Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. 11 Kennedy-bræður færa út kvíamar: Sækja um flugrekstr- arieyfi Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Höldur hf., eigandi Bílaleigu Akur- eyrar, hefur sótt um flugrekstrarleyfi. Astæðan er sú að fyrirtækið vill geta boðið viðskiptavinum sínum upp á pakkaferðir suður, flug og bíl, og þannig keppt við bilaleigu Flugleiða á jafhréttisgrundvelli. Höldur hf. á átta manna skrúfuþotu. „Við höfum misst stórfelld viðskipti við Akureyringa sem eru að fara suður vegna þess að við getum ekki boðið þeim sömu kjör á bílaleigubílum og þeir á Flugleiðum," sagði Skúli Ágústsson, einn af eigendum Bílaleigu Akureyrar í gær. Skúli sagði ennfremur að Flugleiðir byðu mönnum upp á sérstakan pakka, flug og bíl, og væri verð bílaleigubíl- anna niðurgreitt. Til viðbótar kæmi að Flugleiðir hefðu einokun á þessari flugleið í farþegaflugi. „Það hafa margir kvartað yfir því að ekki sé höfð vél hér fyrir norðan hjá Flugleiðum. Reynslan sýnir að oft er hægt að fara í loftið frá Akureyri á morgnana þó ekki sé hægt að lenda þar. Og úr þessu getum við bætt.“ Að sögn Skúla eru það fyrst og fremst Akureyringar sem eiga við- skiptaerindi suður, sem Bílaleiga Akureyrar hefur misst viðskipti við. „En við höfum aðstöðuna, vélina og bílana og vélin er á Akureyri yfir nótt- ina. Og af hverju þá ekki að sækja um flugrekstrarleyfi?" sagði Skúli. Flugvél Hölds hf. er af gerðinni Cessna 425, átta manna skrúfuþota, svipuð og vél Flugmálastjómar. Hún er mjög fullkomin, búin jafriþrýstibún- aði og getur flogið upp fyrir veður, eins og það er kallað. Ný manneskja er flutt í Þverholtið, í næsta nágrenni við DV. Þetta er Kona með strokk eftir Ásmund Sveinsson, gerð 1934, sem stendur náttúrlega viö dyrnar hjá Smjörlíki hf. og minnir á smjörgerð fyrri tíma. -ai Þorskalýsi eða ufsalýsi frá Lýsi hf. i Þú finnurallt á þessum sólríku skemmtistöðum; frábærar baðstrendur • fjölbreytta og vandaða hótel- og íbúöargistingu • stóra og litla veitingastaði • aragrúa verslana • fjölda diskóteka • stórkostlega möguleika á lengri og styttri skoðunarferðum • þrautreynda fararstjóm • sérstaka bamafararstjóm og bamaklúbb • endalausa möguleika á leikjumog fjöri *vatnsrennibraut og tennisvelli • bowlirig- og kappakstursbrautir • hljómleika og leiksýningar • sirkus og sædýrasafn • innfædda borgarbúa • ítalskaferðamenn • erlendaferðamenn • — allt. —A— XaT Adriatlc Riviera of Emilia - Romagna (Italy ) Rimini Riccione Cattoiica Cesenat' o jatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adríatico Lidi di Comacchio Savignano a Mare Beiiaría - Igea Marína Cervia - Milano Marittima Ravenna e le Sue Maríne Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.