Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Qupperneq 13
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 65 Elsti bróðirinn í Nobelsgölskyl- dunni hét Robert, Ludvig var annar í röðinni, en Emil hét sá yngsti. Þrír eldri bræðumir ráku stóriðnað á seinni hluta 19. aldar, ýmist hver fyrir sig eða í sameiningu. Emil fórst afslysforum 1864. Immanuel Nobel var kominn af ætt skrifstofumanna frá Nöbbelöv á Skáni. Af þeim stað dregur ættin nafn. í móðurkyn var hann kominn af svonefndri Rudbecksætt. í ævi- sögu Alfreds Nobels, sem nýlega kom út, kemst höfundur svo að orði: „í raunhæfri menntun við Listaháskól- ann - fyrst og fremst í húsagerðar-' teikningu og teikningum eftir fyrir- myndum - hafði Immanúel notið arfgengra hæfileika Olof Rudbecks, forföður síns.“ IÐNAÐARSTÓRVELDI í RÚSS- LANDI Það var rússneska sendiherranum í Stokkhólmi að þakka að Immanuel Nobel komst í kynni við áhrifamikla menn í Ábo og Pétursborg þar sem hann kom á fót vélaverksmiðju. Sprengjur, sem hann hafði sjálfur búið til, seldi hann rússneska flotan- um eftir að Nikulás 1. keisari hafði sannfærst um kraft þeirra. Synir Immanuels, þeir Robert og Ludvig, stækkuðu þetta fyrirtæki svo að það varð eitt af hinum stærstu í málm- og hergagnaiðnaði. Síðar fékk Robert áhuga á olíulindum við Kaspíhaf, en að lokum var það þó Ludvig Nobel sem hratt rússneska stóriðnaðinum af stað. Árið 1916 átti Nobelshlutafélagið, stjómaði eða hafði mikilla hagsmuna að gæta í hlutafélagi sem framleiddi þriðjung- inn af allri rússneskri hráolíu. Alfred Nobel vann að framgangi Nobelshlutafélagsins i Rússlandi, einkiun sem fjármálaráðgjafi og frömuður. Alla ævi leit hann með nokkurri tortryggni á fjárfestingu bræðranna í Rússlandi en þó studdi hann þá rækilega er þörf krafði. Þannig veitti hann Ludvig bróður sínum ríflegt lán þegar hann var að koma á fót olíuiðnaði við Kaspíhaf en var harla íhaldssamur hvað snerti kaup á hlutabréfum í þessum félags- skap. Höfundur ævisögunnar hefur þetta eftir dóttursyni Ludvigs Nob- els, sem búsettur er í Stokkhólmi. Robert Nobel dró sig smám saman út úr olíuiðnaðinum í Rússlandi. Árið 1888, þegar Ludvig bróðir hans dó, tók elsti sonur hans, Emanuel að nafni við forystu iðnaðarins, en Karl bróðir hans sá um vélaverk- smiðjuna og hergagnaiðnaðinn. Við samningaborðið var Alfred Nobel oft systursyni sínum, Emanuel, betri en enginn. Iðnaðarstórveldi Nobelsættarinn- ar í Rússlandi hélt velli til stjómar- byltingarinnar 1917. Margir Finnar unnu við Nobelsfyrirtæki í Rússlandi og gegndu þar ábyrgðarmiklum störfum. Nefna má Gustaf Tömudd, sem var helsti umboðsmaður þeirra í Bakú áratugum saman, og Ivan Alexander Amónoff, sem var yfir- maður gufuskipaflota Nobels á Kaspíhafi og á Volgu á ámnum 1880-1886. UPPFINNINGAMAÐUR DÍNA- MÍTSINS Sonur Immanuels Nobels, Alfred, varð kunnastur bræðranna fjögurra. Alfred var líka hugvitssamastur þeirra, snjallasti fjármálamaðurinn og mestur heimsborgári. Alfred Nobel fékk góða einka- kennslu í Pétursborg, ef dæma má eftir þeirra þekkingu sem hann réð yfir. Hann kunni fjögur tungumál, auk sænsku, sem var móðurmál hans, en þau vom: rússneska, franska, enska og þýska. Síðar lærði hann ítölsku. Um miðja öldina fór hann til Parísar með víðfrægum efiiafræðingi, Nikolaj Zinin, til þess að hitta heimsfrægan efnafræðing, Th. J. Petonze, þar í borg og lærði mikið í þeirri ferð. Alfred fór í margar námsferðir víðs vegar um Evrópu og jafnvel til Bandaríkjanna. Fyrsta einkaleyfi Alfreds Nobels innan sprengiefnatækninnar var á nítróglusseríni. Honum var veitt leyfið í Svíþjóð 14. október 1863. Það var upphafið að „dínamítveldi" hans. Ári seinna hafði Alfred Nobel í Svíþjóið endurbætt sprengiefni sitt með svokallaðri sprengiolíu sem er m.a. notuð við gerð jarðgangna. Efnið var áhrifamikið en mjög Alfred Nobel: „Mér sýnist eini möguleikinn fyrir friði sé að vopnin verði svo fullkomin að ógerningur sé að heyja styrjöld framar.