Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 14
H' ......... ÐVÍ mXkUDAGÚR 21. AtófLJ19g6. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning. umbrot, mynda- oa plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ARVAKUR H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. ræður Kominn er tími fyrir okkur að átta okkur á hinni margtuggnu staðreynd, að markaðurinn úti í heimi ræður velgengni okkar og velferð. Við getum ekki ákveðið, hvaða vara eða hvaða meðferð vöru henti út- lendingum. Við verðum að laga okkur að aðstæðum. I hálfa öld höfum við trúað, að frystur fiskur væri framtíðin. Það hefur lengst af verið rétt. En skyndilega hefur þetta breytzt. Allt í einu er það ísfiskurinn, sem ætlar að taka við hlutverki freðfisksins sem hornsteinn íslenzkrar velmegunar og velsældar. Við fáum að vísu þær fréttir frá hefðbundnum mark- aði okkar í Bandaríkjunum, að sumar hinar frystu fiskafurðir okkar séu að hækka í verði og að við fram- leiðum ekki eins mikið magn og viðskiptavinir okkar vilja kaupa. Þetta eru góðar fréttir út af fyrir sig. Þær blikna hins vegar gersamlega í samanburði við fréttirnar af ferskfiskmarkaðnum. Gámamaður í Vest- mannaeyjum sagðist í viðtali við DV fá fjórfalt verð fyrir kola og tvöfalt verð fyrir þorsk og ýsu, þegar hann væri búinn að draga frá allan aukakostnað. Að sjálfsögðu er ekki auðvelt að átta sig á, að vinna í frystihúsum sé ekki fiskvinnsla, sem auki verðmæti vörunnar og standi undir hinu lága kaupi, sem þar er greitt. Að sjálfsögðu er erfitt að átta sig á, að frysting- in sé í raun ekkert annað en dýr geymsluaðferð. Orðið fiskvinnsla felur í sér þá bábilju, að verið sé að vinna einhver verðmæti úr aflanum. í raun og veru er þar verið að verja aflann skemmdum, svo að hægt sé að selja hann neytendum, sem sætta sig við að borða freðfisk sem eins konar draslmat eða sjónvarpsrétti. Þegar hægt er að selja kola fjórföldu verði, þorsk og ýsu tvöföldu verði, er botninn dottinn úr frystingunni. Vinnan, sem þar er unnin, er skyndilega orðin verð- laus. Lága kaupið þar er ekki aðeins orðið of hátt, heldur ættu menn raunar að borga með sér. Frystingin gengur enn, af því að verksmiðjurnar í Bandaríkjunum grátbiðja um freðfisk til að verja mark- aðinn og af því að frystihúsin eru í mörgum tilvikum í sömu eigu og bátarnir. En enginn mannlegur máttur getur komið í veg fyrir, að þessi gamla gullnáma hrynji. Skyndilega hefur komið í ljós, að heimurinn er fullur af húsmæðrum, sem eru eins og hinar íslenzku, er ekki vilja kaupa bragðlausan fisk. Hann er líka fullur af húsmæðrum, sem vilja sjá, hvernig augun líta út og tálknin, svo að þær geti sjálfar metið fiskgæðin. í þeim heimi þarf ekki frystihús, sem eru dýr í bygg- ingu, viðhaldi, rekstri og mannakaupi. í þeim heimi þarf ekki einu sinni Ríkismat sjávarafurða til að eyða opinberu fé í atvinnubótavinnu. í þeim heimi koma kaupendur, skoða fiskinn og segjast borga hátt verð. Við erum rétt byrjuð að lykta af þessum markaði, helzt í Bretlandi. Við höfum til viðbótar óljósar hug- myndir um, að til séu þjóðir eins og Frakkar og Japanir, sem telji ferskan fisk með haus og sporði einhvern bezta mat, sem til sé, verðmætari en nautasteik. Það er ævintýri líkast að koma á fiskmarkaðinn í Rungis við Orly-flugvöll í París að næturlagi, þegar fisk- bílarnir koma frá Le Havre og fiskflugvélarnar frá Tahiti. Það er eins og í kössunum sé gull eða platinum. Kaupendurnir lenda nánast í ryskingum. Ef kaupendur af því tagi ákveða að borga okkur morð fjár fyrir svokallaðan óunninn fisk, það er ísfisk, hljótum við að hlýða kalli tímans, -kalli markaðsins. ........ . -.................Jönás Kristjánssön.. Markaðurinn „Ný atvmimbyiting gekk í garð í sjávarútvegi okkar þar sem varð undrahröð uppbygging á veiðum jafnt sem vinnslu hvarvetna um landsbyggðina.“ Verkefni og vald heim í hénið eður ei Sitthvað umhugsunarvert riíjaðist upp fyrir mér, þegar ég las leiðara Tímans á dögunum, þar sem mjög var mærð nýframlögð þingsályktun- artillaga um flutning Rannsókna- stofriunar landbúnaðarins til Hvanneyrar. Réttilega var á það bent að þessi tillögugerð væri sótt beint í hug- myndabanka svokallaðrar stoíhana- nefndar, sem starfaði á vinstri-stjómarárunum 1971-1974 og var í raun einn þáttur þess mikla starfs sem unnið var á öllum sviðum til að rétta hlut landsbyggðarinnar, eða réttara sagt átti að vera undir- staða ákveðins þáttar í því starfi - í aukinni valddreifingu - auknum jöfhuði í þjónustugeiranum. Þessi nefhd starfaði vel og skipu- lega, safnaði viðamiklum og veiga- miklum upplýsingum og gerði djarfhuga tillögur um flutning ríkis- stofnana beint út á land og ekki síður stofhun sjálfstæðra útibúa og deilda frá hinum ýmsu opinberu stofiiunum, sem áfram skyldu hafa höfuðstöðvar í Reykjavík. Meginþunginn af þessu mikla starfi og ítarlegri tillögugerð hvíldi á formanni nefiidarinnar, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem vann þetta verk af ærinni framsýni og djörfung, en þó byggt á raunsæi, staðreyndum frá öðrum þjóðlöndum, þar sem áþekkir hlutir hafa verið reyndir. Upprifjan atburða þessa tímabils, 1 framhaldi af þessum aðgerðum öllum hefði þurft að eiga sér stað uppbygging þjónustugreina í formi þess að færa verkefni af ýmsu tagi út á landsbyggðina og að sjálfsögðu nauðsynlegt vald einnig. Átak hefði þurft eftir að fylgja í þá átt sem stofnananefhdin lagði til að gert yrði. Vissulega var það djörf tilraun sem víða mætti mikilli mótspymu í kerf- inu, m.a. og sér í lagi hjá starfsmönn- Kjallarinn HELGI SELJAN ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ um A „Vissulega var tillögugerðin ^ stofnanaflutning ögrandi og bylting- arkennd, en það var með vilja gert til að kalla á viðbrögð og gefa stjórnvöldum möguleika til að fara miðlunarleið.“ sem nefndin starfaði, er sjálfsögð í þessu samhengi. Vonleysi á tíma Viðreisnar Viðreisnin hafði drepið allt í dróma á landsbyggðinni og þar ríkti um 1970 vonleysi og kvíði með tilheyr- andi fólksflótta sakir hörmulegs atvinnuleysis og öryggisleysis í biýnustu þjónustuþáttum. Ný atvinnubyltng gekk í garð í sjávarútvegi okkar þar sem varð undrahröð uppbygging á veiðum jafiit sem vinnslu hvarvetna um landsbyggðina. Ný. heilsugæslulöggjöf varð stað- reynd, sem hafði ómetanlega þýð- ingu fyrir landsbyggðarfólk, og sama mátti segja um grunnskólalögin, sem gerbreyttu allri aðstöðu landsbyggð- arskóla til sóknar frarn á við. Fleira mætti telja frá þessum tíma sem mætti vera holl upprifjun, ekki síst þeim Tímamönnum sem nú standa að ákveðinni öfugþróun á öllum sviðum þjóðlífsins, sem lands- hyggðin geJ4w þðrwji fremur,, , um þeirra stoftiana sem hrófla átti við. En vitaskuld bar