Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. Stjórnmál____________Stjórnmál___________Stjórnmál___________Stjórnmál Mikil aukning nauðungaruppboða: Áhvflandi lán mun hærri en söluverð Frá 12. nóvember 1985 til 14. apríl á þessu ári, eða á fimm mánuðum, voru 19 fasteignir seldar á nauðung- aruppboðum á vegum borgarfógeta- embættisins í Reykjavík. Af þessum 19 eignum voru 7 íbúðir í verka- mannabústöðunum. Að sögn yfir- borgarfógeta, Jóns Skaftasonar, er þetta mikil aukning frá því í fyrra. Það sem af er þessu ári hafa þegar verið seldar 13 eignir á nauðungar- uppboðum. Til samanburðar voru aðeins nimlega 20 eignir seldar á öllu síðasta ári. Svavar Gestsson, Alþýðubanda- lagi, skýrði frá þessum staðreyndum á Alþingi í síðustu viku þegar írum- varp um nýjar lánareglur Húsnæðis- stofnunar voru lagðar fram. Hann sagði að þessar upplýsingar undir- strikuðu fjárhagsvanda íbúðakaup- enda og nauðsyn þess að auka lán til þeirra. Það er mjög mismunandi hversu há áhvílandi lán eru vegna þessara uppboða. í einu tilfelli eru áhvílandi lán 8,6 milljónir króna en íbúðin aðeins seld á 3,6 milljónir. Á 11 þess- ara eigna eru áhvílandi lán alls 53,12 milljónír eða að meðaltali 4,8 millj- ónir króna. Söluverð þessara íbúða var 24,73 milljónir sem þýðir að hver þeirra hefur að meðaltali verið seld á 2,25 milljónir. Með öðrum orðum voru áhvílandi lán um 114% hærri en söluverð þeirra. Það vekur einnig athygli að þessar 11 eignir eru seldar að meðaltali um 374 þúsund krónum undir fasteignamati. í þeim tilfellum þegar íbúðir í verkamannabústöðum hafa verið boðnar upp hefúr stjóm Verka- mannabústaðanna keypt eignimar. Söluverð fer eftir ákveðnum út- reikningum og miðast við hversu mikið eigandi hefúr greitt af verði þeirra. Á 4 af þeim 7 verkamanna- íbúðum, sem fóm undir hamarinn, vom áhvílandi lán 8,6 milljónir króna. Söluverð þeirra eða matsverð var hins vegar aðeins 3,36 milljónir. Aðeins em gefnar upplýsingar um kostnað við uppboðin á 7 af þessum 19 eignum. Kostnaðurinn var tæp- lega 204 þúsund krónur. Þar af vom innheimtulaun rúmar 57 þúsund krónur og ríkissjóðsgjöld, eða það sem fþr í ríkiskassann, 129 þúsund Bjórinn gufarupp á Alþingi Örlög bjórfrumvarpsins virðast vera ráðin á þessu þingi. Enn hefur fmmvarpið ekki verið tekið til umræðu eftir að það kom úr nefnd í efri deild. Nú eru aðeins þrír dagar eftir af þinghaldinu og því ekki mögulegt að afgreiða frumvarpið. Einnig virðist vera takmarkaður áhugi meðal þing- manna að binda endahnútinn á þetta erfiða mál. Flutningsmaður þess, Bjöm Dagbjartsson, er ekki ánægður með þessa málsmeðferð frum- varpsins. Hann telur að hægt hefði verið að afgreiða málið á þessu þingi. Nú sé hins vegar orðinn naumur timi til stefnu. Þó er ekki óiíkiegt að bjórinn verði ræddur í efri deild og þing- menn þar verði að taka afstöðu til hans. Frumvarpið gerir ráð fyrir að bjór verði leyfður hér á landi en áður en það verður eigi að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Og í henni verði endanlega tekin af- staða til þess hvort leyfa eigi bjór eða ekki. -APH Annir á Alþingi Þessa dagana em miklar annir hjá aiþingismönnum. Stefnt er að þinglokum á miðvikudag. Undanfáríð hefur mikiíl skriður komist á þingstörfin og fhunvörp afgreidd með hraði. Þegar em nokkur frumvörp orðin að lögum og enn fleiri munu bætast í hópinn fram að þinglokum. -APH Nú eru aðeins eftir þrír dagar af 108. löggjafarþingi íslendinga. Mikið verður að gera hjá þingmönnunum og líklegt að þeir eigi eftir að rétta upp hönd oft þessa daga. DV-mynd PK I dag mælir Dagfari________Idag mælir Dagfari Idag mælir Dagfari Viikjað á vegum úti Hún er nokkuð skondin þessi til- laga Verktakasambandsins um að sambandið taki að sér að flýta vega- framkvæmdum i landinu. Raunar er þetta meira entillaga, þvi