Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Qupperneq 16
68 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. • • m > V. E GI ou E rc OL ubo: K? r r SKYGGNST A BAK VQ> TJOLDIN HJA BANDARISKUM BOKAUTGEFENDUM Nýjar bækur koma nú daglega á markaðinn og áður en varir verður jólabókailóðið búið að ná hámarki. Margir munu velta því fyrir sér hvað ræður vali bókanna. Því er vandsvarað en hér á efdr verður greint nokkuð frá því sem ræður bókavali í Bandaríkjunum. Hluti þeirra bóka sem koma nú á markaðinn hér eru þýddar svo að ástæða er til að ætla að þeirra sjónarmiða, sem mestu ráða vestan hafs, gæti að nokkru leyti hér eins og annars staðar á Vesturlönd- um. Auglýsingar og viðhorf lesenda Þótt bókaútgefendur vestra séu ekki mjög gjamir á að segja frá því hvað ræður vali bóka til útgáfu þá er ljóst að viss atriði, sem tengjast smekk lesenda á hverjum tíma, eru höfð til hliðsjónar, svo sem spenna, djarfleiki í frásögnum af samskiptum manns og konu, auður og völd ráða miklu. Hins vegar er ljóst að ekki er unnt að tala um „formúlur" á þann hátt sem sumir telja að hægt sé að gera. Kemur þetta meðal ann- ars fram í því hve mjög útgefendur vilja stundum treysta á auglýsingar þótt almennt viðhorf þeirra í þeim efnum sé að gæta beri hófs þegar auglýsingakostnaður er annars veg- ar. Fyrir kemur hins vegar að auglýs- ingar bera alls ekki þann árangur sem vænst er og verður nú sagt frá einu slíku dæmi. Lesendum líkaði ekki bókin nógu vel I mars síðastliðnum gaf Random House út bókina „All the Days of My Life,“ eftir Hillary Bailey en hún var ensk og hafði áður gefið út þrjár skáldsögur. Engin þeirra hafði þó komið út í Bandaríkjunum. „All the Days of My Life“ var strax prentuð í 60.000 eintökum og birtar voru heilsíðuauglýsingar í blöðum. Aðal- ritstjóri Random House, Howard Kaminsky, sagði að auglýsingamar væru staðfesting á því hve ágæta útgefendumir teldu bókina. í ljós kom hins vegar að lesendur höfðu annað álit á henni en útgefendur og urðu tilraunir þeirra til að gera hana að metsölubók að engu. Er rætt var um þessa misheppnuðu auglýsinga- herferð við Kaminsky fyrir nokkru sagði hann: „Já, hún bar ekki árang- ur þessi.“ Bækur sumra höfunda seljast alltaf Þótt auglýsingar, sem mikið hefur verið til kostað, geti þannig verið lítils virði þá er ljóst að útgefendur íhuga ætíð margs konar aðgerðir þegar ný bók er að koma út. Auglýs- ingar era ein þeirra en meginreglan er sú að ekki skuli varið nema sem svarar 1 dal (um 40 krónum) í auglýs- ingar fyrir hvert eintak af bundinni bók. Þetta þýðir með öðrum orðum að í flestum tilvikum er aðeins varið 40.000 til 60.000 dölum í auglýsingar þegar um væntanlega metsölubók er að ræða. Hafa ber þó í huga í þessu sambandi að orðið metsölubók á nú orðið miklu frekar við bók sem selst mjög vel en bók sem tekur flestum eða öllum öðrum fram í sölu. Þörf er því á að finna nýtt orð sem svarar betur til þess sem átt er við, þ.e. góða sölubók. Bækur höfunda eins og Sidneys Sheldon og Danielle Steel seljast þó alltaf eins og heitar lumm- ur og skiptir minna