Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 79 Þær eru ekki margar hljómsveitirn- ar sem geta státað af því að hafa komið 21 smáskífu í röð inn á topp tuttugu í Bretlandi. Og það aðeins á sex árum. Þessu geta samt brjálæð- ingarnir í Madness gortað af en þeir eru nú komnir á kreik að nýju eftir rúmlega árs f jarveru úr leiknum. Madness er með fjölmennari hljóm- sveitum nú á dögum dúetta og tríóa. Lengi voru liðsmenn hljómsveitar- innar sjö en eru nú orðnir sex eftir að hljómborðsleikarinn, Mike Bar- son, yfirgaf skútuna. Upprúna Madness má rekja aftur til ársins 1976 og hljómsveitarinnar Morris And The Minors. í þeirri hljómsveit voru þeir Lee Thompson, Mike Barson og Chris Foreman ásamt öðrum mönnum sem ekki koma hér við sögu. Árið 1978 hafði Morris And The Minors skipt um nafn og hét The Invadors og til liðs við Thompson, Barson og Foreman voru gengnir þeir Graham McPherson, Dan Wood- gate og M ark Bedford. Þetta sama ár skipti hhómsveitin enn um nafh og nú var Madness uppi á teningnum; nafhið fengið að láni frá uppáhalds skasöngvara Madness strákanna, Prince Buster, og lagi hans Madness. Tónlist Madness var á þessum árum fyrst og fremst ska en ska er skyld reggae og ættuð frá Jamaica. Skatónlistin var um þetta leyti að byrja að ryðja sér til rúms í Bretlandi og það kom í hlut Madness og hljóm- sveitarinnar Special að vera i farar- broddi skabylgjunnar. Specials vóru reyndar skrefinu á undan Madness; hljómsveitin hafði þegar stofnað hljómplötuútgáfu; 2- Tone og undir því merki kom út fyrsta plata Madness. Nafn plötunnar, sem var smáskifa, var að sjálfsögðu tileinkað uppá- haldinu, Prince Buster, og hét The Prince. Platan og lagið hlutu geysigóðar viðtökur og náði lagið þegar best lét 16. sæti breska vinsældalistans. Það þýddi sjálfkrafa þátttöku í Top Of The Pops og framtíð Madness var ráðin. Nú dugði ekki lengur-að vera á samningi hjá litlu hljómplötufyrir- tæki eins og 2-Tone og því skipti Madness yfir til Stiff Records. Og undir því merki kom svo út fyrsta breiðskífa Madness, One Step Beond, árið 1979. Viðtökurnar voru engu líkar, titillag plötunnar náði inn á Topp tíu í Bretlandi og platan komst alla leið í annað sæti breið- skífulistans. Á næstu plötu Madness, Absolut- ely fór að örla á tónlistarlegum breytingum hjá hljómsveitinni. Ska- tónlistin var þó enn í fyrirrúmi en blandaðist nú söul tónlist, ryþma & blús og léttri popptónlist. Blöndu þessa kalla Madness „nutty sound" og hefur það verið einkennandi fyrir tónlist hljómsveit- 1 arinnar æ síðan. Smáskífurnar héldu áfram að streyma frá Madness og allar náðu þær hátt á lista. Baggy Trousers (pokabuxur - einkenni Madness á sviði) náði öðru sætinu í Bretlandi 1980 og af plötunni 7, sem kom út 1981, náðu þrjú lög inn á Topp tutt- ugu, It Must Be Love, Cardiac Arrest og House Of Fun sem varð fyrsta lag Madness til að ná efsta sætinu. Sjálf breiðskífan 7 náði líka efsta sætinu og frami Madness var nú meiri en nokkru sinni. Þetta ár gerðu þeir kvikmynd, Take It Or Leave It, sem fjallar um hljómsveit sem er að hefja feril sinn og léku þeir sjálfa sig í myndinni. 1982 komu út tvær breiðskífur með Madness, annars vegar safnplatan Complete Madness, hreinræktuð geggjun, og Rise And Fall, en af þeirri plötu er lagið Our House einna þekktast. Sjötta breiðskífa Madness kom síðan út snemma árs 1984 og hét sú Keep Moving og öll munum við eftir lögum eins og Michael Caine og Samantha af þeirri plötu. Síðan Keep Moving kom út hefur margt á dagana drifið hjá Madness. Hljómborðsleikarinn, Mike Barson, tók pokann sinn og fór, samningur hljómsveitarinnar við Stiff Rekords rann út, hljómsveitin setti á stofn eigið hljómplötufyrirtæki, Zarjazz, °g byggði eigið upptökustúdíó, Liqu- idator Studios. - Þetta var rétt eins og að byrja upp á nýtt, segja þeir. Og þeir eru sammála um að hvíldin hafi gert þeim gott. - Maður var orðinn langþreyttur á öllu umstanginu sem alltaf fylgdi sama munstrinu ár eftir ár, segir trommarinn Woodgate. - Nú snúum við aftur til starfa endurnærðir og fullir orku. Bassaleikarinn, Mark Bedford, vill líkja þessu við minni gullfiska (óneit- anlega nokkuð sérstæð samlíking) en það ku vera 15 mínútur. Þannig hafa menn útskýrt þolinmæði gull- fiska í búri að minnið stendur svo stutt við að þegar fiskurinn er búinn að synda frá einni hlið búrsins til annarrar og aftur til baka er hann búinn að gleyma hvernig var um- horfs þar í fyrra skiptið. Þannig verður hver ferð spennandi ferð á vit hins óþekkta. - Eitthvað í þessum dúr er þetta hjá okkur núna, það er svo langt síðan við gáfum út plötu að allt verður einhvern veginn nýtt fyrir manni, segir Mark Bedford. - -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.