Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 21
21 DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. Pálmarvalinn í Chicago Bulls, var óstöðvandi í gær- kvöldi þegar Bulls tapaði naumlega fyrir Boston í Boston, 135-131. Jordan fór oft illa með leikmenn Boston og skoraði 63 stig í leiknum sem er nýtt met í NBA deildinni. Jordan skoraði öll þessi stig gegn einum besta varn- armanni deildarinnar, Dennis Johnson hjá Boston. -SK B: • Michael Jordan var ótrúlega góður í gærkvöldi er hann skoraði 63 stig gegn Boston. ® úrvalslið EM - Haakon Austerfjord varð stigahæstur og tók flest fráköst en Pálmar sýndi yfirburði í langskotunum Pálmar Sigurðsson, aðalbakvörður íslenska landsliðsins í körfuknatt- leik, var kosinn í úrvalslið Evrópu- keppninnar að henni lokinni í Laugardalshöll. f miklu hófi, sem menntamálaráðherra hélt leikmönn- um og aðstandendum keppninnar á laugardagskvöld, var val á fimm manna úrvalsliði keppninnar til- kynnt og ýmis einstaklingsverðlaun afhent. Norðmaðurinn iftakon Auster- fjord verður að teljast maður keppn- innar. Hann varð stigahæstur allra leikmanna, náði flestum fráköstum og var valinn annar kantmaður í úrvalsliðið. Það er annars skipað eft- irtöldum leikmönnum: Pálma^Sigurðsson, íslandi Henrique Vieira, Portúgal Haakon Austerfjord, Noregi(no 9) Arild Beck, Noregi(no 6) Pálmar fékk fleiri skrautfjaðrir í hatt sinn eftir keppnina. Hann var sá leikmaður sem skoraði flestar þriggja stiga körfur eða 15 alls. Pálm- ar Sigurðsson var annar stigahæsti leikmaður mótsins. Nánar er greint frá EM í körfu i opnu blaðsins í dag. -SK. Nálgast 60 mefra - nýtt íslandsmet írisar Grönfeldt í spjótkasti Frá Ölafi Guðgeirssyni, blaðamanni DV í Bandaríkjunum: „Ég er ánægð með metið en hefði gjarnan viljað fara yfir 60 metrana,“ sagði spjótkastarinn íris Grönfeldt í samtali við DV í gærkvöldi en um helgina setti hún nýtt íslandsmet i spjótkasti, 59,12 metra. „Ég er ekki enn komin i toppform og á eftir að standa mig betur á næstu mótum,“ sagði íris ennfremur. Sig- urður Einarsson kastaði spjótinu 71,60 metra á móti um helgina, Vé- steinn Hafsteinsson kastaði kringl- unni 58,50 metra og Eggert Bogason 55 metra. Kristján Harðarson stökk 7,18 metra í langstökki og Ragnheið- ur Ólafsdóttir hljóp 3000 metra á 9:26,30 mínútum. -SK - Michael Jordan skoraði 63 stig er Chicago Bulls tapaði fýrir Boston, 135-131, í tvrframlengdum leik • Pálmar Sigurðsson ásamt Norðmanninum Haakon Austerfjörd. Báðir voru þeir valdir í úrvalslið Evrópukeppninn- ar. Pálmar skoraði langflest stig úr þriggja stiga skotum og Austerfjord tók flest fráköst allra á mótinu og varð einnig stigahæsti leikmaður mótsins. DV-mynd Brynjar Gauti. - í sigri Hameln „Þetta var góður leikur hjá okkur og nú stöndum við með Pálmann í höndunum,“ sagði Pétur Guðmunds- son körfuknattleiksmaður í samtali við DV í gær en á laugardag vann L.A. Lakers annan Ieik sinn gegn San Antonio Spurs, 122-94, og þarf því að vinna einn leik til viðbótrar til að slá Spurs úr úrslitakeppninni. Michael Jordan, sem leikur með • Pétur Guðmundsson stendur sig vel hjá Lakers. Hann skoraði 7 stig á laugardag. Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV í V-Þýskalandi: Kristján Arason skoraði tíu mörk, þar af sex úr vítaköstum er Hameln vann sigur á Altfjerden í v-þýsku 2. deildinni í handboltanum um helg- ina, 21-15. Leikið var á heimavelli Altfjerden. Toppliðið Dormagen vann sigur á heimavelli gegn Bergkamen, 25-20, og Wanne Eyckel, sem Bjarni Guð- mundsson leikur með, vann Lichten- rade á útivelli, 22-19. Dormagen hefur nú 36 stig, Hameln 34, Bergkamen 30 stig og Wanne Eyckel 29 stig. -fros Kristján með 10 mörk PETUR SKORADI 7 GEGN SPURS Amór skoraði og átti stórleik Anderiecht og Club Brugge leika til úrsl ita um belgíska meistaratitilinn Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara DV i Belgíu Stórliðin Anderlecht og Club Brugge eru með jafnmörg stig og jafnmarga unna leiki þannig að nú þurfa að fara fram tveir aukaleikir milli þessara liða til að skera úr urn hvort hlýtur meistaratitilinn. Anderlecht lék við Charleroi í gær. Anderlecht byrjaði leikinn af mikl- um krafti og gaf Arnór tóninn þegar hann átti hörkuskot sem markvörður Charleroi varði á frábæran hátt. Um miðjan fyrri hálfleik brunaði danski landsliðsmaðurinn Andersen upp kantinn og gaf fyrir markið þar sem Arnór kom á fullri ferð og skoraði með viðstöðulausu skoti af markteig. í seinni hálfleik skoraði Van Cauter- en gullfallegt mark. Skömmu síðar tók Arnór aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig og sendi hann mjög ná- kvæma sendingu á Van der Berg sem skoraði með skalla. De Mole skoraði síðan eitt mark til viðbótar og skömmu síðar var Arnór nálægt því að skora en skot hans geigaði. Stuttu síðar bætti Amór fyrir þetta þegar hann lék á fjóra varnarmenn og gaf boltann á höfuðið á Scifo sem skor- aði af öryggi. „Verðum að vinna“ Þessi leikur var einn besti leikur Arnórs í langan tíma og var hann tekinn tali eftir leikinn: „Það er ekk- ert sem heitir, við verðum að vinna báða leikina gegn Club Bmgge og tryggja okkur þannig titilinn. Ég lék með varaliðinu á föstudag- inn og sá leikur endaði 2-0. Skoraði ég bæði mörkin í íyrri hálfleik. Þjálf- ari minn, Ari Haan, tók mig út af í hálfleik og sagðist ætla að nota mig með aðalliðinu á sunnudaginn. Ég finn mig mun sterkari núna en ég var fyrir nokkrum vikum en þetta er auðvitað besta leiðin til að fá nýj- an samning eða að komast til annars stórliðs,“ sagði Arnór. Waterschei fallið Leikur Waterschei og Gent, sem fór 0-0, þótti afspyrnulélegur enda skipti hann engu máli fyrir liðin. Gent sigl- ir lygnan sjó en Waterschei er fallið. Ragnar Margeirsson á eftir eitt ár af samningi sínum við liðið en óvíst er um framtíð hans og annarra leik- manna hjá liðinu. Er vel hugsanlegt að einhverjir leikmenn verði settir á sölulista. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.