Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Side 3
DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. 3 Fréttir Fréttir Fréttir Pöbbarnir í Reykjavík: „Bíðum eftir bjómum” „Það er ekki hægt að neita því að stemmningin yrði hér allt önnur ef bjórinn kæmi. Við bíðum eftir því að bjórinn verði leyfður," sagði Þorsteinn Gunnarsson, eigandi Duus-hússins við Fischersund. Þor- steinn sagði að litlu veitingastaðirn- ir gætu ekki byggt afkomu sína ein- göngu á matsölu. „Það er dýrt að sitja uppi með miklar birgðir af mat þegar maður veit aldrei hvað margir matargestir koma hverju sinni,“ sagði Þorsteinn. Eins og kom fram í DV í gær er samdráttur í rekstri litlu veitingahú- sanna á Stór-Reykjavíkursvæðinu. „Það er greinilegt að það er orðið of mikið af litlum matsölustöðum sem byggja afkomu sína á áfengis- sölu,“ sagði Ragnar Guðmundsson, annar eigandi Lauga-áss sem er veitingahús án víns. Það var samdóma álit þeirra manna, sem við ræddum við á veit- ingahúsunum í miðborg Reykjavík- ur, að mikill fjöldi gesta kæmi inn á staðina til að ræða málin í notalegu umhverfi, fá sér kaffi, eitt glas af léttvíni og jafnvel vatnsglas. Það væri oft margt um manninn en spumingin væri hvort það borgaði sig til lengdar að reka staði þegar ekki kæmu miklir peningar í kas- sann. Þegar við spurðum Jón Einarsson, annan eiganda Fógetans við Aðal- stræti, hvort það hefði dregið úr aðsókn þegar hætt var að selja bjór- líki sagði hann: „Bjórlíkisbannið hefur ekkert að segja. Menn voru hættir að drekka bjórlíkið." Þeir sem við ræddum við voru misjafnlega bjartsýnir. Sumir sögðu að það væri að lifha yfir fólki. Aðrir sögðu að erfiður tími væri framund- an. Tími þorrablóta og árshátíða. Þá væri erfitt að keppa við stóru veit- ingahúsin, eins og Hótel Sögu og Erfiðir timar framundan hjá pöbbun- um. Bjórinn er ekki í sjónmáli. Broadway, þar sem 1500 manns væru í mat um helgar. „Það er greinilegt að fólk vill frekar kaupa allt í einum pakka: Mat, skemmtiatriði og dans,“ sagði einn þjónninn sem við ræddum við. Já,<það var slæmt hljóðið í mörgum sem við ræddum við. -sos BYLTING HJA RÍKISMATINU — nýtt skipulag í gildi um mánaöamótin í burðarliðnum er nýtt skipulag hjá Ríkismati sjávarafurða. Það er í samræmi við ný lög um stofnunina og breytt verkefni. Að sögn Halldórs Ámasonar iískmatsstjóra er miðað að virkari stofnun með nútímalegum starfsaðferðum. Ætlunin er að starfa náið með fyrirtækjum, útflytjendum og samtökum í sjávarútvegi. Nýja skipulagið tekur gildi 1. febrúar. Ráðið hefur verið í fjórar af fimm stjórnunarstöðum, sem nú er ráðstaf- að í samræmi við nýja skipulagið. Guðrún Hallgrímsdóttir matvæla- verkfræðingur verður forstöðumað- ur ferskfiskdeildar. Hún stjómaði afurðadeild, en óráðið er í stöðu yfir- manns hennar. Samræma má mat- skerfið milli verstöðva og taka upp punktakerfi. Þá hefur Haukur Ingibergsson verið ráðinn rekstrarstjóri yfir yfir- matsmönnum svæða og ferskfisk- matsmönnum. Hann hefúr verið framkvæmdastjóri Framsóknar- flokksins undanfarið. Forstöðumað- ur gagnavinnslu og upplýsingasviðs verður Paul Ragnar Smith tölvusér- fræðingur og loks hefur Skarphéðinn Óskarsson matvælafræðingur verið ráðinn hreinlætissérfræðingur. HERB Skyldleiki visnu og eyöni: HEILASNEÍÐAR ERU TIL RANNSÓKNAR AÐ KELDUM Guðmundur Georgsson læknir er nú að rannsaka heilasneiðar úr eyðnisjúklingum. Rannsóknin fer fram á tilraunastöðinni á Keldum. „Ég hef verið að rannsaka visnu í heilum og athuga hvaða heilafmmur sýkjast vegna visnu. I því samhengi