Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 75 Bílar Bílar Bílar Bílar FIAT CROMA: Þægilegur og áhyggjulaus Við rennum ljúft og þægilega eftir hraðbrautinni á nýjum Fiat Croma, flaggskipi Fiat, meira að segja Fiat Croma Turbo i.e., sem þýðir að undir lágu, hallandi húdd- inu fyrir framan okkur er þver- liggjandi bensínvél með beinni innspýtingu-og túrbó. Samkvæmt þvi sem þeir sögðu á blaðamanna- fundinum á Cavalieri Hilton í Róm rétt áðan þýðir það að þarna frammi eru 155 hestar að skokka, tilbúnir að gefa okkur yfir 210 km hraða ef þeir eru kitlaðir. Við dúllum þetta á 140. Það er þægilegur og áhyggjulaus hraði. Áðan fóru tveir danskir strákar fram úr okkur á Croma i.e. - það er að segja einum túrbólausum. Þeir hafa hægt dálítið á sér núna. Við erum að ná þeim. Og þeir eru að baki. Við erum komnir á hægri akrein aftur og enginn bíll framundan. Þetta er fyrir hádegi á föstudegi og lítil umferð á súperhraðbrautinni. Við sjáum í speglinum að þeir dönsku hafa fengið mátt í hægri fótinn aftur og koma á mikilli siglingu á vinstri akrein. Eigum við að sjá hvað leynist í túrbónum? Það er stigið fastar á fjöl. Jafnvel á þessum hraða er viðbragðið merkjanlegt. Nálin á hraðamælin- um þýtur upp. 180. 200. 220. Bilið í Danina lengist stöðugt. Okkar bíll á meira eftir. En þetta er nóg, strákar, jafnvel þótt Fiat Croma Turbo i.e. liggi eins og Goodyear- dekkin séu með sogskálar er 220 dágóður hraði og alveg nógur miðað við kringumstæður, það er ekki eins og við séum að sækja ljósmóðurina. Við erum bara að prufukeyra þennan nýja, fallega Fiat. Fiat Croma er afrakstur af uppr- unalegri samvinnu Fiat, Alfa Romeo, Lancia og SAAB, sem reyndar slitnaði upp úr og kom hver með sína útgáfu að lokum, sem allar eiga það þó sameiginlegt að hafa öryggi, þægindi og hag- stæðan rekstur að leiðarljósi, ásamt góðri orku og mikilli öku- hæfni. Þeir Fiatmenn segja þennan bíl eiga að keppa við eitthvað tólf evrópska bíla og fjóra japanska. Hvaða? Ja - til dæmis Lancia Tema, Renault 25 og 300 línuna hjá BMW segja þeir og yppta öxluiri, eins og það taki því ekki að telja meira upp. Allt í rafmagni Og hvað um það: þessi bíll orkar undireins vel á mann. Hér er allt sem hugurinn girnist, nóg orka sem fyrr er getið, þægilegt aflstýri sem sviptir mann þó ekki því öryggi og þeirri ánægju að „finna" stýring- una, fimm gírar með overdrive í þeim fimmta, úrtökugóðar bremsur (á þessum bíl ABS kerfi - antiskid - sem þýðir að bíllinn dregur aldrei hjól heldur stöðvast á minnstu hugsanlegri vegalengd við öll skil- yrði og lætur samt að stjórn á meðan) greinilegt og vel mælum búið mælaborð, bilanatölva og klukka. Þar að auki er hann ákaf- lega rúmgóður innan og sætin mjög góð, í þessum bíl ekki bara stillan- leg fram og aftur og hallinn stillan- legur, heldur má líka hækka sætið og lækka og allt gerist þetta með rafmagni. Framsætin mætti líka hita upp ef þyrfti, en þess þarf ekki í dag þegar sólin skín á ítalíu og hitinn er eins og á góðum sumar- degi heima á Islandi. Svo eru auð- vitað rafmagnsrúðuhalarar miðl- æsing á öllum skrám, þar með talið afturlúgunni sem opnast mjög vel upp og gefur aðgang að rúmgóðu skotti sem stækka má fram í bílinn með því að leggja fam aftursætið, hálft eða heilt eftir þörfum. Það er í rauninni ekkert ómerki- legt við þennan bíl. Við þessi stuttu kynni - þrjá klukkutíma og 160 kílómetra akstur - rakst ég ekki á neitt sem kallast gat óvandað eða „billeg" lausn. Það eina sem mér féll ekki var hljóðið í stellinu sjálfu (eða dempurunum, ég gat ekki almennilega áttað mig á hvaðan það kom) þegar ekið var á holóttu