Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Qupperneq 12
12
D V. MIÐVIKUD AGUR 29. JANÚAR1986.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Sveiflan stóð íár
Skoðanakannanir hafa um langt skeið beint athygli
að Alþýðuflokknum og formanni hans, sem var kjörinn
fyrir rúmu ári. Kannanir DV hafa sýnt mjög merkilega
sveiflu á fylgi flokksins. Fvlgið rauk upp, töluvert lengi
eftir formannsskiptin. Nl /irðist sveiflan á enda. Fylgi
flokksins er aftur komið niður í það að vera hið sama
og í síðustu þingkosningum.
Lítum nánar á þessa þróun. Fylgi Alþýðuflokksins
hrakaði mjög eftir síðustu kosningar. Augljóst var, að
forystumenn flokksins höfðuðu ekki til kjósenda. Þó
hefði átt að vera lag, þegar Alþýðuflokkurinn var í
stjórnarandstöðu og hafði verið um skeið. Fylgi flokks-
ins var aðeins um átta prósent í könnun DV í október
1983. Það var þá nærri fjórum prósentustigum undir
kosningafylginu. Fylgi flokksins minnkaði enn mikið.
Það var komið niður í sex prósent í október 1984.
Harðar kjaradeilur höfðu staðið. Alþýðubandalagið
bætti við sig og græddi á deilunum. En Alþýðuflokknum
mistókst að ná til kjósenda. Þetta breyttist við for-
mannsskiptin í Alþýðuflokknum, þegar Jón Baldvin
Hannibalsson felldi Kjartan Jóhannsson. Svo sem veður
getur skipazt á einni nóttu, rauk fylgi Alþýðuflokksins
fljótlega upp í tuttugu prósent. Fylgið minnkaði síðan
lítið eitt en hélzt nálægt tuttugu prósentum í DV-könn-
unum allt þar til í september síðastliðnum. Alþýðuflokk-
urinn var um alllangt skeið annar stærsti flokkur lands-
ins samkvæmt skoðanakönnunum. Nú gerðist það í
könnuninni í september, að fylgi flokksins fór niður í
Qórtán og hálft prósent og varð svipað fylgi Framsóknar
og Alþýðubandalags. Skoðanakönnunin, sem DV gerði
nú um síðustu helgi, sýnir enn hrakfarir Alþýðuflokks-
ins. Fylgi hans er nú hið sama og var í síðustu kosning-
um og flokkurinn orðinn minni en Framsókn og Al-
þýðubandalag og að komast á stig með Samtökum um
kvennalista. Þetta er að vísu ekki fall alla leið til þess,
sem var rétt áður en Jón Baldvin tók við formennsku.
En engu að síður hlýtur þetta að sýna mikil mistök
formannsins að undanförnu. Hann hefur misst tökin á
kjósendum. Jón Baldvin hefur sagt margt viturlegt um
efnahags- og þjóðmál, enda auðveldara í stjórnarand-
stöðu. En tök hans hafa fyrst og fremst byggzt á klókind-
um hins æfða stjórnmálamanns við leikbrögð. Nú hlýtur
Jón Baldvin enn að fara af stað og reyna að ná sér á
strik, áður en hann fellur í sömu gröf og fyrirrennari
hans, Kjartan Jóhannsson.
Þótt tap Alþýðuflokksins sé athyglisverðast við skoð-
anakönnunina nú vegna þess, sem á undan er gengið,
vekur margt annað eftirtekt. Fylgi Framsóknar fer
heldur vaxandi að nýju eftir slæmt skeið. Þó er fylgið
enn langt undir kosningafylgi þess flokks. Bandalag
jafnaðarmanna hefur að undanförnu tapað helmingi
síns fylgis. Sá flokkur var lengi í lægð en efldist við
frjálshyggjuskrif foringja. Nú hefur dregið úr áhuga á
þessum flokki eftir klofning. Sjálfstæðisflokkurinn var
í ládeyðu fyrri hluta síðasta árs en efldist eftir lands-
fund. Alþýðubandalagið er enn í lægð. Samtök um
kvennalista auka fylgi sitt mikið.
Mjög margir kjósendur eru eðlilega óánægðir með
alla flokkana. Enn getur verið langt til kosninga, og
enn reynir á, hvort einhver flokkur vinnur sér eitthvað
sérstakt til ágætis.
