Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Qupperneq 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Missti velin sprengjur á íbúðarhúsin? í Washington velta menn vöngum yfir því að laskaða sprengjuflugvélin, sem hrapaði í ljósum logum í Miðjarð- arhafið eftir að hafa orðið fyrir loft- vamaskothríð Líbýumanna í loftárá- sinni aðfaranótt þriðjudags, kunni að hafa misst einnar smálestar sprengju sína á íbúðarhverfi í Trípólí. Mennimir tveir, sem vélinni flugu, em nú taldir af þvi að áhafhir annarra flugvéla sáu hana steypast logandi í hafið. Hugsanlegt þykir að sprengjan hafi losnað frá vélinni eftir að eldur kom upp í henni eða þegar flugmaðurinn beygði henni snöggt af leið út úr loft- vamahríðinni en þá hafði vélin þegar verið hæfð. Breskur þingmaður hélt því fram í gær að hann hefði fengið þær upplýs- ingar hjá bandarísku flugsveitinni að nokkrar vélanna hefðu snúið frá skot- mörkum sínum í árásarferðinni án þess að sleppa skeytum sínum þar eð flugmennimir hefðu ekki verið ömgg- ir um að hæfa rétt skotmörk. Þeir höfðu haft ströng fyrirmæli um að varpa ekki sprengjunum nema vera vissir um að hæfa ekki íbúðarhús. Arás á sendiráð Breta í Beirút Óþekktir árásarmenn skutu fjór- um eldflaugum að embættisbústað breska sendiherrans í Beirút í morgun. Sendiherrann, John Gray, hefur aðsetur í tveggja hæða byggingu á yfirráðasvæði múhameðstrúar- manna í Vestur-Beirút. Að sögn sjónarvotta olli árásin einhverjum skemmdum á annarri hæð emb- ættisbústaðarins. Sendiherrann var ekki við er árásin var gerð og tvo líbanska starfsmenn sendiráðsins sakaði ekki í árásinni. Gaddafi Líbýuleiðtogi kom fram í sjónvarpi í gærkvöldi þar sem hann fordæmdi árás Bandaríkjamanna. Ávarp Gaddafis í gær eyðir öllum sögusögnum um dauða eða meiðsl leiðtogans eftir loftárás Banda- rikjamanna aðfaranótt þriðjudags. Orðrómur um uppreisn hersins gegn leiðtoganum, er komst á kreik í gær í Líbýu, hefur nú verið borinn til baka. Gaddafi í sjónvarpi Muammar Gaddafi ofursti, leiðtogi Líbýu, kom fram í sjónvarpi í gær og er það í fyrsta sinn sem hann sést opinberlega eftir loftárásina enda var kominn á kreik kvittur um að hann hefði særst í árásinni eða jafnvel fallið. Fordæmdi hann Reagan Banda- ríkjaforseta og Thatcher forsætisráð- herra Bretlands og kallaði þau bamamorðingja. - Hann missti kom- unga dóttur sína í árásinni og tveir bamungir synir hans særðust. Gaddafi birtist á skjánum í hvítum fiotabúningi og virtist þreytulegur en þó við góða heilsu. Hann flutti mál sitt festulega og yfirvegað. Sagði hann meðal annars: „Það er öllum ljóst að við fórum ekki með ófriði á hendur Bandaríkjamönnum. Það vom þeir sem komu hingað. Við erum ekki bamamorðingjar eins og þau em,...við erum byltingarmenn." Skömmu á eftir vom götuljós kveikt í Trípólí sem hefur verið myrkvuð eft- ir loftárásina. Hann sagði að með réttu ætti að draga Thatcher fyrir rétt fyrir barna- morð og Reagan væri sekur um að hafa gefið fyrirmæli um að ráðast á böm og íbúðarhverfi. - „Við höfum ekki gefið nein fyrirmæli um að myrða einn eða neinn en við boðum byltingu. Við munum aldrei hverfa frá stefriu Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson Bandaríkjamenn panta fremur hjá erlendum flugfélögum Halldór Valdimarsson, fréttaritari DV í Bandarikjunum: Óvenjulítið verður um ferðir Bandaríkjamanna til Evrópu á sumri komanda, að sögn ferðaskrif- stofa hér í