þeim á mark- aðnum en verið hefur. Kemur það meðal annars fram í því að gæði þeirra eru meiri en áður og verðið á þeim lægra. Hagnaðarvonin hvetur stöðugt fleiri til þess að leggja út á þessa braut og ýmsir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar að enn hafi hvergi nærri verið gerðar þær ráð- stafanir sem duga muni til þess að sigrast á vandanaum. Gera þurfí auknar ráðstafanir á hefðbundnum sviðum og nýjar ráðstafanir á öðrum sviðum. Er fíknin sjúkdómur? Eitt af þeim sviðum, þar sem talin er þörf á nýjum ráðstöfunum, er sjálft fjármálasviðið en einnig er talin þörf á að meta stöðu neytend- anna á nýjan leik. Orðið eiturlyfja- sjúklingur gefur að vísu til kynna að um sjúkdóm sé að ræða en margir hafa þó ekki viljað líta svo á. Orðið fíkniefnaneytandi beinir einnig at- hyglinni frá sjúkdómi og að fíkn sem margir tengja viljaleysi. I þessu sambandi er rétt að hafa í huga of- drykkju sem einnig var oft tengd viljaleysi en svo var endurmetin af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og sögð sjúkdómur. í kjölfar endur- matsins fylgdi svo breytt og árang- ursríkari meðferð og breytt viðhorf. í þessu sambandi er vakin á því athygli að eiginleikar eiturlyfja og fíkniefna til að vekja ávana eða fíkn virðast ráða minnu um hvort ein- staklingur verður þeim háður en til- hneiging hans til að verða það. Rannsóknir benda sterklega til þess að flestir einstaklingar vilji ekki neyta þessara lyfja, jafnvel þótt þeir hafi reynt áhrif þeirra. Lítill hundr- aðshluti fólks ánetjast þó. Má í þessu sambandi vísa í ritið The Pharmacological Basis of Thera- putics eftir Goodman og Gilman þar sem segir: „Þeir sem ánetjast eitur- lyfjum, þrátt fyrir andúð meirihluta fólks á slíkum lyfjum, og geta ekki hætt neyslunni, eiga við að etja skapgerðarvanda sem var fyrir hendi áður en þeir fóru að hafa kynni af eiturlyfinu. Það er því augljóst að ýmsir líta svo á að eiturlyfjaneysla sé sjúk- dómur og þeim fer fjölgandi sem telja að eiturlyfjaneytendur eigi að skrá sem sjúklinga. Ýmis fyrirtæki vest- anhafs líta nú orðið svo á og komið hefur í ljós að í mörgum tilvikum sé mun ódýrara að endurhæfa kókaín- neytendur en fá til starfa nýtt fólk sem skorti bæði þekkingu og þjálfun. Margir vonast eftir því að opinberir aðilar breyti afstöðu sinni til þessa fólks. Glæpamennirnir Það er því ljóst að aðeins væri hægt að skrá hluta þeirra, sem koma við sögu eiturlyfjanna, sjúklinga. Stór hópur manna neytir þeirra ekki en hefur miklar tekjur af framleiðslu þeirra, smygli og sölu. Þetta fólk er í flestra augum glæpamenn sem hljóta skuli sína refsingu eins og aðrir sem gerast brotlegir við lögin. Það er svo rétt að hafa í huga hver hlutur þessara glæpamanna yrði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.