Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 18
70 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. Nauðungaruppboð annaö og síöasta á Brekkubæ 12, þingl. eign Magnúsar Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Búnaðarbanka íslands og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 11. desember 1985 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Njálsgötu 16, þingl. eign Pálma Árna Gestssonar og Soffíu Vagnsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri miðvikudag- inn 11. desember 1985 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglyst var í 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Ingólfsstræti 21B, þingl. eign Björgvins Björgyinssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri miðvikudaginn 11. desember 1985 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Logafold 126, þingl. eign Arnars Sigurbjörnssonar og Sigrúnar Sverrisdóttur, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 11. desember 1985 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71 „ 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Laugavegi 38B, þingl. eign Gunnars Þorsteinssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 11. desember 1985 kl. 15.00. •________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 86., 95. og 100. tbl. Logbirtingablaðs 1985 á hluta í Mjóuhlíð 8, þingl. eign Hallgríms S. Sveinssonar og Bjargar Sveinsdóttur, fer fram eftír kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðviku- daginn 11. desember 1985 kl. 16.30. ________________Borgarfogetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Óðinsgötu 8B, þingl. eign Kjartans Jónssonar og Láru B. Ásmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Björns Ólafs Hallgríms- sonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 11. desember 1985 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 120., 124. og 127. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Laugavegi 132, þingl. eign Hannesar Elíssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 11. desember 1985 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 86., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Laugavegi 39, þingl. eign Hafnarbíós hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 11. desember 1985 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. „EKKIREYKJA... ÉG GERÐIÞAÐ" Frá fimmtán ára aldri reykti John Galbraith sína þrjá pakka á dag. Hann varð sér úti um lungnakrabba sem dró hann til dauða árið 1983. Ekkja hans, Elayne, er ekki sátt við þau málalok og stefhir sígarettu- framleiðandanum R.J. Reynolds Tobacco Company. „Hann var svo háður sígarettunni að hann gat ekki metið áhættuna samfara reykingum eins og frjáls maður," segir Elayne. „Hann tók jafnvel af sér súrefhisgrímuna af og til til þess að fá sér reyk." Frú Gal- braith krefst 400.000 dollara í skaða- bætur. Henni er full alvara og ætlar að láta reyna á það hver sé réttur fórnarlambanna gagnvart eiturfram- leiðendunum. Um 30 málaferli af svipuðum toga eru í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Endalok tóbaksiðnaöarins? Lögfræðingar R.J. Reynold „líta málið alvarlegum augum". „Ef við töpum málinu verða það endalok tóbaksiðnaðarins, en hann færir nú ríkinu 23 milljarða dollara á ári í tekjur og veitir auk þess rúmlega 2 milljónum manna atvinnu." Flóð- bylgja málsókna mun svo skella á tóbaksframleiðendum, enda deyja árlega 350.000 Bandaríkjamenn af völdum reykinga. Afkastamikill mánnvinur En er raunhæfur möguleiki á að Reynolds tapi málinu. Það eina sem mælir með því er að lögfræðingur gömlu konunnar er Melvin Belli, einhver nafhtogaðasti lögfræðingur Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað. Hann varði hagsmuni fjöl- skyldnanna frá Bophal á Indlandi í málferlunum gegn Union Carbide. Hrói höttur var aftur á ferð í máli farþega Boeing þotunnar, sem skotin var niður yfir Sovétríkjunum. Þar á hann í höggi við ekki ómerkari aðila en stjórnvöld í Sovétríkjunum og Kóreu, kóreska flugfélagið og síðast en ekki síst CIA. Þegar lyfjafyrirtæki setja á markað lyf, sem síðar reynist Gömul ekkja í Bandaorikjunum ætlar að lögsækja einn stærsta tóbaksfram- leiðanda heims. Um 30 málsóknir í sama dúr standa fyrir dyr- um. Lögfræðingur sækjanda er víöfræg- ur og hefur unnið marga frækna sigra á löngum ferli. Nær hann að knésetja R.J. Reynolds samsteyp- una? verða sjúkrahúsum dýrkeypt, þegar Melvin Belli fær að þrýsta á kýlin. Belli er einn af þessum „vinum litla mannsins" sem leiðir „vondu kall- ana" fyrir lög og dóm. En hann er einnig lögfræðingur stórstjarna á borð við Mae West, Errol Flynn^ Lönu Turner og fleiri. Hann vari verjandi Jack Ruby sem myrtij „morðingja" John F. Kennedy. 1597 dollarar gegn engum „Ég hef unun af starfi mínu," segir Belli, sem orðinn er 78 ára gamall. Einhvern tíma fékk Belli kvef þar sem hann sat í „upphitaðri stúku" og horfði á kappleik. Sem vonlegt var þótti honum hastarlegt að fá kvef þarna í stúkunni, enda hafði hann borgað miðann dýru verði. Hann lögsótti því íþróttafélagið. Daginn eftir dómsúrskurðinn mátti lesa þessa fyrirsögn í blöðunum: „Melvin Belli sigrar San Fransisco Giants með 1597 dollurum gegn engum". Hverjum sigri fagnar Belli með því að hleypa af fallbyssu sem hann hefur uppi á þaki á bústað sínum í San Fransisco. Á fimmtíu ára ferli hefur byssan drunið oft og Melvin er fyrir löngu orðinn milljónamær- ingur. Á harma aö hefna Belli ætlar ekki að taka neina þóknun fyrir málsóknina gegn Reyn- olds. Það stafar þó ekki eingöngu af því hvað honum finnst gaman að standa í málaferlum heldur býr að baki viss hefndarhugur. Fyrir 25 árum varð hann að láta í minni pokann í fyrsta málinu sem höfðað var gegn tóbaksframleiðanda. Rétt- arhöldin fóru fram í Louisiana en þar er tóbaksræktin einn meginatvinnu- vegurinn. „Það var vonlaust mál að sigra," segir Belli. Nú verður það heldur enginn hægðarleikur. „Þetta er ríkt hérað. Borgin Montecito er alltof nálægt. íbúarnir, sem eru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.