Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 18
18 Frá æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans Kennsla 5 ára barna. Skólaárið 1986-1987 verður 5 ára börnum hverfisins boðin skólavist eins og verið hefur undanfarin ár. Innritun þarf að vera lokið 1. maí. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans. Skólastjóri. KETILHÚS Ví FILSSTAÐ AS PÍTA LA Tilboð óskast í breytingar á ketilhúsi Vífilsstaðaspít- ala. Fjarlægja skal tanka, ketil og reykháf. Tengja hitaveituinntak og varakyndingu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda þriðjudaginn 6. maí nk. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir marsmánuð 1986, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. maí. 18. apríl 1986, Fjármálaráðuneytið. Teinamöppur fyrir Úrval Sent í póstkröfu ef óskaó er VANDINN LEYSTUR Ilandhæg lausn til ad vardveita blaöid Hált'ar árgangur íhverja möppu Fásl á afgreiöslu l rra Is, Þverholti 11, sími (91)27022 og liját Rindagerdinni, Smidjnvegi 22, símar (91) 77040 oy (91) 35468 DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1086. Menning Menning Menning STRENGIR OG Berwaldkvartetten: Gösta Nystroem - Strákkvartett, Anton Webem - Funf Sátze fiir Streichquartett op. 5, Áke Hermanson - Lyrisk Metamorfos op. 2 Caprice CAP 1277 Stockholm Percussion Ensemble: Verk eftir Torbjöm I. Lindquist, Miklós Maros, Xaver Benquerel, Maurice Ohana Caprice CAP 1280 Gösta Nystroem: Sinfonia concertante, Stockholms Filharmoniska Orkester, dir. Göran W. Nilson & Göte Carlid: Mássa för strákar, Stockholms Filharmoniska Or- kester, dir. Okko Kamu Caprice CAP 1272 Umboð á íslandi: ístónn Loksins aftur norræn músík Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands i Háskólabiói 17. apríl. Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. Einsöngvari: Ellen Lang. Efnisskrá: Wolfgang Amadeus Mozart úr Brúökaupi Figaros, Forleikur og ariurnar Voi che sapete og Deh vieni, non tardar; Ludwig van Beethoven: Konsertarían Ah, perfido!; Jean Sibelius: Þrjú sönglög og Sinfónía nr. 5 i Es-dúr, op. 82. Það voru nokkuð hreinar línur í uppbyggingu eíhisskrárinar á fimmtudagstónleikum sinfóníurmar, sem jafiiframt voru þriðju tónleik- amir sem hún lék í apríl mánuði. Reyndar áttu menn von á að frum- flutt yrði nýtt verk eftir stjómand- ann, en svo var þó ekki. Það hefði líka verið spuming hvemig það hefði fallið að hinum liðum dag- skrárinnar, þvi þótt músík Páls sé allrar athygli verð og falli undirrit- uðum yfirleitt vel í geð þá hefði hún líkast til verið á skjön við aðra hluta eíhisskrárinnar, eins og hún var hér upp sett að minnsta kosti. Það vom Mozart og Beethoven sem réðu fram að hléi. Forleikurinn að Figaro passar við nánast hvaða tilefni sem er, ekki síst hér, þar sem tvær aríur úr óperunni fylgdu á eft- ir. Hún heíúr nú spilað hann með meiri reisn, hljómsveitin okkar, en hún hefúr líka spilað hann langtum lakar. Að mörgu leyti dæmigerð spilamennska fyrir það sem á eftir átti að fylgja. Þá bráðnuðu áherendur Ellen Lang er frábær og fjölhæf söngkona. Að vísu fannst mér hún Tónlist EYJÓLFUR MELSTED fullþroskuð til að vera sannfærandi Chembino en það breytir ekki því að hún söng „Voi, che sapete" skín- andi vel. Síðan kom Súsönnu-arían „deh vieni, non tardar" og hún átti miklu betur við og verkaði þar af leiðandi mun meira sannfærandi. Enginn söngvari getur villt á sér heimildir í Mozart og Ellen Lang sýndi okkur með þessu upphafi hve. geysigóð söngkona hún er. Og ekki glímdi hún við auðsungnari músík næst á eftir. Þá söng hún konsertar- íuna „Ah, perfido" eftir meistara Beethoven og áheyrendur bráðnuðu gjörsamlega fyrir þeim frábæra söng. Gervi-sinfónískir söngvar Ekki veit ég hvaða tíska réð því að Ellen Lang söng ljóðsöngva Si- beliusar við undirspil hljómsveitar- innar eftir hlé. Svo mikið er víst að lögin, sem samin eru fyrir söngrödd og píanó, missa allt sitt fínasta við að færast yfír í hljómsveitarbúning. Það hverfúr ekki aðeins nálægðin og það einlæga samband sem mynd- ast með söngvara og meðleikaranum við píanóið, heldur verður þetta allt önnur músík við yfirfærsluna - eins konar gervi-sinfónískir söngvar. Hvorki gat bjargað þótt vel væri sungið og mjög þokkalega leikið. En eitt var þó ánægjulegt við þenn- an flutning. Hér var flutt norræn músík (önnur en íslensk) í fyrsta sinn á tónleikum í Reykjavík síðan fjórt- ánda janúar. Síðast þegar norræn músík var sungin á tónleikum í Reykjavík voru þrjú af lögunum hin sömu og nú en það gerðist aftur á móti nítjánda dag októbermánaðar á síðastíiðnu ári. Ég sagði víst ánægjulegt. Ætli væri ekki nær að segja að þetta hafi minnt okkur á hversu óskaplega norræn við erum í músíkölskum hugsunar- hætti hér úti á íslandi og ætla að sú staðreynd væri fremur dapurleg. Nú, áfram héldum við að vera norræn þetta kvöldið, eða sibeliönsk öllu heldur, og hljómsveitin okkar spilaði fimmtu sinfóníuna. Akkúrat þá sem Fílharmonían spilaði hjá honum Ashkenazy á Listahátíð fyrir tæpum tveimur árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.