Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. Peningamarkaðurinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin mep 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0.7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir. 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga, sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13‘X> ársávöxtun. Miöað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun e; því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán- uði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% árs- ávöxtun. Sparisjóðimir í Keflavík, Hafnar- firði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands em seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkiun, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin em að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem em 50 þúsund að nafnverði. Þau em: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma em ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini em til fimm ára. Þau em bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir em 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf em til sölu hjá verðbréfasölum. Þau em almennt tryggð með veði undir 60% af bmnabótamati fasteign- anna. Bréfín em ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau em seld með affölfúm og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 4 manna Qölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin em til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin em verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir em í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán em á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin em verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir em vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir em frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í apríl 1986 er 1425 stig en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og janúar 1364 stig. Miðað er við gmnninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á gmnninum 100 frá 1983 en 3924 stig á gmnni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKfl 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20.04. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA StRLISTA slll HÍÍÍÍSi lilÍÍIiS INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ SPARISJðÐSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán. uppsogn 12.5 12.9 12.5 9.5 10.5 10.0 10.0 12,0 10.0 12 mán.uppsögn 14.0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0 SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTUR Sp.rað 3-5 mán. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp.6mán.ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 innlAn verðtryggð SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 món.uppsogn 3.5 3.0 2.5 3.0 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGD GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 7.5 6.5 7,0 6.5 7.5 7.0 7.0 6.5 Sterlingspund 11.5 11.5 10.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 10.5 Vestur-þýsk mörk 4.5 4.0 3.5 4.0 3.5 4.0 3.5 3.5 3.5 Danskar krónur 8,0 9.5 7.0 8.0 7.0 7.5 7.0 7.0 7.0 ÚTLÁN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 15.25 15,25 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAVÍXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 VIOSKIPTASKULDABRÉF 3} kge 20.0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR yfirdrAttur 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Afl 21/2 óri 4.0 4,0 4.0 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4 C Lengri en 2 1/2 ór 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRANILEIÐSLU sjAneðanmAlsé) 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 9,25%, í Bandaríkjadollurum 9, 0%, í sterlingspundum 13,25%, í vestur-þýskum mörkum 5,75%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilal- ána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóð- unum. Hoskuldur Ólafsson, bankastjórí Verslunarbankans: Verslunarbankinn: 60% innlánaaukning Innlán Verslunarbankans jukust á Var það nokkuð umfram meðaltals- ur fram að rekja megi þennan árangur síðastliðnu ári úr 1104 milljónum aukningu innlána í bankakerfinu sem til þess fijálsræðis sem ríkt hefiir á króna í 1758 milljónir eða um 59,2%. varð 48,4%. í árskýrslu bankans kem- fjármagnsmarkaðnum. Útlán bankans jukust að sama skapi eða um 509 millj- ónir