Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Page 14
66 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. .AÐEINS KOLLUBANI* „Bókin hefur að geyma þrjár frásagnir," sagði Elías, „þrjár mannlífsmyndir frá fyrri helmingi aldarinnar. Sú frásögnin, sem viða- mest er, er hið fræga „Kollumál" og ítarleg rannsókn þess. Hin málin tvö fjalla bæði um illa meðferð á bömum sem send höfðu verið til vandalausra. Önnur þeirra frásagna segir frá dreng sem sendur hafði verið í sveit til fólks á Norðurlandi. Hann fannst úti í haga, nágrannar komu að honum liggjandi í reiðileysi og kom í ljós að hann var kalinn á fótum. Okkar blað, þ.e. Vísir, tók þetta mál upp og gekkst fyrir fjársöfnun drengnum til styrktar. Undirtektir urðu sérlega góðar. Hitt málið segir frá telpu austur á landi. Telpan var vangefin og henni var komið fyrir á sveitabæ þar sem aðbúnaður og meðferð var ekki upp á það besta. Báðar þessar mannlífsmyndir eru dæmi um þá meðferð sem böm gátu orðið að sæta fyrir aðeins rúmlega hálfri öld. Og ættu að geta kallast þörf áminning til samtíðarinnar. KOLLUMÁLIÐ „Kollumálið“ upphófst í janúar 1934. Hermann Jónasson var þá lögreglustjóri í Reykjavík. Bæjar- stjómarkosningar stóðu fyrir dyr- um. Þá er það að kæra berst til dómsmálaráðherra varðandi ffarn- ferði lögreglustjórans. Magnús Guðmundsson var dóms- málaráðherra. Hann var úr Sjálf- stæðisflokknum. Magnús setti setudómara í málið. Setudómarinn hratt nú af stað einhverri hinni umfangsmestu rannsókn sem gerð hafði verið hér á landi til þess tíma. Og rannsóknin tók stundum á sig hinar furðulegustu myndir. „Undir högg að sækja“ nefhist bók sem kemur í bóka- verslanir þessa dag- ana. Bókin er eftir El- ías Snæland Jónsson, aðstoðarritstjóra hér á DV, annað bindið í bókaflokki hans, Ald- arspegli. Lengi reyndi setudómarinn til dæmis að sanna á þekktan borgara í Reykjavík að hann hefði reynt að fá vitni til að breyta framburði sínum. Þessi borgari, sem reyndar var Einar Magnússon kennari, síðar rektor M.R., átti að hafa komið að máli við vitnið og beðið það að hætta að bera kolludráp á lögreglustjórann. EINVÍGIÐ Þannig var að Hermann hafði dæmt Magnús dómsmálaráðherra sekan nokkrum árum áður, eða 1932, daginn sem Gúttóslagurinn frægi stóð. Síðan var kalt á milli dómsmálaráðherrans og lögreglu- stjórans. Og sauð svo upp úr með Kollumálinu. Alþingiskosningar voru framundan að loknum þessum „kolluvetri" - og Hermann bauð sig þá fyrst ffam. Hann fór fram í Strandasýslu fyrir Framsóknar- flokkinn. Magnús var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Skaga- fjarðarsýslu eins og áður. í kosn- ingabaráttunni skoraði Hermann Magnús á hólm, bauð honum til einvígis á þremur fundum í Skaga- firði þá um vorið. Ég segi frá þess- um fundum í bókinni. Það var vissulega heitt í kolunum þetta kosningasumar. Morgunblaðið ávarpaði Hermann í leiðara. Þar sagði: „Þér eruð nú pólitískt dauð- ur.“ En þá átti Hermann eftir að vera forsætisráðherra lengur en nokkur annar íslendingur. En nafngiftin „kollubani" loddi lengi við hann. Og hann notaði hana stundum sjálfur. Hún er t.d. fræg þessi vísa sem hann orti löngu seinna á Alþingi: Ævi mín er öll ein leit eftir villtum svani, en ég er eins og alþjóð veit aðeins kollubani. Vísuna orti Hermann til tveggja stúlkna, skrifara á Alþingi, sem báðar hétu Svanhildur.