Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Page 8
8
DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Múgurinn hrópaði hótanir að vitnum við dómhúsið í Uitenhage, þegar réttarhöld hófust yfir 10 ungum
blökkumönnum vegna morðs á blökkum bæjarstjóra og fimm sonum hans.
BLÖKKUMENN DREPA
BLÖKKUMENNí OFSA
í fimmta sinn á tveim vikum fjöl- húsi, í útborginni Guguleto við
mennti lögreglan til leitar, hús úr Höfðaborg. Um 800 dátar og lög-
LANDSBANKINN
BYÐUR ÖRUGG
SKULDABRÉF
9,8%ÁRSÁVÖXTUN UMFRAM
VÍSITÖLUHÆKKANIR
[W
/ . / andsbankl Islands býður nú
BmBBm örugg skuldabréf til sölu í öllum
afgreiðslum sínum og hjá fjármálasviði
bankans að Laugavegi 7.
/TW
® kuldabréfin eru til 3ja og 5 ára
BiSmll aðupphæðkr. 10.000,-50.000.-
og 100.000.-.
/ K / e§na endursölutryggingar
Mi Landsbankans er ávallt hægt að
innleysa bréfin með mánaðar fyrirvara.
Nánari upplýsingar veita verðbréfadeildir
bankans um allt land og fjármálasvið
Laugavegi 7, sími 621244.
Landsbankí
íslands
Banki allra landsmanna
reglumenn tóku þátt í leitinni en
þyrlur svifu yfir húsum á meðan.
Lögreglan segist leita óeirðamanna.
Yfir 1000 hafa látið lífið í róstum í
S-Afríku frá því í febrúar í fyrra og
ber á því upp á síðkastið að. drepnir
séu blökkumenn sem þykja hafa
verið of samvinnufúsir við stjórnvöld
hvítra. Skríll brenndi blökkumann
til bana í Soweto, útborg Jóhannes-
arborgar, nú síðast.
Fyrir nokkru safnaðist um 2000
manns utan við fyrirtæki Ben Kinik-
ini, hins blakka bæjarstjóra
Kwanobuhle, sem er útborg við Uit-
enhage, tóku íjóra syni hans og heltu
yfir þá bensíni og brenndu til bana.
Kinikini, sem horfði á hryllileg enda-
lok sonanna, skaut fimmta soninn,
13 ára gamlan, til bana til þess að
hlífa honum við kvaladauðanum,
áður en skríllinn ruddist inn. Sjálfur
var hann síðan höggvinn með exi í
spað.
Lögreglan hefur handtekið 10 unga
menn á aldrinum 15 til 26 ára og
ákært fyrir morðið. En við vitna-
leiðslur hefur múgur safnast utan við
dómhúsið og hótað vitnunum að þau
verði „steikt" fyrir samvinnuna við
yfírvöld.
Blakkur leigubílstjóri var skotinn
og særður alvarlega í Queenstown
af öðrum blökkumönnum.
Vélmennitil
hreingerningar
Japanskir vísindmenn hafa
hannað og framleitt undravél-
menni sem sérhæft hefur verið í
hreingemingum ýmiss konar.
Talsmaður Toshiba, risafyrir-
tækisins er framleiðir vélmennið,
segir að gripurinn geti sópað,
þvegið og ryksugað tíu sinnum
hraðar en venjulegur meðalmað-
ur.
„Þriíhaðurinn er fullkominn
nema hvað hann á erfitt með að
ryksuga í þröngum hornum,"
sagði talsmaðurinn.
Hreingemingarvélmennið
kostar talsvert á aðra milljón
króna frá Toshiba fyrirtækinu
og er sérstaklega ætlað stórfyrir-
tækjum er þrífa þurfa stóra gólf-
fleti.
Fyrsta hreingemingarvélmen-
nið kemur til með að hefja störf
í Tokýoborg snemma á næsta ári.
Leynihirslur
AlCapone í
Chicago opn-
aöar í vor
Menn bíða með eftirvæntingu þess
að öryggisgeymsla, sem grunur leik-
ur á að glæpakóngurinn A1 Capone
hafi notað, verði opnuð 31. mars.
Hvort hann geymdi hrúgu af pening-
um, birgðir af áfengi eða lík myrtra
fórnarlamba sinn, veit þó enginn.
