Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Síða 15
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 67 alveg eins, að því er mér finnst. Hökunni á hinum manninum tók ég eftir fró hlið, en á Einari tók ég eftir hökunni er ég horfði beint framan í hann, og kjálkamir voru eins á Einari og manninum umgetna. Mér finnst að til mála geti komið efi um, hvort vanginn ó manninum hafi verið fyllri en á Einari. Dómarinn yfirheyrir einnig þá tvo menn, sem hann sendi með Þórði í njósnaleiðangrana við Laufásveg- inn. Sigurjón Ottesen, skrifstofu- mann, 37 ára að aldri, fyrst: - Ég tók eftir því að Þórður gaf gætur að mönnum þeim sem framhjá fóru, segir hann. Báða dagana, og þó einkum síðari daginn, gaf hann sérstaklega gætur að Einari Magn- ússyni, menntaskólakennara. Einar var báða dagana eins klæddur, í svörtum frakka og með brúnan hatt á höfðinu. Þórður sagði seinni dag- inn, eftir að Einar var farinn fram- hjá, að hann hefði séð mann afskap- lega líkan þessum umgetna manni, en hann treysti sér ekki til að full- yrða að þetta væri sami maðurinn. Enginn vafi væri á að þar hefði Þórður átt við Einar. Hinn samfylgdarmaðurinn, Magn- ús Þórir Kjartansson, cand. jur., 24 ára að aldri, segist muna að þegar Einar Magnússon hafi g’engið fram- hjá þeim þremur seinni daginn hafi Þórður haft sérstaklega gætur á honum og sagt um leið, að þessi maður væri mjög líkur þeim sem hann væri að svipast um eftir, þótt hann gæti ekki fullyrt að hann væri sá sami. Daginn eftir, 13. mars, sendir Arn- ljótur Jónsson varalögreglumanninn Sigurgeir Albertsson til að ná tali af Einari Magnússyni í bókasafni Menntaskólans í Reykjavik, Iþöku. Sigurgeir hittir Einar þar og skýrir honum frá þeim tilmælum dómarans, að hann mæti i réttinum. Einar spyr í hvaða skyni hann eigi að mæta þar. Sigurgeir segir að það sé vegna rannsóknar „kollumálanna“. - Brást hann þá við forviða, segir Sigurgeir þennan sama dag i réttin- um, og spurði hvort það væri sem vitni eðaekki. Sigurgeir kveðst ekkert um það vita, en dómarinn bíði eftir honum. Rétt væri að Einar hefði símasam- band við Arnljót ef hann gæti ekki komið í réttinn þá þegar. - Þess vegna hefur hann látið dreng undir fölsku yfirskini njósna um mig á sunnudaginn, segir Einar þá. Sigurgeir kveðst ekkert um slíkt vita. Einar fer þá í símann og hringir í dómarann, sem lætur færa til bókar sína frósögn af því samtali. Þar kemur fram að Einar hafi sagt að hann gæti alls ekki komist frá vegna anna. Hann gæti hins vegar mætt daginn eftir klukkan 11.45 fyrir hádegi. Dómarinn samþykkir það. Einar segist í simanum vera mjög hissa á því að hann eigi að mæta fyrir rétti. Sér kæmi það líka ein- kennilega fyrir sjónir að dómarinn hefði síðastliðinn sunnudag látið dreng sitja inni í húsi til að „spíon- era“sig. Dómarinn spyr Einar hvaðan hann hafi „þessameiningufengið'1. - Hann sagði mér það maðurinn í fyrrgreindu húsi, sem ég þekki svona tilfældigvis, svarar Einar þá. Arnljótur lætur þessu næst færa til bókar skýringu ó þessu njósnatússi. Hann hafi sem sé farið síðastliðinn sunnudag með Þórð í húsið við Njarðargötu 7. Þar hafi hann hitt konu Magnúsar Jónssonar, sem þar býr en var ekki heima. - Kona Magnúsar gaf leyfi til að Þórður mætti sitja þar inni í stof- unni, sem sneri út að götunni, segir dómarinn í bókun sinni. Hvorki dómarinn né Þórður nefndu það neinu orði að tilgangurinn væri að Þórður ætti að gefa gætur að því, hvort Einar Magnússon væri sá maður, sem Þórður væri að svipast eftir. Þórður sagði dómaranum, eftir að tilrauninni var hætt er dómarinn sá ekki ástæðu til að Þórður biði þarna lengur og fór og sótti hann, að fólkið hafi verið dálítið „spennt" íyrir því að vita hvað hann væri að gera, en hann sagðist hafa komist klakklaust frá því að gefa nokkrar upplýsingar. Seinna á sunnudaginn frétti dóm- arinn að Einar hafi verið í skíðaferð frá því um morguninn og ekki komið til bæj arins fy rr en undir kvöld. Þórður gat þess við dómarann strax og komið var út úr húsinu við Njarðargötu 7, segir ennfremur í bókininni, að það hafi komið maður og staðnæmst á götunni rétt fyrir utan gluggann þar sem Þórður sat. Þessi maður hefði glápt á sig nokkra stund óður en hann hélt áfram. Fannst Þórði þetta einkennilegt. Maður þessi hafi verið fullorðinsleg- ur, frekar í lægra lagi, fölur í andliti og búlduleitur. Það er því ljóst að Arnljótur hefur gert að minnsta kosti þrenns konar tilraunir til þess að láta Þórð benda á Einar Magnússon, menntaskóla- kennara, sem mann þann er hafi reynt að hafa áhrif á sig í kollumál- inu; fyrst með varðstöðu í tvo daga á Laufásvegi, þá með því að sitja á sunnudegi við glugga að Njarðar- götu 7 og loks með því að banka uppá hjá Einari ó heimili hans og ræða þar við hann. Þrátt fyrir þetta allt er Þórður ekki reiðubúinn að fullyrða afdráttar- laust að þessi kvöldgestur hafi verið Einar Magnússon. Og að kvöldi 13. mars hringir Einar á ný í Arnljót og tilkynnir honum að hann sjái ekki ástæðu til að mæta í réttarhaldi nema þá að dómarinn stefni honum fyrir réttinn. Það virðist vera síðasta atriðið í þessum sérkennilega þætti kollumálsins. En þess er skammt að bíða að dómarinn komist á fulla ferð í aðra ekki síður sérstæða átt. Þá fer hann að rannsaka með ítarlegum yfir- heyrslum „klikkið í símanum". .„.OG ÞAÐ FYRIR AÐEINS25 KR. STK Nú geturöu komiö vinum og vandamönnum skemmtilega á óvart meö jólakorti sem skartar þinni eigin Ijósmynd og sparað um leió dágóöa upphæö. Taktu mynd sem fyrst eöa veldu eina góöa úr safninu og við sjáum um aó gera úr henni kort sem stendur upp úr jólakortaflóóinu I ár. Allt sem viö þurfum er filman þín. HANS PETERSEN HF Kort með umslagi. Minnsta pöntun er 10 stk. eftir sömu mynd. Umboðsmenn um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.