verktakar hafa gert ríkinu tilboð um að slá lán hjá þjóðinni upp á nokkra milljarða og ennfremur gerir tilboðið ráð fyrir þvi að frekari lækkanir á bensínverði komi ekki til framkvæmda heldur renni mismunurinn til vegagerðar. Fjármálaráðherra varð að vonum nokkuð hvumsa við svo óvenjulegu boði og lét orð falla á þann veg, að ríkið þyrfti ekki að fá menn úti i bæ til að slá lán hjá þjóðinni ef auka ætti fé til vegagerðar. En það mega verktakar eiga að þeir fara ekki í launkofa með að tilgangurinn með þessu brambolti sé fyrst og fremst sá að útvega verkefni fyrir tæki og mannskap og er ekkert við þvi að segja þótt menn reyni að bjarga eigin skinni. Nú munu vera til í landinu þau ókjör af stórvirkum vinnuvélum að nægja mimdi til að vinna við tvær stórvirkjanir árið um kring. Enda ekki langt síðan að sú stefna var ríkj- andi að hér skyldi virkjað upp á líf og dauða upp á hvern dag næstu áratugi. Mokað var inn í landið tækjakosti í samræmi við þessa stefnu og allir undu glaðir við sitt - um stund. Tvennt varð síðan til að spilla virkjanagleði frammámanna. f fyrsta lagi kom í ljós að láðst hafði að afla kaupenda að þeirri gifurlegu orku sem þessar virkjanir áttu að framleiða. í öðru lagi höfðu ein- hveijir óprúttnir náungar lagst svo lágt að setjast niður og reikna út hve mikið væri búið að virkja miðað við þörfina í dag og næstu ár. Kom þá í ljós að við framleiðum nú miklu meira rafmagn en við getum torgað. Þegar þessi tíðindi spurðust sló nokkrum óhug á menn og ákveðið var að hægja á öllum framkvæmdum við Blöndu meðan frekara ráða- brugg færi fram. Urðu þá vörubíl- stjórar fyrir norðan æfir og bentu á að þeir væru allir búnir að kaupa sér nýja og rándýra bíla til að keyra við Blöndu. Brýna nauðsyn bæri til að halda áfram að virkja í djöfulmóð svo þeir gætu haldið bílunum stóru og dýru. En þeir töluðu fyrir daufúm eyrum og lepja nú dauðann úr skel. En það er viðar sem menn gráta en við Blöndu. Búið er að leggja á hilluna áætlanir um stækkun Þóris- vatnsmiðlunar og frekari fram- kvæmdir við Kvíslaveitu úr sögunni að sinni. Af gömlum vana getur Landsvirkjun hins vegar ekki hugs- að sér að hætta að taka lán erlendis og ætlar að slá hátt i 600 milljónir á þessu ári þótt gróði fyrirtækisins hafi numið hátt í 300 milljónum í fyrra. Báknið verður auðvitað að hafa sinn gang þótt verktakar séu komnir á hausinn. Það má þó alltaf halda áfram að rannsaka dýrum dómum. En víkjum aftur að tilboði verktak- anna. Ekki er langt síðan Hagvirki bauðst til að leggja slitlag á veginn milli Akureyrar og Reykjavíkiu- fyrir 900 milljónir króna. Þetta tilboð kom aldrei til umræðu meðal ráðherra og alþingismanna. Ástæðan er ofurein- föld. Ekki kom til mála að taka út úr aðalveginn milli Norður- og Suð- urlands. Þá hefðu kjósendur fyrir vestan, austan og sunnan orðið óðir. Allt verður þetta að hlíta vilja kjör- dæmapotara. Þess vegna var Hag- virki hundsað. Verktakasambandið varaðist að detta í slikan hagkvæm- ispytt og býður þingmönnum að ráða því alfarið hvar skuli vegagert í dag og á morgun. Þess vegna megi taka spotta á Austfjöröum í júní og svo nyrst á Vestfjörðum í ágúst áður en komið verði að Norðurlandi í september. Þetta lævísa bragð kitlar ýmsa þingmenn sem nú sjá fram á að geta lofað meiri framkvæmdum fyrir kosningar á næsta ári en áætlað var. Enda var samgönguráðherra ansi svag fyrir þessum tillögum eins og við mátti búast. Það er hins vegar greinilegt að fjár- málaráðherra er raunsær í þessu máli og hyggst ekki ganga í flokk FÍB og verktaka. Auðvitað vilja allir betri vegi, en það þarf að borga fyrir þær framkvæmdir sem aðrar og litill vandi að koma fram fyrir þjóðina og segja: Við skulum láta ykkur hafa betri vegi ef þið komið með pening- ana strax. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.