malbiki innan borgar í Róm. Mér fannst það of gjallandi og skrölt- kennt fyrir minn smekk - og þó var það í sjálfu sér ekki skrölt. Eg hefði bara á svona vönduðum bíl viljað hafa það dumbara og „þéttara" - þið skiljið hvað ég meina. En þetta er auðvitað bara smámunasemi. Og eftir reynsluaksturinn kom í ljós að of mikið loft var í dekkjun- um sem getur hafa haft mikið að segja einmitt upp á þetta að gera. Þeir hafa vandað sig En sem sagt: ekkert ómerkilegt, sagði ég. Enda kemur i ljós, þegar Percorso di prova - svona skilti, svartur rammi og stafir á gulum grunni - vísaði okkur þá leið sem valin var til reynsluakst- urs. Hún var mjög fiölbreytt, allt frá súperhraðbrautum upp í stórholótta jarðvegsvegi a la Islandaise. farið er að telja upp allt sem finnst í þessum bil, að þeir í Torino hafa vandað sig heil ósköp. í viðbót við það sem að framan er sagt er rétt að telja upp nokkra hluti sem ýmist eru standard eða fáanlegir auka, eftir gerðum: Sjálfstillandi fjöðrun að aftan, bakspegill fyrir farþega, sjálfstillandi ljós eftir hleðslu, topplúga, hvíldararmur á ekilssæti, klukka, læst (stórt) hanskahólf, notalegt og fallegt áklæði á sætum og innréttingu. Sá maður er varla til sem ekki getur látið fara vel um sig undir stýri í krómunni. Með öllum þeim moguleikum á sætisstillingu sem ég hef þegar nefnt, að viðbættum breytilegum hallastillingum á stýri, getur hver maður fundið sína réttu stellingu með hæfilegri af- stöðu til allra stjórntækja og út- sýnis. Fótstigin liggja öll vel og eðlilega við, þrátt fyrir að hjóla- hvelfingarnar taka nokkuð mikið úr. Fyrir farþega í framsæti er feikinóg fótapláss og séu sætin stillt fremur hátt og ekki í öftustu stöðu er rúm í aftursæti með því betra sem gerist í ekki stærri bíl. Gírstöngin liggur mjög vel við og gírskiptingin mjög létt og hárná- kvæm, það er ekki hægt að klaufast á henni. Og þeir sem nenna ekki að skipta um gíra geta bara fengið sér sjálfskiptingu. Bíllinn er eins og hugur manns í öllum snúningum Eins og sjá má þarf að lyfta nokkuð hátt upp í skottið. Hlé gert á reynsluakstrinum í grennd við Lago di Braciano um 100 km norðvestur af Róm. Laglegar linur í krómunni - rennilegur að framan og tiltölulega reistur að aftar, álfelgur og low profile dekk. þeim til að ekki safnist í þau raka- þétting. 43% boddihlutanna eru úr galvaníseruðu stáli og allt annað varið með sérstökum efnum, plast- hlífar innan í brettum. Þeir Fiat- menn gera sér grein fyrir að ryð er eitt af þvi sem skapað hefur Fiat hvað \erst orð á liðnum árum og ætla ekki að brenna sig á því núna. Og þegar upp er staðið og ylhlý vetrarsólin í Róm að baki er niður- staðan sú að ég gæti mikið vel hugsað mér að eiga og reka Fiat Croma. Sigurður Hreiðar Ótrúlega rúmgóður innan, saetin þægileg og áklæðið gott. Armpúð- arnir eru ekki standard nema á F.C. Turbo i.e. og svarar vel - þó verður að gefa honum meira til að taka af stað en ég á að venjast svo hann kæfi sig ekki, en þegar maður hefur fengið tilfinninguna fyrir þessu er það gleymt vandamál. Á þröngum, bugðóttum vegum finnst manni 80-100 mjög þægileg- ur og áhyggjulaus hraði. Samt hallar króman sér dálítið í kröpp- um beygjum. Það er í sjálfu sér gott því þá fyllist ökumaðurinn engri falskri öryggiskennd. Á hrað- brautum er sem fyrr segir mjög þægilegur og áhyggjulaus hraði í kringum 140. Úr því fer dálítið að hvína í loftmótstöðunni, samt er loftstuðullinn ekki nema 0,32 Cd, sem hlýtur að teljast harla gott. Og þó það hvellspringi hjá manni að framan á 60-70 km hraða er það ekkert mál - maður bara stansar og skiptir um. Það var að vísu aukanúmer