Til vonar og vara hefur skattinn-
heimtan lýst kröfu sinni í innihaldið,
því að Capone skuldaði 200 þúsund
dollara í skatta þegar hann dó 1947
farinn að heilsu eftir sjö ára fangels-
isvist, en það var syfilissjúkdómur
sem dró hann til dauða.
Peningahvelfingin verður opnuð í
beinni útsendingu í sjónvarpi.
Hún er í Lexington-hótelinu þar
sem Capone og félagar höfðu höfuð-
stöðvar sínar árin 1928 til ’31 en þessi
tiu hæða bygging er að hruni komin.
í henni hefur fundist fjöldi leyni-
ganga og leynidyra sem bófar Capo-
nes notuðu en þeir lögðu undir sig
tvær hæðir hótelsins.
ÁFENGI0G VAKA
MEÐ SKÍDAIÐKUN
Sérfræðingar við Limburg-
háskóla í Maastricht, sem fylgd-
ust með 1.088 hollenskum skíða-
mönnum síðasta vetur, telja
helmingi meiri hættu á því að
bláedrú skíðamenn verði fyrir
óhöppum heldur en hinir, sem
eru að þvælast á skíðum annað-
hvort timbraðir eða undir áhrif-
um. Þar á ofan er 30% meiri
hætta á því að þeir meiði sig, ef
þeir hljóta byltu, heldur en hinir
sem eru búnir að drekka fimm
sjússa.
Og því minna sem skíðamaður
var sofinn, áður en hann fór í
skíðabrekkurnar, því minni
hætta á slysi, samkvæmt því sem
þessir sérfræðingar segja.
Drykk.ja og vaka fram eftir
nóttu segir til sín og skíðamaður-
inn með hefðbundin eftirköst
ætlar sér af í brekkunum og fer
ekki eins djarflega. Færni breytir
þar engu um. Nó heldur meiri og
dýrari skíðabúnaður.
Athugun 'þeirra tvímenninga
leiddi í ljós að háskólamenntaðir
skíðamenn voru 20% ólíklegri til
að lenda í óhöppum og skíða-
garpar með dýrari útbúnað voru
yfirleitt meiri slysarokkar.
Flugránið á Möltu í lok nóvember kostaði yfir 70 mannslíf. Einn flugræn-
ingjanna lifði árásina af. Hann vilja Bandaríkjamenn nú fá framseldan.
Flugræningi
framseldur?
Bandarísk yfirvöld hafa farið þess
á leit við ríkisstjórn Möltu að hún
framselji þeim Omar Ali Mohammed
Rezaq, einn flugræningja egypsku
farþegaþotunnar er rænt var í síð-
asta mánuði.
Palestínumaðurinn Rezaq var sá
eini af flugræningjunum sem lifði af
árás egypskra víkingasveita á flug-
vélina á flugvellinum á Möltu. I
árásinni féllu tugir manna, bæði
flugræningjar og saklausir farþegar.
Ósk Bandaríkjastjórnar um frams-
al byggist á því að flugræninginn
verði hvorki látinn sæta refsingu á
Möltu né í Egyptalandi fyrir aðild
sína að flugráninu.
Talsmaður Möltustjórnar hefur
fullyrt að stjóm sín muni beita sér
fyrir þvf að Rezaq verði látinn sæta
ákærum og fái viðeigandi refsingu.
Rezaq er um þessar mundir á
sjúkrahúsi á Möltu helsærður eftir
árásina á flugvélina en þó ekki talinn
í lífshættu.
Skylda við föðurlandiö
Rúmenía vill hvetja til fleiri barn-
eigna með hærri barnalífeyri fyrir
barnafólk og skattafrádrætti um leið
og skattar voru hækkaðir á barn-
lausu fólki. Gætti þessa þegar í
auknum bameignum á síðasta ári.
Þessi stefna kom til framkvæmda
í mars 1984 þegar Ceausescu, forseti
landsins, brýndi það fyrir kvenfólki
Rúmeníu að barneignir væm „föður-
landsskylda".
Yfirvöld vilja fjölga landsmönnum
úr 22 milljónum upp í 24 milljónir
árið 1990.