“ - GG. Þórður Guðlaugsson skýrir dómar- anum frá því undir lok febrúar að maður nokkur hafi „reynt að hafa áhrif á sig sem vitni í þessu máli“. Af þessu tilefni fer dómarinn í sér- stæðan leynilögregluleik. Fyrst lætur hann þó Þórð rekja í réttinum viðskipti sín við þennan ókunnamann. - Það var einn daginn, eftir að ég hafði mætt sem vitni í þessu máli, að hringt var í símann á verkstæðinu og spurt eftir mér, segir Þórður. Ég var þá að vinna úti í bæ, en drengur, sem kom til mín ofan af verkstæðinu, sagði mér frá þessu. Þegar ég var svo kominn heim eftir vinnu, á áttunda tímanum, var hringt og ég fór í sím- ann. Spurt var hvort Þórður Guð- laugsson væri við. Ég sagði svo vera, og að það væri ég. Ekki þekkti ég röddina í símanum, en það var karl- mannsrödd sem spurði, hvort hægt væri að fá að tala við mig. Ég innti eftir hver þetta væri, en einhvern veginn eyddist það að maðurinn svaraði því. Ég sagði honum að ég væri að fara út i bæ, en hann gæti talað við mig ef hann vildi um leið og ég færi út, sem yrði um áttaleytið. Þegar ég kom út um það leyti, heldur Þórður áfram, sé ég mann á gangi í Ingólfsstrætinu rétt við heim- gönguna að húsinu þar sem' ég bý. Ég þekkti manninn ekki. Meðan ég gekk út stíginn eða heimgönguna sá ég að maður þessi horfði til mín eins og hann hefði gætur á einhverju. Þegar ég var kominn út á götuna talaði hann til mín og spurði hvort ég væri Þórður. Ég sagði til mín. Hann heilsaði og sagði um leið og hann byggist við að ég þekkti sig ekki. Ég mun hafa spurt hann, hver hann væri og hvað hann vildi við mig tala, en hann eyddi öllum eftir- grennslunum mínum með þvi að segja þá strax, að hann hefði frétt að ég væri viðriðinn þetta „kollu- mál“. Við gengum inn á Spítalastíg og niður í Þingholtsstræti og suður á Laufásveginn á meðan við töluðum saman. Ég fór að grennslast eftir því við hann, hvar hann hefði fengið fregnir af því að ég væri vitni í „kollumálinu", en hann svaraði aðeins sem svo: 0, maður fréttir nú margt! Hann fór svo að minnast á málið og lét þess getið að sér léki mikil forvitni á að fá að vita um það, og svo væri um marga aðra. - Var maðurinn þá að grennsl-, ast fyrir um hvað þú barst fyrir réttinum? - Nei, svarar Þórður, hann gerði það ekki. Hann virtist vita það allt áður. Ég man sérstaklega að hann var að draga í efa að framburður okkar Daða væri réttur og sagði á j þá leið, hvemig ég gæti látið mérj detta í hug að nokkur maður tryði því að Hermann Jónasson, lögreglu-! stjórinn í Reykjavík, fengi lánaðaj byssu hjá strákum til að skjóta frið- j lýstan fugl. Fór hann mörgum orðum! umþetta. Það hitnaði fljótlega í umræðumj okkar, segir Þórður ennfremur. Maðurinn var frekur og ágengur við mig, en ég svaraði honum að mér kæmi lítið við hverju trúað væri. Ég hefði verið beðinn að segja það sem ég vissi, og hefði gert það. Þá átti ég við framburð minn fyrir réttinum. Maðurinn sagði þá, að það væri vit- leysa að sleppa sér út í svona mál. Ég var þá orðinn þéttvondur og spurði hann, hver hefði sent hann eða hvaðan hann væri sendur. Hann virtist verða allreiður við þetta og fór að tala um að það yrði skrifað rækilega í blöðin um málið eða vitn- in. Það væri ekki gott fyrir blettlausa menn að verða settir á bekk með þeim mönnum, sem búnir væru að bera í málinu. Ég svaraði því til að ég þekkti þá menn ekki og kæmi lítið við hvernig þeir væru. Þá réðist þessi maður á mannorð mitt og brigslaði mér um flest af verra taginu og tók þá fram að líkindi væru til að mér hefði verið mútað. En þótt íhalds- menn lofuðu mér gulli og grænum skógum þá mundu þeir verða fyrstir til að sparka í mig þegar málið væri búið. Ég mundi fara þannig