Alþýðublaðið - 24.06.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.06.1921, Blaðsíða 3
ALÞÝÐOBLAÐTÐ 3 cand. polit. höfðaði á íslandsbanka fyrir það, að hann neitaði að inn- leysa seðla sfna í gulli. Verður nánar skýrt frá málinu innan skamms. Mínervingar fjölmennið i kvöld. Undirbúning mikinn hafa bann- menn hér í bænura um þessar tnundir undir skrúðgöngu og ræðu- höld 3. Júií n. k. Má vænta þess að þátttaka verðí mikil. Vafalaust fara stjórnarvöldin úr þessu að hefjast handa og verða við kröfu bannmanna um það, að framfylgja bannlögunum. Sérstaka lögregln er verið að æfa þessa dagana til þess að halda á reglu við konungskomuna. Vænt- anlega verður fyrsta boðorð þess- ara ,borðalögðu“ það, að sjá svo um að ekki þvælist druknir menn fyrir gestunum og geri landi sínu þar með skömm. Bjálparstðð Hjúkruaarféíagsia* Lfkn er opin sem hér segir: Mánudaga. . . . kl. II—12 f, h Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. fe Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. fe. Föstudaga. . . . — 5 — 6 c. L Laugardaga . . . — 3 — 4 e. It. Matarstell, dískar, tarínur, kartöfluföt, sósuskálar, steik- arföt, bollapör, könnur, skálar í verzlun Jjannesar 36nssonar Laugaveg 28. Komið og kynnið ykkur hin hagfeldu viðskifti í Matvöru- verzl. BVon“. Nýkomið hangikjöt, ekta saltkjöt, snsjör, reyktur rauð- magi, kæfa, egg og raiklar birgð- ir af kornvörum, kaffi, sykri, ex- porti, kartöflum og margt fleira. Virðingarfylst Gunnar S. Sigurðsson. Pvottabalar — fvottabretti — hfottaskálar — Skaft- pottar — Pottar — Prímus- ar — Katlar — Kaffikönnur nýkomið mjög ódýrt f verzlun Hannesar Jónssonar Laugaveg 28. Gpammofónpiötui* nýjar og ógsllaðar til sölu með tækifærisverði. — Til sýnis á af- greiðslu Álþbl. Kaupið »Verkamanninn«! lítlenðar jréttir. Émile Combes, eina meðal þektari stjórnmála- manna Frakka á síðustu -áratug- um, er nýlega látinn 85 ára gam- all (f. 1835). Eftir að hann komst á þing 1881, var hann jafnan einn af duglegustu mönnum radi- kalaflokksins og gerði sér einkum far um að koma skólamálum Frakka f betra horf en áður og losa þau undan öllum áhrifuaa kaþólsku kirkjunuar, Mentamála- ráðherra var hann eitt skeið, en síðan forsætisráðherra 1902—1905. — Á allra seinustu árum var hann farinn að draga sig út úr skarkala stjórnmálalífsins. OlympMeikamir. Alþjóða olympíunefndin hefír ákveðið að næstu olympíuleikar skuli fram fara 1924 í Farís og 1928 í Amsterdam. Jféuk London'. Æflntýrl. Munster kveikti í vindlingi og hélt áfram: — — „Sérðu oddann þarna, sagði hún við mig — þenn- an, sem brýtur ái Það liggur straumur að honum og í kringum hann, og þú sérð misvindið. Veðrið er gott og útfiri er á. Sigldu þangað báðum skipunum, snúðu þeim við í misvindinum og straumurinn rekur þau í strand á svipstundu. — Svo kem eg, bjarga öllum mönnunum og sigli burt með þá — þetta er mjög ein- falt mál. Skípin standa, unz flóð er komið. Þá sigla þau burtu og sækja nýja verkamenn. Það eru engin lög ' til, sem geta bannað þér að ráða menn, þegar þú ert mannlaus. — En það er bannað að svelta þá, sagði eg. —• Þú veist vel, að við höfum ekki miklar matbirgðir á skipunum, og á Martha er ekki svo mikið sem brauð- skorpa til.“ „Við höfum allir orðið að gera okkur „Kai-Kai“ svertingjanna að góðu, að þessu," skaut Sparrowhawk inn í. „— Gerðu þér engar rellur út af matvælunum, Mlinster skipstjóri, sagði hún, — ef eg get á Martha fundið mat í áttatíu og fjóra munna, getið þið líklega tveir gert hið sama á hinum skipunum. Farið þið nú og náið oddanum, áður en jafn vindur kemur og eyði- leggur alt saman. Og verið þið nú sælir piltar." „Við fórum af stað og framkvæmdum verkið," sagði Sparrowhawk hátíðlega og hló fram 1 nefið. „Við slök- unum á klónni og eg stýrði Ernily á oddann. — Farðu frá, hrópaði Múnster til mln, — annars seturðu mig í strand! ög hann skammaðist og bölvaði. En eg kærði mig kollóttan. Eg beitti upp í, og Flibberty rak á hánn, og við strönduðum í beztu einingu. Jóhanna tók verkamennina til sín, og bragðið var á enda leikið." „En hvar lá hún meðan norðvestanrokið var?“ spurði Sheldon. „Við Longa-Longa. Hún hélt þangað þegar hvesti, og lá þar heila viku og keypti mat af svertingjunum. Þegar við komum til Tulagi, beið hún þar eftir okkur og reifst við Burnett. Eg skal segja þár, Sheldon, hún er einstök í sinni röð þessi stúlka, hún er dásamleg." Múnster fylti aftur glas sitt, og meðan Sheldon horfði yfir til kofa Jóhönnu og þráði það að hún kæmi, hélt Sparrowhawk áfram: „Hún er eins hörð og steinn. Harðasti Járnkallinn, bæði meðal karla og kvenna, sem nokknrntíman hefir séð Salomonseyjarnar. Þú hefðir bara átt að sjá Poonga- Poonga morgunin sem við komum — byssuskotiu drundu á ströndinni, stríðsbumbur kváðu við í skógun- um, og alstaðar loguðu eldarnir. - Hér er ekkert hægt að gera, sagði Miinster." „Já, það sagði eg,“ vitnaði hann. Og það var ekkert hægt að gera það gat maður séð með hálfu auga og heyrt með öðru eyranu." Sparrowhawk hélt áfram: „— Nei, kerlingarræflar hafa hér ekkert að gera, sagði hún við hann. En við erum ekki komin enn og höfum því ekki byrjað. Þú gætir að minsta kosti beðið með það að verða hræddur unz við höíum varpað akkerum." „Já, þetta sagði hún:“ mælti Munster. „Og eg varð svo reiður við það, að mér var alveg sama hvað skeði. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.