Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 26
DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. Handknattleikur unglinga - Handknattleikur unglinga - Handknattleikur unglinga 3. flokkur Stjömunnar, íslandsmeistari 1986. Efri röð: Jón Erling Eyjólfsson, formaður, Gunnar Ingason, Sigurður Bjarnason, Árni Gunnarsson, Bjami Benediktsson, Þóroddur Ottesen, Heimir Erlingsson, Sigurður Hilmarsson og Magnús Teitsson þjálfari. Neðri röð: Baldur Guðmundsson, Magnús Eggertsson, Gunnar Erlingsson, Jóhann Jóhannsson, Valdimar Kristófersson, Stefán, Guðjón Guðmundsson. Stjömumenn sigmðu í leik mikilla sviptinga Stjaman-Selfoss: 26-20 (7-10) Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 2-2, 2-4, 4-4, 7-7, 7-10, 7-12, 8-12, 8-15, 13-15, 13-16, 16-16, 17-17, 19-17, 19-18, 21- 18, 21-19, 21-19, 24-19, 26-20. Leikur Stjömunnar og Selfoss í úr- slitum 3. flokks karla verður lengi í minnum hafður. Leikurinn var sérlega vel leikinn, spennandi með afbrigðum og sviptingamar vom miklar. Sem sagt, leikur sem gaman var að horfa á. Stjaman opnaði leikinn en síðan var jafnt á flestum tölum upp í 7-7. Þá var eins og Stjömumenn gæfust upp. Sel- fyssingar skomðu 3 síðustu mörk hálfleiksins og staðan í leikhléi var 10 mörk gegn 7, Selfossi í hag. í síðari hálfleik byijuðu Selfyssingar .af sama krafti og þeir enduðu fyrri hálfleikinn og skomðu tvö mörk. Höfðu þeir þá skorað fimm mörk án þess að Stjömumönnum tækist að svara fyrir sig. Þegar 7 mínútur vom til leiksloka var staðan 15-18 fyrir Selfoss og flestir famir að sætta sig við að íslandsmeistaratitillinn færi til Selfoss. En Magnús, þjálfari Stjöm- unnar, var á öðm máli og breytti hann leikaðferð sinna manna á þann hátt að hann lét taka tvo atkvæðamestu leikmennina, Grím Hergeirsson og Magnús Sigurðsson, úr umferð. Við þetta hmndi leikur Selfyssinga og náðu Stjömumenn að komast inn í hverja sendinguna af annarri og náðu að lokum að jaltia, 16-16. Þetta varð til þess að framlengja þurfti leikinn 2x5 mínútur og í framlengingunni vom Selfyssingar heillum horfnir og sigmðu Stjömumenn ömgglega, 26- 20. Leikmenn Selfyssinga vom of spenntir þegar líða tók á leikinn. í stað þess að leika rólega og yfirvegað, stilla upp í fh'köst, þá varð óðagotið mikið, sóknir gerðust allt of stuttar og hamagangurinn varð mikill. Þetta notfærðu Stjömumenn sér til hins ýtr- asta. Sigurður Bjamason átti stórleik á þessum kafla og skoraði mörg þýð- ingarmikil mörk. Hann hafði verið daufur framan af en náði að rífa sig upp þegar mest á reið. Valdimar Krist- insson lék einnig vel í lokin og komst oft inn í sendingar Selfyssinga. Bjami Benediktsson var þó sá leikmaður Stjömunnar sem bar af og sá eini sem eitthvað sýndi framan af. Jóhann Jó- hannesson markvörður varði vei síðustu mínútur leiksins og einnig í framlengingunni. Selfyssingar vom óheppnir að vinna ekki þennan leik en þeir höfðu haft jafnbesta liðið í þessari úrslitakeppni. Magnús Sigurðarson og Grímur Her- geirsson vora albestu leikmenn þeirra. Magnús gerði sér til dæmis lítið fyrir og skoraði mark af um 15 metra færi í lok leiksins. Ragnar Hjálmtýsson markvörður varði af mikilli snilld í þessum leik og átti stóran þátt í því að Selfyssingar náðu 7 marka foiystu. Helstu markaskorarar þessa leiks vo- ur: Fyrir Stjömuna: Sigurður Bjama- son 7, Valdimar Kristinsson 5, Bjami Benediktsson 3. Fyrir Selfoss: Gústaf Bjamason 6, Magnús Sigurðs- son 5, Grímur Hergeirsson 4. Dómarar þessa leiks, Sigurður Bald- ursson og Bjöm Jóhannesson, dæmdu