Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Page 26
78 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. Það er Meryl Streep sem fer með aðalhlutverkið í Plenty. Fleiri þekkja Tracey Ullman sem poppsöngvara en leikkonu. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir H&KMLEIKDR á hvíta tjaldinu í mynd sinni Plenty hefur ástr- alski leikstjórinn Fred Schepisi fengið til liðs við sig jafnt popp- söngvara sem þekkta leikara eins og þau Meryl Streep og St012. Það er að verða æ algengara að poppstjömur sjáist á hvíta tjald- inu. Þær koma þó ekki fram sem skemmtikraftar í eiginlegri merk- ingu heldur leika oft alvarleg hlut- verk í kvikmyndum sem annars atvinnuleikarar hefðu tekið að sér. En flestir skemmtikraftanna eru ekki góðir leikarar og því fá margii þeirra ekki nema eitt tækifæri. Nýlega var frumsýnd myndin Plenty sem Fred Schepisi leik- stýrði. Leikaraskipan er æði for- vitnileg því þar er blandað saman fremstu leikurum nú til dags og svo nokkrum þekktum poppstimum í aðalhlutverkin. Stærsta aðalhlut- verkið er í höndum Meryl Streep en einnig leikur Charles Dance nokkuð stórt hlutverk en flestir þekkja hann úr sjónvarpsþáttaröð- inni Jewel of the Crown. En hverjir em svo mótleikaramir. Jú, það em þau Tracey Ullman sem fær þama sína frumraun á hvíta tjald- inu og svo sjálfur Sting. Sá síðar- nefhdi er nú að verða nokkuð vanur leikari en hann lék í sinni fyrstu mynd 1979 sem var myndin Quadrophenia og fjallaði um átök breskra unglingaflokka um 1960 og var framleidd af hljómsveitinni The Who. Hann hefur síðan sést meðal annars í myndunum Dune og The Bride. Safarík mynd Það má með sanni segja að eftiis- þráðurinn í Plenty sé flókinn en jafnframt safaríkur. Fyrsti hluti myndarinnar gerist í síðari heims- styrjöldinni. Ung hástéttarkona að nafni Susan (Meryl Streep), sem vinnur fyrir bresku leyniþjón- ustuna í Frakklandi, lendir í ástar- ævintýri með breskum liðsforingja sem gengur undir dulefninu Lazar en hann hafði lent í fallhlíf í. Frakklandi til að sinna sérstökum skyldustörfum. Síðan víkur sögunni til Evrópu eftir stríðið en þar er Susan á ferð. Þar hittir hún ungan stjómarer- indreka sem vinnur í breska sendi- ráðinu í Brussel. Þegar hann er fluttur aftur til Englands hefst ástarsamband milli þeirra. En Susan finnst Raymond (Charles Dance) leiðinlegur og teprulegur og vill meira líf og fjör í kringum sig. Hún fer því að umgangast stúlku að nafni Alice (Tracey Ull- man) og hennar vinahóp sem or- sakar endalok vinskapar hennar við Raymond. Susan fær sér vinnu en er sífellt eirðarlaus. Hún ákveður að nú vilji hún eignast bam og hefur samband við einn af vinum Alice að nafni Mick (Sting) og biður hann að verða bamsföður sinn þó án allra skuldbindinga frá hans hendi. Harmleikur En dæmið gengur ekki upp hjá Susan. Mick fer að elta hana á röndum þangað til hún í örvinglan sinni verður honum að bana. Susan fær taugaáfall og þegar Raymond birtist á spítalanum og biður henn- ar, játast hún honum. En erfiðleikamir eru ekki búnir. Stríðið um Súezskurðinn er hafið. í veislu hjá þeim Slisan og Raym- ond þar sem m.a. yfirmaður Raym- onds hjá utanríkisþjónustunni er viðstaddur heldur Susan skammar- ræðu ‘þar sem hún sakar Breta um hræsni varðandi þessa deilu. Af- leiðingin er sú að Raymond er flutt- ur til Jordan til skyldustarfa þar. Nokkm seinna heimsækir Alice þau hjónin til Jordan og sér að Susan er ekki eins og hún á að sér að vera. Gegn vilja Raymond tekur hún Susan með sér til London. Þar heimssgkir hún yfirmann Raym- onds og biður um skýringu á því hvers vegna eiginmaður hennar sé enn staðsettur í Jordan. Yfirmað- Sting fer með lítið hlutverk í Plenty. urinn kennir um eigingimi hennar' sjálfrar og sjálfselsku og þau skilja eftir heiftarlegt rifrildi. Nokkm síðar hittir hún Lazar á litlu hóteli niðri við ströndina en hann hafði heyrt í Susan í nýlegu útvarpsvið- tali um störf hennar í Frakklandi og fundið síðan út dvalarstað hennar. En ástríðan og spenning- urinn er farinn úr sambandi þeirra og Lazar yfirgefur Susan í lok myndarinnar þegar hún lætur hugann reika aftur til baka