máli hvemig staðið er að kynningu þeirra en flestra annarra bóka. Helstu kynningaraðferðir Þegar frá era taldar auglýsingam- ar era helstu aðferðir útgefenda vestan hafs til að kynna nýjar bækur þær að fá rithöfúnda til að fara í fyrirlestraferðir og til að koma fram í viðtalsþáttum, ekki síst í sjónvarpi. Ekki má heldur gleyma kynningu á vegum bóksalanna. Hins vegar segir Michael Korda, aðalritstjóri Simon & Schuster, að útgefendur bíði oft með að hefja umfangsmikla kynn- ingu á bókum þar til þær hafa náð því að komast í hóp bestu sölubók- anna. „Þær bækur, sem ná miklum vinsældum lesenda, gera það venju- lega áður en auglýsingaherferðin' byrjar," segir hann. „Og þegar um albestu sölubækumar er að ræða,“ segir hann „þá bíðum við eftir því að við höfum náð að senda um 100.000 eintök á markaðinn. Þá auglýsum við að bókin sé orðin metsölubók." Hlutverk bóksalans Margir útgefendur líta til bóksal- anna þegar þeir bíða eftir fyrstu viðtökum og stundum kemur það fyrir að stóra bókaverslanimar geta sagt fyrir með ótrúlegri nákvæmni hverjar viðtökur bækur kunna að fá. 1 viðtali við stjómarformann B. öskur, hlátrasköll, glasaglaumur, ropar, fretir, hikstar og My way með Frank Sinatra róta upp kvöldkyrrð- inni á snæviþakinni túndranni. Hljóðin berast úr stóra bjálkahúsi, hinu eina á allri víðáttunni. Fyrir ofan húsið dansa norðurljósin í öll- um regnbogans litum. Það glitrar á nýfallinn snjóinn í skini ljósanna. Fyrir utan bjálkahúsið standa nokkrir hreindýrasleðar. Dýrin sperra eyrun í átt að hávaðanum. Innan dyra er hinn árlegi aðalfúnd- ur jólasveinafélagsins í fullum gangi. Formaðurinn þetta árið, Pottasleik- ir, stendur skjögrandi við endann á viðamiklu óhefluðu langborði og rýnir í gegnum sótþykkan tóbaks- reykinn. Hann fálmar um borðs- endann í leit að fundarhamrinum. Fiimur hann ekki. Tekur í þess stað upp risastóra trésleif og sveiflar henni í kringum sig. Með langdregnu öskri um þögn í salnum lætur hann sleifina vaða niður á borðið. Sleifin hittir beint í höfuðið á Gluggagægi sem liggur þar frammá hálfdauður af drykkju. Gluggagæir ris upp til hálfs og ropar. Sígur svo niður á borðið aftur. Pottasleikir mundar trésleifina aftur og tekst að berja henni í borðið í annani tilraun. Flest drykkjar- homin á borðinu velta um koll í skellinum. „Félagar, félagar, FÉLAGAR," þrumar Pottasleikir út yfir borðið þannig að litlir stormsveipir myndast í tóbaksreyknum. „Félagar, ég segi þennan árlega aðalfund okkar á jólaföstunni settan. Fyrsta mál á dagskrá eru nokkrar kvartanirfráHonumSjálfum...“ ,Honum Sjálfum?“ galar einhver frammi frá hinum borðsendanum. „Já, þið vitið, yfirmanninum.“ „Já, honum,“ kemur svarið og allir taka til við að fylla á drykkjarhorn sín að nýju. „Félagar, reynið að taka eftir því sem ég segi. Þetta er alvarlegt mál,“ öskrar Pottasleikir í gegnum hávað- ann. „Þú þama, Hurðaskellir, viltu hætta að káfa á hreindýrinu þínu og koma því út. Það er bannað að hafa gæludýr með sér á aðalfund. Djöfúll- inn sjálfúr. Hurðaskellír, komdu þessu dýri út... Hvar var ég? Já, kvartanir frá Honum Sjálfum.