datt mér í hug að athuga sneiðar úr heilum sjúklinga sem hafa dáið úr eyðni. Það getur hugsanlega hjálpað við greiningu á eyðniveimnni ef hægt er að nota mótefni gegn visnu á eyðniveiruna. Það er s.s. mögulegt að sömu eða svipaðar heilafrumur og sýkjast vegna visnu sýkist ef sjúklingur smitast af eyðni," sagði Guðmundur Georgsson læknir. Guðmundur er þegar búinn að skoða nokkrar heilasneiðar sem sendar voru hingað frá Ameríku. Hann hefur ekki ennþá skoðað heila- sneiðina sem hann er með úr íslend- ingnum sem dó úr eyðni. „Það er þýðingarmikið að fá sem flestar sneiðar svo hægt verði að fá ein- hverjar niðurstöður af þessum at- hugunum. Ennþá er ekki hægt að fullyrða neitt þar sem rannsóknin er svo skammt á veg komin. Þetta lofar þó góðu. Ég vonast til að geta sagt eitthvað um þetta í byrjun febrúar," sagði Guðmundur. -KB Fræðsluherferð í kynferðismálum Kvennalistinn vill að gerð verði fræðsluherferð í kynferðismálum með það meginmarkmið fyrir augum að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir, sérstaklega hjá ungum stúlkum. Þingmenn flokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þetta efni. I greinargerð kemur fram að svo virðist sem fræðsla um kynferðismál sé bágborin hér á landi þrátt fyrir II ára gömul lög sem kveða skýrt á um fræðslu. T.d. er fæðingatíðni meðal stúlkna undir 20 ára mun hærri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. 1981 voru 49 lifandi fædd börn á hverjar 1000 stúlkur á aldrinum 15 til 19 ára hér á landi. í Noregi var þessi tala 24 böm, í Finnl- andi 17 börn og í Danmörku og Sví- þjóð aðeins 14 böm. Með greinargerðinni fylgja tillögur um herðferð þessa. I þeim er lögð áhersla á að fjölmiðlar verði notaðir t'l fræðslu í þessum efnum og áber- andi auglýsingar settar upp á stöðum sem ungt fólk heldur sig. Þá er einnig lagt til að aðgangur að getnaðar- vömum verði auðveldaður. -APH Verjur seld- arúr sjálfsölum? „Ætla má að fyrirhöfnin við útvegun getnaðarvarna vaxi mörgum í augum, einkum ungu og reynslulitlu fólki. Mikilvægt er því að fækka hindrunum eftir föngum og hvetja beinlínis til notkunar getnaðarvarna, m.a. með því að auðvelda aðgengi að getnaðarvömum og draga úr kostnaðinum. Það fyrrnefnda mætti t.d. gera með því að hafa sjálfsala með verjum á almanna- færi og hugsanlega mætti greiða slíkar verjur niður á einhvern hátt,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögu sem þing- menn Kvennalistans hafa lagt fram á Alþingi. Þær vilja að hrint verði í framkvæmd lögum frá 1975 sem gera ráð fyrir því að sjúkrasamlög greiði sinn hluta af kostnaði við getnaðarvamir. Þessi lög hafa ekki verið fram- kvæmd fram að þessu. Bent er á að ófremdarástand ríki í getnaðarvarnarmálum. Samkvæmt skýrslu landlæknis um fóstureyðingar árin 1976 til 1983 kemur fram að ekki vom notaðar getnaðarvamir í um 70 prósent tilvika þegar þungun varð. Þingmennimir telja að helst væri hægt að greiða niður pill- una. Algeng tegund pillunnar kostar 442 krónur. Fyrir sömu upphæð greiðir neytandi fyrir samlagsskylt lyf aðeins 310 krón- ur eða 132 krónum minna. Þessi munur sé kannski lítill en fyrir skólastúlku eða lágtekjumann- eskju með allt niður í 97 krónur í tímakaup munar sannarlega um hverjakrónu. -APH SASEM FLESTIR VILJA EIGA * Framhjóladrifinn meö framúrskarandi aksturseiginleika. Sniðinn fyrir íslenskar aðstæður. Þú kemst strax á bragðið þegar þú keyrir hann. TÖGGUR HR UMBOÐ FYRIR SAABOGSEAT BÍLDSHÖFÐA16, SfMAR 81530-83104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.