Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Qupperneq 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Niðurstöður skoðanakönnunar DV um borga rstjómarkosni ngar: MIKUR YFIRBURÐIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikla yfirburði yfir aðra flokka í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun sem DV gerði um síðustu helgi. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn virðist standa traustum fótum. Fylgi flokksins hefur eflst frá því að DV gerði sams konar skoðanakönnun í maí á síðasta ári, og var þó yfirgnæf- andi fyrir. Flestir andstöðuflokkarn- ir liggja niðri nema helst Alþýðu- bandalagið samkvæmt þessari síð- ustu skoðanakönnun. Eins og fram hefur komið gerði DV um síðustu helgi skoðanakönnun með 600 manna úrtaki á öllu landinu. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt mifii Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar. DV hafði nú þá aðferð að spyrja þá úr úrtakinu, sem voru á Reykjavíkursvæðinu, hvort þeir væru borgarar í Reykjavíkur- borg. Ef þeir sögðu já við því voru þeir spurðir hvaða lista þeir mundu kjósa ef borgarstjórnarkosningar færu fram nú þegar. Alls reyndust 224 vera borgarar í Reykjavík. Þessi hópur svaraði því spurningunni um hvaða lista fólk mundi kjósa til borgarstjórnar. Af þessum hópi sögðust hvorki meira né minna en 48,2 prósent mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. 8 prósent af heildinni sögðust mundu kjósa Alþýðubandalagið. Alþýðuflokkur- inn fékk 1,8 prósent og Kvennafram- boðið einnig 1,8 prósent og Fram- sókn 1,3 prósent. Óákveðnir voru 26,8 prósent og 12,1 prósent vildu ekki svara. í skoðanakönnun DV í maí í fyrra sögðust 40,7 prósent mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 3,8 prósent Alþýðuflokkinn, 2,3 prósent Framsóknarflokkinn, 1 prósent Bandalag jafnaðarmanna, 6,3 pró- sent Alþýðubandalagið, 3,8 prósent Kvennaframboðið og 0,2 prósent Flokk mannsins. Bandalag jafnaðar- manna og Flokkur mannsins komast nú ekki á blað. í könnuninni í maí í fyrra voru 30,3 prósent af úrtakinu óákveðin, svo að þeim hefur nú fækkað. Þá voru 11,5 prósent sem ekki vildu svara, sem er svipað og nú. Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Kvennaframboð Úákveðnir Svara ekki Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: 4 eða 1.8% 3 eða 1,3% 108 eða 48,2% 18 eða 8% 4 eða 1,8% 60 eða 26,8% 27 eða 12.1% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar. Til samanburðar eru niðurstöður skoðanakönnunar DV i maí i fyrra og úrslit siðustu borgarstjórnarkosninga: NÚ Maí '85 Kosn. Alþýðuflokkur 2,9% 6.6% 8% Framsóknarflokkur 2,2% 4% 9.5% Bandalag jafnaðarmanna - 1,7% - Sjálfstæðisflokkur 78,8% 69,9% 52,5% Alþýðubandalag 13,1% 10,9% 19% Kvennaframboð 2,9% 6,6% 10,9% Flokkur mannsins - 0.3% - Ef við tökum aðeins þá sem taka afstöðu nú hefur Sjálfstæðisflokkur- inn 78,8 prósent, sem er nokkru meira en hann hafði í maíkönnun- inni í fyrra og langt yfir fylgi flokks- ins í síðustu borgarstjórnarkosning- um. Alþýðubandalagið hefur nú 13,1 prósent og hefur bætt við sig frá maíkönnuninni. Sjá nánar í með- fylgjandi töflu um samanburð á fylgi listanna í könnununum og í síðustu kosningum. Alþýðuflokkurinn fær nú aðeins 2,9 prósent af þeim sem taka afstöðu. Kvennaframboðið fær einnig 2,9 prósent. Stórmerkilegt er hvernig Kvennaframboðið dettur niður í fylgi til borgarstjórnar á sama tíma og Samtök um kvennalista bæta miklu við sig á landsvísu. Framsókn- arflokkurinn fær 2,2 prósent. Þetta er mikil lægð vinstri flokkanna og skýrist auðvitað ekki á því að úrtak- ið sé fremur lítið. Hitt er annað mál að margir Reykvikingar munu eiga erfitt með að gera upp við sig hvern vinstri listanna þeir mundu kjósa í borgarstjórnarkosningum, þótt nokkur slíkur hópur sé í andstöðu við núverandi meirihluta. En mikið fjall er að klífa fyrir vinstri listana eigi þeir að koma skammlaust út úr borgarstjórnarkosningum. Þeir liggja allir langt undir kosningafylg- inu, einnig Alþýðubandalagið, sem hafði 19 prósent atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum. - HH Ummæli fólks í skoðanakönnuninni: Davíd dýrk- aöur mikið Karlmaður sagðist mundu kjósa listann, sem Davíð væri á, eins og hann komst að orði. Annar sagðist mundu kjósa hann Davíð. Karl sagð- ist hafa kosið