hjá okkur og hefði sennilega ekki gerst ef bíllinn hefði ekki verið á low profile dekkjum og þessi fjandans steinn allt í einu inni á miðri götu í krappri blind- beygju. En við getum frætt góðfúsa lesendur um að varadekkið er í holu undir gólfinu í skottinu og tjakkurinn er einstaklega leiðin- legur Sem fyrr segir var hagstæður rekstur eitt af því sem haft var að leiðarljósi þegar croman var hug- suð upp. Þetta kemur betur í ljós við dálitla talnaromsu: Hámarks- hraði Croma Turbo i.e. er yfir 210 km/klst, viðbragð 0-100 km/klst, 7,8 sek., eyðsla á 90 km/klst. 6,3, á 120 km/klst. 8,3, í borgarakstri 9,9, meðaltal 8,2. Sparneytnasta út- gáfan er Croma CHT (controlled High Turbulance - nýjung í gerð blöndunga og þýðir að bíllinn fær alltaf fulla nýtingu úr bensíninu) og þar eru sömu tölur þessar: Hámarkshraði yfir 180, viðbragð 0-100 km/klst. 11,8, eyðsla á 90 km/klst 5,5, á 120 km/klst,- 7,2, í borgarakstri 8,5 og meðaltal 7,1. Við höfðum ekki aðstöðu til að prófa CHT en einn starfsbróðir sagði okkur að hann væri „OK", eins og hann orðaði það - sam- keppnisaðilar passa sig að segja ekki of mikið. Hverjir koma hingað? Annars hygg ég að CHT bíllinn, i.e. bíllinn, og kannski dísil túrbó billinn verði þeir sem henta íslend- ingum. 1600 útgáfaa er líklega einum of „basic" fyrir okkur og túrbólaus dísill heldur þunglama- legur. En þetta er ágiskun og hlýt- ur meðal annars að ráðast af því hvert verðið verður. Um það vitum við ekki svo gjörla; Fiat á íslandi er að hreiðra um sig í nýjum hönd- um núna og við sjáum hvað setur. En miðað við upplýsingar, sem við höfum, ætti Croma Turbo i.e. að vera einhvers staðar nálægt 900 þúsund krónunum. En fann ég þá ekkert reglulega að? Eiginlega ekki - nema skottið hefði mátt opnast betur niður. Það væri þægilegra er flytja á þung stykki. I annan stað var á þessum bíl að minnsta kosti eins og hann missti rásfestuna og kippti sér til ef rifið var þjösnalega af stað í krappri beygju - en getur það ekki líka hafa stafað af vitleysu lofti í dekkjunum? Það er í rauninni fjarska erfitt að spá um endingu á Fiat Croma. Þó lofar það góðu að bíllinn er mjög „heilsteyptur" - þeir segja að hann hafi 30% færri boddíhluti en gerist, alls 321 hlut. Lokuð hólf eru ryðvarnarhúðuð og öndunarop á Nokkrar þurrar upplýsingar: Fiat Croma Framdrifsbíll með þverstæðri fjögurra strokka vél, halli 20°, vatnskæling. Fáanlegar vélar: 1585 cc single overhead camshaft, tvöfaldur Weber blöndungur, raf- eindakveikja. 83 bhp (61 kW)/5600 sn/mín. 1995 cc CHT, twin overhead cams- haft, tvöfaldur Weber blöndungur með CHT, rafeindakveikja. 90 bhp (66kW)/5500sn/mín. 1995 i.e., twin overhead camshaft, rafeindainnspýting samstillt við rafeindakveikju. 120 bhp (88 kW)/ 5250 sn/mín. 1995 cc Turbo i.e. twin overhead camshaft, rafeindastýrð innspýt- ing, turbocharger, intercooler. 155 bhp (114 kW)/5250 sn/mín. 2499 cc D, óbein innspýting, 75 bhp (55kW)/4200sn./mín. 2445 cc Turbo D, turbocharger og intercooler, 100 bhp (74 kW)/4100 sn/mín. Gírkassi: Fimm gira beinskiptur með overdrive á fimmta gír eða þriggja gíra sjálfskipting. Bremsur: Diskabremsur á öllum, vacuum servo, stilliventlar á aftur- hjól, tvöfalt vökvakerfi í kross. Sjálfkæling á frambremsum á báð- um túrbóútgafunum. Fjöðrun: Sjálfstæð MacPherson á hverjuhjóli. Eigin þyngd: 1095, 1110,1120,1180, 1210 og 1240, í sömu röð og vé- laupptalningin. Lengd:4495 mm Breidd:1760mm Hæð:1443mm Olnbogarúm í framsæti: 1470 mm Olnbogarúm í baksæti: 1460 mm Vegalengd frá bremsufótstigi að aftursætisbaki: 1845 mm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.