Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 24
24 DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. íþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir íþrótlir • Pálmar Sigurðsson, het landsliðsins í körf'u gegn í um er hér sendur í ílu leikinn gegn Noregi á Pálmar lék mjög vel og s urkörfuna á allra síðust leiksins. DV-mynd Brynji „Þegar ég fór upp í skotið var síðasta sekúndan að rjúka út. Þetta var ólýs- anlegt. Það er ekki nokkur leið að lýsa þeirri tilfinningu sem fór um mann þegar boltinn hafnaði í körfunni og við höfðum tryggt okkur rétt til að leika í B-keppninni,“ sagði Pálmar Siugurðs- son en stórglæsilegt langskot hans á allra síðustu sekúndu landsleiks ís- lands og Noregs á EM í körfu tryggði íslandi sigur í C-keppninni og eftir rúman mánuð verður íslenska lands- liðið á fullri ferð í B-keppninni í Belgíu. Þetta er nánast ótrúlegur árangur hjá íslenska liðinu. Norðmennirnir voru fyrir keppnina taldir vera með lang- besta liðið í keppninni hér en íslensku leikmennirnir gáfu öllum spádómum Iangt nef og eftir glæsilegan sigur á Norðmönnum á laugardag verður þessa dags lengi minnst í sögu körfu- knattleiksins hér á landi. Það leit ekki út fyrir að íslenska lið- ið myndi gera neinar rósir í leiknum gegn Norðmönnum. Eftir nokkuð jafn- an fyrri hálfleik náðu Norðmenn mest fjórtán stiga forskoti og voru þá um ellefu mínútur til leiksloka. Þá skoraði Valur Ingimundarson tvær þriggja stiga körfur með mjög stuttu millibili og þá var eins og allt færi í gang. Smátt og smátt nagaði íslenska liðið norska forskotið í sig og þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka var forskotið uppurið og staðan jöfn, 67-67 og síðar 69-69. Pálmar skoraði síðan úr einu viti af tveimur og Norðmenn- irnir komust í 70-72 og þannig var staðan þar til að Torfi Magnússon fyr- irliði íslenska liðsins skoraði einu stig sín í leiknum úr vítaskotum af miklu öryggi og jafnaði þar með leikinn, 72- • íslensku leikmennirnir fögnuðu innilega eftir leikinn gegn Norðmönnum og hér sést fyrirliðinn Torfi Magnússon stjórna fagnaðarlátunum. Á mynd- inni sjást einnig þeir Gunnar Þorvarðarson aðstoðarþjálfari, Pálmar Sigurðs- son og Einar Bollason landsliðsþjálfari. DV-mynd Brynjar Gauti. • Torfi Magnússon, fyrirliði íslenska landsliðsins, tekur hér við sigurlaunun- um úr hendi Keith Mitchell sem var eftirlitsmaður alþjóðakörfuknattleiks- sambandsins á mótinu. Til hægri á myndinni er Guðrún Ólafsdóttir en hún tók við verðlaunum Skota sem voru farnir af landi brott. Guðrún kom mikið við sögu á móti þessu. Hún er umboðsmaður á Islandi fyrir Lotto íþróttafatn- að og skó og það fór ekki framhjá neinum sem fylgdist með mótinu. Guðrún gallaði allt skoska landsliðið og einnig allt starfslið mótsins. DV-mynd Brynj- ar Gauti. • Ekki veit ég hvort Gunnari Þorvarðarsyni aðstoðarþjálfara mislíkar svona svakalega lyktin af Einari Bollasyni landsliðsþjálfara en eitt er víst að svipur- inn á Gunnari gefur manni tilefni til ýmissa vangaveltna. Þeir Einar og Gunnar fagna hér sigrinum á Norðmönnum og Iengst til hægri er landslisðs- þjálfari Norðmanna, Per Töyen. DV-mynd Brynjar Gauti. • Merkum áfanga náð. Félagarnir úr Haukum, Einar Bollason þjálfari og Pálmar Sigurðsson, fagna hér sigrinum á Norðmönnum. Þeir Einar og Pálm- ar komu báðir mikið við sögu í leiknum. DV-mynd Brynjar Gauti. - sagði Pálmar Sigurðsson se Norðmönnum á laugardag. íslanc i i • Haakon Austerfjord náði flest-1 um fráköstum á Evrópumótinu í ■ körfu. Hér sést hann taka eitt | þeirra í leiknum gegn Íslending- _ um á laugardag. I DV-mynd Brynjar Gauti. | Haakon meðflest! i fráköst | -SímonÓlafsson | í fjórða sæti | Norðmaðurinn Haakon Auster- I Ijord var sá leikmaður sem náði ■ flestum fráköstum á Evrópumót- | inu í körfu í Laugardalshöll. . Austerfjord náði alls 45 fráköst- ■ um, 29 í vörn og 16 í sókn. Annar I varð Portúgalinn Joao Seica með ■ 39 fráköst, 22 í vörn og 17 í sókn. | Annars lítur listinn þannig út yfir næstu menn í fráköstum á mót- inu: I Ralton Way, Skotl.36 fráköst ' Símon Óiafsson, ísl....34 - I Georg Posti, Nor.......31 - , Torgeir Bryn, Nor......28 | Archibald, Skotl......25- i Torfi Magnússon.......24-1 Jorge Barbosa, Port...22-1 Arild Beck, Nor.......20- I Artur Leiria, Port....20- I DerekFrame.Skotl......20- ' Gerry Corcoran, írl....19 - I Guðni Guðnason.........18- . Næstur í röðinni hjá íslenska lið- | inu var Birgir Mikaelsson með 11 i fráköst. -SKI I I I i I Ýmsir punktar fraEM Fróðlegt er að velta fyrir sér | nokkrum tölulegum upplýsing- ■ um varðandi Ieikina á Evrópu- I mótinu í körfu. í yfirliti sem gefið I var út eftir keppnina kemur með- ■ al annars fram að Norðmaðurinn I Haakon Austerfjord var með 63, * 5% skotnýtingu allt mótið sem I er frábær árangur. Pálmar Sig- I urðsson var með 48,4% nýtingu í * þriggja stiga skotum. Haakon I Austerijord lék í flestar mínútur ! af öllum leikmönnum eða 144 I mínútur. Hann var sem sagt utan . vallar í aðeins 16 minútur. Simon I Ólafsson fékk flestar villur ein-1 staklinga eða 18 í fjórum leikjum “ af tuttugu mögulegum. Norð-1 maðurinn Arild Beck gaf flestar . sendingar scm gáfu körfu eða 41. | Landi hans Torgeir Bryn blokk- ■ eraði flest skot allra eða 91 samtals. Aftur á móti var ís- I lenska liðið með flest varin skot ■ af liðunum eða 25 skot. ísland var I einnig með bestu hittniprósentu * í þriggja stiga skotunum eða 40, I 4%. Norðmenn hittu hins vegar . best, voru með 55,7% nýtingu. | Slakasta liðið í keppninni, irska ■ liðió, fékk flest vítaskot af liðun-1 um fimm eða samtals 111 víta-1 skot. íslenska liðið fékk á sig ■ rlestar villur á mótinu eða 111. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.