Haukur Helgason.
,,Þar með verður ekki tekið frekar mark á Seðlabankanum en flokksályktunum Sjálfstæðisflokksins.4
Seðlabankinn undirdeild
í Sjálfstæðisflokknum
Seðlabankinn er umdeild stofnun.
Kemur þar margt til. Eitt er það
að aðalbankastjóri bankans hefur
jafnan stillt sér í fylkingarbrjóst í
umdeildustu málum þjóðarinnar á
síðustu áratugum, stóriðjumálun-
um, og verið í fyrirsvari fyrir þá
sem hafa kosið erlenda stóriðju.
Sú stefna hefur nú beðið skipbrot
í hafsjó reynslunnar en fram-
kvæmd hennar hefur valdið íslend-
ingum stórfelldu tjóni og veldur
dag hvem sem við borgum orku-
reikningana okkar.
Þrátt fyrir þetta er þjóðinni
mikilvægt að eiga traustan mið-
banka, Seðlabanka, sem sér um
tiltekin atriði í bankamálum og
peningamálum þjóðarinnar. Með
stofnun Seðlabankans var honum
afhent gengisskráningarvaldið.
Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn beittu sér fyrir þeirri
örlagaríku ákvörðun sem var
umdeild á sínum tíma og er enn
umdeilanleg. Hitt verður ekki síður
til þess að draga úr trausti manna
á Seðlabankanum að margir hafa
talið stefnu hans mjög misvísandi
að því er varðar almenna peninga-
málastjóm og að hann hafi seilst
langt inn á starfssvið viðskipta-
bankanna. Þá er vaxtastefna hans
harðlega gagnrýnd á seinni árum.
Seint á árinu 1982 kom til ágrein-
ings milli Seðlabankans og ríkis-
stjómarinnar um hækkun vaxta.
Ríkisstjómin hafði ekki samþykkt
hækkun vaxta, en Seðlabankinn
tilkynnti vaxtahækkunina án
samþykkis ríkisstjómarinnar.
Þetta gerði Seðlabankinn á grund-
velli ótvíræðra lagaheimilda. Mín
afstaða var og er sú að þessum
lagaheimildum hafi átt að breyta í
þá vem að ríkisstjómin hefði skil-
yrðislaust úrslitavald um vaxtaá-
kvarðanir. Hefur Alþýðubandalag-
ið talið rétt að breyta Seðlabank-
anum í þessa vem og fyrir forgöngu
Alþýðubandalagsins 1979 voru
rekstrar- og afurðalán atvinnuveg-
anna skilin eftir í höndum ríkis-
stjómarinnar. Þegar deilan kom
upp 1982 kaus Framsóknarflokkur-
inn að hafa þá skoðun að taka
ætti vaxtaákvarðanimar af Seðla-
bankanum á sama hátt og Al-
þýðubandalagið. Kom sú skoðun
fram í umræðum um málið af hálfu
formanns Framsóknarflokksins.
Aðrir hafa ekki stutt þessa afstöðu
Alþýðubandalagsins. Þannig hafa
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn slegið skjaldborg um
úrslitavald Seðlabankans í þessum
efnum, Alþýðubandalagið hefur
verið á móti, en Framsóknarflokk-
urinn skiptir um afstöðu af og til.
Framsókn snýr viö blaðinu
Þegar Framsóknarflokkurinn fór
í ríkisstjórn með Sjálfstæðis-
flokknum sneri hann við blaðinu,
fyrst með því að samþykkja nær
algjört vaxtafrelsi handa við-
skiptabönkunum sumarið 1984. Sú
ákvörðun hafði í för með sér kafla-
skipti í íslenskum stjómmálum
Kjallarinn
SVAVAR GESTSSON
FORMAÐUR
eins og bent var á í Tímanum á
dögunum. En hér var þó ekki látið
staðar numið: Síðastliðið vor voru
knúin fram á alþingi lög um við-
skiptabanka sem gefa þeim algjör-
lega frjálsar hendur um vaxtaá-
kvarðanir og núna liggja fyrir
þinginu tillögur frá ríkisstjóminni
um að Seðlabankinn verði í raun-
inni sviptur öllum möguleikum til
þess að hafa áhrif á vaxtastigið.
