Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. 23 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir „Hef ekki enn gert upp við mig hvaða spjót ég vel" - segir Einar VHhjálmsson. Möguleiki á að hann keppi í Kalifbmíu um helgma Svo gæti farið að Einar Vilhjálms- son spjótkastari keppti í sínu fyrsta móti með nýja spjótinu um næstu helgi. Einar hefur fengið boð um að keppa á nióti í Kaliforníu þar sem meðal keppenda verður Tom Petran- off frá Bandarikjunum. „Ég hef fengið nokkuð mörg tilboð um að keppa á mótum en ég hafði hugsað mér að byrja ekki fyrr en í júní. Ég er að velta því fyrir mér að taka boðinu um að keppa í Kaliforn- iu 25. þessa mánaðar en hef ekki gefið ákveðið svar. Eg er ekki fastur nemandi í háskóla hér þannig að ég er ekki skuldbundinn til að keppa á mótum háskólanna. Þá hef ég verið að prófa nýjar tegundir af spjótum og hef ekki enn gert það upp við mig hvaða gerð ég vel". Heldurðu að þú náir að halda þér í heimsklassa með nýja spjótinu? „Það er að sjálfsógðu ekki komin nein reynsla á það. Ég mæli ekki köst • Einar Vilhjálmsson. mín á æfingum en hins vegar hef ég náð að kasta nær því eins langt með nýja spjótinu eins og því gamla án atrennu eða um 60 metra. Atrennan skiptir allt að þrjátíu metrum með gamla spjótinu en maður getur talist góður ef hún nær að skipta tuttugu metrum með því nýja vegna þess hve það svífur lítið. Sumir kastarar hafa átt í miklu basli með nýja spjótið og má þar nefna Tom Petranoff. Hann kastaði gamla spjótinu tæpa 100 metra en hefur aðeins náð að kasta því nýja tæplega sjötíu metra. Petr- anoff hefur neitað tilboðum um að keppa á mótum til þessa vegna þess að hann er að reyna nýjar gerðir". Hver heldur þú að verði toppárang- ur í ár?. „Keppnistímabilið er ekki hafið i Evrópu svo erfitt er að segja hvað menn ná að kasta spjótinu langt. Ég hef þó þá trú að árangur Sigurðar Einarssonar muni verða ofarlega á afrekaskránni." Hefur þú sett þér eitthvert markmið fyrir sumarið? „Aðalmálið hjá mér er Evrópu- meistaramótið - að ná góðu sæti þar. Ég er ekki með neina metra- lengd í huganum og ég á eftir að reyna ný spjót frá sænska fyrirtæk- inu Saridvik. Ég vonast til með að verða kominn í gott form í júní. Ár- angur minn þá mun segja til um hvar ég mun standa," sagði Einar. Þess má geta að ekki mun verða keppt í spjótkasti á Grand Prix frjáls- íþróttamótunum í ár. Keppt var í tveimur kastgreinanna á mótunum í fyrra, spjótkasti og kringlukasti, og í ár verður keppt í kúluvarpi og sleggjukasti. -fros Oxford vann óvæntan stór- sjgur á QPR ¦ úrslitaleiknum Staðan í Þýskalandi Staðan í Bundesligunni í V-Þýska- landi eftir leikina á laugardag. Werder Bayem M. Gladbach Stuttgart Uerdingen Hamburger Leverkrusen Mannheim Bochum Schalke Frankfurt— Niirnberg Dússeldorf Kaiserslautern Köln Dortmund Saarbrucken Hannover 32 20 32 20 32 15 32 16 30 16 32 16 32 14 32 11 32 13 32 11 31 7 32 11 32 10 32 8 32 8 32 9 32 5 31 5 10 11 4 15 6 15 14 10 5 16 7 15 10 14 10 14 7 16 9 18 7 19 82-39 48 76-31 46 64-13 42 6fr42 39 54-56 38 51-33 37 59-48 37 40-41 32 53-54 30 50-55 28 3444 28 48-52 27 50-72 27 42-54 26 42-58 26 44-63 25 36-61 19 41-86 17 Tobbi bestur á vellinum - er Saab tapaði í bikam- um fyrir Drott Frá Gunnlaugi Jónssyni, fréttaritara DV í Svíþjóð: Þorbergur Aðalsteinsson var álit- inn besti maður vallarins