“ ALFRED NOBEL Alfred Nobel var fæddur 21. október 1833 1 Stokkhólmi. Hann var þriðji í röðinni af fjórum sonum. Hann andaðist 10. desember 1896 í San Remo á Ítalíu. Verðlaunin, sem við Nobel eru kennd, eru jafnan afhent á dánardægri hans. hættulegt. 3. september 1864 varð hræðilegt slys þegar verksmiðjan, sem var lítil, sprakk í loft upp og fimm menn týndu lífi, meðal þeirra var Emil, bróðir Alfreds. Eftir slysið var olían framleidd á pramma sem staðsettur var á Málaren. Það var sennilega í fyrsta sinn sem heimsiðn- aður varð til á vatni, segir ævisögu- ritarinn. Árið 1965 fóru menn svo aftur að framleiða efnið í landi. Fyrsta verk- smiðjan, sem kallast gat því nafni, var reist á gömlu bóndabýli við Málaren. Þegar árið 1864 hafði Robert Nobel fengið leyfi til þess að stofiia verksmiðju fyrir sprengiefni í Finnlandi. Verksmiðjan var reist í Fredriksberg, en reksturinn gekk illa þrátt fyrir kynningu á krafti sprengi- olíunnar. Huvudstadsbladet í Hels- ingfors staðfesti 1865 að yfirburðim- ir, bomir saman við kraft svart- púðurs, væm „furðulegir". Verksmiðjan gafst skömmu síðar upp þegar sú vitneskja barst út að keisarinn væri ráðinn í því að banna algjörlega sprengiefnaframleiðslu í Finnlandi. Robert Nobel var giftur finnskri konu, Pauline Lemgren. Hún var dóttir auðugs kaupmanns í Helsingfors. Sprengiolían'fór sigurför um Vest- ur-Evrópu þrótt fyrir mikla örðug- leika að því er snerti að sigrast á ýmsum skrifstofuhindrunum og mörg meiri háttar slys sem kostuðu mannslíf. Árið 1865 var fyrsta verk- smiðjan byggð í Prússlandi. Einnig hún eyðilagðist í sprengingu árið eftir en var brátt endurby ggð. Árið 1866 gerði Alfred Nobel þá uppfinningu sem að lokum hóf hann til valda í heimi fjármóla og iðnaðar. Dínamítið bættist við haustið 1866, á sama óri og loftþrýstiborvélin. Með því urðu til miklir möguleikar á jarðgangnagerð í stórum stíl. Kom það best í'ljós við göngin gegnum Sankti-Gotthard. Sameining Italíu 1870 hafði mikla mannvirkjagerð í för með sér sem heimtaði feiknin öll af dínamíti. Var hér um brýr, vegi, hafnir og jámbrautir að ræða. Jám- brautabyggingar víðs vegar um Ev- rópu kröfðust líka mikillar notkunar á dínamíti. Á næstu árum fékk Alfred Nobel einkaleyfi á dínamíti í fjölda landa, stofnaði hlutafélög og verksmiðjur, m.a. í Englandi, Frakklandi, Ítalíu og Sviss, og einnig nokkrar verk- smiðjur í Svíþjóð og í Prússlandi. Á miðjum áttunda áratugnum var hann stjórnarformaður eða með- stjórnandi og venjulega eigandi að meirihluta dínamíthlutabréfa í yfir tuttugu verksmiðjum. ÓTRÚLEGT VINNUÞREK Alfred Nobel hafði frábært starfs- þrek til að bera og kunni allra manna best að skipuleggja tíma sinn. Sjálfur annaðist hann fimamikil bréfaskipti og tók ávallt eftirrit af bréfunum með pressu sem hann tók með sér á ferð- um sínum. Að lokum ákvað hann þá að ráða einkaritara sem var um leið ráðskona á heimili hans, en ógiftur var hann alla ævi. Hin ólíku hlutafélög Alfreds Nob- els höfðu fyrst um sinn fengið að starfa sjálfstætt með þeirri afleiðingu að þau fóru að keppa hvert við annað á nálægum mörkuðum. Hugmyndin um verslunarhring hafði ekki lótið á sér bæra enn sem komið var. Árið 1884 hafði Alfred Nobel loks komið á bráðabirgðaverðsamræmi í öllum fyrirtækjum sínum í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Ítalíu. Hlutafélögin á Spáni, í Sví- þjóð, í Noregi og í Finnlandi skuld- bundu sig á sama tíma að flytja ekki út framleiðslu sína heldur selja hana á heimamarkaði. ERFÐASKRÁIN Fyrir okkur sem nú lifum er Alfred Nobel fyrst