út úr þessu máli að ég ætti mér aldrei framar viðreisnar von. Ég var þá orðinn mjög reiður og skoraði á hann að segja þetta svo aðrir heyrðu. Út af því lenti í skömm- um milli okkar og við skildum síðan. Þá vorum við komnir dálítið inn fyrir Sturluhúsin. Maðurinn fór til baka þann stutta spöl, sem við vorum komnir suður fyrir götuna sem liggur milli Bertstaðastígs og Laufásvegar sunnan við syðra Sturluhúsið, og upp þá götu fór maðurinn, en ég mína leið þangað sem ég ætlaði að fara. Dómarinn biður Þórð um lýsingu á manni þessum, og það stendur ekki áhenni: Maðurinn var í þunnri yfirhöfn, annað hvort rykfrakka eða þunnum sumarfrakka. Áferðin á efninu ekki slétt. Efnið var að meiri hluta ljós- ara, en í því var einnig dekkra með. Á höfðinu hafði maðurinn frekar ljós-blá-gráan hatt. Um hálsinn hafði hann ljósan búktrefil brugðinn í kross og framan yfir hálslínið, og var ekki ull í þessum trefli. Hann var hærri en Þórður og þreknari, hakan á honum var sterk- leg og breiðleit, hann var ekki fölur í andliti, hörundsliturinn í andlitinu var jafn, hann skipti ekki litum og liturinn var ljósbrúnleitur og ekki rjóður. Augun voru grá, hörð og köld. Munnurinn var oft eins og mjó lína þegar hann virtist vera að hugsa sig um. Hann var skegglaus og húðin slétt, og frekar var maðurinn feitlag- inn í andliti. Háralitinn man Þórður ekki. Andlitið samsvaraði sér vel. Málrómurinn var karlmannlegur, ekki dimmur, og hann þurfti ekki að tala hátt til að Þórður heyrði greini- legatilhans. Eftir útlitinu að dæma var maður- inn um eða yfir þrttugt. Hann gekk beinn í baki en dálítið, álútur með höfuðið. Göngulagið var. stilltogfallegt. Með þessa lýsingu í vegarnesti fer dómarinn að svipast um í bænum. Og mánudaginn 12. mars lætur hann bóka í réttinum að við athugun á því, við hvern þessi lýsing gæti átt, hafi hann fengið „grun um ákveðinn mann sem lýsingin virtist koma heim við“. Dómarinn hafði þess vegna fengið Þórð „til að gefa gætur mönn- um þeim sem gengu um Laufásveg- inn“ sem honum fannst vera líkur þeim manni sem talaði við sig þarna um kvöldið, „en sagðist ekki þora að staðhæfa að þetta væri sami maðurinn“. Dómarinn lætur þessu næst skrá að Þórður hafi þennan dag, 12. mars, farið í matmálstímanum milli klukk- an 12 og 1 eftir hádegi í húsið númer 12 við Smáragötu og spurt eftir Ein- ari Magnússyni. Sé Þórður nú mætt- ur i réttinum til að skýra frá því, hvað þeim hafi farið á milli. - Ég hitti þar mann sem kvaðst heita þessu nafni, segir Þórður. Ég spurði hann að því, hvort hann kenndi ensku, og áttum við nokkurt tal um það hvort mér gæti hentað að fá tíma hjá honum. Einar spurði mig þá að heiti og ég sagði honum það. Þá virtist mér sem kæmi dauft bros á varirnar á honum. Ég sagði þá sem var hvar við hefðum sést áður, en um leið og ég sleppti orðinu sagði Einar mjög ákveðið: „Ég hef aldrei séð yður áður“, og þá var hann ekki lengur með vott af brosi. Dómarinn biður Þórð síðan um samanburð á Einari og manninum ókunna. - Augun og augnaráðið hjá Einari var hið sama og mannsins sem ég hitti um kvöldið, segir Þórður. Vöxt- urinn og líkamsstærðin og fasið virt- ist mér einkar líkt. Hörundsliturinn á andlitinu og húðin eins, varirnar þunnar eins og á manninum sem hitti mig um kvöldið, en Einar sá ég ekki klemma varirnar eins og ég tók eftir á manninum umgetna. Málróms- blærinn var líkur, en raddstyrkleik- inn minni og áhersluminni hjá Ein- ari. Hakan var svipuð en þó varla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.