Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Síða 32
44 DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 f i 1 \ i 1 N i I s ! I I ( 1 ! Menningavverðlaun D Vfyrir árið 1985: Viðkvæmt samband fjölmiðla og listar Setningarávarp Aðalsteins Ingólfssonar Góðir gestir. Mér þykir nwsta ótrúlegt að þetta skutí vera i áttunda sinn, sem Menningarverðlaun DV eru veitt. Átta ár eru ekki heil eilífð. En á þessu tímabití hafa þófjórar ríkisstjórn- ir verið við völd og dóttir mín farið úr vöf'f'u yfir í varalit. Sennilef’a er ekki tímahært að gera úttekt á þessum verðlaunaveitingum fyrr en á tíu ára afmætí þeirra. Þó verð ég að segja að það kemur mér ævinlega jafnmikið á óvart hve sáttir altír aðilar viróast vera við niðurstöður dómnefnda. Annað tveggja er mönnum hjartanlega sama; eóa þá að þeir eru farnir að títa á þessar veitingar sem sjálfsagðan hlut. Ég vona að skýringuna sé að Jinna í hinu síðarnefnda. Samband Jjölmiðla og tísta er ævinlega viðkvæmt. Hvorugir geta án hinna verið. Listamenn standa að listviðburðum, Jjölmiðlar fylgjast með þeim, segja frá þeim eða gagnrýna þá. Hverjum tístamanni þykir sinn fugl fagur og vildi feginn Já um hann meiri umfjöllun en hann fær. Hér á landi viróast menningarmál hafa orðið útundan hjá stjórnvöídum, a.m.k. ef framlög íslendinga til þeirra mála eru borin saman við framlög nágrannaríkja okkar. Því búa margir tístamenn við bágan kost og reyna eðtílega að veróa sér úti um ókeypis auglýsingar íjjölmiðlum. Ég held að Jjölmiðlarnir, og þá á ég aðallega við dagblöðin, reyni yjirleitt aö koma til móts við tístafólk í þessum efnum, svo fremi sem snefd af fréttnæmi er að finna í því sem verið er að kynna. Guðrún Gísladóttir leikkona EFTIRMINNILEGIR LEIKSIGRAR Því kom Jlatt upp á mig þegar gagnmerk leikstýra sendi dagblöðunum tóninn sérstak- lega, í annars snöfurmannlegri grein sem hún skrifaði fyrir ónefnt málgagn um daginn. Kvartaði hún þa m.a. undan áhugaleysi hlaóanna á menningarmálum. Og raunar hafa fleiri höggvió í sama knérunn upp á síðkastið. Við eitthvað hlýtur manneskjan að miða, hugsaði ég, og tók stikkprufu á nokkrum blöðum í nágrannalöndum okkar. Þá kom í Ijós, sem mig hafði lengi grunað, að menningarefnifær stórum meira rými í íslenskum dagblöðum en í hinum erlendu blöðum. Hins vegar má deila endalaust um það hvort meöhöndlun erlendra blaðamanna, gagnrýnenda og annarra á þessu sama menningarefni sé skarplegri en íslenskra starfs- bræðra þeirra. Ég hef grun um að svo sé, ekki síst vegna þess hve tístamenn í þessum löndum, sem ég er að tala um, Bretlandi, Noregi og Svíþjóð, eru fúsir að taka þátt í menningarum- ræðu, leggja orð í belg, veita aðhald, hvað sem maður kýs að kalla það. Skrif á borð vió þau sem leikstýran sendi frá sér heyra til undantekninga hér á landi, því mióur. í mínu starji hef ég ítrekað reynt að fá íslenska tístamenn til að taka þátt í menningarumræðu, skýra málstað sinn og markmið, en með títlum árangri. Hér geta tístamenn komið til móts við dagblöðin og aðra Jjölmiðla og veitt tíst sinni brautargengi um leið. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim, sem hér hafa lagt hönd á plóginn með okkur á DV, dómnefndarmönnum, matreiðslumcisturum, Flugleiðum, og síðast en ekki síst Jóni Snorra Sigurðssyni gullsmið, höfundi þessara fallegu gripa sem nú er ætlunin að skenkja tístamönnum. — ávarp Auðar Eydal, formanns dómnef ndar um leiklistarverðlaun Guörún Gísladóttir tekur við verölaununum úr hendi Auðar Eydal. DV-mynd GVA. Ágætu listamenn. Aðrir góðir gest- ir. Þegar litið er til baka yfir leiklist- arviðburði ársins 1985 er auðvitað margt sem kemur upp í hugann. Engu að síður var dómnefndin ein- huga þegar kom að því að tilnefna verðlaunahafa ársins. Leiklistarverðlaun DV fyrir árið 1983 hlýtur Guðrún Gísladóttir leik- kona. Þessi unga leikkona fær verðlaun- in fyrir eftirminnileg leikafrek á árinu. Um leið gefst gott tækifæri til þess að minna á mikilvægi leikarans í öllu því dramatíska sjónarspili sem leiklistin er. Guðrúnu eru veitt verðlaunin fyrir túlkun sína á Agnesi, í leikritinu „Agnes, barn Guðs“ eftir John Piel- meier sem LR setti upp í jan. ’85 undir leikstjórn Þórhildar Þorleifs- dóttur. Að okkar mati vann Guðrún þar enn einn leiksigurinn á ferli sínum með rómaðri frammistöðu í hlutverki Agnesar og reyndar reis leikur hennar þar í óvenjulegar hæðir. Þótt