“ Pott- asleikír dregur langan listann undan skeggi sinu. „Fyrst vil ég fá að vita hvaða hel- vítis fífl það var sem lét hreindýrið sitt skíta niður um strompinn hjá forsætisráðherranum á þessu litla krummaskeri héma næst fyrir sunn- an okkur, hvað heitir það nú aft- ur...? Viðstaddir líta glottandi hver á annan. „Þetta er ekkert grín, skal ég segja ykkur. Dúllan lenti beint á hús- næðisvandamálaeitthvað frumvarpi ráðherrans. Hver var það? Svona svarið mér.“ Allir benda á Gluggagægi sem er tekinn til við að hrjóta ofan í um- fangsmikinn ölpoll á borðinu með þeim afieiðingum að ölið frussast um „GLUGGAGÆGIR" öskrar Potta- sleikir í annað eyrað á honum. Ekkert svar. Pottasleikir lætur tré- sleifina vaða aftur í hausinn á þeim sofandi. Sá vaknar með andfælum oghristirhausinn. „Ga, ga, ga er a’ske? Gað? Gað?“ Rám rödd Gluggagægis minnir á rif- inn striga. Hann pírir blóðhlaupin augunáviðstadda. Kertasníkir, sem situr við hlið hans, ropar framan í hann og brosir groddalega: „Sleikurinn vill vita hvers vegna þú lést hreindýrið þitt gera stykkið sitt niður um strompinn þamaumdaginn." „Hvað áttu við? Hvað áttu við?“ Pottasleikir grípur um hálsmálið á Gluggagægi og kippir honum á fæt- ur. Hristir hann aðeins til og dúndrar svo trésleifinni aftur í hausinn á honum. Augun í Gluggagægi fara í kross. „Varst það þú? Svona, játaðu í hvelli eða ég hendi þér út.“ „Hvað átti ég að gera? Ekki gat ég látið dýrið dralla út sleðann minn,‘ stamar Gluggagægir og fálm- ar eftir drykkjarhominu sínu. „Djöf- ulli erégþyrstur.“ „Og þyrstari verðurðu, helvítis ódámurinn þinn. Hann Sjálfur hefur ákveðið að refsingin fyrir þetta at- hæfi sé þrjár vikur í legókubbakomp- unni.“ „Þrjárvikur?" „Já, þrjár vikur og þú ert heppinn að ég hafði hann ofan af því að láta þig eyða öllum undirbúningi að næstu jólum í stórmörkuðunum með slefandi smáböm í fanginu." Giljagaur og Bjúgnakrækir hafa verið pískrandi saman meðan á þessu stendur. Síðan líta þeir upp í áttina að borðsendanum. Brosið á báðum nær eymanna á milli. „Heyrðu, héma Sleikur, minnist Hann Sjálfur nokkuð á gjöfina sem við, eða ég og Bjúgað, fórum með til prestsins þama á skerinu, ha?“ spyr Giljagaur. Pottasleikir heyrir ekki í honum þar sem hann reynir af veikum mætti að staulast áfram í listanum sínum. Giljagaur tekur því drykkjarhornið sitt og grýtir því í magann á Potta- sleiki. Olið úr því skvettist um borðs- endann. „Er hægt að fá samband?" öskrar Giljagaur á eftir hominu. Pottasleikir er of niðursokkinn í listann til að taka eftir sendingunni. Allt í einu lítur hann snöggt upp og kallar: „Og svo vil ég vita hvaða kál- hausar það vora sem fóru með þessa gjöf til prestsins þama á sama stað. Þetta er nú einum of mikið af því góða.“ „Þama kemur það,“ segir Gilja- gaur við Bjúgnakræki og það krimtir í þeim báðum. Síðan snýr hann sér í átt til Pottasleikis og galar „Það vorum við og vertu ekki að gera þig merkilegan út af því.“ Pottasleikir klórar sér í hausnum: „Það sem ég og Hann Sjálfur viljum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.