Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Þjóðarbékhlaða: Þjóðarátak eða eignamannaátak? „Sænski prest- urinn fær að sækja um brauð Þingmenn Kvennalista og Banda- lags jafhaðarmanna í efii deild Alþingis vilja að fyrirsögn frumvarps menntamálaráðherra um þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu verði breytt. 1 stað þjóðarátaks komi eignamannaátak. Frumvarpið gerir nefailega ráð fyrir því að lagður verði á eignaskattsviðauki til að hægt verði að ljúkja byggingunni á þremur árum. Menntamálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á laugardaginn. Karvel Pálmason, Alþýðuflokki, var eini þingmaðurinn sem mælti gegn frum- varpinu. Hann sagði að það væri fallt af öðrum verkefaum sem brýnni nauðsyn væri að vinna að. Nefadi hann í því sambandi hafaarmál. Á þessu ári færu ekki nema 20 milljón- ir til hafnarframkvæmda. Páll Pétursson, Framsóknarflokki, sagðist fagna þessu frumvarpi. Hins vegar upplýsti hann að framsóknar- menn væru því mótfallnir að veitt yrðu viðurkenningarskjöl til þeirra sem skattur yrði tekinn af vegna þessa átaks. Þetta væri fráleit hug- mynd og væri aðeins viðurkenning til þeirra sem hefðu átt ákveðnar eignir þetta tímabil. Stefán Valgeirsson, Framsóknar- flokki, fagnaði einnig þessu frum- varpi og sér í lagi þeirri stefaubreyt- ingu hjá sjálfstæðismönnum að leggja á eignaskatt. Við gerð síðustu fjárlaga hefðu þeir ekki mátt heyra minnst á eignaskatt. Stefán lagði til að þessi skattur yrði tvöfaldaður á næsta ári og hluti hans notaður til að bjarga hafaarmálum hér á landi. -APH Lagt hefur verið fram sérstakt frum- varp á Alþingi til þess að Cecil Haraldsson, starfandi prestur í Sví- þjóð, geti sótt um brauð að Laugalandi í Eyjafirði. Kirkjumálaráðuneytið hafaaði umsókn hans á þeirri forsendu að hann lærði til prests í Svíþjóð. Slík- ir prestar geta ekki sótt um prestsem- bætti hér á landi samkvæmt núgildandi lögum. Samkomulag varð meðal þingflokk- anna um að greiða götu prestsins. Þess vegna var lagt fram frumvarp sem heimilar að veita kandídötum úr há- skólum hinna Norðurlandanna prest- sembætti hér á landi. -APH Framsókn í Kópavogi Framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjómarkosningamar í Kópavogi hefur verið ákveðinn. Fimm efetu sæti skipa: Skúli Sigur- grímsson bæjarfulltrúi, Guðrún Einarsdóttir skrifetofúmaður, Elín Jó- hannsdóttir kennari, Einar Bollason kennari og Guðleifur Guðmundsson kennari. -APH Framboðslisti krata á Akranesi Framboðslisti Alþýðuflokksfélags Akraness fyrir komandi bæjarstjóm- arkosningar hefur verið birtur. Níu efetu sæti listans skipa: 1. Gísli S. Einarsson verkstjóri, 2. Ingvar Ing- varsson yfirkennari, 3. Bragi Níelsson læknir, 4. Sigríður Óladóttir húsmóð- ir, 5. Kjartan Guðmundsson aðaltrún- aðarmaður, 6. Haukur Ármannsson kaupmaður, 7. Amfríður Valdimars- dóttir verkamaður, 8. Siguijón Hannesson trésmíðameistari, 9. Elí Halldórsson bifreiðarstjóri. Tólf efetu sæti listans em skipuð samkvæmt niðurstöðum prófkjörs hjá flokknum að undanskildu þriðja sæt- inu, en í prófkjöri hafaaði núverandi bæjarfulltrúi flokksins, Guðmundur Vésteinsson, í þvi sæti. Nokkur eftir- máli varð eftir þá niðurstöðu eins og reyndar hefur komið fram í fréttum, en Guðmundur kærði til bæjarfógeta á Akranesi meint afskipti forsvars- manna Sementsverksmiðjunnar af prófkjörinu. Alþýðuflokkurinn hefur átt einn bæjarfulltrúa á Akranesi síðastliðið kjörtímabil, þ.e. Guðmund Vésteins- Akranes: Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins Alþýðubandalagið á Akranesi hefur birt framboðslista sinn fyrir bæjar- stjómarkosningamar í vor. Níu efstu sæti listans skipa: 1. Guð- bjartur Hannesson skólastjóri, 2. Jóhann Ársælsson skipasmiður, 3. Ragnheiður Þorgrímsdóttir kennari, 4. Gunnlaugur Haraldsson safavörður, 5. Jóna Kr. Ólafedóttir húsmóðir, 6. Þorbjörg Skúladóttir nemi, 7. Ingi- björg Njálsdóttir fóstra, 8. Garðar Norðdahl jámsmiður, 9. Pétur Óðins- son húsasmiður. Alþýðubandalagið á Akranesi hefur átt einn bæjarfulltrúa síðasta kjör- tímabil og var það Engilbert Guð- mundsson kennari. Hann hefur hins vegar starfað erlendis síðastliðið ár og hefur Ragnheiður Þorgrímsdóttir setið í bæjarstjóm í hans stað, en í forvali flokksins fyrir skömmu gaf hún ekki kost á sér ofar en í 3. sæti listans. Þdðer komið! Myndbandstækið frá J sem allir hafa beðið eftir. MEÐ ALLA MÖGULEIKA DÝRU TÆKJANNA, EN Á HÆGILEGA LÁGU VERÐI AÐEINS 35.980,- KR. STGR. Nú geta allir tekið upp Eurovision-keppnina. * 83 rásir. * 12 forvalsstillingar. * 14 daga upptökuminni með 2 mismunandi tímum. * Föst dagleg upptaka. * Le'tt rofar / allt að 4 tíma samfelld upptaka. * Þráðlaus fjarstýring með 13 stjómaðgerðum. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Komdu og líttu á nýju myndbands- tækin frá GoldStar og kynntu þér möguleika þeirra, verð og gæði, þú verður ekki fyrir vonbrigðum. VIÐ1ÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR * Truflanalaus samsetning á mynd í upptöku. * 5 föld hraðleitun fram og til baka / kyrrmynd. * Sjálfvirk spólun til baka. * Rafeindateljari. * Teljaraminni. * Skýrt ljósaborð sem sýnir allar aðgerðir tækisins. Pantnir dskast sóttar sem fyrst. 1 leiðinni geturðu litið á GER VIHN ATT AS J ÓN V ARPIÐ því við eru í beinu sambandi við EUTELSAT 1 F-1 í gegnum frábæra FUB A-loftnetið okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.