Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Page 28
A TAUGINNI Myndin hér á síðunni er merkileg fyrir margra hluta sakir. Höfundur hennar er hinn víðþekkti ljósmynd- ari, Sveinn Þormóðsson, sem vafalít- ið hefur tekið fleiri slysamyndir en nokkur annar núlifandi íslendingur: alltaf á undan lögreglunni á staðinn með ljósmyndavélina í framsætinu og hundinn í aftursætinu. Myndin hefur hlotið nafnið Á TAUGINNI og sýnir ljóslifandi hvernig martröð allra bílstjóra getur orðið að veruleika - og það á sjálfri Suðurlandsbrautinni um hábjartan dag. KIPPTÁGULU Allir bílstjórar hafa einhvern tíma þurft að láta draga bílinn sinn á milli staða. Rafmagnsleysi getur valdið, vélarbilun eða einfaldlega bensínskortur og blankheit. Jafn- margir bílstjórar hafa upplifað þá angist sem fylgir því að sitja einn undir stýri og ráða lítt hvert ferðinni er heitið eða hversu hratt er ekið: Einn í vélarvana bíl, tengdur með taug í annan sem brunar í umferð- inni, beygir og sveigir og stöðvar ekki nema á rauðu. Kippir í á gulu og áfram sömu leið á grænu. Hugurinn er bundinn við að halda tauginni mátulega strekktri því ís- lenskum bílstjórum er annt um stuðarann sinn bæði að framan og aftan. Á gatnamótum skýtur þeirri hugmynd svo upp í kollinn hvemig færi ef þriðji bíll æki á taugina miðja, svo ekki sé minnst á járn- brautarlest, en af því þurfa íslend- ingar sem betur fer ekki að hafa áhyggjur. Benzinn, Hondan og Setan á Suðurlandsbrautinni. DV-baksíðumynd Sveinn Þormóðsson. MARTRÖÐIN Sem betur fer kemur þetta sjaldan fyrir en gerist þó eins og glögglega má sjá hér á myndinni; martröð allra ökumanna hefur loks verið fest á filmu: Mercedes Benz sendiferðabíll ekur upp Reykjaveg í Reykjavík. Á vinstri ^ hönd er Laugardalshöllin og gervi- grasvöllurinn. Allt virðist með felldu nema hvað að aftan úr Benzinum liggur taug sem fest er kirfilega með silungahnút í stuðara á flunkunýrri Seta-bifreið (Seta mun vera spænsk- ur Fiat). Hvort hann var rafmagns- eða bensínlaus vitum við ekki nema hvað að þegar upp á gatnamót Suð- urlandsbrautar er komið gerist hið óvænta. Sendiferðabíllinn skýtur sér yfir akreinina og bílstjórinn þykist góður að hafa sloppið. í spænska Fíatnum situr hins vegar annar bíl- stjóri og verður þess áskynja, sér til mikillar skelfingar, að lítil og snagg- araleg Honda kemur á fullri ferð og stefnir á taugina miðja. Hann brems- ar, það strekkist á tauginni, sendi- ferðabíllinn prjónar og Hondan dinglar á tauginni eins og tennisbolti sem komst ekki yfir netið þrátt fyrir fast skot. Svo verður allt rólegt aftur. Það slaknar á tauginni, menn stíga út til að ræða málin, nema ökumaður spænska Fíatbílsins sem lætur fyrir- berast í ökutæki sínu, enda taugar hans álíka strekktar og sjálf dráttar- taugin var þegar Hondan skall á henni svona líkt og tennisbolti o.s.írv... ÁBYRGÐIN Þá vaknar spurningin: Hver ber ábyrgð á þessum ósköpum? Er það sendibílstjórinn sem hnýtti silunga- hnútana tvo og dró þann spænska? Er það ökumaður vélarvana bílsins sem í raun og veru átti hugmyndina að drættinum þó ekki kæmi það til af góðu? Eða er það Hondueigandinn sem átti sér einskis ills von, var bara að flýta sér heim í kjötbollurnar til sinnar elskuðu sem stóð við pottana og beið? Baksíða helgarblaðs DV bar þessar spurningar undir sérfræðing sem hefur kynnt sér flest viðvíkjandi bílum, umferð og reglum þar að lút- andi, auk þess að vera liðtækur við hnýtingar hnúta. Honum fórust svo