Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Síða 9
DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd 11 Munum halda áfram Vísindamenn NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar, hafa nú hafið rannsóknir á hundruðum smá- hluta úr braki geimferjunnar Chal- lenger er rekið hefur á land í Flórída síðustu tvo sólarhringa eða hefur verið bjargað úr hafi af björgunar- mönnum. Geimfarar NASA, er tekið hafa þátt í geimferjuáætluninni, hafa tekið höndum saman við vísinda- menn við rannsókn slyssins. NASA hefur lýst því yfir að rann- sókninni verði skipt í tvo hluta til að flýta fyrir og einfalda gagnasöfn- un. Hættulegt brak Minjagripasafnarar hafa strang- lega verið varaðir við því að snerta nokkra þá hluti er rekið gæti á landi og telja má að séu úr braki geim- ferjunnar. Segja vísindamenn að mikið magn hættulegra efna, sum geislavirk, hafi verið um borð í geimferjunni er hún sprakk í tætlur og mögulegt sé að efnin geti valdið skaða séu þau handfjötluð af ókunnugleika. Yfirmenn NASA hafa hrósað geim- förum stofnunarinnar fyrir sam- starfsvilja við rannsókn málsins. Áætlun heldur áfram Yfirmenn geimferðastofnunarinn- ar lögðu á það áherslu að þrátt fyrir tímabundna seinkun á geimferjuá- ætluninni væri aðalatriðið að stofn- Leitarmaður úr landgönguliði Bandarikjahers kemur með hluta úr braki geimferjunnar Challenger á land á Cocoa strönd á Flórída í gær. segja yfirmenn NASA unin hygðist ótrauð ætla að halda áfram með geimrahnsóknir sínar í framtíðinni en við þær rarmsóknir hafa geimferjurnar spilað stórt hlut- verk. Vísindamenn geimferðastofnunar- innar munu til að byrja með leggja áherslu á rannsóknir á braki því er finnst af Challenger en á síðari stig- um rannsóknarinnar yrðu upplýs- ingar um flug og undirbúning fyrir flugtak athugaðar. Strandgæslan fann í gær stærsta brakhluta er fram að þessu hefur fundist úr ferjunni skammt frá Cana- veralhöfða. Tekist hefur að finna um 300 kíló braks fram að þessu, mest af því afarsmátt. Samúðarkveðjur Reagans Skip flotans og strandgæslunnar, auk fjölda flugvéla og þyrlna, fín- kembir nú 5500 fermílna leitarsvæði undan Flórídaströndum. Reagan forseti hringdi i gær til aðstandenda þeirra sjö geimfara er fórust með Challenger og vottaði þeim samúð sípa. Forsetinn sendi einnig handskrif- aða samúðarkveðju til gagnfræða- skólans í Concord New Hampshire þar sem Christa McAuliffe, fyrsti óbreytti borgarinn er sendur var út í geiminn, var kennari. Yusupof hefur unniö 3 íröðaf Timman Hollenski stórmeistarinn Jan Timman hefur rekið sig á vegg í áskorendaeinvíginu við Artur Ju- supov eða það kalla gárungamir hinn 25 ára gamla Moskvubúa sem hefur núna unnið þrjár skákir í röð af Timman og þarf aðeins að vinna eina til viðbótar til þess að komast i úrslitaeinvígið. Hollendingurinn hefur tekið sér hlé til þess að hugsa ráð jsitt og stöðva sigurgöngu Rússans en þeir tefla aftur næst á laugardag. í skákstigum reiknað hefur Timm- an verið talinn í þriðja sæti, jafn Yusupov, að baki þeim Karpov og Kasparov. Hefur Timman almennt verið álitinn bestur skákmanna vest- an járntjalds. En þetta einvígi hefur reynst honum þungt. Hann vann fyrstu skákina fyrir tveim vikum en síðan marði hann þrisvar jafntefli áður en Yusupov komst á skrið og vann þrjár í röð. - Sá sem fyrstur fær fimm og hálfan vinning fer með sigur úr einvíginu. En hvor þeirra sem sigrar mætir síðan Sokolov sem kolvann landa sinn V aganian(6-0) í einvígi í Minsk. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson Tryggingar verja sig gegn eyðni Líftryggingarfélag í Ástralíu selur ekki nýjum viðskiptavinum líftrygg- ingu nema þeir skrifi undir yfirlýs- ingu um kynlífsvenjur sínar eða gangist undir blóðprófanir í leit að ummerkjum eyðni (ónæmistæring- ar). Nokkur tilvik hafa verið þar sem krafist hefur verið líftryggingarfjár af félaginu vegna eyðnidauðsfalla en alls hafa 67 látist í Astralíu af völdum eyðnisjúkdómsins síðan fyrsta AIDS-tilfellið fannst þar 1983. Vitað er um 77 eyðnisjúklinga þar í dag. Líbýskt flutningaskip, fullhlaðið eldfimum olíuefnum, brennur nú stafnanna á milli undan suðurströnd Englands, skammt frá Dorset. Yfir 50 breskir slökkviliðsmenn strandgæslunnar hafa barist við eld- inn frá því í gærkvöldi í Ebn Magid, Flestir sjúklinganna hafa verið kynhverfir, á aldrinum 30-39 ára. Fundist hafa í Sydney 50 þúsund manns með mótefni gegn eyðni í blóði sínu sem gefur til kynna að þeir hafi komist í snertingu við sjúk- dóminn. Líftryggingarfélögin krefjast þess nú að skjólstæðingar þeirra gangist undir blóðprófun áður en skilmál- arnir eru undirritaðir. 5000 lesta flutningskipi frá Trípolí. Auk slökkviliðsbáta eru flugvélar með vatnssprautubúnaði notaðar við slökkvistarf. Áhöfninni var allri bjargað eftir að eldsins varð vart í gærdag. ELDAR LOGAIMAGID Opið laugardag kl. 13—17. TÖGCUR HR UMBOÐ FYFUR SAAB OG SEAT BÍLDSHÖFÐA16, SlMAR 81530-83104 ----------------„. 1983, 4ra dyra, Ijósdrapp, beinskiptur, 4ra gíra, ekinn 56 þús. km. Góður bill. Verð kr. 485.000,- Saab 99 GL árg. 1980, 4ra dyra, rauður, beinskiptur, 4ra gíra, ek- inn 90 þús. km, mjög góður og fallegur bill, skipti á ódýrari mögu- leg. Verð kr. 285.000,- Saab 900 GLS árg. 1982, 5 dyra, Ijósblár, sjálfskiptur, ekinn 61 þús. km, mjög góður bill, skipti á ódýr- ari möguleg. Verð 430.000,- Saab 900 GLE árg. 1982, 4ra dyra, blágrár, sjálfsk. + vökvastýri, topplúga, litað gler, rafmagnslæs- ing o.fl.Verðkr. 490.000,- Saab 99 GL árg. 1982, 4ra dyra, silfurlitaður, ekinn 32 þús. km, beinskiptur, 5 gira, skipti möguleg á ódýrari Saab. Verð kr. 375.000,- _______________________ I Saab 900 Turbo árg. 1982, 5 dyra, hvitur, beinskiptur, 5 gíra, ekinn 63 þús. km, skipti möguleg á ódýrari eða góð kjör. Verð kr. 575.000,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.