er lið hans, Saab, lék tapaði gegn Drott í undan- úrslitum sænska bikarsins fyrir helgi, 19-17. Leikið var á heimavelli Drott. Með ósigrinum er Saab fallið út úr bikarkeppninni og keppnistíma- bilið því á enda hjá leikmönnum liðsins. Þorbergur, sem skoraði níu mörk í leiknum, ætti þó að geta unað vel við við árangur sinn. hann tryggði Saab sæti í Allsvensken sem hefst í september. -fros Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- ritara DV i London. Það er ekki hægt að segja annað en að litla félagið Oxford hafi komið á óvart með stórgóðum leik á Wemb- ley í gær. Liðið hafði ekki náð sigri í átta síðustu leikjum sinum og er í falísæti í deildinni. Þrátt fyrir þetta sýndu leikmenn liðsins mjög góðan leik og hefðu allt eins getað unnið stærri sigur. Leikmenn Oxford náðu þegar í upphafi góðum tökum á leiknum og þrátt fyrir að vera að spila þar í fyrsta sinn nýttu þeir sér vel breidd vallarins. Fyrsta markverða atvik leiksins varð þegar Trevor Hebberd, besti maður leiksins, sendi góða sendingu inn á John Aldridge sem var skellt. Vildu margir fá víti en dómarinn lét leikinn halda áfram og kom síðar í ljós þegar atvikið var sýnt í sjónvarpinu að þetta var hár- réttur dómur. Eftir þetta tóku leikmenn Oxford leikinn í sínar hendur og sóttu stíft. Fyrsta markið kom á fertugustu mínútu þegar Aldridge sendi boltann á Hebbden sem sneri sig frá varnarmanni og skaut í nærhornið framhjá Barron í marki QPR. Seinni hálfleikurinn var mjög vel leikinn hjá Oxford og leið ekki á löngu þar til það bætti öðru marki við. Kom það á 53. mínútu. Charles sendi glæsilega sendingu inn á Hebb- den sem brunaði upp að markinu og gaf boltann á Houghton sem átti ekki í vandræðum með að senda hann í netið. Var þetta rothöggið fyrir QPR. Skömmu síðar átti Áldridge að bæta við marki en hann hitti ekki boltann fyrir opnu mark- inu. Síðasta mark Oxford kom síðan á 86. mínútu þegar Aldridge átti hörkuskot á markið sem Barron varði vel en hann hélt ekki boltanum og Jeremy Charles renndi boltanum í netið. „Hissa á því hve vel við lékum" Á blaðamannafundi eftir leikinn var Morris Evans framkvæmdastjóri Oxford í sjöunda himni. „Ég er mjög hissa á því hve vel við lékum því við höfum ekki leikið svona vel í deild- inni hingað til. Tvö fyrstu mörkin hefðu ekki getað komið á betri tíma og eftir að við höfðum róað leikinn éftir annað markið var aldrei spurn- ing um hver myndi vinna," sagði Evans. Athygli vakti að Evans fór ekki upp að taka við verðlaununum heldur sendi hann hinn 72 ára gamla þjálfara Oxford, Ken Fish, til að taka við þeim. -SMJ NM pilta í handknattieik: Island í 3. sæti Frá Gauta Grétarssyni, fréttaritara DV á NM. Norðurlandamót pilta, 19 ára og yngri, fór fram um helgina í Dan- mörku. Fyrsti leikur okkar var við Svía á föstudaginn og tapaðist sá leikur með 8 marka mun, 27-19, en Svíar reyndust vera með yfirburðalið á mótinu. Þeir Ólafur Kristjánsson og Hafsteinn Bragason voru marka- hæstir í þessum leik með 4 mörk hvor. Á laugardagsmorguninn var leikið við Norðmenn og tapaðist sá leikur, 25-23, eftir að Island hafði verið yfir mestan tímann. I þeim leik skoraði Konráð H. Ölafsson 5 mörk og Einar Einarsson og Bjarki Sigurðsson 4. I þessum leik leit lengi vel út fyrir sig- ur íslands en þegar staðan var 16-13 fyrir Island var þremur íslendingum vikið af leikvelli