Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Page 25
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 77 Sérstæð sakamál - Sérstæð sakamál Dave Flanagan rannsóknarlögreglumaður átti stóran þátt i rannsókn málsins. Byssubúð Larrys Johnson. Slóðin var rakin þangað. Erfitt var að afla upplýsinga um Pat Mitchell. Flestir þeir sem ein- hver samskipti höfðu við hann voru í dóphransanum. Þar talar enginn við lögregluna. Engu að síður tókst þeim að finna gamlan vin Pats. Vinurinn hafði ætlað að heimsækja Pat síðdegis á laugardegi. Enginn svaraði og eitt- hvað var skrýtið, fannst honum, er honum varð litið inn um gluggann. Sonur Pats var að mestu úr lífs- hættu en enn var ekki vitað hvort hægt yrði að yfirheyra hann. Byssusalinn Rannsóknin beindist mest að því að athuga hvar morðvopnið hefði getað verið keypt. Flanagan leyni- lögreglumaður var einn þeirra sem tóku þátt í henni. Hann fann ekkert markvert í fyrstu byssubúðunum. Hann bar að skotfæraverslun í eigu Larrys nokkurs Johnson. Hann fékk leyfi til að skoða söluskrána. Mikið rétt, þar hafði byssa með hlaupvídd .45 verið seld fyrir ekki alllöngu. Flanagan skrifaði hjá sér nafn og heimilisfang kaupanda. Johnson mundi ekkert eftir hver hefði keypt þessa byssu. Tal Flanagans og John- sons barst að morðinu á Pat Mitc- hell. Johnson sagðist hafa kannast við hinn myrta og vitað að hann værií eiturlyfjasölu. Flanagan ákvað að heimsækja þann sem keypt hafði hlaupvíðu hyssuna. Hann bjó í Knoville, skammt frá Galesburg. Flanagan fór þangað hvað eftir annað en aldrei var maðurinn heima. Hann gaf skýrslu um það sem hann vissi. Yfir- maður hans benti honum á að tala við yfirmann fíkniefnalögreglunnar. Sá gat upplýst Flanagan um það að Larry Johnson byssusali væri meira en kunningi hins myrta. Þeir virtust vera allnánir vinir því Larry tefldi einatt skák við son hins myrta á laugardagseftirmiðdögum. Af hverju var Larry ekki treyst? Hinn þrítugasta apríl fór Flanagan aftur til Johnsons. Hann tók hann með sér á stöðina og yfírheyrði hann í klukkustund. Johnson sagði ekkert merkilegt. Flanagan ályktaði eftir- farandi. Það var ljóst að Johnson væri vinur eins af stærstu eiturlyfja- sölum svæðisins. Samt taldi fíkni- efnalögreglan að Johnson væri ekki sjálfur í sölu. Ályktun Flánagans var byggð frekar á innsæi en rökum: fyrst Pat Mitchell gat ekki notað Johnson í sölu var líklegt að hann treysti honum ekki. Og af hveiju treysti hann honum ekki? Jú, vegna þess að Johnson hlaut að vera eitur- lyfjasjúklingur sjálfur. Og eiturlyfja- sjúklingur, sem á ekki sprautu, svífst einskis til að afla sér hennar. Hann er hættulegur, gæti drepið til að ná sérí „fix“, Skurðlæknamir á sjúkrahúsinu Peoria vom ánægðir með starf sitt. Drengurinn var á batavegi. Þeir höfðu nánast framið „kraftaverk", í flestum tilfellum hefði ekki tekist að bjarga lífi hans. Hann var farinn að matast og kúlan virtist ekki hafa eyðilagt neina mikilvæga heilastarf- semi. Að vísu var ekki ljóst enn hvort hann myndi halda fullri sjón. Keypti Larry byssuna aftur? Flanagan fór fram á heimild til húsleitar hjá manninum sem keypt hafði byssuna af Johnson. Hún leiddi í ljós margt forvitnilegt. Hjá honum fannst dóp og margir stolnir munir. Einnig fúndust notaðar kúlur í byssu, hlaupvídd .45. Rannsókn leiddi í ljós að þessar kúlur vom úr sömu byssu og notuð var til að myrða Pat Mitchell. Eigandi hyssunnar var handtekinn skömmu síðar. Flanagan yfirheyrði hann. Hann viðurkenndi að hafa keypt byssuna af Larry Johnson. Hann hafði notað hana til að æfa sig í skotfimi. Byssan var hins vegar hreint ekki góð til þessa og því varð hann dauðfeginn er Johnson hringdi og spurði hvort hann vildi selja sér byssuna aftur. Skurðlæknirinn í Peoríu var í sjö- unda himni. Skurðaðgerðin á drengnum var meistarastykki hans. Meira að segja sjónin var tekin að batna. Larry Johnson þvertók