Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 71 Lögfræðingurinn Melvin Belli í skrifstofu sinni í San Fransisco. Einkunnarorð hans eru: „Ég hef svo rosalega gaman af þessu." Yul Brynner á endasprettinum: „Reykið ekki. éggerðiþað". 85.000, eru allir vellauðugir og geta valið um 12 golfvelli til að spila á. Þetta er heilsuhraust fólk, sem hefur efni á því að aðhyllast heimspekileg- ar skoðanir um valfrelsi einstakl- ingsins," segir Belli. „Ég hefði kosið að kviðdómurinn væri skipaður verkamönnum frá San Fransisco sem hafa ekkert á móti því þótt klekkt sé á auðhringunum." Tíminn, sem valinn er til réttar- haldanna, er heldur ekki ákjósanleg- ur: aðeins fimm vikur til jóla. Einnig hefði Belli getað verið heppnari með skjólstæðing. Yul Brynner, leikarinn frægi, sem lést nýlega úr krabba- meini, hefði verið upplagður. Hann reykti fimm pakka á dag og bókstaf- lega kafnaði, en maður kunni ekki við, meðan hann var enn á lífi, að biðja hann um leyfi til að lögsækja að honum látnum." Undanfarnar vikur hafa þó birst í sjónvarpinu í Ameríku óhugnanleg- ar auglýsingar með Yul Brynner þar sem hann segir á meðan hann tottar sígarettuna: „Ekki reykja... ég gerði það." í augum Belli er málið einfalt: „Sígarettan nær smátt og smátt kverkataki á neytandanum þannig að hann getur enga björg sér veitt, og endar svo með því að drepa hann. Ég skora á hvaða lögfræðing sem er að sýna mér fram á hið gagnstæða." Margir lógfræðingar verða til þess að taka áskorun Bellis. R. J. Reynolds hefur þegar fengið her manns til þess að kljást við Belli í réttarsalnum. Löng hefð fyrir reykingum Á tímum frelsistríðsins bað George Washington, forseti Bandaríkjanna, um að fá greitt í tóbaki í stað pen- inga, enda voru tóbakslaufin traust- ur gjaldmiðill á þessum upplausnar- tímum. Rúmri öld síðar stofnaði R.J. Reynold fyrirtæki sitt. Hann er dæmigerður fulltrúi hins frjálsa framtaks og Gary Cooper gerði hann ódauðlegan í kvikmyndinni Bright Leaf. Árið 1913 setti hann á markað- inn fyrstu sígarettuna sem staðið gat undir nafni: Camel. Síðan þá hafa mörg frægðarmenni auglýst hana beint eða óbeint, þ.á m. Roosevelt forseti, Benny Goodman o.fl. o.fl. Ekki lengur f ínt að reykja En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Það þykir ekki lengur fínt að reykja. Það er einhvern veginn ekki í tísku lengur, enda fer það illa saman við líkamsrækt og heilsufæði. Það eru aðeins plebbarnir sem reykja, að því er virðist. Háskólinn í Michigan sýnir þetta svart á hvitu. Aðeins 15% háskólamenntaðra kvenna reykja en 40% lágstéttar- kvenna. Hjá karlmönnum eru hlut- föllin 1 á móti 2. Hlutfall reykinga- manna meðal stúdenta hefur lækkað verulega: úr 28% árið 1978 niður i 18,7% í ár. Hagur tóbaksframleið- enda er þó ekki í neinni verulegri hættu því þeir sem reykja á annað borð virðast gera heldur meira að því en áður. Heildarsalan hefur því ekki minnkað á þessu tímabili og hún er enn svipuð því sem hún var 1944, eða um 169 pakkar árlega á mann. Tóbaksframleiðendur styrkja læknavísindin með 110 milljónum dollara framlögum árlega og auglýsa það rækilega í fjölmiðlum. Harvard, UCLA og Washington University taka á móti þessum peningum og fullyrða reyndar að engin vísindaleg sönnun hafi fengist fyrir því að tóbak valdi krabbameini. Þessari fullyrðingu er Belli ekki tilbúinn til þess að kyngja og kallar þá bölvaða lygalaupa (a bunch of lying bastards). „Þessir menn þiggja jú stórar fúlgur frá þessum fyrirtækj- um. Hvað gætu þeir svo sem sagt annað?" segir Belli. Nýlega birti Counsil for Tobacco Research niðurstöður rannsóknar, sem byggði á tilraunum með 10.000 mýs, sem látnar voru ganga um í svælu og reyk langtímum saman, en ekki bólar enn á krabbameini hjá þeim. Belli treystir á vitnisburð al- þjóðlegrar miðstöðvar krabbameins- rannsókna til þess að vega upp á móti framburði Council for Tobacco Research. Hauskúpur á pakkana Belli er ekki að berjast fyrir því að sígarettur verði bannaðar. „Það væri léleg endurtekning á bannárun- um," segir hann. Þess í stað krefst hann þess að hauskúpur verði prent- aðar á hvern pakka og að sígarettur verði skilgreindar sem eiturlyf. Stefna stjórnvalda virðist