Guðrún sé enn ung að árum sýndi hún með túlkun á nunnunni ólánsömu, Agnesi, hvers megnug hún er og að hér fer þroskaður og um leið vaxandi listamaður sem mikils má vænta af í framtíðinni. Það má einnig minna á að Guðrún lék nokkur stór hlutverk í ákaflega eftirminnilegri sýningu Kjallara- leikhússins á Reykjavíkursögum Ástu Sigurðardóttur, undir leik- stjórn Helgu Bachmann, sem frum- sýndar voru í sept. ’85. Þar sýndi Guðrún vel að hún getur hæglega brugðið sér í margs konar gervi og fengist við mismunandi hlutverk af miklu næmi og listfengi. Þar að euki hefur hún á ferli sínum leikið mörg önnur minnisstæð hlutverk sem of langt yrði að telja upp hér. Aðeins má minna á hlutverk Sölku Völku hjá LR svo og hlutverk Huldu í sjón- varpsgerð leikrits Vésteins Lúðvíks- sonar, Stalín er ekki hér. List hennar hefur nú einnig náð til kvikmynda því að á síðasta ári lék hún eitt af aðalhlutverkum í nýjustu mynd rússneska kvikmyndaleik- stjórans Tarkovskís sem væntanlega verður frumsýnd seinna á þessu ári. Þó ekki verði fleira talið gefur þetta hugmynd um mikla breidd í hæfileik- um Guðrúnar. Það er von okkar að þessi viður- kenning geti einnig orðið öðrum ungum leikurum hvatning, og að hún stuðli að framgangi og þróun sjálfrar leiklistarinnar, sem hér á landi, eins og svo víða annars staðar, á í vök að verjast gagnvart alls kyns skrumi nútímans. í þvilíku fári vill list leik- arans oft gleymast. Þess vegna vilj- um við leggja áherslu á að hlúð sé að ungu hæfileikafólki, og að það fái viðurkenningu verka sinna, þeirra sem vel eru unnin. Guðrún er verðugur fulltrúi þess- arar kynslóðar. Hún sinnir list sinni af tilfinningu og alúð. Hún hefur sannarlega hvorki staðnað á föstum samningum né heldur látið bugast af öryggisleysi þess listamanns sem á sér hvergi fast athvarf með starf sitt. Megi þessi verðlaun því einnig verða henni hvatning til áframhald- andi dáða. AE r Einar Kárason rithöfundur HER HELDUR RAUNVERULEGT SKALD A PENNA ávarp Arnar Olafssonar, formanns dómnefndar um bókmenntir Ágæta samkoma. Okkur í bókmenntanefndinni er það ánægja að veita Einari Kárasyni viðurkenningu fyrir sögu hans: Gul- leyjuna. Að starfsbræðrum hans og -systrum alveg ólöstuðum þykir okkur sérstök ástæða til að halda þeirri bók á lofti. Þetta er skemmti- leg og vönduð saga, sem skyggnist djúpt inn i nýliðna fortíð okkar, fyrir aldarfjórðungi. Hér segir frá al- þýðufólki á uppgangsskeiði, bjart- þekkir persónulega. Þetta eru goð- sagnaverurnar sem líf okkar hefur miðast við, meira eða minna frá blautu bamsbeini. í Gulleyjunni tekst svo vel að draga upp mynd þeirra, að allar sögur af þeim verða spennandi. Hildur Baldursdóttir veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd manns síns, Einars Kárasonar. Það er Örn Ólafsson sem afhendir. DV-mynd GVA. sýnistímum. Landsmenn gera það gott á síldinni, horfa stórhuga fram á veginn, og braggarnir hverfa fyrir blokkum. Betur að gáð er þetta tíma- bil alls ekki umliðið, heldur lifir áfram í sameiginlegri dulvitund þjóðarinnar, því sagan rekur ekki dagblaðatíðindi heldur segir frá þeim verum sem allir þekkja til, en enginn Persónurnar eru margbreytilegar og litríkar, jafnvel hetjulegar, þótt þær séu ekki settar fram sem neinar fyrirmyndarpersónur. Mér finnst þær þróast lítt eða ekki, en það er af því að þær eru eilífar. Og það skiptir ekki mestu hvaða atburðir henda þær, heldur hvemig frá þeim er sagt. Þar þykir okkur þér hafa tekist vel upp. En það er þá vegna þess, að sagan er samræmd heild, þar sem skiptast á heiðríkjukaflar og hraglandi, allt eftir því sem heildar- myndin útheimtir á hverjum stað. Stíllinn er fjölbreyttur frá einum hluta sögunnar til annars, en oft magnaður. Þar sést að raunverulegt skáld heldur á penna, skáld sem hugsar hverja setningu út frá sínum stað, áður en hún er sett niður. Það er ástæða til að fagna hverju skáldi sem vaxið hefur upp af því frumstigi ritstarfa, að skrifa bara eðlilegan stíl, venjulegt mál. Það er ánægjulegt að sjá höfund hefja sig yfir landlæga fordóma eins og þá að persónur þurfi að vera hversdagslega sannfærandi, og tala mál sem hæfir þeirra stétt og stöðu. Það getur skáld sem fer sínu fram, eins og kröfur listarinnar bjóða. Einar Kárason er höfundur sem tekur starf sitt alvarlega, leggur sig fram, og hefur þá líka náð langt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.