og skoruðu þá Norðmenn 5 mörk í röð. Síðar sama dag vannst síðan stórsigur á Græn- lendingum, 44-17, en Grænlendingar voru nú með í fyrsta skipti. I þessum leik skoruðu Konráð og Stefán Kristjánsson 9 mörk hvor. Á sunnudaginn vannst síðan sætur sigur á Dönum, 21-17, eftir að staðan í hálfleik var 12-9 okkar piltum í vil. I þessum leik var það fyrst og fremst góð markvarsla og varnar- leikur sem skóp sigurinn. Marka- hæstir voru þeir Halldór Ingólfsson með 7 mörk og Bjarki Sigurðsson með 4. Þeir Konráð og Stefán skor- uðu 3 mörk hvor í þessum leik. I síðasta leik sínum sigruðu strák- arnir Færeyingaog tryggðu sér þar með þriðja sætið. Leikurinn vannst, 29-19, og var Konráð markahæstur með 7 mörk en Bjarki skoraði 5. , Svíar unnu mótið en Norðmenn urðu í öðru sæti. Með smáheppni hefðu okkar strákar getað náð öðru sætinu. Ströng dómgæsla í mótinu kom á óvart og varð íslenska liðið sérstaklega fyrir barðinu á henni. -SMJ Hearts færist nær titlinum Hearts færist nær titlinum í skosku knattspyrnunni. í gær gerði liðið jafntefli við Aberdeen í Edinborg. Hearts hefur nú 48 stig og þarf tvö stig úr tveimur síðustu umferðunum til að hljóta skoska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1960. hsím t Ubaldo FÍUol, - ekki í HM- [hópnum. HM-lið Argentínu: Fillol var ekki valinn „Það má mikið ske ef ég breyti þessum hópi fyrir HM-keppn- ina," sagði Carlos Bilardo, lands- liðsþjálfari Argentínu í knatt- spyrnunni, í Buenos Aires á laugardag þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir landsleiki yið Norðmenn í Osló 30. mai og ísrael í Tel Aviv 4. maí. Mest kom á óvart að hann valdi ekki Ubaldo Fillol markvörð sem var einn besti leikmaður Argentinu í sigr- inum á HM 1978 og einnig mjög snjall 1982. Fillol er nú 36 ára og leikur með Atletico Madrid á Spáni. í hópnum eru þessir leikmerin og þá væntanlega leikmenn Arg- entinu á HM í Mexíkó. Markverð- ir: Nery Pumpido, Luis Islas og Hector Miguel Zelada. Varnar- menn: Jose Brown, Jose Cuc- iuffo, Nestor Clausen, Oscar Galrré, Oscar Ruggert og Daniel Passarella. Framverðir: Julio 01- articoechea, Sergio Batista, Ricardo Bochíni, Ricardo Giusti, Jorge Burruchaga, Diego Mara- dona; Marcelo Trobbiani, Hector Enrique og Carlos Tapia. Fram- heriar: Jorge Valdano, Sergio Almiron, Pedro Pasculli og Claudio Borghi. hsím Stórir sigrar íLitla bikarnum Keppnin i Litlu bikarkeppninni er nú hálfnuð og er keppnin jöfn og spennandi. Úrslit í leikjum hingað til eru sem hér segir: ÍB- K-UBK 2-2, ÍA-Haukar 7-0 og UBK-FH1-1. Og á laugardaginn voru úrslit sem hér segir: Hauk- ar-ÍBK 0-3 og UBK-ÍA 1-1. Þeir leikir, sem eftir eru, verða sem hér segir: Sunnudaginn 27/4 ieika FH~Haukar og ÍA-ÍBK en laugardaginn 3/ö leika ÍBK-FH og Haukar-UBK. Hvenær leikur FH og í A fer fram hfifur ekki enn i verið ákveðið. -Róbert Góður mara- þontími í Rotterdam Eþiópíumaðurinn Belannyenh Densimo náði ágætum tíma þeg- ar hami sigrafti í Rotterdam- maraþonhlaupinu i gær. Hljóp vegálengdina á tveimur klst., níu mín. og níu sekúndum. Annar varð Daninn Aflan Zachariasseií á 2:11,56. í þridja sæti varð Cor Lambregts, Hollandi, á 2:12,57. Fjórði Jean-Pierre Peumen, Belgiu, á 2:13,12 og fimroti John Graham, Bretlandi, á 2:13,42. Þátttaka í hlaupinu var rujög mikil að venju. . --hsim1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.