vera í sömu átt. Viðvaranirnar á pökkun- um eru orðnar ítarlegri. Áður fyrr voru sígarettur bara „hættulegar heilsunni". Nú er farið að taka fram að reykingar „geti leitt til lungna- krabba, valdið hjartasjúkdómum og skapað vandræði á meðgöngutíman- um". Belli hyggst veifa framan í kvið- dóminn „ferskum lungum úr nýlátn- um krabbameinssjúklingi". Belli ætlar einnig að kalla til sína sér- fræðinga og láta þá bera saman „kosti og galla" tóbaks í samanburði við heróín. Þjarmað að reykingamönnum Víða í Bandaríkjunum er ekki orðinn neinn hægðarleikur að vera reykingamaður. í mörgum ríkjum og borgum hefur verið gert átak til þess að „stuðla að hreinu lofti". Víða geta menn átt á hættu að verða lögsóttir fyrir reykingar á almannafæri. Á velflestum veitingastöðum verða menn að gæta sín á „reyklausu svæðunum". Á Non Smokers Inn í Dallas ganga menn hvað harðast fram í baráttunni við reykingamenn. Það fyrsta sem mætir augum gesta þegar þeir stíga inn í móttökusalinn er stór marmaraplata sem á er letrað: I minningu þeirra 1000 Bandaríkja- manna sem láta lífið daglega af völd- um reykinga. Grunsamlegir hótel- gestir - með gulnaða fingur eða vafasaman andardrátt - eru látnir borga tryggingu sem þeir fá ekki endurgreidda nema þeir geti þraukað reyklausir meðan á dvölinni stendur. Þegar gestirnir yfirgefa hótelið er Skrifstofubygging R.J. Reynolds Tobacco Company í Winston-Salem, Norður-Karólínu. öllu snúið við á herbergjunum til þess að leita að verksummerkjum eftir reykingar: Teppin eru fínkembd í leit að ösku, jafnvel þefað af kodd- anum. Sá sem „staðinn er að verki" fær ekki að sjá eyri af tryggingunni aftur. Ymis stórfyrirtæki hafa sett starfs- fólki sínu mjög strangar reglur varð- andi reykingar. Reyksalir eru á af- viknum stöðum (einhvers staðar verða vondir að vera), háþróuðum loftræstibúnaði er komið fyrir og sígarettusjálfsalar hafa verið fjar- lægðir. Hjá Boeing, Bank of Amer- ica, Campbell Soup Company, Good Year, Levy-Strauss... miða allar reglur að því að gera reykingamönn- um sem erfiðast fyrir. f Seattle er jafnvel verið að íhuga að banna starfsmönnum alfarið að reykja. 1000 dollara aukakostnaður Þessar ströngu aðgerðir miða ekki eingöngu að því að hreinsa loftið, heldur er þetta líka spurning um sparnað. Hagfræðiprófessor frá New York háskóla, Mervin Kristein að nafni, hefur reiknað út að hver reykingamaður kosti fyrirtækið, sem hann vinnur hjá, 1000 dollara á ári vegna viðhatdskostnaðar á mublum, veikindaforfalla, tryggingakostnað- ar og minni afkasta. Ef harðlínu- stefna Boeing flugvélaverksmiðj- anna nær fram að ganga getur það sparað fyrirtækinu 10 milljónir doll- ara samkvæmt þessum útreikning- um. Einnig er farið að taka meira mið af því þegar starfsfólk er ráðið hvort það reykir eða ekki. Skoðanakönnun meðal starfsmannastjóra ýmissa fyr- irtækja sýndi að 51% þeirra skipti sér ekkert af því þótt umsækjandi reykti. 46% taka þá sem ekki reykja fram yfir reykingamenn og 3% fást ekki til að ráða aðra en þá sem reykja(!) I sífellt fleiri atvinnuauglýsingum er tekið fram að einungis þeir sem ekki reykja komi til greina. Hjá Radar Electric er spurt fyrst að því hvort viðkomandi reyki. Ef svarið er jákvætt er viðtalinu þar með lokið. Til að vegá upp á móti öllu þessu hefur R.J. Reynolds hafið mikla auglýsingaherferð undir slagorðinu Pride in Tobacco (Verum stolt af tóbakinu okkar). Tobacco Institute er líka farið að taka við sér: „Þetta nær ekki nokkurri einustu átt. Farið er með reykingamenn eins og holds- veika stórglæpamenn. Það er verið að vega að frelsi einstaklingsins. Ný tegund kynþáttamisréttis hefur komið fram. Hvers vegna ekki að banna kynlíf? Samfarir hafa slæm áhrif á kransæðarnar!" (ÚrL'Express) msmm^ 5&3«r35Ssí^iS53Íi« feff-ÍSÉ AUGLYSINGADEILD ER FLUTT í ÞVERHOLT11. h auglysingar AUGLYSENDUR! Verið velkomnir í nýja húsið. Við erum til þjónustu reiðubúin. Þverholti 11, Sími 27022. smáauglýsingar ALLTASAMASTAÐ! ÞVERHOLTIIL 33 ritstjórn • ±*Æ skrifstofur i»X*Æ auglýsingar »\*A smáauglýsingar '•A*J blaðaafgreiðsla VLlCá askrift prentsmiðja Síminn á öllum deildum dt X \J£mC* ¦

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.