Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 24
76 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Hún skildi ekkert í þessu. Hún hafði hringt í Pat, kær- astann sinn, á föstu degi til að skipu- leggja páskahelg- ina. Dóttir hans og sonur voru komin í bæinn til að eyða helginni með þeim. Þau höfðu ætlað í búðir því Pat vildi gefa börn- um sínum ný föt fyrir páskana. Heimili Pat Mitchells. Þarna týndi hann lífi ásamt dóttur sinni. Sonur | hansbjargaðistnaumlega. EITURLYFJASALINN NEITAÐI OG TÝNDI LÍFI Hún náði ekki í neitt þeirra á laugardagssíðdegi. Er hún hafði hringt margoft ákvað hún að fara heim til Pats. Um sexleytið kom hún að húsi hans en enginn svaraði. Hún hringdi til foreldra hans en þeir vissu ekkert um hann. Hún var áhyggju- full: Sendiferðabíll Pats var í inn- keyrslunni. Járnhliðið, sem vanalega var dregið fyrir er Pat var að heiman, var ólæst. Pat lá á gólfinu Hún hringdi í systur sína og þær fóru saman að húsi Pats til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi. Þangað komu þær klukkan 6.45 og þrátt fyrir að tekið væri að dimma var húsið almyrkvað. Og þó, glitta sást í sjónvarpstæki fyrir innan. Stúlkurnar stóðu fyrir utan og veltu málum fyrir sér. Þær voru ósköp fegnar er, bíll staðnæmdist hjá húsinu og faðir Pats steig út. Það var ekkert einfalt mál að fara inn því Pat hafði komið fyrir ýmsum tækjum og tólum til að koma í veg fyrir innbrot. Járnhliðið var engu að síður opið og því reyndu þau að opna. Ekkert sást markvert inn um glugga að framan. Faðir Pats lyfti kærustu hans upp að glugga á bak við svo að hún gæti skyggnst um. Hún hróp- aði upp yfir sig. Hún kjökraði að Pat lægi á eldhúsgólfinu. Krakkarnii sáust hvergi. í flestum tilfellum hefði verið. hringt á lögregluna er hér var komið sögu. En það var ekki svo einfalt þegar Pat var annars vegar. Þau ræddu í snarhasti hvað ætti til bragðs að taka. Þau vissu öll að Pat stóð í eiturlyfjaviðskiptum. Þau vissu ekki nákvæmlega hvað hann var með en engu að síður var ljóst að lögreglan kæmist á snoðir um það. En þau áttu fárra kosta völ. Pat lá bjargarlaus á gólfinu og þau komust ekki inn! Þau hringdu á lögregluna. Systir kærustunnar hringdi. Til að lögreglan kæmi strax á staðinn full- yrti hún að maður hefði verið myrtur enda þótt ekki væri það ljóst. Þegar Lindsey May lögreglumaður kom á staðinn var Curtixs Kramer, starfsbróðir hans, þegar^farinn að príla upp hlið hússins til að geta fullvissað sig um að maður lægi á eldhúsgólfinu. Lindsay May var ekki vanur að tvínóna við hlutina. Hann sparkaði þegar upp bakhurðinni. May og Kramer huguðu þegar að manninum. Hann lá á maganum og var höfuð hans í blóðpolli. Hann hafði verið skotinn í höfuðið með hlaupvíðri byssu. May fann ekkert lífsmark. Drengur á lífi Kramer lagði hönd skyndilega á herðar Mays og bað hann að þegja. Þeir heyrðu þungan andardrátt, lík- astan hrotum, innan úr húsinu. Lögreglumennirnir brugðu vasaljós- um sínum á loft og héldu í átt að þeim stað sem hljóðin komu frá. Þeir fundu unglingsstrák í dyragættinni að dagstofunni. Hann hafði verið skotinn í höfuðið með hlaupvíðri. byssu. En hann var á lífi. May fann 'loks ljósrofann og nú baðaðist stofan ljósi. Kramer hljóp út og sá