ekki að fara eftir áliti þeirra, þó mörg viðkvæm mál þyrfti þar að leysa og bæri að leysa. Vissulega var tillögugerðin um stofnanaílutning ögrandi og bylting- arkennd, en það var með vilja gert til að kalla á viðbrögð og gefa stjóm- völdum möguleika til að fara miðlunarleið - flytja færri stofnanir, fara ekki eins hratt í stofhun útibúa og deilda án þess að draga úr vægi sjálfetæðis þeirra. Nefndarmenn gerðu sér allir ljósa grein þess að ýtrustu tillögur voru gerðar, en þær vom engu að síður vel rökstuddar og sýnt ljóslega fram á að unnt væri að hrinda þeim í framkvæmd - ef - og það er og var stórt ef - vilji væri fyrir hendi. Þegar nefndaráliti var skilað var komin ný ríkisstjóm, Framsókn og íhald höfðu lagst í sameiginlegt sængurflet og þeirra hlutskipti var að taka við þessu áliti og fram- kvæma það sem fært þótti. Nefndarálitið kistulagt En þetta gerðist því miður ekki, heldur var álitið kistulagt með kurt og pí og allir vita um áframhaldið og skal þar engum afeökunum uþpi haldið. Vissulega hefði verið unnt að taka málið upp á ný af síðari ríkisstjóm- um, en það var ekki gert. Forsætis- ráðherrar þeirra ríkisstjórna, en undir þá heyra mál þessi, höfðu ekki áhuga á þessu máli í svo ríkum mæli að eitthvað yrði gert. Önnur og um margt mjög þörf verkefhi sátu í fyrirrúmi. En söm var vanræksla þessa verks og vissulega á hver þar sína sök. En þó var reynt að klóra í bakkann og ég get heldur ekki látið það í þagnargildi liggja. í áliti stofnananefhdar kom skýrt fram að einhver aðili yrði að sjá um framkvæmd þessara mála ef úr at- höfnum ætti að verða. Nú var sett fram beint lagafrumvarp inn í nefnd- arálitið um flutningsráð ríkisstofh- ana og þar leitað í smiðju til frænda okkar, Norðmanna. Þessi frum- varpssmíð var skýr og einföld og í engu átti hér að verða um bákn að ræða. Þegar engin hreyfing varð á þess- um málum þótti mér einsýnt að láta reyna á þetta á Alþingi og flutti frumvarpið óbreytt ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni í efri deild Al- þingis. Menn töluðu þar bæði með og móti og við flutningsmenn tókum skýrt fram að sjálfeagt væri að breyta frumvarpinu eða bæta það, svo sem nefhd þætti best henta. Nefnd svæfði málið, en það var end- urflutt af mér og enn var það svæft í nefnd. Kusu að gera ekkert Hér var hins vegar um grundvall- aratriði að ræða, hvort menn vildu fylgja málum eftir í einhverjum mæli eða halda að sér höndum. Síð- ari kosturinn var því miður valinn og því fór sem fór. Þjónustugeirinn, sem tekur til sín meginhluta nýs vinnuafls, sogar þetta vinnuafl að yfirgnæfandi hluta beint til Stór- Reykjavíkursvæðisins, m.a. og máski sér í lagi vegna þess að ekk- ert var aðhafst og ekkert var gert með tillögur stofhananefhdarinnar. Þetta vildi ég gjaman mega rifja upp og minna á að gefnu tilefhi. Hitt er svo sérmál að nú er verið að innsigla uppgjöf í því að færa vald og verkefni heim í héruð með væntanlegum sveitarstjómarlögum. Það er hins vegar í samræmi við núverandi stjómarstefnu, sem færir vísvitandi og með markvissum að- gerðum arðinn af erfiði vinnandi fólks, einkum úti á landsbyggðinni, beint í himingnæfandi hallir milli- liðaauðvaldins hér syðra. Samhengi alls þessa er raunar aug- ljóst, þó hér hafi sérstaklega verið að einu atriði vikið. ^Helgi Seljan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.