til þess tíma er Frakkland var frelsað undan hemáminu. Byggt á leikriti Eins og lesa mátti er um nokkuð flókinn og langdreginn efnisþráð að ræða. Myndin er byggð á sam- nefndu leikriti eftir David Hare. Þeir sem hafa séð myndina Wet- herby sem hlaut m.a. gullbjöminn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár, kannast án efa við Hare því hann bæði skrifaði handritið og leik- stýrði þeirri mynd. Hann er þó aðallega þekktur sem leikritahöf- undur og nú í maí var frumsýnt nýjasta verk hans „Pravda í London" sem fjallar um blað- mennsku. Hare skrifaði einnig handritið að Plenty eftir sínu eigin leikriti. Hage ákvað að skrifa Plenty eftir að hann hafði lesið að um 75 pró- sent allra kvenna sem unnu fyrir sérstakar deildir bresku leyniþjón- ustúnnar innan landamæra óvin- anna, frömdu sjálfsmorð síðar meir. Þessar tölur voru svo sláandi að Hare fór að kanna málið nánar og útkoman varð persónan Susan. „Það hefur oft verið ritað um þá persónu sem gat ekki aðlagast eðlilegu lífi eftir að stríði lauk,“ hefur verið haft eftir Hare. „En ég vildi tengja söguhetjuna mína bet- ur við breska þjóðfélagið á þessum tíma og hvemig fólk lifði. Eg vildi sýna baráttu hetjunnar gegn svika- fullri og tilfinningageldri hástétt." Ástralskur leikstjóri í myndinni fer Meryl Streep með hlutverk Susan en á leiksviðinu í London og New York, þegar verkið var fært þar upp, fór Kate Nelligan með sama hlutverk. Hún hlaut stórkostlega dóma en það var ástr- alski leikstjórinn Fred Schepisi sem ákvað að bjóða Streep hlut- verk Susan. Schepisi hefur gert nokkrar þekktar myndir eins og The Divil’s Playground og The Chant og Jimmy Blacksmith. Virðist því Ástralía vera að missa fleiri og fleiri af sínum bestu leik- stjórum yfir til Bandaríkjanna eins og til dæmis Weird sem gerði þar myndina Vitnið sem nýlega var sýnd hérlendis. En Hare var sáttur við þessa ákvörðun leikstjórans. „Kvikmynd byggist aðallega upp á leikstjóran- um,“ segir Hare, „og ég ber það mikla virðingu fyrir Schepisi að ég samþykkti að ef myndin ætti að geta orðið heilsteypt yrði leikstjór- inn að fá að ráða ferðinni og túlka efnið út frá sínum eigin hugmynd- um. Ég treysti'því vel ákvörðun hans að vilja fá nýtt andlit í aðal- hlutverkið. Auðvitað er ein ástæð- an sú að Meryl Streep er það þekkt að hægt er að fjármagna svona mynd án mikilla erfiðleika því hún gefur kost á að ná til mun fleiri áhorfenda en annars væri, miðað við efni myndarinnar. Þetta er eiginleiki sem mjög fáar leikkonur hafa.“ Mikill áhugi Þegar Streep var boðið þetta hlutverk var hún fljót að segja já. Hún hafði séð leikhúsuppfærsluna í New York og hrifist af verkinu. „Ég var sannfærð um að verkið nyti sín betur á hvíta tjaldinu en í leikhúsi, sagði Streep nýlega í blaðaviðtali." Leikhúsið setti því of þröngar skorður. Efnið er það yfirgripsmikið, lýsing á lífi fólks frá 1945 fram yfir 1960, að auðveldara er að gæða þetta lífi á filmu.“ En er eitthvað óeðlilegt við það að kona sem blómstraði meðan á stríðinu stóð og var að vinna í spennu og áhættu, skyldi brotna niður og fá taugaáfall á friðartím- um? Það þarf ekki að vera segir Streep. Á stríðstímum eru menn fjarri ástvinum og skyldmennum og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta orsakar að skyndisambönd verða oft meira krefjandi og spennandi eins og milli Susan og Lazar. Fyrir marga eru þetta fyrstu kynni af ást og spennu með öllum þeim vonum og óskum sem þetta unga fólk hafði að geyma í brjósti sér. „Þegar ég hafði ákveðið að taka hlutverkið sá ég myndir í sjón- varpinu frá heimsókn forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, til Normandy í Frakklandi. Þar talaði hann við marga fyrrverandi her- menn og þótt þeir hefðu misst ást- vini og orðið að þola erfiða og oft á tíðum sorglega daga, þá virtist ekkert í lífi þeirra í dag skipa eins stóran þátt og þessir atburðir. Sumir litu á þessa atburði og minn- ingar eins og um gamalt ástarævin- týri hefði verið að ræða,“ sagði Streep í lok viðtalsins. Helstu heimildir: Monthly Film Bulletin Photoplay Movies. - B.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.