sjúkrabíl renna í hlað. Hjúkrunarmenn tóku drenginn að sér en lögreglumennirnir héldu rannsókn sinni áfram. Þeir fundu nokkrum andartökum síðar unga stúlku, lítið eitt yngri en drenginn. Hún hafði verið skotin á sama hátt. Hún reyndist látin. Engu stoliö Nú kom fyrsti rannsóknarlögreglu- maðurinn á staðinn. Bradley Zeigler horfði haukfránum augum yfir vett- vang víganna. Hann ýtti hattinum aftur á höfuðið, rótaði í vasanum, dró upp sveran vindil og ítalska eldspýtu. Hann kveikti á henni með því að strjúka henni eldsnöggt við dyrakarminn og skjótt myndaðist íeykjarmökkur í kringum hann. Zeigler vissi hvers bæri að leita og reynsla hans af fjölmörgum morð- málum gæddi hann innsæi: hann vissi hvar átti að leita. Hann sendi óbreyttu lögreglumennina. út til að leita vegsummerkja utan dyra. Sjálf- ur fann hann skammbyssu sem Zeigl- er hafði haft til taks en ekki náð að nota. Á örskammri stundu fann hann það sem hann leitaði að, skothylki. Eitt fann hann á eldhússtól, eitt í bókaskáp, kúlugat var á eldhús- veggnum og enn eitt skothylki. Zeigl- er lyfti skothylki upp að ljósi. Bros færðist yfir andlit hans. Strákarnir á rannsóknarstofunni höfðu verk að vinna. Vettvangsrannsóknin leiddi fleira í ljós eins og venslafólk Pats hafði óttast: dóp og margs konar eiturlyf og ýmis verkfæri eiturlyfjasala. Að auki fann Zeigler stórfé í seðlavöndl- um,alls 9.900 dali. Þjófavarnakerfi Rannsóknarmenn veittu því strax athygli að ekkert benti til verulegra átaka. Tvær manneskjur voru látnar og ein að dauða komin en engu að síður var flest meðeðlilegu móti. Engu virtist hafa verið stolið, ekki einu sinni digrum fjársjóði sem lá á glámbekk. Hár fundust á vesti sem hin látna stúlka var í. Þau yoru sett í sérstak- an poka og send í rannsókn. Þau reyndust ekki vera af höfði hennar. Fleiri kúlur fundust. Faðir Pats staðfesti að það væri sonur hans, Patrick G. Mitchell, þrjátíu og fjögurra ára gamall og eigandi hússins, sem lægi látinn í eldhúsinu. Stúlkan var dóttir Pats, Bobby Jo Mitchell Herriford, þrettán ára að aldri. Drengurinn, sem nú var á leið á spítala, var 15 ára gamall sonur Pats. Lögreglumennirnir May og Kramer komu tómhentir aftur að húsinu. Þeir höfðu rætt við nágranna Pats en í ljós kom að það ár sem hann hafði búið í hverfinu hafði enginn kynnst honum. Nágrannarnir héldu að þetta væri maður sem vantreysti öðrum. Þjófavarnarkerfi af því tagi sem hann hafði var algjörlega óþekkt í þessum friðsæla smábæ. Saksókn- ari, Know Coungy, gaf útyfirlýsingu ' þess efnis að manndrápin stæðu í sambandi við eiturlyfjasölu. Hvar var byssan keypt? Krufning leiddi í ljós að árásin hefði átt sér stað á milli hádegis og klukkan 4 síðdegis laugardaginn 21. apríl 1984. Drengurinn hafði verið fluttur til sjúkrahúss ekki allfjarri í þyrlu. Nauðsynlegt reyndist að skera upp heila hans. Aðgerðin hafði tekist vel én aðgerð á heila er geysilega erfið og oftar en ekki bíður sjúklingurinn þess ekki bætur enda þótt hann haldi Iffi. Zeigler ákvað strax að komast að því hvar hin hlaupvíða byssa - 45 kalíber - hafði verið keypt. Það voru ekki svo margir í Galesburg og ná- grenni sem komu til greina. Ef byss- an var þá keypt þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.