D-ið en mundu næst kjósa G vegna gerræðis Davíðs. Karl sagði betra að kjósa stjórn Sjálfstæð- isflokksins fremur en samkrull margra flokka. Annar sagði, að Davíð væri sinn maður. Karl sagðist kjósa Davíð. Annar sagði Davíð hafa staðið sig vel í sjónvarpsþætti Óm- ars. Kona sagðist kunna vel við Davíð. Önnur sagði, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði staðið sig mög vel í borginni. Kona sagðist kjósa þann flokk, sem Davíð Oddsson væri í. Kona sagðist óákveðin. Hún væri þreytt á öllum pólitískum flokkum. Kona sagðist telja Davíð ágætan. Margir mættu taka hann sér til fyrir- myndar. Önnur sagðist mundu kjósa Davíð. Kona sagðist ætla að kjósa listann hans Davíðs. - HH I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Albert í Framsókn Samkvæmt skoðanakönnunum sópast fylgi að Sjálfstæðisflokkn- um. Virðist raunar sem ekki skipti máli hvað flokkurinn tekur sér fyrir hendur né heldur hvaða vit- leysu forystumennirnir láta út úr sér. Alltaf skal íhaldið koma stand- andi niður í fylginu. Ýmsir hefðu haldið að stjórnmálaflokkur mætti vel við slík úrslit una sem þessar skoðanakannanir sýna og fagnaði dijúgu fylgi. En það er nú öðru nær. Maður að nafni Leifur Sveinsson, sem ku vera einn af aðaleigendum Morg- unblaðsins og ævifélagi í flokkseig- endafélaginu, hefur af þessu áhyggjur. Hann vill losa Sjálfstæð- isflokkinn við þetta déskotans lausafylgi og aðskotadýr og skrifar grein í einkablað sitt og leggur til að Albert Guðmundssyni sé vísað yfir til Framsóknarflokksins. Þar á hann heima, segir Leifur og telur að Albert hafi alla tið villt á sér heimildir. Nú er kominn timi til að kappinn fari aftur heim til föður- húsanna, segir Leifur Sveinsson og fermikinn. Nú er það nokkuð ljóst að Albert Guðmundsson hefur meira per- sónufylgi en aðrir islenskir stjórn- málamenn á okkar dögum. Hvað eftir annað hefur hann orðið efstur í prófkjörum og trónað í fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Er ekki að efa að flokkurinn hefur notið góðs af framboði og fram- göngu Alberts í þágu Sjálfstæðis- flokksins og Albert átt þátt í um- talsverðu fylgi flokksins í hverjum kosningum, jafnt til borgarstjómar sem alþingis. Ef kenning Leifs er rétt, að Albert hafi alla tíð verið framsóknarmað- ur i laumi, hafa kjósendur að minnsta kosti ekki áttað sig á þvi né heldur flokksfory stan sem hefur sýnt honum margvíslegan trúnað í gegnum árin. Hitt er þá ekkert skritið hversu litið fylgi Framsókn- arflokkurinn hefur haft í Reykja- vík, þegar í ljós kemur að L. tin af framsóknarfylginu hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn til að pranga framsóknarmanninum Albert Guðmundssyni til forystu hjá íhald- inu. Sem er auðvitað mikið betri aðferð heldur en að hafa hann í framboði hjá Framsókn, þar sem áhrif hans mundu verða lítil og óveruleg. Þetta.hefur sjálfstæðisfólk ekki vitað, nema þá Leifur Sveinsson, og verður að átelja hann fyrir það ábyrgðarleysi að halda flokksskir- teini Alberts leyndu í hálfan annan áratug. Hann ber ábyrgð á því að kjósendur hafa verið gabbaðir í hverjum kosningunum á fætur öðrum með því að kjósa framsókn- armanninn Albert á D-listanum meðan Leifur vissi betur allan tím- ann. Það að Leifi Völundarbróður dettur í hug að upplýsa þetta leynd- armál akkúrat núna getur ekki stafað af öðru en því að honum finnst nóg um fylgið sem Sjáfstæð- isflokkurinn situr uppi með í krafti Alberts. Albert mun hafa komið upp um sig þegar hann fór aö hæla Jónasi frá Hriflu. Það er nefnilega dauða- sök hjá íhaldinu að hæla Jónasi, jafnvel þótt hundrað ár séu frá fæðingu hans. Hjá Sjálfstæðis- flokknum, eða í það minnsta hjá þeim partinum sem tilheyrir flokk- seigendafélaginu, fyrirgefast engar syndir og hver og einn skal gjalda hugsjóna sinna út yfir gröf og dauða. Jónas frá Hriflu verður ekki tekinn í sátt og ekki heldur neinar styttur af honum. Albert varð það á að fara vinsamlegum orðum um þennan látna stjórnmálaforingja á aldarafmæli hans og það er mesta óhæfuverk sem hægt er að vinna í augum hinna heittrúuðu. Leifur Sveinsson safnar gaman- sögum. Þær birtir hann í Morgun- blaðinu. En gamansagan um fram- sóknarmanninn Albert Guðmunds- son var fyndin. Það er meira heldur en hægt er að segja um allar hinar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.