sem er 71%. Rekstrartekjur bankans námu 829 milljónum króna. Af þeirri upphæð voru vaxtatekjur 732 milljónir króna, þóknun og þjónustutekjur 48 milljónir og aðrar tekjur 49 milljónir. Á þessu ári eru liðin 30 ár frá því bank- inn hóf starfsemi. Fyrstu árin var reksturinn takmarkaður við spari- sjóðsstarfsemi. í dag hefur bankinn með höndum alhliða viðskiptabanka- starfsemi og sinnir bæði erlendum og innlendum viðskiptum. Þá á hann og rekur eigin stofiilánadeild, verslunarl- ánasjóð og veðdeild. Sverrir Norland, formaður bankaráðs, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hann hefur starfað í bankaráði í 12 ár. í hans stað var Ami Gestsson stór- kaupmaður kjörinn formaður og meðstjómendur þeir Þorvaldur Guð- mundson forstjóri og Gísli V. Einars- son forstjóri. Fyrir áttu sæti í Bankaráð Verslunarbankans talið frá vinstri: Þorvaldur Guðmundsson for- bankaráði þeir Leifur ísleifsson kaup- stjóri, Leifúr Isleifsson kaupmaður, Ámi Gestsson stórkaupmaður, Guðmundur maður og Guðmundur H. Garðarsson H. Garðarsson viðskiptafræðingur og Gísli V. Einarsson forstjóri. viðskiptafræðingur. -EH Vióskipti Vióskipti Vióskipti Einstaklingarfá um þríðjungaf útiánunum „Þetta er annað árið í röð sem inn- lánaaukningin er um 60% sem er verulega yfir meðaltalsaukningunni. Þetta veitir okkur auðvitað aukið svigrúm til þess að þjóna betur við- skiptavinum okkar,“ sagði Hösk- uldur Ólafsson, bankastjóri Verslunarbankans, þegar DV ræddi við hann í tilefni af aðalfundi bank- ans sem haldinn var nýlega. Stærstu viðskiptavinir okkar em verslanir og þjónustustarfsemi, og svo er það þjónustan við einstaklinga, en þeir fá um þriðjung af útlánum bankans." „Frjálsræðið í vaxtamálum hefur gjörbreytt okkar markaðsmálum. Þetta hefur haft mikil sparnaðar- hvetjandi áhrif sem er mjög mikil- vægt frá þjóðhagslegu sjónarmiði til að hægt sé að minnka erlendar lán- tökur.“ Verslunarbanki íslands á 30 ára afmæli á þessu ári. Höskuldur sagði að bankinn hefði byrjað eingöngu sem sparisjóður en væri nú orðinn alhliða viðskiptabanki. Á síðustu tveimur árum hefði bankinn sett á stofn gjaldeyrisdeild, veðdeild og markaðsdeild. Bankinn væri nú með átta afgreiðslustaði, þar af fimm í Reykjavík og tvo í Mosfellssveit og Keflavík. Síðasta útibúið opnaði bankinn í Húsi Verslunarinnar í árs- lok 1983. „Við erum ekki að hugsa um ný útibú eins og er. Ætlunin er frekar að auka starfsemina á þeim grundvelli sem við störfum á í dag,“ sagði Höskuldur Ólafsson banka- stjóri. -EH Bima Eyjóffsdóttir, rítstjórí Útflutningshandbokarinnar: Bók á stærð við símaskrána „Ég hef mína reynslu í skipulagningu af því að stjórna Stórútsölumarkaðn- um,“ segir Bima Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Framsýnar. DV-mynd P.K „Þetta er frumraun mín á þessu sviði en ég er praktísk húsmóðir,“sagði Bima Eyjólfsdóttir í samtali við DV. Bima er framkvæmdastjóri fyrir út- gáfufélagið Framsýn. Framsýn, sem einnig er tölvuskóli, hefur gefið út Útflutningshandbók fyrir 1986-7 með þátttöku flestra íslenskra útflutnings- fyrirtækja. Bima er 38 ára, gift og þriggja bama móðir. „Svona útgáfa krefst gífurlegrar skipulagningar. Sjálf hef ég engin próf, er bara gagnfærðingur, en undanfarin 6 ár hef ég séð um Stórútsölumarkað- inn á Fosshálsi sem haldinn er tvisvar á ári. Þaðan hef ég mína reynslu í skipulagningu." 3000 bréf „Útflutningshandbókin verður von- andi prentuð í 50-60 þúsund eintökum þegar yfir lýkur, sem er stærsta upplag bókar hérlendis fyrir utan síma- skrána," sagði Bima. „Mesta vanda- málið var í sambandi við dreifinguna og það er alltaf hættan að slík bók lendi í ruslakörfú einhversstaðar. Ég vil gjama að það komi ffarn að okkur datt í hug að nota íslenska námsmenn erlendis við dreifingu á bókinni. Ég skrifaði um 3000 bréf til íslenskra námsmanna víðsvegar í heiminum og viðbrögðin vom alveg með ólíkindum. Það vom á milli 5 og 300 eintök sem hver námsmaður tók að sér að dreifa. Það er einstaka land eftir en við förum bara sjálf með bókina þangað," sagði Bima. Lifurn á þessu „Þetta er 6-7 milljóna króna dæmi í allt að prenta bókina og dreifa henni. Útgáfan er aðallega fjármögnuð með því að menn kaupa sig inn í bókina. Mér finnst afar leiðinlegt að sumir trúðu ekki á þessa bók og vildu því ekki vera með. En ég er viss um að allir verða með næst. Þetta ætti að vera þykkasta bók sem við gefum út, því á þessu lifum við.“ -EH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.