Dallas. Einkum em það borgir sem orðið hafa fyrir árásum hermdarverka- manna sem bandarískir ferðamenn hyggjast augljóslega forðast. Meðal þeirra eru Róm, Aþena og Kaíró, en bókanir í ferðir til þessara borga eru tregari en verið hefúr um langt ára- bil. Lítið hefur verið um afturkalianir bókana síðustu daga, í kjölfar loft- árásanna á Líbýu. Hins vegar er töluvert um að þeir sem bókað eiga far með bandarískum flugfélögum til Evrópu, óski eftir að bókanimar verði færðar yfir á erlend flugfélög. Þótt augljóst sé að óttinn um hermdarverk eigi hlut að þessum samdrætti, er hann ekki eina orsök- in. Bandaríkjadollar stendur fremur höllum fæti gagnvart Evrópugjald- miðlum og því ekki eins hagstætt að ferðast til Evrópu og oft áður. þá hafa flugfargjöld á innanlands- leiðum í Bandaríkjunum lækkað mjög vemlega. Þetta tvennt leggst saman á eitt um að halda Banda- ríkjamönnum heima við í sumar. okkar um sameiningu arabaþjóð- anna.“ Gaddafi kvað Líbýumenn reiðubúna til að berjast og falla, jafnvel þótt Bandaríkin beittu kjamavopnum gegn þeim. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á fyrri yfirlýsingar um að svara árás Bandaríkjamanna með hryðjuverkum á stöðvar þeirra í Evr- ópu. Felldu tillögu forsetans Halldór Valdimarsson, fréttaritari DV í Bandaríkjunum: Tillaga Reagans Bandaríkjaforseta um 100 milljóna Bandaríkjadala að- stoð við contra skæmliðahreyfinguna í Nicaragua, var í gær felld með mikl- um meirihluta atkvæða í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Atkvæði gegn aðstoðinni greiddu flestir þingmenn demókrata svo og flestir þingmenn repúblikana sem kom mjög á óvart. Fréttaskýrendur telja repúblikana hafa óttast að fulltrúadeildin myndi samþykkja málamiðlunartillögu með skilyrðum sem forsetinn gat alls ekki sætt sig við. Hafi þeir því ákveðið að fella tillöguna í þeirri von að fá hana til umfjöllunar í deildinni síðar við hagstæðari aðstæður. Ræddi kafbáta og Wallenbeigvið Rússa Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV í Lundi: „Ég er ánægður með heimsóknina og vona að þau hreinskilnu og inni- legu samtöl er ég átti við leiðtogana «€ Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svía, virðist ánægður með viðræð- ur sínar og sovéskra leiðtoga í opinberri heimsókn hins nýja for- sætisráðherra til Sovétríkjanna, sem nú er nýlokið. í Kreml verði til þess að bæta sam- skipti þjóðanna," sagði Ingvar Carls- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, í gær að loknum viðtölum sínum við Gor- batsjov og Ryshkov, tvo æðstu menn Sovétríkjanna. Carlsson virðist eftir öllum sólar- merkjum að dæma hafa verið mjög ákveðinn í viðræðum sínum við Sovét- menn og óhræddur við að gera viðkvæm mál að umtalsefiii. Meðal mála er hann tók upp má nefha spuminguna um hvort sovéskir kafbátar halda sig enn innan sænska skerjagarðsins og mál Raul Wallen- bergs. „Ég lýsti því yfir að við krefj- umst þess að landhelgi okkar sé virt,“ sagði Carlsson. Um mál Raul Wallenbergs sagðist Carlsson hafa skýrt hvers vegna Svíar teldu málið enn brýnt „við álítum að Wallenberg sé á lífi þar til sönnur hafa verið færðar fyrir hinu gagn- stæða“. Carlsson lagði einnig fram lista með nöfiium aðila innan Sovétríkjanna sem óskað hafa eftir því að fá að flytj- ast til Svíþjóðar. „Við höfúm góðar vonir um að öll þau mál leysist farsæl- lega,“ sagði Carlsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.