og fremst stofnandi Nobelsverðlaunanna. Ákvörðunin um þau kemur fram í erfðaskrá hans frá 1895, sem er ekki nema ein hand- skrifuð blaðsíða í arkarbroti. Eignir hans voru gífurlegar, eins og í ljós kom við uppskrift dánarbúsins. Allan þorra auðsins var að finna í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Syiss og Rússlandi. í Bretlandi 7,8 milljónir króna, í Frakklandi 7,3 milljónir, í Þýskalandi 6,2, í Svíþjóð 5,8 og í Rússlandi 5,2 milljónir. í Austurríki, Ungverjalandi og ftaliu voru eignimar miklu minni, en minnstar í Noregi, aðeins 94 þúsund krónur. Enginn efast um að þessar tölur hafa verið réttar. Það hófust þrætur og leynimakk og jafnvel ránstilraunir þegar fram- kvæma skyldi fyrirmæli gefandans. Án harðfylgis skiptaráðandans, Ragnars Sohlmans, hefði þeim aldrei verið að fullu fylgt. Þannig urðu Ragnar Sohlman og aðstoðarmenn hans að taka með sér hlaðnar skammbyssur í hestvagninum, sem þeir óku með, til að koma öllum verðbréfunum í pósthús í París, sem sterkur lögregluvörður gætti, þegar þeir vom að koma bréfunum til Sví- þjóðar. Bókstaflega fyrir framan nefið á ættingjunum tókst Ragnari Sohlman að koma öllum auðæfum Alfreds Nobels frá Frakklandi og í bankahólf í Stokkhólmi. FRAMSÝNN FRIÐARVINUR Alfred Nobel var áhugamaður um frið og fríðarhreyfingar, en var um leið mjög svartsýnn á möguleika þess að mannkynið gæti öðlast hann nema ytri þrýstingur kæmi til. f bréfi til Berthu von Luther skrifaði hann: „Dínamítverksmiðjur mínar geta bundið skjótari endi á styrjaldir en öll friðarþingin ykkar. Þann dag, sem tveir herir standa andspænis hvor öðrum og vita að þeir í skyndi geta eytt hvor öðrum, munu allar siðmenntaðar ríkisstjómir hika við að hefja stríð og leysa því hersveit- imar upp.“ Og síðar skrifar hann Berthu von Suttner: „Mig langaði að finna eitt- hvað upp, vél eða efni, sem gæti hleypt af stað svo hræðilegri eyði- leggingu að stríð væri óhugsandi um alla framtíð." - Nú hafa þessi „efni“, kjamavopnin, veríð fundin upp, en hergagnabúnaðurinn hefur alls ekki dregist saman, heldur aukist fram úr hófi, greinilega af því að ríkis- stjómimar em ekki lengur „sið- menntaðar“. Ævisöguritarinn Sigvard Strandh hefur ritað fallega og áhugaverða bók um þá Nobelsbræður þar sem Alfred Nobel er að sjálfsögðu mið- punkturinn. Innihaldið er að vísu mest efnafræðilegt og tæknilegt og því nokkuð tormelt fyrir þá sem lítið vita í efna- og eðlisfræði og tækni. En það bætir úr skák að hinn glöggi sögulegi bakgrunnur og ótal at- burðir lýsa manninum Alfred Nobel, og þá ekki einungis sem uppfinn- ingamanni og framkvæmdafrömuði, heldur sjálfri manngerðinni. - Sigurjón Guðjónsson. KEYPTIBOFORS Sem uppfinningamaður, öllum óháður, hefur Alfred Nobel gert þýðingarmikla hluti á mörgum svið- um, ekki aðeins hvað snerti sprengi- efiii. Hann gerði m.a. tilraunir með „fljúgandi tundurskeyti" ásamt sænska stórskotaliðsforingjanum Wilhelm F. Unge og stofnaði meira að segja hlutafélag um þessi skeyti, og voru Óskar 2. konungur og Gustaf de Laval meðal hluthafa. I sambandi við þetta keypti Alfred Nobel líka Bofors. Af þessu tundurskeyti varð þó ekkert en nokkrar meginreglur hans voru nú hagnýttar við gerð flugskeyta og geimdreka. Alfred Nobel gerði Bofors að stærstu fallbyssuverksmiðju í heimi. En um leið tók hann þátt í friðar- hreyfingum. Þessa þverstæðu skýrði hann á eftirfarandi hátt: „Ég sé eina möguleikann til friðar fólginn í því að vopnin nái að þróast svo mikið, að ómögulegt verði að heyja framar styrjöld. Sá dagur mun renna upp, þegar sá sem fær leyfi til þess að skjóta er sigurvegari, en ekki fyrr.“ Menn geta nú spurt sjálfa sig, hvort þetta er sannleikanum samkvæmt á okkar dögum. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.