fyrir að hafa keypt byssuna aftur. Byssan finnst Laugardagurinn 5. maí gekk í garð, sólríkur og hlýr. Skólakrakkamir voru ánægðir, stutt var til skólaslita og vetrarkuldinn endanlega að baki. Margir fóm út í skóg að leika sér. Krakkamir bjuggust ekki við að finna annað markvert úti í skógi en í besta lagi íjögurra laufa smára. En hvað kom upp úr dúmum? Hlaupvíð byssa. Krakkamir. sem fundu byss- una voru vel upp aldir og vissu hvað gera skyldi, halda á fund lögreglunn- ar. Og mikið rétt. Þetta var byssan sem hafði verið notuð við manndrápin á heimili Pats Mitchell. Að þessari niðurstöðu fenginni hélt Flanagan við annan mann að versl- un Larrys Johnson. Þetta var hinn 16. maí klukkan 3.20 síðdegis. Larry Johnson var handtekinn: Yfirheyrslur stóðu langt fram á kvöld. Johnson neitaði öllu en er á leið varð hann margsaga. Loks er miðnætti var ekki langt undan tóku vamir hans að bresta. „Þetta átti ekki að gerast, þetta átti ekki að gerast svona.“ Og hann við- urkenndi að hafa myrt Pat Mitchell og dóttur hans og að hafa sært son hans lífshættulega. Drengurinn þekkir morðingjann Skurðlæknirinn trúði ekki sínum eigin augum er ungi drengurinn labbaði út af sjúkrahúsinu í fylgd rannsóknarlögreglumannanna. Hann vissi að hann gat ekki aðeins gengið heldur gat hann og gert það sem rannsóknarlögreglumennimir ætluðust til af honum. Farið var með drenginn á heimili sitt. Sex manns vom látnir koma hver á fætur öðmm að útidymnum og spyrja sömu spurningar: „Er pabbi þinn heima?“ og svo „Hvað kostar dópið?“. Einn þeirra var Larry Johnson. Er hann birtist í dyragættinni hrópaði drengurinn: „Þetta er hann, þetta er hann!“ Frásögn drengsins var þegar kunn en nú hafði hún verið sannreynd. Drengurinn gat borið óstuddur kennsl á Larry Johnson. „Láttu mig fá dópið ókeypis!“ Frásögn hans var á þessa leið. Pabbi hans bað hann að fara til dyra upp úr hádegi þennan dag. Hann opnaði fyrir manni sem var Larry Johnson. Pabbi hans bað hann að vísa manninum til stofu. Drengurinn fór í annað herbergi með systur sinni. Hann kom svo inn í stofuna til að biðja pabba sinn leyfis til að fara út að leika. Þá tók Johnson hann háls- caki og sagði við föðurinn: „Láttu mig fá dópið ókeypis!“ Það skipti engum togum er Pat sagði nei að Johnson greip byssu og skaut hann í höfuðið og því næst son hans. Drengurinn mundi ekki eftir sér fyrr en löngu síðar á sjúkrahúsinu. Rannsóknin leiddi í ljós að allt gat þetta staðist. Faðir og sonur höfðu reynt að komast út úr húsinu. Faðir- inn örmagnaðist og lést inni í eld- húsinu en sonurinn missti meðvitund í dyragætt eldhússins. Dóttirin, Bobby Jo, lést hins vegar samstundis er hún var skotin. Hárin sem fundust á fötum hennar vom af Larry Johnson. Hinn 10. október 1984 var Larry Johnson sekur fundinn um tvö morð og eina morðtilraun. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi. KONUR-KARLAR Okkur vantar fólk til ræstinga strax. Upplýsingar gefur ræstingastjóri í síma 19600-259. 5. desember 1985. 0 Seljum V nýjaog notaða bíla í dag Opið ki. 1 —5. KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN KRISTINN GUÐNASON Hf. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 686633.^>,^ BRAUTARHOLTI 33 - SIMI: 6212 40 Subaru 1800 GL 4x4 árg. 1985, VW Passat LS árg. 1981, ek- éfcfan 9.500. Verð kr. 650.000. mn 72.000 km, 4ra dyra. Verð Hvitur. kr. 310.000. Grænsans. Galant station árg. 1983, ek- inn 34.000 km. Verð kr 370.000. Hvitur. MMC Tredia GLS 1983, ekinn 29.000. Verð kr. 375.000. Rauður. 1982, ekinn MMC Colt árg. 1981, ekinn r. 285.000. 72.000 km. Verð kr. 210.000. Blár, 4ra dyra. Mikið úrvai nýlegra bíla á staðnum. VW Golf CL árg. 1982, ekinn 43.000 km. Verð kr. 285.000. RUMGOÐUR SYNINGARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: K/lánud.—föstud.kl. 9.00—19.00. Laugard. kl. 10.00—19.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.