orð: „Þegar bifreið er dregin af annarri og þær festar saman með taug og tveimur silungahnútum er það að sjálfsögðu ökumaður dráttarbílsins sem ræður ferðinni; hversu hratt er ekið og hvaða leið farin. Sá i aftari bílnum ræður litlu þar um og verður að gæta þess eins að hafa taugina nægilega strekkta. Þegar komið er að gatnamótum getur ástandið orðið ískyggilegt, sérstaklega í myrkri, því þá verða flestar taugar ósýnilegar." - En hvernig meturðu stöðuna eins og hún birtist á þessari einstöku ljósmynd Sveins Þormóðssonar? REGLA NR. 1,2 og 3 „Ábyrgðin er tvímælalaust sendi- ferðabílstjórans. Hann átti að gera sér grein fyrir ökuhraða Hondunnar þó hann sæti þar ekki sjálfur undir stýri. Það er regla nr. 1, 2 og 3 að spenna aldrei taug yfir Suðurlands- brautina á mesta annatíma. Menn ættu að vita að silungahnútar gefa sig ekki frekar í þungum umferðar- niðnum en ám landsins sem geyma bæði dulda orku og fiska.“ Baksíðan þakkar sérfræðingnum greinargóð svör og í næsta tölublaði er stefnt að því að birta leiðbeiningar með skýringarmyndum um hvernig losa á silungahnúta af stuðurum þegar „Honda á hundrað“ hefur strekkt á þeim svo um munar. Sæl að sinni! EIR. AFSÍAM Síamstvíburar hafa lengi vafist fyrir skurðlæknum eins og gefur að skilja. Að- skilnaðurinn getur verið erfiður. Það er ekkert grín að þurfa að skera tvö böm í sundur. í því sambandi þykir okkur gleðilegt að geta sagt fréttir af auðveldustu aðgerð á þessu sviði sem gerð var fyrir skömmu á erlendu sjúkrahúsi. Þar fæddust síamství- burar öllum til mikillar hrellingar og var þegar hafist handa um að skilja þá að. Það var lítið verk og gekk vel vegna þess að tvíburamir vom samvaxnir á hárinu. Það þurfti bara að klippa... LÆKNAR í REYK Ýmsar útgáfur em til af viðvömn- armerk- ingunum aftan á sígarettupökkunum. Sumir velja sér tegundir eftir því hvaða mynd er á pakkanum. Við heyrðum af einum sem biður alltaf um sígarettupakkann með myndinni af ófrísku konunni sem er að æla yfir tvö böm. Svoleiðis miði mun að vísu ekki vera til. (— ---------------------N Reykingar eru heilbrigöisvanda- mál sem þú getur átt þátt í aö ley.sa. LANDLÆKNIR V______________________J Eitt eiga þessar merkingar þó sameigin- legt og það er að landlæknir undirritar hverja mynd. Hann mun þó sjálfúr reykja sígarettur og það sama má segja um yfir- lækni Hjartavemdar. Það er ekki til fyrir- myndar. INNRÁS íslendingar mega búast við sænskri menn- ingarinnrás í sumar. í erlendum blöðum lesum við um „kulturprojekt“ þar sem í forsvari er íslendingurinn Birgir Frímann Eðvarðsson. Er hann sagður vera að safna um sig listafólki og skapandi einstaklingum og ráðgert er að taka stefnuna á Island dagana 18- 27. júlí, á 200 ára afinæli Reykj avíkurborgar. Nánari upplýsingar er hægt að fá á Kungsholmsgatan 16, 11227, Stokkhólmi. Bréf skulu merkt „Kulturproj- ekt Island ’86“. RÁÐSTEFNUR í LEIKHÚSI Menntamálaráðherra hélt ráðstefnu um íslenskt mál í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi. Þótti hún takast vel enda mikið skraf- að á því ylhýra. Vom menn á einu máli um að Þjóðleikhúsið hentaði vel til ráðstefnu- halds og em fleiri ráðstefnur í bígerð. Skipt- ir þar mestu góð staðsetning Þjóðleikhúss- ins og svo hversu greiðan aðgang fatlaðir eiga að húsinu. Samkvæmt óstaðfestum fregnum em fyr- irhugaðar ráðstefiiur í Þjóðleikhúsinu um skammstafanir og loftræstingu í opinberum byggingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.