þennan leik óaðfinnanlega og væri gaman ef dómgæslan væri oftar í slík- um klassa í yngri flokkunum. Þeir vom sjálfum sér samkvæmir og ávallt var dæmt á sömu brot beggja vegna. Meira af þessu. KR-ÍR: 15-10 (7-5) Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 3-1, 4-4, 7-5, 8-5, 10-6, 12-8, 14-9, 15-10. KR-ingar byijuðu á að skora í leikn- um gegn ÍR um þriðja sætið í 3. flokki karla. Síðan höfðu þeir úvallt frum- kvæðið í leiknum. ÍR-ingar náðu að jafiia, 4-4, þegar fyrri hálfleikur var hálfiiaður en síðan bættu KR-ingar við sig fyrir leikhlé. í síðari hálfleik mættu KR-ingar ákveðnari til leiks en ÍR-ingar og bættu enn við forystuna og sigmðu ömgglega, 15-10. Leikurinn einkenndist af áhugaleysi á köflum; bæði liðin eiga að geta sýnt miklu meira en þau gerðu í þessum leik. Ef til vill hafa þau ætlað sér meira í þessu móti en að leika um þiiðja sætið. Úrslit í 3. flokki karla. A-riðill: UBK-KR 13-25 UBK-HK 21-25 UBK-Selfoss 20-17 KR-HK 12-11 KR-Selfoss 15-16 HK-Selfoss 19-22 UBK-Þór, Ak. 19-19 KR-Þór, Ak. 27-10 HK-Þór, Ak. 27-22 Selfoss-Þór, Ak. 27-18 B-riðill: Stjaman-Haukar 18-17 Stjaman-IR 27-19 Stjaman-Ármann 20-13 Haukar-ÍR 15-20 Haukar-Ármann 13-14 ÍR-Ármann 16-10 Staðan í A-riðli: Selfoss 4 82-72 3 0 1 6 KR 4 79-50 3 0 1 6 HK 4 82-77 2 0 2 4 UBK 4 73-86 1 1 2 3 Þór, Ak. 4 69-100 0131 Staðan í B-riðli: Stjaman 3 65^9 3 0 0 6 ÍR 3 55-52 2 0 1 4 Armann 3 37-49 1 0 1 2 Haukar 3 45-52 0 0 3 0 Leikur um 3. og 4. sæti, KR-ÍR, 15-10 Leikur um 1. og 2. sæti, Selfoss- Stjaman, 20-26 Þeir brotnuðu, við tvíefldumst Bjami Benediktsson er fyrirliði 3. flokks Stjömunnar. Unglingasíðan tók hann tali eftir úrslitakeppnina. - Ég er mjög ánægður með íslands- meistaratitilinn, sagði Bjami. Mér fannst Selfyssingar vera mjög sterkir og þeir vom illviðráðanlegir framan af. Við vorum ekkert lélegir en náð- „ um ekki að sýna okkar besta fyrr en þama í lokin. Eftir að við tókum tvo leikmenn þeirra úr umferð fór að birta yfir leiknum og eftir því sem munurinn minnkaði fóm menn að trúa því að unnt væri að jaftia þetta. Á sama tima og þeir brotnuðu niður þá tvíefldumst við. Ef til vill er það skýringin að leikimir í þeirra riðli vom fleiri en í okkar riðli og því hafi þeir verið búnir. Við erum í góðu formi þannig að ef til vill skipti það sköpum. Áttir þú von á titli fyrir úrslita- keppnina? - Ég átti nú ekki von á þessu. Við stefhdum að verðlaunasæti en eftir að sýnt þótti að við kæmumst í úr- slitaleikinn þá hafði ég trú á því að við myndum vinna, ef við næðum að sýna góðan leik. Stemmningin í þessum leik var frá- bær. Það kom mér á óvart hve margir Selfyssingar vom mættir til að hvetja sína menn. Nú verða margir ykkar í sama flokki næsta ár. Ætlið þið að vinna titilinn aftur? Við stefnum að því að vinna titil- inn aftur næsta ár. 5 leikmenn liðsins hafa unríið íslandsmeistara- titilinn þrisvar áður og við stefnum að því að bæta þeim fjórða við. Hvemig er að vera í félagi þar sem velgengni er svona mikil, eins og í Stjömunni? - Það er virkilega gaman. Andinn í félaginu er góður og allir hvetja flokkana til að komast í úrslit. Það er ákveðinn metnaður að allir flokk- ar komist í úrslit og það skiptir miklu. Hverjum þakkar þú þennan góða árangur hjá ykkur? - Við höfum æft mjög vel í vetur og Magnús þekkir okkur auk þess vel, enda hefur hann þjálfað okkur í mörg ár. Þjálfarinn og góð liðs- heild er forsenda þessa góða árang- urs, sagði Bjami Benediktsson að lokum. ■ '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.