Þannig hefur þá Framsóknarflokk-
urinn framkvæmt fyrirheit sjn frá
því fyrir kosningarnar 1983: í stað
þess að koma vaxtaákvörðunum á
ný til ríkisstjómarinnar hafa
vaxtaákvarðanir verið færðar svo
langt frá ríkisstjóm landsins að
hún er framvegis svo að segja
ómyndugur aðili í þeim efnum.
Nú tekur steininn úr
Þegar slíkt ægivald er komið í
hendur bankanna undir forystu
Seðlabankans veltur á öllu að
Seðlabankinn njóti almenns
trausts. Til þess ber stjórnvöldum
að gera viðeigandi ráðstafanir,
meðal annars þegar ráðnir eru
bankastjórar Seðlabankans. Því
miður hefur núverandi ríkisstjóm
ekki borið gæfu til þess að gæta
að sér í þessum efhum. Þannig var
ráðning Tómasar Ámasonar mjög
umdeild fyrir fáeinum mánuðum.
Þó hafði Tómas það fram að færa
að hann hefði verið yfirmaður
Seðlabankans í þrjú ár sem við-
skiptaráðherra og verið fjármála-
ráðhera á annað ár. Auk þess hafði
hann um árabil starfað sem for-
stjóri Framkvæmdastofnunar rík-
isins. Engu að síður var ráðning
hans umdeild og varð ekki til þess
að auka tiltrú á Seðlabankanum.
En flestum fannst þó nóg komið.
En nú tekur steininn úr: Ráðning
Geirs Hallgrímssonar er kafla-
skipti í sögu Seðlabankans. Með
þeirri ráðningu er verið að veikja
tiltrú fólks á Seðlabankanum. Ekki
vegna þess að Geir sé verri en aðrir
þingmenn eða ráðherrar íhaldsins
heldur vegna þess að hann er frá-
farandi formaður Sjálfstæðis-
flokksins og forystumaður hans í
áratugi. Þar með verður ekki tekið
frekar mark á Seðlabankanum en
flokksályktunum Sjálfstæðis-
flokksins. Þar með hefur Seðla-
bankinn dæmt sig algjörlega úr
leik sem ráðgjafi ríkisstjórna og
alþingis í efnahagsmálum. Með
ákvörðun um að ráða Geir Hall-
grímsson hefur núverandi ríkis-
stjórn ákveðið að Seðlabankinn
verði enn umdeildari en áður og
það sem meira er: óhjákvæmilegt
verður við stjórnarskipti að gera
kröfur um að forráðamenn Seðla-
bankans víki fyrir hæfum mönnum
með víðtæka faglega yfirsýn.
Með ráðningu Geirs Hallgríms-
sonar í Seðlabankann lítur landa-
kort Sjálfstæðisflokksins í banka-
málum þannig út:
Seðlabankinn: Geir Hallgríms-
son, fyrrverandi formaður Sjálf-
stæðisflokksins, alþingismaður og
ráðherra um árabil og borgarstjóri
í Reykjavík. Formaður bankaráðs:
Jónas Rafnar, fyrrverandi þing-
maður Sjálfstæðisflokksins.
Útvegsbankinn: Lárus Jónsson,
fyrrveranndi þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins og formaður íjárveit-
inganefhdar á vegum íhaldsins.
Formaður bankaráðs: Valdimar
Indriðason, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Landsbankinn: Jónas Haralz,
einn aðalhugmyndafræðingur
íhaldsins í efnahagsmálum um
áratugi, efnahagssérfræðingur við-
reisnarstjómarinnar. Formaður
bankaráðs: Pétur Sigurðsson, al-
þingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Þarf frekari vitna við: Sjálfstæð-
isflokkurinn lítur á þjóðbanka sem
sína einkaeign rétt eins og Ríkisút-
varpið eða Lánasjóð íslenskra
námsmanna eða Reykjavíkurborg.
Það er kominn tími til að þessum
flokki valdahrokans verði settur
stóll fyrir dymar. Yfirgangur
íhaldsins er óþolandi. Ráðning
Geirs Hallgrímssonar í Seðla-
bankann er punkturinn yfir i-ið.
Svavar Gestsson.
„Óhjákvæmilegt verður við stjórnar-
^ skipti að gera kröfur um að forráða-
menn Seðlabankans víki fyrir hæfum
mönnum með víðtæka faglega yfirsýn.“